Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Side 26

Skessuhorn - 22.07.2015, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 201526 Gjörir ei neitt af góðverkum - Guð er þreyttur á honum Vísnahorn Það er margreynt að þau gróðabrögð sem við bind- um mestar vonir við verða okkur oft til lítils fram- dráttar þegar á reynir. Hjálmar Árnason sem kallaður var ,,einhenti“ gaf þessa útskýringu á sinni lífsreynslu um fyr- irhugaðan ágóða: Enginn var það ábati. Eitt sinn varð ég fullur. Fargaði þá folaldi fyrir rosabullur. Bjarni frá Gröf sá samt bjartari hliðar í tilver- unni enda alltaf hægt að sjá þær ef menn bara vilja: Ég er ekki alveg snauður allt þó bresti mig því fátæktin er einnig auður útaf fyrir sig. Guðmundur Þorláksson orti við Bensa Þór brennivínskaupmann í Reykjavík og má kalla orð að sönnu: Vertu góður vinur minn við þá menn sem hrasa því að hinsti hjúpur þinn hefur enga vasa. Ekki veit ég hvernig færi fyrir okkur karlmönn- unum ef við hefðum ekki blessað kvenfólkið að halla okkur að og styðjast við á allan hátt. Alla vega myndi mannkynið deyja út á ekkert óskap- lega löngum tíma án þeirra. Að vísu er stundum talað um eina og eina svona í greiðviknara lagi og um eina slíka kvað Rósberg Snædal: Meyjan þiggur hopp og hí holds á tryggum grunni en minna liggur efni í yfirbyggingunni. Nú veit ég ekkert hvort viðkomandi kona var ef til vill sú hin sama sem Stefán frá Móskóg- um kvað um: Af því hún var gleðigjörn, girnileg og fögur eignaðist hún átta börn og óteljandi sögur. Væntanlega hefur þá sú hin sama haft eitthvert gagn af hækkun fjölskyldubóta þeirri er Rós- berg kvað um: Þó að fatist feðrum vörn, fúni gat á pramma úðar mat í okkar börn íhalds krata mamma Piltur nokkur var eitthvað var í þingum við stúlku sem Jóna hét. Sú átti von á arfi, eitthvað um hundrað krónum en pilturinn skuldugur nokkuð og innheimtumenn aðgangsharðir. Um þær aðstæður kvað Magnús Finnsson í orðastað piltsins: Ekki læt ég úrið falt eða hana Skjónu. Ég skal borga öllum allt með arfinum hennar Jónu. Margir höfðu að minnsta kosti og hafa vonandi enn gaman af góðum vísum. Sumir hafa líka gaman af lélegum vísum en hver á svosem að dæma um það hvort vísa er léleg eða góð. „Sá yðar sem syndlaus er“ o.s.fv. Björn S. Blöndal kom á bæ í nágrenni sínu og heilsaði með þess- um orðum: Þráir eyrað óðarklið, orðinn meyr af vöku. Karl sem eirir kvæðin við kom að heyra stöku. Annað sinn kvað hann um stökuna: Sína galla er sýndi flest sárt var kalli að vaka. Mig hefur allan yngt og hresst ómþýð falleg staka. Það er svosem allur gangur á vinsældum manna og stundum reynast þær ekki með sama hætti og menn höfðu vonað. Birgir Hartmannsson orti þessa sjálfslýsingu: Lífsins svöð ég valtur veð, völd og stöður sjaldan spyr um. Rómi glöðum keskni kveð, kem úr tröð að luktum dyrum. Andrés Grímúlfsson orti aðra mannlýsingu og veit ég ekki hvort hún er nokkuð skárri: Hann er eitt af ómennum. Er það leitt í frásögnum. Gjörir ei neitt af góðverkum, Guð er þreyttur á honum. Í Karlagrobbi sínu segir Valdemar Benónýsson og að sjálfsögðu dregur hann ekkert úr kostum sínum: Bernskufarfann enn ég á, orðin þarf ei fleiri. Líkur arfa Ólafs Pá en þó starfameiri. Lengi hefur það nú verið svo að mönnum þyk- ir hólið gott og ekki amalegt að líkjast Kjartani Ólafssyni sjálfum. Samt eldumst við öll og yfir- gefum þetta jarðlíf að lokum hvort sem okkur eða öðrum líkar það betur eða verr. Blessaðir prestarnir eru manna fjölfróðastir um hvað tek- ur við hinum megin og séra Einar Friðgeirsson var að undirbúa einn vin sinn með þessari vísu: Sankti Pétur sagði mér að sjálfsagt inn þér mundi hleypt, en dropann yrði að draga af þér og daður væri ekki leyft. Svo er spurningin hvort tekur því að vera að klöngrast þetta þrönga veginn uppá þessi kjör? Fyrir margt löngu voru tveir vinir að ræða ei- lífðarmálin og segir þá annar: ,,Fínt að vera í helvíti maður. Fullt af kellingum og brenni- víni.