Skessuhorn - 02.09.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 201512
Sólin lét bíða eftir sér í upphafi
sumars, maímánuður var frem-
ur kaldur og byrjun júnímán-
aðar einnig. Það rættist þó úr
og sólin fór að láta sjá sig upp
úr miðjum júní, þá einna helst á
Vesturlandi. Ferðaþjónustan hef-
ur verið á hraðri uppleið á Íslandi
og fjöldi erlendra ferðamanna er
alltaf að aukast. Íslendingar hafa
einnig alltaf verið duglegir við að
elta sólina og því kom Vesturland
sterkt út í sumar. Skessuhorn tók
nokkra ferðaþjónustuaðila á Vest-
urlandi tali og forvitnaðist um
hvernig sumarið hafi verið. Það
er samdóm álit þeirra að sumar-
ið hafi verið jafn gott eða betra
en undanfarin ár. Sumsstaðar er
gríðarleg aukning milli ára. Allir
eru því kátir í lok sumars.
Vestlendingar þurfa að
byggja betur upp
Gísli Ólafsson hjá Hótel Framnesi
í Grundarfirði segir sumarið 2015
hafa verið fínt. „Það var allt full-
bókað hjá okkur á hótelinu eins og
undanfarin ár. Þetta gekk ljómandi
vel. Það var þó ekkert sem kom á
óvart, þetta er orðin hálfgerð rút-
ína hjá okkur,“ segir hann í samtali
við blaðamann. Gísli kemur víða við
í ferðaþjónustunni og rekur einn-
ig kaffihúsið Láki Hafnarkaffi og
ferðaþjónustuna Láki Tours, sem
býður upp á siglingar frá Grundar-
firði og Ólafsvík. Hann segist hafa
orðið var við töluverða aukningu á
milli ára. „Ferðamönnum fjölgaði,
bæði erlendum og innlendum. Inn-
lendir ferðamenn sáust ekki í fyrra
í rigningunni en nú mátti sjá einn
og einn á stangli,“ segir Gísli. Hann
segir sumarið ekki enn vera búið í
ferðaþjónustunni í Grundarfirði.
„Það er alveg vel bókað út septem-
bermánuð, en eftir það róast alltaf.
Þó það tínist eitthvað aðeins meira,
þá eru engar stórar breytingar á
hausttraffíkinni. Hún er mest inni
í Reykjavík, ekki á landsbyggðinni.“
Gísli segist ekki eiga von á miklum
breytingum á næsta ári. „Það breyt-
ist ekkert annað en að ferðamönn-
um mun halda áfram að fjölga. Vest-
lendingar þurfa að byggja betur upp
og auka við afþreyingu ef þeir vilja
taka þátt í þessu,“ segir Gísli.
Sumarið gekk
vonum framar
Að sögn Brynju Brynjarsdóttur hjá
sveitahótelinu Hraunsnefi í Borgar-
firði gekk sumarið vonum framar.
„Við vorum að stækka við hjá okkur,
bæta við herbergjum og færa mat-
salinn, þannig að það voru svolitlar
breytingar. Við vorum vongóð um
aukningu í kjölfar breytinganna en
það var talsvert mikið meiri aukning
en við bjuggumst við,“ segir Brynja.
Veitingastaðurinn var fluttur um
páskana og þá var hafist handa við
að búa til fimm ný herbergi. „Her-
bergin voru öll komin í notkun 1. júlí
og hvoru tveggja hefur gengið alveg
ótrúlega vel. Það er mikil aukning í
að fólk komi við hjá okkur, bæði Ís-
lendingar og erlendir ferðamenn,“
heldur hún áfram. Brynja segir til
marks um þá aukningu sem verið
hafi þá sé hægt að nefna að veitinga-
staðurinn er enn opinn í hádeginu,
þrátt fyrir að komið sé fram í sept-
ember. „Við höfum yfirleitt lokað
honum upp úr miðjum ágúst og ein-
ungis haft opið á kvöldin. En nú er
svo mikið að gera að við verðum að
hafa opið.“
Húsdýrin vekja lukku
Brynja segir að veitingastaðurinn sé
bæði vinsæll hjá Íslendingum og út-
lendingum. „Það er nokkuð jafnt en
það er talsvert meira af erlendum
ferðamönnum í gistingunni. Á vet-
urna breytist það svolítið, þá koma
fleiri fundahópar og Íslendingar í
árshátíðarferðum en samt í bland
við túrista sem ferðast á eigin veg-
