Skessuhorn


Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 22.07.2015, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 22. JÚLÍ 2015 31 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Leikmenn Víkings Ó. ferðuð- ust suður í Mosfellsbæ og mættu Hvíta Riddaranum á Tungubakka- velli í fyrstu deild kvenna síðast- liðinn miðvikudag. Leikmenn Hvíta Riddarans hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og voru fyrir leikinn án stiga í neðsta sæti rið- ilsins. Þegar liðin mættust á Ólafs- víkurvelli fyrr í sumar sigraði Vík- ingur örugglega með sjö mörk- um gegn engu. Leikmenn Víkings hafa því mætt suður í Mosfellsbæ fullir sjálfstrausts. Skemmst er frá því að segja að Víkingur var betra liðið á vellin- um strax frá upphafi. Hrafnhildur Fannarsdóttir skoraði fyrsta mark leiksins strax á 11. mínútu og kom Víkingi yfir. Hún bætti öðru marki sínu við á 61. mínútu og að- eins tveimur mínútum síðar jók Sigrún Gunndís Harðardóttir for- ystu gestanna í þrjú mörk. Hrafn- hildur Fannarsdóttir fullkomnaði svo þrennu sína á 82. mínútu og innsiglaði öruggan sigur Víkings, 4-0. Úrslitin þýða að Víkingur er enn í fjórða sæti riðilsins með 14 stig eftir átta leiki. Næst mæt- ir liðið Álftanesi á Ólafsvíkurvelli fimmtudaginn 23. júlí. kgk Óhætt er að hvetja Skagamenn og nágranna til að fjölmenna og fylgj- ast með Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Garðavelli á Akranesi dagana 23. til 26. júlí. Þar munu allt að 150 bestu kylfingar landsins etja kappi. Hér er því um stærsta og glæsilegasta golfmót sumars- ins að ræða hér á landi, sem eng- inn áhugamaður um íþróttina ætti að láta framhjá sér fara. Gera má ráð fyrir fjölda gesta í tengslum við mótið. Þá verður sjónvarpað frá mótinu og á mótssvæðinu verður hægt að fylgjast með meisturunum að leik á risaskjá. Í viðtali fyrir síðasta tölublað Skessuhorns sagði Guðmundur Sigvaldason, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Leynis, að umgjörð mótsins yrði öll hin glæsilegasta. Áhorfendastúka verði sett upp við 18. flöt þar sem áhorfendum gefist kostur á að fylgjast með kylfing- um leika bæði 9. og 18. holu. Enn fremur hafi verið sett upp hljóðk- erfi við fyrsta teig þar sem kylfin- gar verða kynntir til leiks og ræstir út, eins og þekkist víða í mótum er- lendis. „Félagsmenn og starfsfólk klúbbsins hafa lagt á sig mikla vin- nu til að gera umgjörð mótsins sem besta,“ sagði hann. „Ég vil hvet- ja sem flesta til að gera sér ferð á Garðavöll að horfa á bestu kylfinga landsins og sjá glæsilegan völl skar- ta sínu fegursta,“ sagði Guðmun- dur enn fremur. mm/kgk Veður og færð hafa ekki verið rallý- keppendum hliðholt í sumar en fresta þurfti annarri umferð Íslands- mótsins, sem fram átti að fara í byrj- un júlí, vegna snjóa á fyrirhuguðum akstursleiðum. Hins vegar er veður og færð ákjósanleg í Skagafirði um þessar mundir og mun Bílaklúbb- ur Skagafjarðar standa fyrir þriðju umferð mótsins dagana 24.