Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Samþykkja
rekstrasamning
fyrir tjaldsvæði
DALIR: Sveitarstjórn Dala-
byggðar hefur samþykkt sam-
hljóða rekstrarsamning um
tjaldsvæðið í Búðardal. Hann er
gerður við Dalakot ehf. og gild-
ir frá undirritun til 30. septem-
ber 2015.
-mþh
Leigu- og
rekstrarsamning-
ur við ÍA
AKRANES: Á 14. fundi skóla-
og frístundaráðs Akraness var
leigu- og rekstrarsamningur
Akraneskaupstaðar og ÍA lagð-
ur fram og samþykktur af báð-
um aðilum. Breytingarnar fel-
ast aðallega í skiptingu tekna
vegna heilsuræktarstöðvar. Þeim
var áður skipt þannig að ÍA fékk
67% tekna og Akraneskaupstað-
ur 33% tekna. Með nýjum samn-
ingi verður skipting tekna þann-
ig að ÍA fær meira í sinn hlut,
eða 80%. Akraneskaupstaður fær
þau 20% sem eftir standa Samn-
ingurinn gildir til 31. desemb-
er 2016. Bæjarráð Akraness hef-
ur samþykkt þennan samning.
Honum fylgir aukinn kostnaður
fyrir bæjarsjóð upp á 3.270.000
krónur. Það verður fært í við-
auka við fjárhagsáætlun 2015.
-mþh
Ferskur þorskur
vinsæll
LANDIÐ: Á fyrsta ársfjórð-
ungi þessa árs var fluttur út
ferskur þorskur fyrir 6,4 millj-
arða. Það er þriðjungi meira en
á sama tíma í fyrra. Umreiknað
til kílóverðs er hækkunin hvorki
meira né minna en 19%, eða um
fimmtungur. Frakkar eru lang-
stærsta viðskiptaþjóð Íslendinga
í ferskum þorski. Þeirra hlutur
var 45% af fimm þúsund tonna
heildarútflutningi. Aukning
milli ára í magni til Frakklands
var 60%. Útflutningsverðmæti
þangað voru 3 milljarðar. Þess-
ar tölur eru úr gögnum frá Hag-
stofu Íslands.
–mþh
Lýsa ánægju með
Norðurpólsför
GRUNDARFJ: Bæjarráð
Grundarfjarðar lýsti með sér-
stakri bókun á fundi sínum ný-
verið, ánægju með árangur
Mörtu Magnúsdóttur. Eins og
Skessuhorn hefur greint frá í
viðtali við Mörtu þá fór hún til
Norðurpólsins rétt eftir páska.
Marta hafði tekið þátt í keppni
þar sem 150 ungmenni reyndu
að hreppa ferð til Norðurpóls-
ins. Marta hafnaði í einu af fimm
efstu sætunum og vann sér þar
með rétt til ferðarinnar sem var
farin á vegum Rússa. Bæjarráð
Grundarfjarðar óskar Mörtu til
hamingju með þann góða ár-
angur sem í fólst í ferð hennar.
Mörtu er jafnframt þakkað fyr-
ir að halda merkjum Grundar-
fjarðarbæjar á lofti í ferðinni en
hún var meðal annars mynduð á
Norðurpólnum með fána bæjar-
félags síns í höndunum eins og
lesa mátti um í Skessuhorni.
–mþh
Vill nýtt sýslu-
merki og
héraðssöng
DALIR: Svavar Garðars-
son sendi 8. maí síðastliðinn
bréf til sveitarstjórnar Dala-
byggðar. Í því hvetur hann
til þess að sveitarstjórn setji
af stað vinnu við að hanna
nýtt merki fyrir Dalasýslu í
stað núverandi merkis. Það
sýnir ísbjörn, var teiknað
um 1930 og er að grunni til
hið forna merki Skarðsverja.
Svavar hefur einnig lagt til
að sveitarstjórn Dalabyggðar
samþykki að Undir Dalanna
sól verði einkennislag Dala-
byggðar. Höfundur texta er
Hallgrímur Jónsson frá Ljár-
skógum og höfundur lags
Björgvin Þór Valdimarsson.
Sveitarstjórn Dalabyggð-
ar tók erindið fyrir á fundi
sínum í síðustu viku. Þar var
Svavari þakkaðar ábending-
arnar. Sveitarstjórnin telur
þó ekki ástæðu til að hanna
nýtt merki fyrir Dalasýslu
enda hafi dregið úr stjórn-
sýslulegu vægi sýslunnar.
