Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Page 1

Skessuhorn - 02.09.2015, Page 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 36. tbl. 18. árg. 2. september 2015 - kr. 750 í lausasölu Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Lúsina burt! Restaurant Munaðarnes Borgarfirði 525 8441 / 898 1779 Njótið veitinga í fallegu umhverfi SK ES SU H O R N 2 01 5 OPIÐ 15.00 – 21.00 Hópapantanir í síma 898-1779 Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Umhverfisviðurkenningar Akranes- kaupstaðar voru veittar síðastliðinn fimmtudag við athöfn á Akratorgi. Veittar voru viðurkenningar fyrir fallega einbýlishúsalóð og snyrtilega fyrirtækja- eða stofnanalóð. Einn- ig voru veitt hvatningarverðlaun og samfélagsverðlaun. Einar Brandsson formaður skipulags- og umhverfis- ráðs Akraness kynnti niðurstöður og ástæður fyrir vali valnefndar. Regína Ástvaldsdóttir bæjarstjóri afhenti síðan viðurkenningarnar. Valnefnd var skipuð af skipulags- og umhverf- isráði en í henni sátu Drífa Gústafs- dóttir skipulagsfræðingur, Helena Guttormsdóttir brautarstjóri um- hverfisskipulags LbhÍ, Kristbjörg Traustadóttir landlagsarkitekt, Jón Þór Guðmundsson garðyrkjufræð- ingur og Íris Reynisdóttir garð- yrkjustjóri Akraneskaupstaðar. Fyrir fallega einbýlishúsalóð voru þrjár lóðir sem hlutu viðurkenn- ingu. Skólabraut 20 hlaut viður- kenningu fyrir fjölbreytta nýtingu. Kirkjubraut 21 hlaut viðurkenningu fyrir gróskumikla ræktun og Voga- braut 42 hlaut viðurkenningu fyrir tegundafjölbreytileika í trjágróðri. Teigur gistiheimili, Háteigi 1, hlaut viðurkenningu fyrir snyrtilega fyrirtækjalóð. Lóðin þykir skemmti- leg og snyrtileg með skemmtilegum rýmum sem gestir gistiheimilisins geta nýtt. Þar að auki er annar eig- andinn dagmamma og er garðurinn nýttur fyrir börnin. Þetta er lóð sem önnur fyrirtæki gætu tekið til fyrir- myndar. Hvatningarverðlaunin hlutu íbú- ar að Melteigi 7 og Suðurgötu 126. Melteigur 7 hlaut verðlaunin vegna endurgerðar á húsi og lóð sem þyk- ir til fyrirmyndar. Þar hefur húsinu einnig verið breytt í upprunalega mynd. Suðurgata 126 hlaut einnig verðlaunin vegna endurgerðar á húsi og lóð sem þykir til fyrirmyndar. Samfélagsverðlaunin voru veitt í tveimur flokkum. Annars vegar verð- laun til hóps og hins vegar verðlaun til einstaklings. Íbúar á Grenigrund hlutu verðlaun fyrir byggingu grills- kála á opnu svæði en þar þykir hóp- urinn hafa sýnt frumkvæði og sam- stöðu. Adam Þór Þorgeirsson, Há- holti 5, hlaut verðlaun fyrir viðhald húss og lóðar sem hann hefur alltaf sinnt með miklum sóma. arg Umhverfisviðurkenningar Akraneskaupstaðar afhentar Hópmynd af þeim sem tóku við viðurkenningum fyrir snyrtilegt umhverfi 2015. Óhlýðinn þátttakandi á nýnemadegi í Fjölbrautaskóla Vesturlands, að mati eldri nemenda, er hér í refsingarskyni í þann mund að smella kossi á nýslægðan þorsk. Sumir hafa viljað halda því fram að hefðbundnum busavígslum sé lokið þar sem ýmislegt hafi verið gert til að smána nýnema. Líklega staðfestir þessi mynd að það er orðum aukið. Sjá nánar bls 25. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.