Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Síða 13

Skessuhorn - 02.09.2015, Síða 13
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 13 Spinning: Guðrún Daníelsdóttir og Anna Halldórsdóttir Mánudaga og miðvikudaga kl. 17:30 Hefst 7. september Kvenna-púl: Leiðbeinandi: Guðrún Daníelsdóttir Þriðjudaga kl 18.00 Hefst í byrjun september Hádegispúl: Íris Grönfeld íþróttafræðingur Þriðjudaga og föstudaga kl 12.10 Vatnsleikfimi: Kennari: Íris Grönfeld íþróttafræðingur Konur: Þriðjud. kl. 17.00 Fimmtud. kl. 17.00 Föstud. kl. 14.00 Karlar: Þriðjud. kl. 18.00 Fimmtud. kl. 18.00 Þjálfari í þreksal: Íris Grönfeld íþróttafræðingur Mánud. kl. 14.30 – 17.30 Þriðjud. kl. 13.00 – 16.30 Fimmtud. kl. 15.00 – 16.30 Föstud. kl. 13.00 – 14.00 Íþróttamiðstöðin Borgarnesi Vetrarstarfið 2015 – 2016 S K E S S U H O R N 2 01 5 Ungbarnasund: Byrjar í september Auglýst nánar síðar Leikfimi og púl hjá Þórdísi: Mánud. og miðvikud. kl. 6:30 - 7:15 Mánud. og fimmtud. kl. 12:00 - 13:00 Þriðjud. og fimmtud. kl. 17:15 - 19:15 fundið fyrir fjölgun ferðamanna hjá okkur með hverju árinu. Þá bæði hvað varðar fjölda fólks og svo hef- ur sumartímabilið okkar verið að lengjast í báða enda.“ María segir meira vera um erlenda ferðamenn hjá þeim en Íslendingar hafa alveg verið að koma líka. „Íslendingarn- ir eru meira að koma til okkar um helgar en erlendu ferðamennirnir eru bæði um helgar og einnig virku dagana. Við höfum ekkert sérstak- lega orðið vör við fleiri Íslendinga hjá okkur nú í sumar heldur en síð- ustu ár, þetta er bara svipað og hef- ur verið myndi ég haldi“. Að sögn Maríu er enn nóg að gera hjá þeim nú í upphafi septembermánað- ar. „Það fer að róast, það er aldrei jafn mikið svona á haustin eins og á sumrin en það er samt alveg nóg að gera hjá okkur. Framundan eru t.d. Unaðsdagar fyrir eldri borg- ara. Þá bjóðum við eldri borgur- um að vera hjá okkur í fjórar næt- ur og erum með dagskrá fyrir þá, gönguferðir, safnaskoðanir, sigling- ar, kvöldskemmtanir og böll. Einn- ig eru þriggja rétta máltíðir,“ segir María að lokum. Mikið um Íslendinga á tjaldsvæðinu Húsafell hefur í áratugi verið einn vinsælasti ferðamannastaður á Vest- urlandi einkum yfir sumartímann. Bergþór Kristleifsson í Húsafelli seg- ir í samtali við blaðamann að fjölgun ferðamanna í sumar hafi verið veru- leg, bæði hvað varðar Íslendinga og erlenda ferðamenn. „Hvað Ís- lendinga og tjaldsvæðið varðar hef- ur veðrið haft sitt að segja. Ég gæti trúað því að það sé að minnsta kosti helmings aukning íslenskra ferða- manna á tjaldsvæðinu á milli ára. Ég hef þó ekki enn nákvæmar upplýs- ingar um það en aukningin er veru- leg. Um leið og það fór að hlýna í júní fór fólk að streyma til okkar, Ís- lendingar fara þar sem veðrið er gott. Umferðin hér í gegn hefur líka auk- ist til muna. Þá bæði fólk sem er að koma á tjaldsvæðið og dvelur í ein- hvern tíma og einnig þeir sem eru að koma í dagsferðir. Þessa aukn- ingu má eflaust tengja við margt, veðrið augljóslega en svo hefur ís- hellirinn í Langjökli aðdráttarafl. Það hafa margir verið að koma hér við á leið upp á jökul,“ segir Berg- þór. Hótel Húsafell