um.“ Hún segir það hafa komið á
óvart hversu vinsælt það hefur ver-
ið hjá ferðamönnum að kíkja á dýr-
in á bænum. „Við erum með svolít-
ið af dýrum í lausagöngu hjá okkur
og það er mjög skemmtilegt að sjá
hvað fólk hefur gaman af því að fá að
komast í snertingu við venjuleg hús-
dýr. Hér eru kindur, kálfar og grís-
ir í snertingarfjarlægð og fólk sýn-
ir þeim mikinn áhuga.“ Einhverj-
ar breytingar verða áframhaldandi
á Hraunsnefi í vetur, þó ekki verði
byggt meira í bili. „Þegar maður
fer í svona framkvæmdir þá tekur
svolítinn tíma að klára. Það sem er
framundan er að klára utandyra og
svo stefnum við á að bæta aðgengi
að dýrunum. Til dæmis að það sé
hægt að sitja úti á palli og horfa yfir
flóruna,“ segir Brynja. Hraunsnef
er opið allan ársins hring en Brynja
segir ferðamenn frekar koma á eigin
vegum á veturna en í gegnum ferða-
skrifstofur á sumrin. „Á veturna er
fólk meira að horfa á ódýrari lausn-
ir en norðurljósaferðirnar eru samt
mjög vinsælar. Svo erum við með
opið um jólin, þar sem erlendir
ferðamenn geta upplifað íslensk jól
með íslenskum fjölskyldum á að-
fangadag og jóladag. Við erum með
jólatré og gjafir, þetta er mikil kynn-
ing á íslenskum jólahefðum. Þetta
hefur verið fullbókað ár eftir ár en
nú erum við með meira pláss þann-
ig að við erum spennt fyrir hvern-
ig þetta verður í ár,“ segir Brynja að
endingu.
Mikið líf á Akratorgi
Kaffihúsið Skökkin á Akranesi var
opnað fyrir tæpu ári síðan. Fyrsta
sumarið gekk vonum framar að
sögn Hildar Björnsdóttur, eins eig-
anda kaffihússins. „Þetta var alveg
ótrúlegt, það var mjög mikil um-
ferð af fólki og útisvæðið hafði mik-
ið að segja,“ segir Hildur. Skökkin
er við Akratorg og hefur Akranes-
kaupstaður staðið fyrir matar- og
antikmarkaði á torginu alla laug-
ardaga í sumar. „Það komu margir
gestir, bæði Skagamenn og útlend-
ingar og var oft mikið fjör á torginu
fyrir framan. Guðmundur B. Hann-
ah úrsmiður sagði að það hefði ekki
verið svona mikið líf á torginu í 25
ár.“ Hildur reiknar með að margir
þættir hafi hjálpast að við að mynda
líf á Skaganum. „Það var sólríkt
sumar, þó ekki hafi verið hlýtt og
fólk nýtti sér óspart að geta setið
úti. Það var brjálað að gera á írsk-
um dögum, við höfum bara aldrei
lent í öðru eins. Svo er auðvitað
markaðurinn, það er meira um að
vera í bænum og við hjálpumst öll
að í þessum bransa, þetta hefur
margföldunaráhrif.“ Hildur segir
að margir ferðamenn hafi heimsótt
Akranes í sumar. „Það eru enn að
koma ferðamenn í bæinn á hverjum
einasta degi. Svo er líka smá traf-
fík af aðkomufólki sem kemur við á
Skaganum. Einnig hópar úr Borg-
arnesi og nærsveitum sem gera sér
dagsferð á Skagann.“
Þar sem þetta var fyrsta sumar
Skakkarinnar vissu eigendur kaffi-
hússins ekki við hverju mátti búast.
Sumarið hafi verið ánægjulegt og
þær vonast til þess að næsta sumar
verði jafn gott. „Við erum líka bú-
nar að læra aðeins af reynslunni og
vitum nú hvaða daga við þurfum
að vera vel undirbúnar undir mikið
álag.“ Hildur nefnir í framhaldinu
að það standi til að vera með ým-
sar uppákomur í vetur. „Það verður
alls konar í gangi. Við vorum með
söngstund og upplestur fyrir börn
í fyrra og langar að fjölga svoleiðis
stundum, vera með stemningu í
kringum hrekkjavöku og gera mei-
ra úr kvöldopnunum með föstum
viðburðum, jafnvel í samstarfi við
aðra. Það eru ýmsar hugmyndir í
gangi,“ segir Hildur að lokum.
