Skessuhorn


Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015 Nú þegar grunnskólum lýkur hefst á Bókasafni Akraness verkefnið Einu sinni var - sumarlestur fyrir börn. Sumarlestur hefst 1. júní næstkom- andi og stendur yfir til 7. ágúst. „Verkefnið er miðað að 6 - 12 ára börnum og hefur það að markmiði að hvetja til yndislesturs og viðhalda þannig og auka við þá lestrarfærni sem börnin hafa öðlast yfir vetur- inn í skóla. Þá geta krakkar und- irbúið sig í sumar fyrir spurninga- keppni grunnskólanna sem fram fer í haust. Bækur sem þarf að lesa fyr- ir þá keppni er hægt að fá lánaðar á bókasafninu,“ segir í tilynningu. Þema í ár er tækni og vísindi. Þriðjudaginn 2. júní klukkan 15:00 kíkir Ævar vísindamaður í heimsókn á bókasafnið, gerir tilraunir og les úr nýjustu bókinni sinni: Risaeðlur í Reykjavík! Þegar börnin skrá sig til þátttöku fá þau afhenta lestrardag- bók. Í hana skrá þau þær bækur sem þau lesa í sumar. Börnin fá stimpil í dagbókina sína og „bókamiða” til að festa í „vísindanetið” fyrir hverja lesna bók. Bókasafnið verður í samstarfi við Skessuhorn sem birtir vikulega stutt viðtal við Lesara vikunnar, meðan á lestri stendur. Lestrinum lýkur svo formlega 12. ágúst með “Húllum- hæi,” hátíð í Bókasafni Akraness, þar sem farið verður í skemmtilega leiki og nokkrir heppnir þátttakend- ur verða dregnir úr þátttökupottin- um og hljóta glaðning frá styrktar- aðilum. Sumarlestur er ókeypis, en foreldrar eru beðnir um að fylgj- ast með að bókum sé skilað á rétt- um tíma, svo koma megi í veg fyrir vanskilasektir. Þetta er í tíunda sinn sem Bókasafn Akraness stendur fyr- ir Sumarlestri. mm Sumarlestur hefst á Bókasafni Akraness í næstu viku Ævar vísindamaður kemur í heimsókn á þriðjudaginn klukkan 15. Frá Húllum hæ hátíðinni í fyrrasumar. Aðgerðahópur stjórnvalda og sam- taka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti hefur kynnt nið- urstöðu viðamikillar rannsókn- ar. Nefnist skýrsla hópsins Kyn, starfsframi og laun. Annars vegar er um að ræða fyrstu rannsókn sem gerð hefur verið hér á landi á kyn- bundnum launamun, sem tekur til vinnumarkaðarins í heild, og hins vegar rannsóknarskýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði. Dregið hefur úr launamun Sigurður Snævarr hagfræðingur er höfundur skýrslu sem byggð er á rannsókn Hagstofu Íslands og að- gerðahópsins. Hann kynnti helstu niðurstöður rannsóknarinnar en hún byggist á miklum gagnagrunni um laun og margvíslega þætti um stöðu launamanna og tekur til ár- anna 2008 til 2013. Með tölfræði- legum aðferðum er metið hvaða áhrif einstaka þættir, svo sem kyn, menntun, aldur, starfsaldur og at- vinnu- og starfsgrein, hafa á laun. Þegar horft er til alls gagnatíma- bilsins kemur í ljós að þannig met- inn kynbundinn launamunur er 7,6% á vinnumarkaðnum í heild; meiri á almennum vinnumarkaði (7,8%) en á opinberum vinnumark- aði (7,0%). Stöðugt dregur úr kyn- bundnum launamun rannsóknaárin 2008 til 2013. Mældist hann 7,8% árið 2008 en var árið 2013 kominn niður í 5,7%, eða um 2,1 prósentu- stig. Karlar semja um hærri laun Rannsóknarskýrslan „Staða kvenna og karla á íslenskum vinnumarkaði – staðreyndir og staða þekkingar“ staðfestir að enn er staða kvenna og karla ójöfn á íslenskum vinnu- markaði, þrátt fyrir miklar framfar- ir. Dr. Katrín Ólafsdóttir, höfund- ur skýrslunnar, segir að konur séu líklegri til að vinna hlutastörf og hverfi frekar af vinnumarkaði til að sinna ólaunuðum umönnunarstörf- um. Einnig kemur fram að vinnu- veitendur séu tregari til að fjárfesta í starfsþróun kvenna og í ljós kem- ur að körlum eru oftar boðin hærri laun. Konur eru líklegri til að taka fyrsta launatilboði á meðan karl- ar gera frekar gagntilboð um hærri laun. Launamunur getur því mynd- ast í ráðningarferlinu og haldist alla starfsævina. Tekjur kvenna endur- speglast í lægri lífeyrisgreiðslum sem að stórum hluta eru greiddar úr sameiginlegum sjóðum. Að sögn Katrínar er því mikið þjóðhagslegt hagsmunamál að vinna að auknu jafnrétti á vinnumarkaði. Við kynningu á niðurstöðum rannsóknanna kom fram að grein- ingar leiða í ljós að kynbuninn launamun megi að verulegu leyti rekja til kynjaskiptingar starfa. Dr. Kolbeinn Stefánsson