Á hinn bóginn tók sveitar-
stjórnin jákvætt í hugmynd-
ina um nýtt lag Dalabyggðar.
Samþykkt var í einu hljóði að
vísa málinu áfram til menn-
ingar- og ferðamálanefndar
Dalabyggðar.
-mþh
Ráða ráðum
sínum í þjóð-
lendumálum
VESTURLAND: Fjármála-
og efnahagsráðherra hefur
verið veittur frestur til 1. júní
2015 til að skila kröfum um
þjóðlendur, ef einhverjar eru
á svokölluðu svæði 9. Þetta
eru Snæfells- og Hnappa-
dalssýsla og Dalasýsla ásamt
fyrrum Bæjar- og Brodda-
neshreppum og fyrrum
Kolbeinsstaðahreppi. Með
tölvupósti til sveitarstjórnar
Dalabyggðar 6. maí síðastlið-
inn lagði oddviti Helgafells-
sveitar, Sif Matthíasdóttir til
að forsvarsmenn viðkomandi
sveitarfélaga hittist fyrir lok
maímánaðar og ráði ráðum
sínum. Sveitarstjórn Dala-
byggðar hefur tekið jákvætt
í þetta og tilnefnt samhjóða
þá Eyþór J. Gíslason og Sig-
urð Bjarna Gilbertsson til að
mæta til fundarins.
-mþh
Þoka í Reyk-
holtskirkju
REYKHOLT: Tónleikar
verða í Reykholtskirkju 31.
maí nk. kl. 20.30. Hljóm-
sveitin Þoka mun stíga á
„svið“ og flytja nokkur lög.
Hljómsveitin var stofnuð í
ársbyrjun 2012 og tók þátt
í Músíktilraunum það ár.
Þar hafnaði hún í öðru sæti.
Nýverið gaf hljómsveitin út
hljómdisk með eigin lög-
um og ljóðum. Á tónleikun-
um flytur Þoka lög af þess-
um diski auk annarra laga.
Hljómsveitina skipa Borg-
firðingarnir og Reykvíking-
arnir Agnes Björgvinsdóttir,
Atli Már Björnsson og Reyn-
ir Hauksson. Frítt er inn á
tónleikana. Hljómdiskurinn
verður til sölu. –mþh
Hljómsveitin Vök gef í síðustu viku
út aðra hjómplötu sína sem hef-
ur hlotið heitið Circles. Vök sigr-
aði Músíktilraunir 2013 og þykir í
dag ein efnilegasta hjómsveit lands-
ins eftir að hafa sent frá sér plötuna
Tension það sama ár. Hún er tríó
og skipuð þeim Andra Má Enoks-
syni, Margréti Rán Magnúsdóttur
og Ólafi Alexander Ólafssyni. Þau
Margrét Rán og Ólafur Alexand-
er eiga rætur að rekja til Akraness.
Sveitin spilar melódíska raftónlist
með saxafónsveiflum en þetta þykir
bæði óvenjuleg, heillandi og frum-
leg blanda.
Vök er nýkomin heim eftir vel
heppnaða ferð á The Great Escape
tónlistarhátíðina í Brighton á Eng-
landi. Þar fékk hún frábæra dóma
fyrir tónleika sína. Framundan eru
tónleikar í Hörpu þar sem sveitin
hitar upp fyrir Ásgeir 16. júní. Þá
spilar sveitin á Hróaskelduhátíð-
inni í Danmörku í sumar og einn-
ig á yfir 10 öðrum tónlistarhátíðum
víða um Evrópu. Mörg af stærstu
tónlistarbloggum erlendis hafa
spáð sveitinni góðu gengi, þ.á.m.
New York Times, Drowned In So-
und, Line of Best Fit, Clash Ma-
gazine og Record of the Day.
Upptökur og upptökustjórn á
nýju plötunni var í höndum félaga
Vakar en Biggi Veira, oftast kennd-
ur við GusGus, sá um hljóðblönd-
un og hljómjöfnun. Það er Record
Records sem gefur út á Íslandi.
Hönnun umslagsins á Circles er
eftir Snorra Eldjárn en Héðinn Ei-
ríksson tók ljósmyndirnar. Platan
er komin í verslanir.
mþh
Kaffihúsið Garðakaffi, í Safn-
askálanum á Akranesi, verð-
ur opnað á nýjan leik þriðju-
daginn 2. júní næstkomandi.
