Skessuhorn - 27.05.2015, Blaðsíða 13
13MIÐVIKUDAGUR 27. MAÍ 2015
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir
laust til umsóknar starf þroskaþjálfa
Um er að ræða 100% starf á skóla- og
félagsþjónustusviði FSS á Snæfellsnesi
Starfssvið
Umsjón og stjórnun búsetu- og dagþjónustunnar „Smiðjunnar“ í •
Ólafsvík
Stjórn• un þjónustumatsteymis og starfsmannahalds málaflokksins
Rá• ðgjöf til leik- og grunnskóla vegna barna og ungmenna með fötlun
St• efnumótun og þverfagleg samvinna
Hæfniskröfur
Starfsbundin réttindi þroskaþjálfa eða önnur hliðstæð og/eða •
sambærileg háskólamenntun er nýtist í tilgreindu starfi
Fr• umkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Sam• skipta- og samstarfshæfni
Áhugi o• g hæfileikar fyrir stefnumótun, stjórnun og eftirfylgni
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra
sveitarfélaga, Þroskaþjálfafélags Íslands eða viðkomandi stéttarfélags
Upphafstími starfs er septembermánuður nk.
Skrifleg umsókn er tilgreini menntun umsækjanda, fyrri störf,
persónulega hagi og 2 umsagnaraðila ásamt sakavottorði berist
Sveini Þór Elinbergssyni, forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu
Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ, fyrir 17. júní nk.
Frekari upplýsingar í síma 861-7802; sveinn@fssf.is
Umsóknarfrestur er til 17. júní nk.
Þroskaþjálfi
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Föstudaginn 22. maí brautskráð-
ust 14 nemendur frá Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði.
Af félagsfræðabraut brautskráð-
ust þau Amila Crnac, Bjarki Sig-
urvinsson, Gunnar Páll Svansson
og Sigrún Pálsdóttir. Af listnáms-
braut: Ásdís Magnea Erlendsdótt-
ir og Sólveig Ásta Bergvinsdóttir
og af náttúrufræðibraut: Emil Ró-
bert Smith, Erla Guðný Pálsdótt-
ir, María Rún Eyþórsdóttir, Stein-
þór Stefánsson, Szymon Bednaro-
wicz og Vignir Snær Stefánsson.
Með viðbótarnám til stúdentsprófs
útskrifuðust Birna Hermannsdóttir
og Guðbjörg Valsdóttir.
Athöfnin hófst á því að Amelía
Rún Guðlaugsdóttir og Gréta Sig-
urðardóttir, nemendur úr Tónlist-
arskóla Grundarfjarðar, sungu lag-
ið I see fire, sem frægt er orðið í
flutningi Ed Sheeran, við undir-
leik Önnu Halldóru Kjartansdótt-
ur einnig nemanda við sama tón-
listarskóla. Jón Eggert Bragason,
skólameistari Fjölbrautaskóla Snæ-
fellinga brautskráði síðan nemend-
ur og flutti ávarp. Í ávarpinu tal-
aði hann m.a. um það hversu mik-
ilvægt það væri að setja sér mark-
mið og vinna að þeim af heilindum.
Hann sagði einnig að einstakling-
ur með metnað, sjálfstæði í hugs-
un og athöfnun væri líklegri til þess
að skapa eitthvað nýtt heldur en sá
sem bíður eftir því að vera sagt fyr-
ir verkum. Nútímasamfélag kall-
aði á slíkt frumkvæði og hann efað-
ist ekki um að þessi hópur næði að
setja mark sitt á samfélagið sem þau
vildu lifa og starfa í. Jón Eggert fór
einnig yfir það að fyrir ári síðan hafi
skólinn átt tíu ára afmæli og hafi þá
verið færðar góðar gjafir. Hann til-
kynnti að hluti þess fjár sem skól-
anum bárust færi í að bæta að-
stöðu fyrir kennslu í listgreinum og
kaupa spjaldtölvur svo fátt eitt væri
nefnt. Skólameistari fjallaði einnig
um kennsluhætti FSN sem eru oft-
ar en ekki bornir saman við vinnu-
brögð í háskólum. Fjölbreyttara
námsframboð er það sem verið er
að stefna að og kynnti hann fjórar
nýjar námsbrautir til stúdentsprófs,
þær eru félags- og hugvísindabraut,
raungreinabraut, listabraut og opin
braut til stúdentsprófs.
Jón Eggert kvaddi síðan með
blómvendi þær Helgu Lind Hjart-
ardóttur og Unu Ýr Jörundsdóttur
en Helga hefur starfað við skólann
frá árinu 2006 en Una frá stofnun
hans. Að lokum kvaddi hann allt
starfsfólk og nemendur og þakkaði
samstarfið seinustu fimm ár.