“ Hinn leit á vin sinn fullur aðdáunar og sagði: ,,Hefurðu komið þarna?“ Á einhverri veraldlegri samkomu hérna megin grafar fyrir margt löngu var kveðið: Drengir þreyta langa leit, láta skeytin hvína meðan sveitameyjan feit málar beitu sína. Þá er nú bara að vita hvað hefur veiðst á þá góðu beitu en aftur að öldrunarmálunum. Í Bessa- tungu í Saurbæ bjó Hólmgöngu Bersi á sinni tíð. Á sínum efstu árum lá hann sjúkur í fleti sínu en fóstursonur hans í vöggu en annað fólk var að heyverkum. Datt þá vaggan og drengur- inn á gólfið en Bersi of máttfarinn til að hjálpa. Varð honum þá helst að starfi að setja fram þessar braglínur um framgang lífsins: Liggjum báðir í lamasessi Halldórr ok ek, höfum engi þrek; veldr elli mér en æska þér þess batnar þér en þeygi mér. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að spreyta sig á að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/ in á netfangið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánudögum. Athugið að fullt nafn og heimilis- fang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síð- asta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum inn- sendum lausnum og fær vinningshafinn bókagjöf frá Skessuhorni. 55 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Listafólk“. Vinningshafi er: Óla- fur B Jóhannsson, Sóltúni 17, 800 Selfossi. mm Eyðslu- fé Gamalt spil Hylur Stjaka Alda Mun Þegar Skríkja Ó- freskjan Unnur Súrefni Bagi Leir Nótan Tví- hljóði Kona Rusl Ekki Starf Utan Áma Hæð Duft Sniðug Slæm Bunga Samhlj. 6 Smábýli Heiðar- legur 8 3 Röst Storm Ýtir Ódrukk- inn Suddi Óttast Býsn Nafn- laus 17 Bindi Erting Hrá 15 Duft Arma Gljáhúð 12 Átt Vangi Á fæti Gap Ást 14 Rösk Fugl Spak- mæli 16 Krókur Skip- herra Frýsa Ólíkir 10 Ókunn Hrekkir Vissa Op Slæmur Rasa 5 Ræðan Reykur Kl.. 3 1 Spyrja Sund Brellur Rjátl Þruma Svik Lokan Samhlj. Skelin Mælir Drolla Hlut- verk Fráleit Fæddi Sáldra 4 Slabb Viljug Kusk Verma 9 Tónn Rófa Ennþá Makk Kopar Ruggar Þegar 7 Hljóp Afmá Sk.st. Rásin Krydd- jurt Vein 13 Korn Ókunn Tvenna 11 2 Æstir 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 Undir lok júnímánaðar var stofn- að í Reykhólasveit fyrirtækið EB bókhald sf. Stofnandi þess er Erla Björk Jónsdóttir viðskiptafræð- ingur í Ásaheimum í Króksfjarð- arnesi. „Þetta er nýtt fyrirtæki á gömlum grunni,“ sagði Erla í sam- tali við Skessuhorn, en hún hefur um nokkurra ára skeið sinnt bók- haldsþjónustu meðfram annarri vinnu án þess að hafa haft um það sérstakt fyrirtæki. „Ég hef eigin- lega alltaf unnið við bókhald síð- an ég byrjaði að vinna skrifstofu- störf,“ segir hún. Erla útskrifaðist sem viðskipta- fræðingur frá Háskólanum á Bif- röst árið 2007 og hefur síðan þá meðal annars starfað sem sölu- og launafulltrúi Þörungaverk- smiðjunnar og sem skrifstofustjóri og aðalbókari Reykhólahrepps. „Undanfarin ár hef ég mest verið að bóka fyrir bændur og auk þess nokkur einkahlutafélög. Auk þess er ég með alls konar félagasamtök, björgunarsveitir, kirkjur og auð- vitað einstaklinga í viðskiptum,“ bætir hún við. Aðspurð um ástæður þess að nú hafi hún ákveðið að stofna fyr- irtæki um þjónustuna segir hún þær einfaldlega vera aukin um- svif, þrátt fyrir að bókhaldsþjón- ustan verði ekki alveg fullt stöðu- gildi svona fyrst um sinn. Það sé þó markmiðið að gera það að fullu starfi í náinni framtíð. „Ég er að vinna að því þessa dagana að aug- lýsa mína þjónustu og mitt fyrir- tæki. Það er auðvitað stefnan að geta starfað við þetta eingöngu,“ segir Erla að lokum. kgk Splunkunýtt fyrirtæki í Reykhólasveit Erla Björk Jónsdóttir viðskipta- fræðingur. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.