Samstarf í samkeppni
Ragna Ívarsdóttir hótelstjóri á Hótel
Glymi í Hvalfjarðarsveit hefur sömu
sögu að segja og margir aðrir ferða-
þjónustuaðilar í landshlutanum og
segir sumarið 2015 hafa verið mjög
gott. „Þetta var samt svipað og árið
áður, sumarið í fyrra var nefnilega
mjög gott líka. En við verðum engu
að síður vör við það að við þurfum
að hafa meira fyrir hlutunum en
áður, enda hefur samkeppni aukist,“
segir Ragna í samtali við Skessu-
horn. Hún nefnir að gistirýmum
hafi fjölgað gríðarlega á höfuðborg-
arsvæðinu og auk þess sé komin
mikil samkeppni frá einstaklingum
sem leigja út fasteignir sínar. „Það
er mikið framboð á svörtum mark-
aði, þar sem fólk býður lægri verð en
við getum boðið. Þar eru ekki allir
með leyfi og þetta eru svartar tekjur
sem hvergi eru taldar fram. Þann-
ig að við erum ekki bara að keppa
við samkeppnisaðila sem hafa til-
skilin leyfi heldur þetta óséða líka.“
Hún segir jafnframt hafa fundið fyr-
ir annarri breytingu. „Það kemur
minna inn af götunni. Fólk virðist
vera farið að skipuleggja sig betur.“
Að sögn Rögnu eru flestir gestirnir á
Glymi erlendir ferðamenn, þó eitt-
hvað af Íslendingum slæðist með.
„Í ljósi samfélagsumræðunnar um
erlenda ferðamenn, sem hefur ver-
ið svolítið neikvæð, er það ekki al-
veg það sem við erum að finna. Fólk
segir enn að landið sé ósnortið, feg-
urðin sé til staðar og að hér sé mikið
pláss. Svo er það jákvæður punktur
að þjónustuafþreying við ferðamenn
er að aukast. Þetta styður hvert ann-
að mjög mikið og það er mikil sam-
keppni og samkennd meðal þeirra
sem eru í bransanum á Vesturlandi.
Það er samstarf í samkeppninni,“
segir Ragna.
Hefðbundin íslenskur
matur og kökur bakaðar
á staðnum
Í Leifsbúð í Búðardal er hægt að
setjast niður og gæða sér á góðum
þjóðlegum íslenskum mat eða ný-
bökuðum kökum og kaffi. „Kökurn-
ar okkar bökum við sjálfar frá grunni
og eru þær mjög vinsælar, sérstak-
lega hjónabandssælan. Ferðamenn
eru alltaf að biðja um uppskrift af
henni,“ segir Valdís Gunnarsdótt-
ir forstöðukona í Leifsbúð. Að sögn
Valdísar hafa mun fleiri ferðamenn
komið við í Leifsbúð þetta sumar
heldur en það síðasta, bæði erlend-
ir og íslenskir. „Það hefur verið svo
gott veður hér á Vesturlandi, nú eig-
inlega bara besta veðrið á landinu
hefur verið hér. Íslendingar elta oft
veðrið og sólina og hafa þeir verið
mun meira áberandi hjá okkur þetta
sumar heldur en í fyrra,“ segir hún.
„Við auglýstum líka mun meira núna
í vor og vorum bara mjög dugleg í
því. Við fórum líka að auglýsa meira
á Vestfjörðum en umferðin þangað
liggur mikið hér í gegnum Búðar-
dal. Þó höfum við orðið vör við að
fólk viti ekki af þessum stað og þrátt
fyrir að hafa jafnvel oft keyrt í gegn-
um bæinn. Við erum hér alveg nið-
ur við sjó en þeir sem fara í gegn aka
oftast bara beint í gegn um bæinn.
Við höfum sérstaklega orðið vör við
að eldri borgarar segist oft hafa far-
ið hér í gegn en ekki órað fyrir því
að þessi staður væri til. Það hefur
þó fleira fólk verið að koma hingað
núna í sumar, kannski er það veðr-
ið,“ segir Valdís.
Sumarið hefur verið að
lengjast í báða enda
Að sögn Maríu Bryndísar Ólafsdótt-
ur var sumarið sem er að líða afar
gott á Hótel Stykkishólmi. Á hótel-
inu eru 79 góð herbergi sem öll hafa
verið gerð upp nýlega og að auki er
ein lúxussvíta. „Það hefur verið full-
bókað hjá okkur í allt sumar og raun
hefur verið yfirbókað,“ segir María í
samtali við blaðamann. „Við höfum
Gott sumar hjá ferðaþjónustuaðilum á Vesturlandi
Gestir á Hraunsnefi eru ánægðir með að komast í snertingu við húsdýrin.
Hótel Framnes í Grundarfirði.
Gott sumar var í Skökkinni á Akranesi þaðan sem þessi mynd er.
Horft út úr svítunni yfir Hvalfjörðinn á einu sumarhúsinu sem leigt er út frá Hótel
Glymi.
Leifsbúð í Búðardal.