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir að-
stoðarskólameistari afhenti síð-
an nemendum viðurkenningar fyr-
ir góðan námsárangur. Hæstu ein-
kunn á stúdentsprófi þetta vorið
hlaut Vignir Snær Stefánsson. Hann
fékk veglega bókagjöf frá sveita-
félögunum sem standa að skólanum
og peningagjöf frá Landbankanum
í Snæfellsbæ. Hann hlaut einnig
viðurkenningu fyrir góðan árang-
ur í lýðheilsu- og íþróttatengdum
áföngum frá Embætti landlæknis.
Sigrún Pálsdóttir hlaut viðurkenn-
ingar fyrir góðan árangur í stærð-
fræði og félagsgreinum gefin af Ar-
ion banka og sveitafélögunum. Emil
Róbert Smith hlaut viðurkenningu
frá Háskólanum í Reykjavík fyrir
góðan árangur í stærðfræði og eðl-
isfræði. Steinþór Stefánsson hlaut
viðurkenningu fyrir góðan árangur
í ensku og íslensku sem gefin voru
af sveitafélögunum. Hann hlaut
einnig viðurkenningu í þýsku gefin
af Þýska sendiráðinu. Amila Crnac
hlaut viðurkenningu fyrir góðan ár-
angur í ensku ásamt því að fá viður-
kenningu frá deild erlendra tungu-
mála, málvísinda og bókmennta við
HÍ. Amila hlaut einnig viðurkenn-
ingu Ísbrúar – félags kennara sem
kenna íslensku sem annað tungu-
mál fyrir frábæra frammistöðu í
námi í íslenskum framhaldsskóla.
Kvenfélagið Gleym mér ei gaf
einnig viðurkenningu fyrir góðan
árangur í list- og verkgreinum. Þau
hlutu þau Emil Róbert Smith og
Sólveig Ásta Bergvinsdóttir.
Nýstúdentinn Ásdís Magnea Er-
lendsdóttir flutti svo án undirleiks
lagið Sommertime eftir Gershwin
úr söngleiknum Porky og Bess.
Sólrún Guðjónsdóttir flutti
kveðjuræðu fyrir hönd kennara og
starfsfólks og Erla Lind Þórisdótt-
ir flutti ræðu fyrir hönd fimm ára
stúdenta.
Þær Amelía, Gréta og Anna
Halldóru fluttu svo annað lag og nú
sungu þær og spiluðu lagið Make
you me feel you love eftir Adele.
Þessar efnilegu söng- og tónlista-
konur settu persónulegan sem og
hátíðlegan brag á athöfnina.
Emil Róbert Smith og Sólveig
Ásta Bergvinsdóttir héldu sameig-
inlega kveðjuræðu fyrir hönd ný-
stúdenta þar sem þau kvöddu skól-
ann og starfsfólk hans á einlægan og
skemmtilegan hátt. Áður en skóla-
meistari sleit ellefta skólaári FSN
og bauð gestum í kaffi og kökur þá
fékk Björg Ágústsdóttir formað-
ur skólanefndar orðið. Björg ásamt
Sigríði Finsen, einnig í skólanefnd,
notuðu tækifærið og kvöddu Jón
Eggert Bragason, fráfarandi skóla-
meistara FSN, en hann heldur nú á
ný mið. Þær þökkuðu honum sam-
starfið og sögðu að það væri með
miklu trega sem þær væru að kveðja
hann eða útskrifa eins og Björg orð-
aði það, enda verði erfitt að fylla í
hans skarð þar sem hann hefur ver-
ið afar farsæll í starfi við skólann
seinustu fimm árin. hhh/ Ljósm. tfk
Hér útskrifar Jón Eggert skólameistari dúx skólans, Vigni Snæ Stefánsson.
Útskrifað frá
Fjölbrautaskóla Snæfellinga
Útskriftarhópurinn ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Lausar stöður við
Grunnskólann í Borgarnesi
Við leitum að öflugu fólki í eftirtaldar
stöður frá og með 1. ágúst 2015
Umsjónarkennurum á yngsta- og miðstigi (1.-7. bekk)•
Tónmenntakennara•
Heimilisfræðikennara•
Sérkennara •
Menntun, reynsla og hæfni:
Kennsluréttindi í grunnskóla og kennslureynsla•
Ríkir samstarfs- og samskiptahæfileikar•
Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og sköpunarkjarkur•
Jákvæðni, ábyrgðarkennd og skipulagshæfileikar•
Góð kunnátta í íslensku skilyrði •
Óskað er eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að taka þátt
í virku og skapandi skólastarfi og hafa hugrekki til þess að
feta nýjar slóðir
Grunnskólinn í Borgarnesi er heildstæður skóli með um
300 nemendur í 1.–10. bekk og tekur virkan þátt í skóla-
samfélagi Borgarbyggðar
Mikil þróun á sér stað innan skólans og einstakt tækifæri
fólgið í því að vera hluti af þeirri sterku heild sem kennarar
og starfsfólk skólans mynda
Umsóknarfrestur er til 8. júní
Umsóknir skal senda til Signýjar Óskarsdóttur
skólastjóra, signy@grunnborg.is, sem einnig veitir
nánari upplýsingar í síma 698-9772
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5