var opnað nú í sumar og að sögn Bergþórs hefur aðsókn þangað verið vonum fram- ar. „Það hefur ekki verið algjörlega fullbókað, enda bjuggumst við ekk- ert við því. Það voru þó ekki margar nætur sem ekki voru fullbókaðar og hefur þetta allt gengið mjög vel hjá okkur. Við hér í Húsafelli erum al- mennt mjög ánægð með sumarið,“ segir Bergþór að lokum. Íslendingarnir koma mest á ættarmót Sumarið hefur verið mjög gott hjá þeim á Snorrastöðum í Kolbein- staðahreppi, segir Branddís Mar- grét Hauksdóttir ferðaþjónustu- bóndi í samtali við blaðamann. „Það var fullbókað hjá okkur í næstum allt sumar. Það var svona ein og ein nótt sem eitthvað var laust en þær voru þó ekki margar. Ég hef ekki nákvæmar tölur um það hvort þetta sumar hafi verið betra en það síðasta en þó hef ég það á tilfinningunni að fleiri hafi komið við hjá okkur í ár. Það hefur verið meira um bókanir en einnig hefur umferð hér í gegn aukist og fólk er meira að kíkja hér við. Ég get þó ekki sagt að við höf- um fundið eitthvað sérstaklega fyr- ir aukningu íslenskra ferðamanna hjá okkur. Þetta eru meira erlendir ferðamenn sem koma hingað. Við höfum góða aðstöðu fyrir hópa og Íslendingar hafa mest verið að nýta sér þá aðstöðu, t.d. fyrir ættarmót og slíkt,“ segir Branddís. Á Snorrastöð- um er góð gistiaðstaða, bæði í sum- arhúsum, sem eru að sögn Branddís- ar mikið bókuð af ferðaskrifstofum, en einnig er stærra húsnæði þar sem boðið er upp á svefnpokapláss. „Það hefur verið nóg að gera og margt fólk hefur komið til okkar í sumar. Við erum almennt mjög ánægð með sumarið, þetta var heilmikið ferða- sumar hjá okkur.“ Besta sumarið frá upphafi í Geirabakaríi Haldið var sumarslútt um liðna helgi í Geirabakaríi en starfsmenn þar eru á þriðja tug. Sigurgeir Er- lendsson bakari segir að sumar- ið hafi verið ævintýri líkast í við- skiptum. „Það er einfaldlega búið að vera brjálað að gera hjá okkur í allt sumar. Hér hefur verið stöðug- ur straumur ferðafólks, bæði útlend- ingar og Íslendingar. Ég er ekki frá því að Íslendingar hafi verið mun fleiri en venjulega og helgast það af góðu veðri á Vesturlandi í sum- ar í samanburði við aðra landshluta. Hér í héraðinu voru sumarhúsin líka kjaftfull af fólki. Útlendingar fóru að koma fyrr og eru enn að koma,“ seg- ir Geiri. Hann segir að á álagstímum hafi þau verið 15-16 að vinna í einu í bakaríinu við framleiðslu og af- greiðslu en það rúmist ekki fleiri en sex við afgreiðsluna í einu. Því hafi ekki verið hægt að anna meiri sölu. „Þetta er búið að vera besta sumarið frá upphafi en ég hóf rekstur bakarís árið 1988,“ segir Geiri. Hann kveðst hafa þurft að sjá á eftir tíu starfs- mönnum daginn sem Menntaskóli Borgarfjarðar hóf starfsemi sína, en sumir þeirra standi þó helgarvaktir samhliða náminu. arg/grþ/mm Hótel Stykkishólmur. Mjög góð aðsókn hefur verið að tjaldsvæðum á Húsafelli eftir að hlýnaði í byrjun júní. Þá hafa ísgöngin laðað fólk á svæðið og nú síðast hótelið. Sumarhúsin á Snorrastöðum hafa verið vinsæl. Starfsfólkið í Geirabakaríi, á myndina vantar þrjá. Geiri sjálfur er lengst til vinstri.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.