-25. júlí næstkomandi. Keppnin verður hörð í ár þar sem helstu rallýáhafnir landsins eru skráðar til leiks og ljóst að barist verður um verðlaunasætin en þau gefa dýrmæt stig í keppninni um Íslandmeistaratitilinn. Valdimar Jón Sveinsson og Skapti Skúlason eru í fyrsta sæti eftir fyrstu umferð- ina með 20 stig en TímON-félag- arnir Baldur Haraldsson úr Skaga- firði og Aðalsteinn Símonarson úr Borgarnesi í öðru sæti með 15 stig. Baldur og Aðalsteinn mæta vel und- irbúnir til leiks með sigur frá því í fyrra í reynslubankanum, er ljóst að þeir ætla sér sigur í ár. Valdimar og Skapti ætla sér einn- ig stóra hluti en báðar áhafnir fá harða keppni frá nokkrum fyrr- um Íslandsmeisturum, m.a. Henn- ing Ólafssyni og Árna Gunnlaugs- syni, systkinunum Daníel og Ástu Sigurðarbörnum og Sigurði Braga Guðmundssyni og Ísak Guðjóns- syni. Allar þessar áhafnir eru van- ar að aka í Skagafirði og ljóst að spennandi verður að fylgjast með keppninni. Keppnin hefst föstudag- inn 24. júlí kl 18:00 en ekið verð- ur um Þverárfjall og Sauðárkróks- höfn í fyrsta áfanga. Eru báðar þess- ar leiðir áhorfendavænar og hæfi- lega stuttar til að koma keppend- um „í gírinn.“ Að því loknu verð- ur ný rásröð gefin út, þ.e. sú áhöfn sem hefur bestan tíma eftir föstu- dagskvöldið hefur keppni á laugar- dagsmorgun. Fyrsta sérleið laug- ardagsins er um Mælifellsdal og er hún rúmlega 23 km löng. Sú leið verður ekin tvisvar og því nauðsyn- legt að halda góðri einbeitingu alla leiða þar sem heildarlengd keppn- innar er rétt um 100 km. Að lokn- um Mælifellsdal verður haldið yfir í Vesturdal en það er önnur lengsta leið keppninnar, rúmir 10 km. Þar þurfa keppendur m.a. að aka yfir eina á en það getur verið flókið þeg- ar keppnisskapið er komið í hæstu hæðir. Síðasta sérleiðin er síðan hin vinsæla leið um Nafir sem eru í út- jaðri Sauðárkróksbæjar. Byrjar leið- in í iðnaðarhverfinu nyrst í bænum, liggur síðan í gegnum beitarsvæði hrossa og kinda uppi á Nöfum og endar skammt frá golfskálanum. Keppninni lýkur síðan með tilkynn- ingu úrslita við Skagfirðingabúð kl 16:00 en hægt er að fylgjast með framvindu keppninnar á heimasíðu Bílaklúbbsins bks.is mm/gg Leikmenn ÍA mættu Íslandsmeist- urum Stjörnunnar í tólftu umferð úrvalsdeildar karla í knattspyrnu á gervigrasinu í Garðabænum síð- astliðinn laugardag. Heimamenn í Stjörnunni byrjuðu mun betur í leiknum, sóttu stíft og það kom í hlut Skagamanna að verjast bróð- urpart fyrri hálfleiks. Þeir fengu þó mjög gott færi á 17. mínútu eft- ir langa aukaspyrnu frá vinstri. Jón Vilhelm Ákason skrúfaði boltann inn á teiginn þar sem Ármann Smári reis manna hæst í teignum, skallaði boltann niður og í átt að marki en Gunnar Nielsen í marki Stjörnunn- ar varði glæsilega og varnarmaður kom boltanum frá áður en Ármann náði til hans aftur. Eftir þetta færi var svipað upp á teningnum og ver- ið hafði, Stjörnumenn sóttu stíft, Skagamenn voru mikið til á sínum vallarhelmingi og mark lá í loftinu. Það var svo á 38. mínútu sem Ólaf- ur Karl Finsen fékk boltann rétt fyrir utan vítateig. Hann hefði geta skotið að marki en kaus að gera það ekki. Þess í stað hófst hann handa við að rekja boltann framhjá varnar- mönnum ÍA. Ólafur komst framhjá fjórum áður en hann lét skotið ríða af hægra megin úr teignum, beint í fjærhornið og sá til þess að Stjörnu- menn höfðu forystu þegar flautað var til hálfleiks. Síðari hálfleikur hófst þar sem þeim fyrri lauk. Stjörnumenn voru betra liðið á vellinum en sköp- uðu sér engin afgerandi marktæki- færi framan af. Á 63. mínútu urðu Skagamenn fyrir því áfalli að missa Albert Hafsteinsson af velli með sitt annað gula spjald. Stjörnu- menn héldu áfram að sækja en það voru Skagamenn sem jöfnuðu gegn gangi leiksins á 76. mínútu. Jón Vil- helm átti þá frábæra stungusend- ingu inn fyrir vörn Stjörnunnar á Garðar Gunnlaugsson. Hann tók boltann með sér og hnitmiðað skot hans frá vítateigsjaðrinum hafnaði í fjærhorninu. Jöfnunarmarkið virtist slá heima- menn út af laginu, þeim