Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Side 22

Skessuhorn - 22.07.2015, Side 22
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 201522 „Ég byrjaði hér í maí. Þar áður var ég í Omnis í níu ár og líkaði það mjög vel. En það var einhvern veg- inn tímabært að breyta til. Starf- ið á HVE er mjög krefjandi og að mörgu sem þarf að huga. En hér er frábært fólk á öllum vígstöðvum og rosalega góður andi í öllu húsinu,“ sagði Fannar Sólbjartsson, kerfis- stjóri og sjúkraflutningamaður á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, þegar blaðamaður tók hann tali í síðustu viku. Nýlega var bætt við annarri stöðu kerfisstjóra á HVE og tók Fann- ar við henni. Nú eru kerfisstjór- arnir tveir og hafa átta staði á Vest- urlandi á sínu verksviði. Í starfinu felst að sögn Fannars meðal ann- ars bæði notendaþjónusta og utan- umhald um netkerfi og netþjóna. „Það er mikið lagt upp úr vörn- um varðandi öryggi gagna. Hér eru hýst trúnaðargögn, sjúkraskýrslur og annað slíkt. Einnig leggjum við mikið upp úr aðgangsstýringum á HVE. Allir sem vinna hérna fá kort þar sem stendur hvar þeir hafa að- gang og þeir komast þá aðeins á þá staði,“ segir Fannar og bætir því við að einnig þjónusti þeir til dæm- is símkerfi og röntgentæki stofn- unarinnar. „Röntgentækin eru öll tengd tölvum svo hægt sé að lesa af þeim. Það er keyrt á Windows- stýrikerfinu. Þjónustuaðilar eru á tækin sem sjá um yfirferð á græjun- um en við hugsum um allt annað,“ segir Fannar. Að sögn Fannars hefur verið mikið gert af því upp á síðkastið að skipta út vélbúnaði á vegum HVE. „Við höfum skipt vélum mikið út upp á síðkastið. Svæðið telur tæp- lega 300 útstöðvar og auðvitað ekki skipt um allt í einu. Það er byrjað á ákveðnum álagspunktum og við höfum náð að halda öllu í lagi þar en aðrir sitja kannski aðeins á hak- anum fyrir vikið. Við reynum að gera það sem hægt er að gera,“ seg- ir hann og nefnir í því samhengi að alltaf sé sami barningurinn í fjár- málunum hjá stofnunum eins og HVE. „Mikil vinna hjá stjórnend- um fer í að berjast fyrir peningum. Þeir hafa gert það mjög vel. En allt hérna miðlara megin í kerfinu okk- ar er alveg tip top. Þannig að það er passað vel upp á hjartað í starf- seminni.“ Þroskandi að vera sjúkraflutningamaður Fannar hóf á sínum tíma nám í tölv- unarfræði við Háskólann í Reykja- vík en hætti þegar hann var hálfn- aður og fór að vinna fyrir Omnis. Síðar hóf hann nám og lauk gráðu í kerfisfræði frá Microsoft tölvuris- anum. Þegar hann hóf störf sem kerfisstjóri á HVE gerðist hann einnig sjúkraflutningamaður, eins og áður hefur komið fram. „Sjúkra- flutninganámið er sex vikna, stíft námskeið sem lýkur með skriflegu og verklegu prófi. Að því loknu tekur maður tvær vaktir á neyðar- bíl í Reykjavík. Eftir það fær mað- ur umsögn sem er send ásamt prófi til landlæknis sem gefur út löggild- ingu á að maður sé sjúkraflutninga- maður,“ segir Fannar. „Að stíga þetta skref, að verða sjúkraflutningamaður, þrosk- aði mig mjög mikið strax á fyrstu tveimur vikunum. Það gefur manni rosalega sýn inn í lífið,“ bætir hann við og segir starf sitt sem sjúkra- flutningamaður vera mjög gefandi og skemmtilegt. En getur það ekki verið erfitt? „Ég hef enn ekki lent í einhverju svakalega alvarlegu. Hér er það flott net af mönnum að ég veit að það verður tekið á því ef þess gerist þörf. Það kemur bara þegar það kemur. Þetta er alveg frá- bær hópur.