Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Qupperneq 10

Skessuhorn - 22.07.2015, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 201510 Samhliða sólskini undanfarinna vikna kemur fæstum á óvart þótt húð þeirra dökkni örlítið á þeim svæðum sem sólin fær að sleikja hana. Raunar má ætla að allflestir taki smá lit þegar sól skín í heiði. Sementsturnarnir á Akranesi eru þar engin undantekning, en þeir fá lit sinn þó með öðrum hætti en við sem erum af holdi og blóði. Í sumar hafa starfsmenn fyrirtækisins Fasteignaviðhalds nefnilega unnið hörðum höndum við að mála efn- isturna gömlu Sementsverksmiðj- unnar á Akranesi. „Þetta geng- ur bara mjög vel. Við erum farnir að sjá fyrir endann á þessu,“ sagði Rúnar Þór Sigurðsson, málari hjá Fasteignaviðhaldi, þegar blaða- maður spjallaði við hann fyrir helgi. Um þriggja ára verkefni er að ræða. Tveir turnanna voru málaðir í fyrra og stefnt er að því að ljúka málun á seinni tveimur fyrir miðjan ágúst næstkomandi. Pökkunarhúsið verð- ur svo málað næsta sumar. Að sögn Rúnars þurfti að ljúka töluverðu múrbroti áður en hægt var að hefjast handa við að mála. „Þetta var náttúrulega aldrei mál- að á sínum tíma, nema bara þessar rendur sem einhvern tímann voru málaðar á turnana. Þannig að múr- inn hefur bara fengið að kenna á því alla tíð,“ segir hann. Turnarnir fjórir eru 25 metra háir og mikið magn af málningu þarf til verksins. Að sögn Rúnars er öll málningin í tíu lítra fötum. Hana sé hægt að fá í stærri tunn- um en þau ílát segir hann ómeð- færileg, því hafi föturnar orðið fyr- ir valinu. „Mig minnir að það þurfi um það bil 240 lítra af málningu á hvern turn. Það eru því ansi marg- ar tíu lítra fötur sem hafa farið í þetta allt saman,“ segir Rúnar, létt- ur í bragði. kgk/ Ljósm. mþh. Tonn af málningu þarf til að þekja sementsturnana Áður en hægt er að hefjast handa við málningarvinnuna sjálfa þarf að ná gömlu málningunni af og hreinsa steypuna. Rúnar Þór beitir háþrýstidælunni. Unnið við turnana í síðustu viku. Ein vinsæla hæfileikaþáttaröðin í heiminum í dag; The Voice, verð- ur sýnd á SkjáEinum í haust og tek- in upp hér á landi. „Þættirnir hafa slegið í gegn um allan heim. The Voice lifir Idol í samkeppni um áhorfendur og hæfileika,“ segir í til- kynningu frá Skjá einum sem fram- leiðir og sýnir þættina. „Þátturinn hefur verið endurgerður í öllum heimshornum frá því að hann kom fyrst fram í Hollandi 2010. Átta keppnir eru nú afstaðnar í Banda- ríkjunum og meira að segja tvær í Afganistan! Ísland verður 61. land- ið sem gerir eigin útgáfu af þáttun- um. Nú erum við farin af stað með að undirbúa einn stærsta sjónvarps- þátt vetrarins hjá okkur, The Voice Ísland, en áætlað er að hann fari í loftið í lok september. Þeir sem vilja spreyta sig til þátttöku í þátt- unum þurfa að skrá sig hér: http:// thevoiceisland.is/ Síðasti dagur til að skrá sig er 28. júlí n.k.“ mm Skráning hafin í þáttinn The Voice Ísland Fremur óvenjulegt atvik, sem lík- lega má rekja til misskilnings, átti sér stað á veginum upp Hallmund- arhraun í Borgarfirði laugardaginn 11. júlí síðastliðinn. Þar voru menn á tveimur jeppum á ferð áleiðis að Norðlingafljóti og upp á Arnar- vatnsheiði til veiða. Veiðimenn- irnir höfðu í góðri trú keypt veiði- leyfi í söluskálanum við Hraun- fossa. Á þessum tíma hafði leiðin í Úlfsvatn verið opin í tæpan mánuð og vegurinn þangað prýðilega fær. Á móts við Vopnalág vita þeir ekki fyrr en þyrlu frá Landhelgisgæsl- unni er lent á veginum. Út stýgur stýrimaður þyrlunnar og tjáir veiði- mönnum að vegurinn sem þeir aki eftir sé merktur lokaður. Um það vitni skilti sem er neðar í hraun- inu ofan við Surtshelli en á því standi „ÓFÆRT.