Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Page 23

Skessuhorn - 22.07.2015, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 23 með nýrri og betri tæki. Þessi sem voru á gömlu stofunni voru mörg hver orðin lúin. Við keyptum nýj- an massagreini en það er mjög fullkomið tæki sem greinir bæði stein- og snefilefni í heyi og jarð- vegi. Slíkt tæki var ekki til á rann- sóknastofunni á Hvanneyri og því ekki í boði að greina öll snefilefni þar. Arngrími var búið að dreyma lengi um að komast yfir massa- greini og því er hann að sjálfsögðu mjög glaður að konan hans skyldi kaupa slíkt tæki. Það eru ekki all- ir svo vel kvæntir,“ segir Elísabet og hlær við. „Við stefnum líka á að vera samkeppnishæf og ætlum að bjóða upp á sömu þjónustu og Íslendingar hafa verið að sækja til Rannsóknastofu í Hollandi síðustu misserin. Með þessu erum við að stytta afgreiðslutíma umtalsvert frá því sem var á gömlu stofunni. Á háannatíma í heyefnagreiningum, þ.e. frá 1.september til 15. nóvem- ber, ætlum við að vera tilbúin með niðurstöður á tíu vinnudögum og ef við náum því ekki þarf ekki að greiða fyrir greininguna. Við ætl- um einnig að vera með greining- arnar á mjög góðu verði,“ bætir hún við. Heyefnagreining í áskrift Elísabet er viss um að fyrirtæk eigi eftir að ganga vel og vonar að fólk sjái hag í að eiga viðskipti við hana. „Ég sé mörg sóknarfæri fyrir fyr- irtækið enda er ekkert svona fyrir- tæki hér á landi. Margir hafa sent sýni út til Hollands og ég skil vel að fyrst um sinn sé fólk ekki að færa viðskipti sín yfir til mín, ekki síst ef þeir eru ánægðir með viðskiptin í Hollandi. Við ætlum að sýna fram á að við séum alveg samkeppnishæf og þá sér fólk vonandi hag í því að færa viðskipti yfir til okkar, þó síð- ar verði. Við höfum ákveðnar hug- myndir um breytt form þessarar þjónustu og ætlum að bjóða við- skiptavinum upp á heyefnagrein- ingu í áskrift þ.e. að senda inn sýni, t.d. mánaðarlega, yfir allan gjafa- tímann. Með þessu fyrirkomulagi gætu bændur vænst niðurstaðna fyrir sautjánda hvers mánaðar fyrir sýni sem berast okkur fyrir fimmta dag sama mánaðar. Þetta hent- ar sérlega vel fyrir verkuð heysýni, sem breytast með geymslu og mik- ill kostur að þurfa ekki að byggja fóðrun á margra mánaða gömlum niðurstöðum,“ segir Elísabet. Aðspurð hvort mánaðar- leg heyefnagreining síðasta vet- ur hefði mögulega getað komið í veg fyrir þennan mikla ærdauða í vor segir hún þessa nýju þjónustu ekki sniðna sérstaklega að sauð- fjárbændum. „Menn vita ekki enn hver orsökin fyrir þessum ærdauða er. Ef það hins vegar reynist rétt, sem sumir hafa haldið fram, að or- sökin liggi í lélegu heyi, þá er vel líklegt að víðtækari heyefnagrein- ing hefði getað dregið úr þessu áfalli. Ef bændur hefðu vitað að heyið sem þeir voru að gefa væri ekki nægilega næringarríkt fyr- ir ærnar, hefði verið hægt að grípa inn í,“ segir Elísabet. Gefur ýmis tækifæri Elísabet hefur trú á því að hún fái þau viðskipti sem áður voru hjá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri og einnig frá þeim sem ekki hafa nýtt sér efnagreiningu áður. Hún er viss um að fleiri komi til með að láta efnagreina heyið hjá sér og jarðveginn og hún ætl- ar að taka nýjum viðskiptavinum opnum örmum. „Tómstundagarð- yrkjubændur eru t.d. alveg óplægð- ur akur í þessu og í þeim hópi eru margir sem gætu haft gagn af okk- ar þjónustu. Fólk