Nýir rekstraraðilar hafa tek-
ið við rekstrinum en það er
Sara Djeddou Baldursdótt-
ir sem munu reka kaffihús-
ið í sumar með aðstoð móð-
ur sinnar, Guðnýjar Guð-
jónsdóttur. Garðakaffi verð-
ur rekið með breyttu sniði frá
því sem áður var. Sú breyting
felst einna helst í lengri opn-
unartíma, boðið verður upp
á heitan mat og staðið verð-
ur fyrir fjölbreyttum viðburð-
um í kaffihúsinu. „Við ætlum
að skapa „kósý“ stemningu og
verðum með gott úrval kaffi-
drykkja, kökur og bakkelsi,
matarmiklar súpur og heit-
an mat í hádeginu. Við verð-
um með opið frá kl. 11 - 18
á virkum dögum og til kl. 23
um helgar. Svo ætlum við að vera
með fjölbreytta viðburði yfir sum-
arið, eins og konukvöld, hand-
verks- og matarmarkaði auk þess
að taka helgi í að skapa Kolaports-
stemningu,“ segir Sara. Hún bætir
því við að barnahorn verði í Garða-
kaffi, þar sem einhver leikföng og
bækur verða fyrir yngstu kynslóð-
ina og lögð verði áherslu á hlýlegt
umhverfi.
Endaði óvænt
í bransanum
Sara, sem býr í Mosfellsbæ, mun
sjálf starfa á staðnum en hún hefur
sterk tengsl við Akranes.. „Mamma
er ættuð héðan en er brottflutt. Ég
hef því ekki búið hér síðan ég
var smábarn þótt ég sé fædd
hér á sjúkrahúsinu. Við erum
í miklum tengslum við fólk-
ið okkar á Akranesi enda býr
restin af fjölskyldunni hér.
Þannig að það er aldrei að
vita nema við fáum einhverja
hjálp frá þeim ef þess þarf,“
segir Sara. Hún sjálf er búin
að vera í veitingabransanum
síðan hún var 16 ára göm-
ul og hefur víðtæka reynslu.
„Ég hef unnið á nokkrum
veitingastöðum, meðal ann-
ars sem yfirþjónn hjá Bambus
og aðstoðarveitingastjóri hjá
Foodco. Ég fíla þetta vel, þó
ég hafi endað óvænt í þessum
bransa,“ útskýrir Sara.
Garðakaffi verður opnað
aftur fyrir almenning 1. júní
næstkomandi en leigutíminn
er til 31. ágúst. Að sögn Söru
munu þær byrja á sumrinu og
ætla svo að sjá til hvernig hlutirnir
þróast. „Við verðum með opnunar-
tilboð og viðburði. Svo verður nóg
um að vera fyrstu helgina í júní, þá
er sjómannadagurinn og það verð-
ur Íslandsmót í eldsmíði hérna á
Safnasvæðinu,“ segir nýr rekstrar-
aðili Garðakaffis kátur að endingu.
grþ
Kanadíska sagnakonan Karen
Gummo hefur brennandi áhuga
á sögu íslenskra forfeðra sinna og
hefur í mörg ár safnað fjölskyldu-
sögum, söngvum og þjóðsögum
sem tengjast Íslandi. Nú er hún
komin í langþráða ferð til Íslands
og verður með sögustund í Sögu-
stofu Inga Hans í Grundarfirði,
þar sem hún leyfir viðstöddum að
njóta þess sem hún er búin að safna.
Sögustundin, sem kallast „Í fótspor
íslenskra forfeðra,“ verður sunnu-
daginn 31. maí, kl. 20 og fer fram á
ensku. Aðgangseyrir er 1.500 krón-
ur og er boðið upp á molasopa.
„Það er fátt sem jafnast á við
það að heyra góðar sögur sem eru
sagðar af snilld og því bíða marg-
ir spenntir eftir sögustundinni með
Karen Gummo. Nánari upplýsing-
ar er að finna á www.ildi.is,“ segir í
fréttatilkynningu.
mm
Garðakaffi opnar aftur með nýjum brag. Hér er Sara
Djeddou Baldursdóttir sem mun reka kaffihúsið í sumar.
Nýir rekstraraðilar taka við
Garðakaffi á Akranesi
Sögustund með kanadískri
sagnakonu í Grundarfirði
Tríóið Vök er skipað þeim Andra Má Enokssyni, Margréti Rán Magnúsdóttur og
Ólafi Alexander Ólafssyni. Þessi mynd sýnir umslag nýju plötunnar.
Hljómsveitin Vök með nýja plötu