Skessuhorn - 22.07.2015, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 19
Sífellt fleiri áhugaljósmyndarar
verða hugfangnir af fuglaljósmynd-
un. Leggja þeir jafnvel nótt við dag
til að mynda ákveðna fugla vítt og
breitt. Í þessum hópi eru Sigurjón
Einarsson á Hvanneyri og Finnur
Andrésson á Akranesi. Nýverið tók
Finnur eftir því að lómur í Akranes-
höfn hafði flækt sig í nælongarn og
virtist það koma í veg fyrir að hann
gæti flogið. Í samráði við Fugla-
vernd fékk hann Sigurjón í lið með
sér og náðu þeir að fanga fuglinn í
höfninni. Reyndar kom þá í ljós að
girnið var að mestu farið og fuglinn
hinn sprækasti. Meðfylgjandi mynd-
ir sýna þessa björgun fuglsins.
mm
Lómi komið til bjargar
Þessa mynd tók Finnur af lóminum
fyrir nokkrum dögum. Sigurjón búinn að fanga lóminn.Hugað að fuglinum áður en honum var gefið frelsi að nýju.
Reykhóladagar verða haldnir há-
tíðlegir dagana 23. - 26. júlí næst-
komandi. Dagskráin verður í gróf-
um dráttum með hefðbundnu
sniði en þó bætast við einhverjar
nýjungar. Til dæmis verða í fyrsta
sinn haldnir Össuleikar í Króks-
fjarðarnesi og hið sívinsæla kassa-
bílarallí hefur einnig verið fært
þangað, til prufu. „Í ár verða fleiri
viðburðir hér og þar um sveitina
en verið hefur,“ sagði Jóhanna Ösp
Einarsdóttir, tómstundafulltrúi og
skipuleggjandi Reykhóladaganna,
í samtali við Skessuhorn. „Það er
um að gera að reyna að nýta fleiri
staði í sveitinni okkar,“ bætir hún
við.
Í ár verður í fyrsta sinn boð-
ið upp á armbönd fyrir þá sem
vilja sækja allar kvöldskemmtan-
ir hátíðarinnar. Auk þess eru fjór-
ar máltíðir innifaldar sem og þátt-
tökugjaldið í Reykhóladagahlaup-
inu. Aðgangur að viðburðum er
að öðru leyti ókeypis. „En að sjálf-
sögðu er hægt að borga sig inn á
einstaka viðburði ef fólk vill það
heldur,“ segir Jóhanna. Dagskráin
hefst laust eftir hádegi á fimmtu-
deginum með kvikmyndasýningu
á Báta- og hlunnindasýningunni.
Snemma kvölds verður slegið upp
harmonikkuballi þar sem Halldór
Þorgils Þórðarson mun þenja nikk-
una. Að því loknu verður barsvar
og tónleikar með hinni fornfrægu
hljómsveit Spöðum. „Þeir komu
og héldu tónleika á Reykhóladög-
um í fyrra og það sló algjörlega í
gegn,“ segir Jóhanna.
Föstudagurinn er þéttskipaður
viðburðum fyrir alla fjölskylduna.
Íbúar bjóða gestum og gangandi
í súpu í hádeginu áður en hverfin
keppa sín á milli í alls kyns þraut-
um í Hvanngarðabrekku. Árleg
spurningakeppni verður á sínum
stað og um kvöldið verður brenna
í Bjarkalundi. Strax að henni lok-
inni mun trúbadorinn Halli Reyn-
is stíga á svið.
Laugardagurinn hefst á Reyk-
hóladagahlaupi, þar sem hlaupag-
arpar geta valið um nokkrar vega-
lengdir. Þreyttir hlauparar geta
náð sér niður á jóganámskeiði strax
að hlaupi loknu. „Það hefur aldrei
verið jóganámskeið áður. Hún
Elísabet Norðdahl, sem er einmitt
héðan, hafði samband við mig og
langaði að taka þátt í dagskránni.
Mér fannst þetta því upplagt og
um að gera að nýta krafta heima-
fólksins,“ segir Jóhanna. Framtak
heimamanna verður áfram áber-
andi eftir hádegi þegar hin árlega
dráttarvélasýning verður haldin.
Fjölskyldurnar á Grund og Selja-
nesi leggja til vélarnar á sýninguna
að stærstum hluta og hafa gert frá
upphafi. Við sama tilefni verður
gestum þrítugum og eldri gefinn
kostur á að spreyta sig í aksturs-
leiknibraut og er það Grundarfólk
sem heldur utan um keppnina.
Að því loknu verður karnival-
stemning í Hvanngarðabrekku
með hoppuköstulum, þaraþraut-
um og fleiru fyrir börnin. Hluti af
því verður skottsala, nokkurs kon-
ar flóamarkaður þar sem fólk selur
úr skottinu á bílnum sínum, „beint
frá station-bíl(i),“ segir Jóhanna
létt í bragði. Strax í kjölfar þessa
hefst grillveisla á sama stað und-
ir veislustjórn Jóhannesar Krist-
jánssonar eftirhermu. Seinna um
kvöldið verða tvö böll með hljóm-
sveitinni Sóldögg, það fyrra fyrir
alla aldurshópa en það síðara fyr-
ir 18 ára og eldri.
Dagskráin teygir sig yfir á
sunnudag að þessu sinni því boð-
að verður til léttmessu í Reykhóla-
kirkju. Til að slá botninn í hátíð-
ina verða Össuleikarnir haldnir í
fyrsta sinn í Króksfjarðarnesi síð-
degis og þar fer einnig fram hið ár-
lega kassabílarallí.
„Gestir Reykhóladaganna mega
búast við fjölskylduvænni skemmt-
un þar sem boðið verður upp á
eitthvað við allra hæfi,“ segir Jó-
hanna að lokum.
kgk
Eitthvað fyrir alla á Reykhóladögum
Dráttarvélasýning er fastur liður á Reykhóladögum.
Kassabílarallíið er árlegur viðburður og keppendur hafa mislanga reynslu af
akstri kassabíla.
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
Allt í gleri
ÚTI OG INNI
M
ynd: Josefine Unterhauser
Norðurálsvöllur
Allir á völlinn
ÍA – Leiknir R
Sunnudaginn 26. júlí kl. 19:15
Mætum öll gul og glöð
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Opið:
Mánud. – föstud. kl. 9 – 18
Lokað á laugardögum í sumar
Grensásvegi 46, 108 Reykjavík - Sími 511 3388
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5
Fallegar bækur um
útsaum og prjón