sem lendir í því að grasið verður ekki vel grænt í garðinum þeirra, blómin vaxa ekki eða kartöflurnar eru sýktar. Þetta fólk gæti í mörgum tilvikum haft gagn af jarðvegsefnagreiningu. Við myndum þá geta greint jarðveginn og útvegað fólki leiðbeiningarþjón- ustu til að meta niðurstöðurnar. Þetta gæti örugglega hjálpað mörg- um,“ segir Elísabet Bjartsýnin hefur skilað sér Mikil vinna hefur farið í að und- irbúa opnun fyrirtækisins og sumt hefur tekið lengri tíma heldur en áætlað var. Það tók t.d. langan tíma að fá svar frá Byggðarstofnun um lán. Það ferli tók um þrjá mánuði en ekki tvær vikur eins og áætlað var. Öll undirbúningsvinna tók umtals- vert lengri tíma en gert var ráð fyrir en Elísabet hefur augljóslega verið bjartsýn og haft óbilandi trú á við- fangsefninu, enda verður hún með einu efnagreiningastofu landsins á þessu sviði. „Það var margt sem gekk ekki alveg eins og það átti að gera en við höfum aldrei verið ann- að en bjartsýn. Lánið sem við fáum frá Byggðastofnun er ekki jafn hátt og ég þurfti upphaflega en þetta bjargaðist vegna þess að ég fékk nokkra styrki sem gerðu gæfumun- inn. Þetta voru styrkir frá Vaxta- samningi Vesturlands, Hugheim- um - frumkvöðlasetri í Borgar- nesi, Framleiðinisjóði landbúnað- arins og síðast en ekki síst frá átaki fyrir atvinnumál kvenna á vegum Vinnumálastofnunar, en ég fékk stærsta styrkinn sem var úthlutað úr þeim sjóði árið 2015. Ég reyndi snemma í ferlinu að fá lán hjá Ar- ion banka þar sem ég hef verið með öll mín viðskipti fram að þessu. Þar á bæ vildu menn ekki lána sérstak- lega til þessa nýsköpunarverkefnis svo ég sótti um lán hjá Landsbank- anum. Þar var hljóðið allt annað. Landsbankinn hafði augljóslega trú á mér og fyrirtækinu og veitti lán á grundvelli viðskiptaáætlunar,“ segir Elísabet sem er mjög þakklát fyrir alla þá aðstoð sem hún hefur feng- ið og það fólki sem hefur haft trú á henni. Nýja efnagreiningarstofan er staðsett í gömlu Nautastöðinni á Hvanneyri og Elísabet hefur haft nóg að gera við að undirbúa hús- næðið fyrir starfsemina. Milli- veggir voru settir upp, Arngrím- ur hannaði loftræstikerfi og setti upp. Búið er að setja ný gólfefni, mála veggi, setja upp innréttingar og margt fleira. „Við gerðum þetta mest allt með aðstoð vina og ætt- ingja en það var ekki auðvelt að fá iðnaðarmenn hingað á þessum tíma, þeir voru allir í Húsafelli,“ segir Elísabet og hlær. „Það var líka mjög fínt að gera þetta svona. Við búum svo vel að eiga marga að sem voru tilbúnir að hjálpa,“ bætir hún við. Elísabet lét þó ekki duga að vera á kafi í þessu verkefni heldur fékk hún lánaða aðstöðu hjá Land- búnaðarháskólanum á meðan nýja aðstaðan var að verða til. Því hefur hún getað greint fóður fyrir fóður- stöðvar loðdýrabænda. „Þetta fóð- ur hefur takmarkað geymsluþol og þolir því illa flutning á milli landa, svo það er augljós kostur að fá þessi sýni greind hér heima,“ seg- ir Elísabet. Ef fólk hefur áhuga á að vita meira um nýju efnagreiningarfyr- irtækið á Hvanneyri er hægt að kíkja á heimasíðuna þeirra, www. efnagreining.is. arg Freisting vikunnar Þessa viku er freisting vikunnar dúndrandi sykurbomba sem slær í gegn. Marengsterta toppuð með einfaldri karamellusósu sem getur ekki klikkað. Það er fátt jafn einfalt og að hræra í einn marengs. Marengs: 3 eggjahvítur 220 gr. púðursykur 100 gr. Rice Krispies Fyrst af öllu eru eggjahvítur