“ Veiðimennirnir voru ráðþrota og óku því sem leið lá til baka og fengu veiðileyfi sín endurgreidd og voru eins og gef- ur að skilja ósáttir. Snorri Jóhann- esson veiðivörður kveðst undrandi á þessari aðgerð þyrlusveitarinnar og fer fram á að Landhelgisgæslan greiði það tjón sem af hlaust fyrir veiðifélagið. „Þyrlusveit gæslunn- ar virðist ekki hafa haft leyfi lög- reglu, Vegagerðar né annarra yfir- valda til að stöðva för mannanna, enda vegurinn á þessum tíma fær á allan syðsta hluta Arnarvatnsheið- ar og margir veiðimenn á svæð- inu. Það hafi áhöfn þyrlunnar séð eftir að umræddir veiðimenn sneru við og viðurkennt að vegurinn væri ágætlega fær. Guðmundur Ragnar Magnússon var stýrimaður í þessu þyrluflugi gæslunnar. Í skriflegu svari vegna fyrirspurnar frá Snorra veiðiverði sagði Guðmundur Ragnar orð- rétt: „Þar sem ég var stýrimaður- inn í þessu flugi, og sá sem talaði við mennina, þá vill ég koma því á framfæri að mönnunum var bent á að vegurinn væri lokaður. Þeir fengu ekki fyrirmæli um að snúa við. Þeim var bent á að hafa sam- band við lögreglu eða Vegagerð til þess að fá upplýsingar um hvort vegurinn væri lokaður eða ekki.“ Í öðru svari sem Snorra barst, skrif- ar Björgúlfur H Ingason aðalvarð- stjóri hjá Landhelgisgæslunni: „Rétt norðan við Surtshelli er lok- un á veginum sem liggur yfir heið- ina. Á þeim tíma sem við vorum að fljúga yfir óku tveir jeppar framhjá skilti sem stendur á ÓFÆRT, en miðað við kort Vegagerðarinnar virðist lokunin miða við það skilti.“ Snorri Jóhannesson kveðst full- viss um að þarna hafi þessir um- ræddu menn í áhöfn þyrlunnar hlaupið á sig, enda hafi þeir ekki haft nokkra heimild til að stöðva för veiðimannanna. Bendir Snorri á að skiltið við Surtshelli sé eingöngu upplýsingaskilti sem sett hafi ver- ið upp í þeim tilgangi að ferða- fólk væri ekki að koma sér í vand- ræði með akstri norður yfir Arnar- vatnsheiði, enda var á þessum tíma ekki búið að opna þann hluta heið- arinnar fyrir akstri. Bannmerki við akstri, sem lokaði umferð með öllu, hefði verið fært upp að Álftakrók í júní. Snorri segir að samskipti sín og veiðifélagsins við starfsmenn Land- helgisgæslunnar hafi alla jafnan ver- ið mjög góð. Þetta tilvik sé undan- tekning og kveðst vonast til að það þurfi ekki að endurtaka sig. Því má við þetta bæta að Vega- gerðin lét opna fyrir umferð norður Arnarvatnsheiði síðastliðinn föstu- dag. Því má búast við að umrætt upplýsingaskilti við Surtshelli sé farið. mm Stöðvuðu för veiðimanna sem þurftu frá að hverfa Í síðustu viku komu tvær konur, ættaðar úr Borgarnesi, á Safna- hús Borgfirðinga. Spurðu þær eft- ir Ljósubókinni, bók Jóhönnu Jó- hannsdóttur ljósmóður frá Skóg- um á Fellsströnd. Konurnar voru báðar ljósubörn Jóhönnu sem starfaði í Borgarnesi og nærsveit- um í tæp fjörutíu ár á síðustu öld, fram til ársins 1980. Willys jeppi Jóhönnu er einmitt til sýnis á sýn- ingunni Börn í 100 ár, sem er á neðri hæð safnahússins. Jeppinn er með skráningarnúmerið M-125 og er í eigu Kristjáns Björnssonar frá Þverfelli, sem búsettur er í Borgar- nesi. Hann hefur lánað jeppann á sýninguna sem tákn fyrir starf ljós- mæðra á Íslandi sem þurftu oft að hætta lífi sínu á erfiðum ferðum. Við opnun sýningarinnar í júní 2008 var ákveðið að byrja að safna eiginhandaráritunum þeirra sem Jóhanna tók á móti og að nöfnum þessara tveggja kvenna viðbættum eru nú komin um 180 nöfn ljós- ubarna og verður, að sögn Guð- rúnar Jónsdóttur safnstjóra, haldið áfram að safna. „Það sem af er ári eru komnar sex nýjar undirskrift- ir. Fólk kemur alls staðar að, kona sem var búsett í Hong Kong kom hingað fyrir nokkrum árum til að skrifa í bókina sem er orðin verð- mætur safngripur og segir mikla sögu,“ segir Guðrún. mm 105 ár frá fæðingu Jóhönnu ljósmóður Ökuskírteini Jóhönnu Jóhannsdóttur ljósmóður. Ljósmæður hafa verið duglegar að koma á sýninguna. Til dæmis þessir fjórir nemar í ljósmóðurfræðum frá Frakklandi, sem fannst jeppinn afar merkilegur gripur. Hér gefur að líta eina opnuna í gestabókinni sem ljósubörn Jóhönnu hafa ritað í.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.