félagsfræð- ingur sagði í erindi sínu að niður- stöður rannsóknar um skiptingu heimilisstarfa á Íslandi sýni að líkt og á vinnumarkaði hafi dregið þar úr kynjamun. Verkaskiptingin ráð- ist þó enn af stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði þar sem karlar eru enn líklegri til að hafa hærri laun og vinna lengri vinnudag og sjái því síður um hefðbundin heimil- isstörf. Margir samverkandi þættir hafa áhrif á kynjajafnrétti Eygló Harðardóttir, félags- og hús- næðismálaráðherra, sagði í ávarpi sínu að margir samverkandi þættir hafi áhrif á kynjajafnrétti á vinnu- markaði. „Staðalímyndir, kynbund- ið náms- og starfsval, verkaskipting á heimilum, fæðingarorlof, mögu- leikar kvenna og karla á samræm- ingu fjölskyldu- og atvinnulífs, völd og áhrif og mismunandi starfsþró- unarmöguleikar eru meðal þeirra þátta sem móta ólíka stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði,“ sagði hún. Eygló sagði jafnframt að rann- sóknir sýndu að stór hluti launa- munarins sé innbyggður í hugar- far okkar og væntingar. „Hefðir og félagsmótun geta leitt til þess að störf karla og karlastétta séu meira metin en störf kvenna. Vanmat á einkum við um kennslu- og um- önnunarstörf og önnur störf sem áður voru unnin inni á heimilum. Þá byggist hið rótgróna viðhorf um að eðlilegt sé að karlar hafi hærri laun en konur á þeirri gömlu hefð að karlar séu fyrirvinnur heimilis- ins. Þessi viðhorf eru ekki í sam- ræmi við veruleika dagsins í dag og þau þarf að uppræta.“ Eygló fagn- aði því að aðgerðahópur um launa- jafnrétti hefði með umræddum rannsóknarverkefnum fengið fram mikilvægar upplýsingar um kyn- bundinn launamun og stöðu karla og kvenna á vinnumarkaði. Fram- undan sé vinna við stefnumótun í málaflokknum sem miði að upp- broti kynbundins vinnumarkað- ar og því að auðvelda fólki sam- ræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs. Stefnumótun í málaflokknum verði byggð á niðurstöðum rannsóknar- verkefnanna. mm Kynbundinn launamunur rakinn til kynjaskiptingar starfa Símenntunarmiðstöðin á Vestur- landi hefur undanfarið ár tekið þátt í Evrópuverkefninu YWOLI (Young Women Orientation for Labor Integration). Verkefnið fjallar í stuttu máli um þjálfun og stuðning fyrir ungar konur til að hefja starferill sinn. Þátttakendur er frá níu löndum; Rúmeníu, Pól- landi, Bretlandi, Spáni, Belgíu, Þýskalandi, Tékkland, Írlandi og Íslandi. „Markmiðin með verkefninu eru að draga úr atvinnuleysi með- al ungra kvenna, frá 20 til 30 ára, með því að undirbúa þær betur fyrir vinnumarkaðinn. Með því að varpa ljósi á ýmsa þætti, t.d. um hlutverk kvenna og steríótýpur í mismunandi Evrópulöndum, von- ast þátttakendur til að renna stoð- um undir ástæður þess hvers vegna konur um alla Evrópu eiga í erfið- leikum við atvinnuleit og eru oft- ast minna metnar er karlmenn.“ Þetta segir Guðrún Vala Elísdóttir verkefnisstjóri. Hún segir að YWOLI hafi leitt af sér ýmis útgefin gögn svo sem leiðbeinandi bækling fyrir konur í atvinnuleit, smábók um tilfinn- ingagreind, bækling um hvern- ig megi ná árangri í lífi og starfi og umfjöllun um hvernig bregð- ast megi við kynbundinni áreitni og mismunun. „Ennfremur hafa þátttakendur unnið að saman- burðarrannsóknum m.a. um kon- ur á vinnumarkaði, mismunandi hlutverk kvenna í samfélögum, steríótýpur og hvernig stjórnmál í Evrópu hafa áhrif á atvinnuþátt- töku kvenna.“ Síðasti fundurinn í verkefninu verður haldinn í Onesti í Rúm- eníu núna fyrstu vikuna í júní og fer Guðrún Vala Elísdóttir fulltrúi Símenntunar í verkefninu á þann fund. Þar verða niðurstöður verk- efnisins kynntar á rástefnu og flyt- ur Guðrún Vala erindi um eitt við- fangsefni verkefnisins, þ.e. hvern- ig ungar konur í Evrópu geti náð árangri bæði í persónulegu lífi og á vinnumarkaðinum. Hægt er að fræðast nánar um verkefnið á vef- síðunni www.ywoli.eu. mm Svipmynd frá síðasta fundi sem var á Írlandi í apríl síðastliðnum. Ungar konur studdar og þjálfaðar til atvinnuþátttöku Þessi símamynd var tekin í desember eftir vinnusmiðju í Lodz í Póllandi. Þarna má sjá þátttakendur auk nokkurra ungra evrópskra kvenna sem tóku þátt. Guðrún Vala er í fremstu röð til hægri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.