og púðursykur sett í skál og þeytt vel saman. Fyrir þá sem eiga hrærivél er tilvalið að nýta tímann í eitthvað sniðugt á meðan því þetta tekur smá tíma og alveg óþarfi að standa yfir þessu. Þegar eggjahvítubland- an er orðin það stíf að þú get- ur snúið skálinni á hvolf án þess að blandan leki þá er hún tilbúin. Þá er Rice Krispies hrært varlega saman við með sleif. Blöndunni er skipt niður á tvær plötur og mót- aðir tveir kringlóttir botnar. Botn- arnir eru bakaðir við 120° í svona 50 mínútur, þá er slökkt á ofnin- um og botnanir látnir kólna þar. Þegar botnanir eru klárir og kaldir er hálfur líter af rjóma þeyttur og settur á annan marengs botninn. Þarna er tilvalið að setja eitthvað nammi eða ávexti ofan á rjómann, kókosbollur og jarðar- ber eru mjög góð. Næst er hinn botninn settur ofan á. Gott er að leyfa þessu að standa í smá stund og er tilvalið að gera einföldu karamellusósuna á meðan. Karamellusósa: Einn poki werther’s original kara- mellur (ekki þessar hörðu heldur mjúkar karamellur sem fást í Bón- us). ¾ dl. rjómi. Þetta er látið malla í smá stund, þar til karamellurnar eru bráðn- aðar og svo er þetta látið kólna í smá stund. Að lokum er sósunni hellt yfir tertuna og hún borin fram. Marengsterta Eins og fram kom í Skessuhorni síðastliðið haust stendur til að opna nýja efnagreiningastofu á Hvanneyri. Nú er stofan að verða að veruleika og eru hjónin Elísabet Axelsdóttir og Arngrímur Thorla- cius langt komin með undirbún- ing og stefnt að opnun í lok ágúst. Elísabet er framkvæmdastjóri en hún á einnig stærsta hlut fyrirtæk- isins. Arngrímur mun taka að sér hlutastarf hjá fyrirtækinu en hann mun halda áfram í sinni vinnu sem dósent hjá Landbúnaðarháskóla Ís- lands á Hvanneyri. Elísabet er bú- fræðingur frá Hvanneyri og stund- aði hún einnig nám í Viðskipta- og tölvuskólanum. Hún starf- aði í samtals tíu ár sem bústjóri á tveimur búum á Suðurlandi, þar sem hún fór með mannahald og sá um bókhald. Síðustu 13 árin hef- ur hún starfað við efnagreiningar á efnagreiningastofu Landbúnað- arháskólans. Þeirri stofu var lok- að um síðustu áramót. Henni var boðið annað starf hjá skólanum en ákvað að þiggja það ekki. „Vinnan mín var svo fjölbreytt og skemmti- leg og mér fannst alveg ómögulegt að einhver gæti sagt mér að hætta að vinna við það sem ég hef svona gaman að. Ég tók því þá ákvörðun að demba mér út í þetta verkefni, frekar en að þiggja annað starf inn- an skólans. Þetta gerði ég á bjart- sýninni einni saman,“ segir Elísa- bet og brosir. Styttum afgreiðslu- tímann Aðspurð segir Elísabet að nýja stof- an hennar verði heldur frábrugðin þeirri sem var lokað á Hvanneyri um áramótin. „Hér verðum við Opnun nýrrar efnagreiningastofu í uppsiglingu Massagreinir. Ljósm. arg Elísabet og Arngrímur í Kína þegar þau heimsóttu Top Instrument í Zehjiang, þar sem þau keyptu tækin sem notuð verða til greiningar orkuefna. Ljósm. ea. Í bítið í gærmorgun skreið flutn- ingaskip frá Biglift inn Hvalfjörð- inn og meðal annars um borð nýj- an hafnarkrana fyrir Grundartanga. Kraninn er í eigu Eimskipa. Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra mun þessi öflugi krani breyta ýmsu á Grundartanga varðandi losun og lestun skipa. Hann segir þetta því talsverð tímamót í lífi þessarar 37 ára gömlu hafnar. mm Risakranar fluttir til landsins

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.