“ Aðspurður um hvernig honum líki að blanda saman starfi sjúkra- flutningamanns og kerfisstjóra kveðst hann mjög ánægður með það og segir blönduna frábæra. „Að hafa þessa fjölbreytni er einstakt. Frá átta til fjögur hafa allir sín verk- efni og maður er alltaf að gera eitt- hvað, svo það er mjög mikil fjöl- breytni sem fylgir þessu starfi. Tíu daga í hverjum mánuði er maður svo á þrískiptum vöktum á sjúkra- bílnum,“ segir hann. „Hér er rosa- lega vel haldið utan um bílana og passað að þeir séu í góðu standi. Andinn meðal starfsmanna er alveg rosalega góður. Ég á eiginlega eng- in orð til þess að lýsa því, án þess að ætla að vera eitthvað væminn,“ bætir hann við. Nýtur hvers dags Fannar er fjölskyldumaður, giftur Erlu Ösp Lárusdóttur, bókara hjá Akraborg. Saman eiga þau fjögur börn, Sindra Má 18 ára, Aldísi Ísa- bellu 16 ára, Arnar Frey 8 ára og Heiðdísi Maríu 5 ára. „Ég var 19 ára þegar við byrjuðum að eignast börn og við gerðum þetta eiginlega í tveimur lotum. Það er þannig jafn langt milli tveggja eldri barnanna og þeirra tveggja sem eru yngri,“ segir Fannar og brosir. Fjölskyldan býr á Akranesi og Fannar segir þau una hag sínum vel í bænum. „Ég er Skagamaður í húð og hár og það er frábært að vera hérna, sérstak- lega ef maður er með börn,“ bæt- ir hann við. Aðspurður segir hann þau hjónin þó ekki hyggja á frekari barneignir. „Nei, fjögur er fínt. Ég er mjög sáttur með það bara. Við erum búin að koma okkur ágætlega fyrir og njótum hvers dags,“ segir hann að lokum. kgk Hraundís Guðmundsdóttir ilmol- íufræðingur er að hefja framleiðslu á ilmkjarnaolíum. Hún er fyrst hér á landi til að hefja slíka framleiðslu. Hún útskrifaðist sem ilmolíufræð- ingur árið 2008 og hefur síðan átt þann draum að framleiða olíur heima hjá sér á Rauðsgili í Borgar- firði. Áður en hún gat hafið fram- leiðslu þurfti hún að læra meira um verkferlið og þar sem ekki er mikil þekking um framleiðslu ilmkjarna- olía hér á landi varð hún að leita er- lendis. „Draumurinn var að komast í skóla í Frakklandi en það gekk ekki upp vegna tungumálaerfiðleika. Eftir margra mánaða leit á inter- netinu fann ég lítið fjölskyldufyrir- tæki í Sedona í Arizona í Bandaríkj- unum. Þau Max og Clare Licher reka fyrirtækið og þau tóku vel í að fá mig í heimsókn svo ég fór í eina viku í janúar á þessu ári. Gleðin var svo mikil að finna stað sem ég gæti fengið að læra verkferlið að ég pant- aði farmiða út án þess að átta mig á því hvert ég væri að fara. Þegar ég áttaði mig á að ég væri á leið inn í miðja eyðimörk Arizona fór ég að hafa áhyggjur af því að þetta myndi ekkert nýtast mér,“ segir Hraun- dís og hlær við. Hún segir að það hafi þó komið henni á óvart hversu margar plöntur vaxa í Arizona. „Ég tók með mér bókina „Flóru Ís- lands“ og komst að því að flestar plönturnar í þeirri bók vaxa einnig í Arizona, svo ferðin kom mér veru- lega á óvart,“ bætir hún við. Þegar heim var komið frá Ari- zona lét Hraundís smíða fyrir sig 80 lítra eimingartæki sem sett hef- ur verið upp í gömlum útihúsum á Rauðsgili. Þar hefur hún verið að prófa að eima þær plöntur sem hún hefur verið að rækta sjálf og aðrar plöntur sem vaxa í næsta umhverfi. „Síðustu ár hefur vallhumall verið ræktaður á einum hektara á Rauðs- gili sem fyrirtækið Sóley Organics notar í sínar snyrtivörur. Mark- miðið er að rækta meira af hon- um til eimingar. Í sumar ætla ég að gróðursetja og sá fleiri plöntum en stefnan er að prófa að eima 13-14 mismunandi jurtir og vera búin að sjá hvað kemur best út fyrir haust- ið. Í haust ætla ég að vera komin á fullt í framleiðslu á olíunum,“ segir Hraundís að lokum. arg Fannar við einn af sjúkrabílum stofnunarinnar. Hann lætur vel af starfi sjúkraflutningamanns. Frábært fólk sé á öllum vígstöðvum á HVE og starfsandinn afbragðsgóður. Fannar Sólbjartsson, kerfisstjóri og sjúkraflutningamaður „Hér er frábært fólk á öllum vígstöðvum og góður andi í öllu húsinu“ Fannar Sólbjartsson, kerfisstjóri og sjúkraflutningamaður á HVE. Þarna sést hvernig furuolía situr ofan á vatninu. Ný landbúnaðarafurð hér á landi Hraundís að eima með aðstoð Clare Licher sem kom í heimsókn ásamt Max Licher í byrjun júlí. Eimingartækin tilbúin til notkunar.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.