gekk illa að finna sig og leikur þeirra varð til- viljanakenndur. Þegar fimm mínút- ur lifðu leiks fengu þeir hins vegar vítaspyrnu. Halldór Orri Björnsson steig á punktinn en boltinn small í stönginni og út. Leiknum lauk því með 1-1 jafntefli og Skagamenn ná því dýrmætu stigi gegn Íslands- meisturunum sem enn hafa ekki sigrað leik á heimavelli í sumar. Úrslitin þýða að Skagamenn sitja í áttunda sæti deildarinnar með 13 stig eftir tólf leiki. Næst taka þeir á móti Leikni á Akranesvelli sunnu- daginn 26. júlí. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á vef Skessu- horns. kgk Tveir Vestlendingar hafa ver- ið valdir í U-17 landsliðið í knatt- spyrnu. Þetta eru Borgfirðingurinn Helgi Guðjónsson sem æfir og spil- ar með Fram og Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson ÍA. Þeir verða í landsliðshópnum sem heldur til Svíþjóðar 3. ágúst næstkomandi til að keppa á Norðurlandamótinu í knattspyrnu. Auk Íslands keppa Færeyjar, Svíþjóð, Noregur, Finnland, Dan- mörk, Pólland og Banda- ríkin á mótinu. mm Leikmenn Víkings Ó. heimsóttu Hauka í Hafn- arfjörðinn í tólftu um- ferð fyrstu deildar karla í knattspyrnu föstudaginn 17. júlí síðastliðinn. Gest- irnir frá Ólafsvík byrjuðu mun betur og náðu for- ystunni strax á 13. mínútu leiksins. William Dom- inguez da Silva átti þá góðan sprett, lagði bolt- ann á Kenan Turudija sem klíndi boltanum upp í samskeytin. Eftir mark gestanna róaðist leikur- inn, Haukar héldu boltan- um vel, sköpuðu sér nokk- ur ágæt færi en vantaði alltaf herslumuninn. Und- ir lok hálfleiksins fékk Emir Dok- ara sannkallað dauðafæri, einn á móti opnu markinu en skaut bolt- anum framhjá og tókst ekki að auka forystu Víkinga. Staðan í hálfleik 0-1, gestunum í vil. Víkingar komu ákveðnir til síð- ari hálfleiks og hann var ekki nema rétt rúmlega tíu mínútna gam- all þegar þeir bættu öðru marki sínu við. Kristófer Eggertsson sendi hnitmiðaða stungusendingu í gegnum vörn Hauka á William sem var kominn einn í gegn og skoraði auðveld- lega framhjá mark- verðinum. Eftir síðara mark sitt sóttu Víkingar enn frekar í sig veðr- ið og hefðu geta auk- ið forystuna. Krist- ófer Eggertsson átti skot í vítateignum sem var varið út í teiginn. Brynjar Kristmunds- son náði frákastinu en skot hans beint í þver- slána. Nokkru síðar átti William skot rétt framhjá sem og Alfreð Már Hjaltalín, eftir góðan undir- búning Ingólfs Sigurðssonar. Fleiri mörk voru hins vegar ekki skoruð og niðurstaðan því tveggja marka sigur Víkings. Eftir leikinn eru Víkingar í öðru sæti deildarinnar með 26 stig, eft- ir tólf leiki, aðeins einu stigi færra en Þróttur. Næst mæta þeir Gróttu á Ólafsvíkurvelli föstudaginn 24. júlí. kgk William Dominguez da Silva hefur leikið vel með Víkingi í sumar. Hann lagði upp fyrra markið í útisigrinum gegn Haukum síðast- liðinn föstudag. William bætti svo um betur og skoraði seinna mark liðsins. Víkingur Ó. nálgast topp fyrstu deildar Það liðu ekki fimm mínútur frá því Garðar Gunnlaugsson kom inn á sem varamaður þar til hann jafnaði leikinn fyrir Skagamenn. Skagamenn jöfnuðu gegn Íslandsmeisturunum manni færri Annar stórsigur Víkings á Hvíta riddaranum Helgi og Arnór eru fulltrúar Vesturlands í liðinu. Tveir af Vesturlandi í U-17 landsliðið Næsta umferð Íslandsmótsins ekin um helgina Baldur og Aðalsteinn ætla sér stóra hluti um helgina, enda er Baldur á heimavelli. Golfveisla framundan á Akranesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.