Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Síða 18

Skessuhorn - 02.09.2015, Síða 18
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 201518 vaxandi straums ferðamanna þang- að, sækir um styrki til framkvæmda til að stýra betur umferð um eyj- una. Sveitarfélagið hefur verið að skipuleggja athafnasvæðið á Trölla- enda,“ segir Ingibjörg. Flatey er perlan í Reykhólasveit Eins og Skessuhorn greindi frá í síð- ustu viku, auk fleiri miðla, hafa íbú- ar í Flatey líst því yfir að þeir vilji að stjórnsýsla eyjunnar verði flutt til Stykkishólms og eyjan verði framvegis hluti af Stykkishólmsbæ. „Okkur hefur enn ekki borist er- indi frá íbúum Flateyjar en við höf- um fundað með þeim og rætt málin. Þau rök sem sett hafa verið fram sem ástæður snúa flestar að samgöng- um en mér finnst þetta vera miklu stærra mál en það,“ segir Ingibjörg. Hluti þeirrar þjónustu sem nefnt hefur verið að Flateyingar sæki í Stykkishólm er meðal annars versl- un, læknisþjónusta og annað slíkt. „Sú þjónusta er ekki á vegum sveit- arfélaganna. Ég held að það myndi ekki færa Flateyingum neitt að fara undir Stykkishólm. En ef um það er að ræða, þá eru sveitarfélög að gera samninga sín á milli til að koma til móts við íbúa,“ bætir hún við. Ingibjörg telur að ef til vill megi skýra hluta af óánægju Flateyinga með því að í gegnum tíðina hafi samskipti mátt vera meiri. „Við get- um alveg tekið á okkur að eiga meiri samskipti við íbúana. En við erum auðvitað ekkert á dyratröppunum hjá þeim. Ég veit samt ekki hvort það er rétt að segja að þeir séu í ann- arri stöðu en fólk á öðrum stöðum í sveitarfélaginu hvað samskiptin varði. Fólk velur að búa þar sem það vill búa. Við vonumst auðvitað til að Flateyingar skipti um skoðun,“ seg- ir hún og tekur fram að henni þyki Flatey órjúfanlegur þáttur af menn- ingarsvæði Reykhólasveitar. „Flatey er eiginlega perlan í sveitarfélaginu og hluti af því sem gerir Reykhóla- sveit að því sem hún er.“ Okkur þykir vænt um fólkið sem þar býr. Enn fremur á sveitarfélagið tölu- vert land í Flatey, til dæmis hluta landsins sem gamli kaupstaður- inn stendur á og Ingibjörg segir að auðvitað skipti það líka máli. Eng- ar hugmyndir hafi verið settar fram um eignarhald á því verði af hug- myndum Flateyinga af sameiningu við Stykkishólmsbæ. Sundlaugin verður opin í vetur Á Reykhólum er mikil sundhefð, enda hafa íbúar frá örófi alda nýtt jarðhitann til baða. Þess er getið að í Grettis sögu að Grettir sterki Ás- mundarson hafi baðað sig í heitri laug þegar hann dvaldist á Reyk- hólum og ber núverandi sundlaug einmitt nafnið Grettislaug. Fyr- ir skömmu síðan stefndi í að ekki yrði hægt að hafa sundlaugina opna á Reykhólum í vetur vegna þess að enginn hefði sótt um stöðu umsjón- armanns íþróttamannvirkja. Var lauginni lokað síðastliðinn föstudag en nú er ljóst að íbúar Reykhóla- sveitar geta komist í sund í vetur líkt og verið hefur. „Tvær umsóknir hafa borist um starf umsjónarmanns íþróttamannvirkja og þær eru inni á borði hjá sveitarstjóra núna. Fjór- ar konur hér á svæðinu tóku sig hins vegar til og buðust til að skipta starfi sundlaugarvarðar á milli sín og tryggja þannig lágmarksopnun, þrjá daga í viku, þar til ráðið hefur verið í starfið,“ segir Ingibjörg. „Ég er ótrúlega glöð og ánægð með það framtak og þær eiga þakkir skildar fyrir það,“ bætir hún við. Þetta segir hún sýna að fólki sé annt um staðinn sinn og sé enn til vitnis um dugn- að og eljusemi íbúanna. Fólk leggist á eitt við að láta hlutina ganga upp og það fylli hana bjartsýni. „Ég er rosalega bjartsýn og trúi því alltaf að hlutirnir fari á besta veg,“ segir Ingi- björg Birna að lokum. kgk Síðasta laugardag náðist þessi skemmtilega mynd á bænum Hömr- um við Grundarfjörð en þarna voru saman komnir fimm ættliðir í bein- an karllegg. Frá vinstri eru þetta Hafþór Orri Harðarson sem heldur á óskírðum syni sínum. Þá Hörður Pálsson, Páll Harðarson og Hörð- ur Pálsson bóndi á Hömrum sem er langalangafi þess yngsta sem kom í heiminn nú í sumar. tfk Fimm ættliðir í beinan karllegg Ingibjörg Birna Erlingsdóttir var ráðin sem sveitarstjóri Reykhóla- hrepps árið 2010 og hefur því gegnt starfinu undanfarin fimm ár. Áður var hún skrifstofustjóri Hvalfjarðar- sveitar. Þegar Ingibjörg tók við sem sveitastjóri Reykhólahrepps hafði Hjalti, maðurinn hennar, unnið um tíma við Báta- og hlunnindasýn- inguna á Reykhólum. Að öðru leyti voru þau ekki tengd sveitinni. „Ég sá auglýsingu um starf sveitastjóra í blaðinu og prófaði að sækja um. Þá fór boltinn að rúlla. Ég fékk starf- ið reyndar ekki í fyrstu atrennu, það stóð til að ráða annan mann í það,“ segir hún og vísar til þess þegar þá- verandi sveitarstjórn dró til baka þá ákvörðun sína að ráða Gylfa Þór Þórisson sem sveitarstjóra. „En síð- an var hringt í mig. Ég trúi á for- lögin, ég átti að koma hingað,“ segir Ingibjörg og brosir. Og hún segist alls ekki vera á leið í burtu. „Þetta er dásamlegasti stað- ur á jörðinni. Hann gefur manni svo mikið til baka. Ég hef ekki fundið það annars staðar og það á bæði við um staðinn og fólkið. Maður kem- ur hér inn í stóra fjölskyldu, tengsl- in eru öðruvísi en annars staðar. Það er eins og maður komist einu skrefi nær fólki. Auðvitað fylgja því bæði kostir og gallar, en fyrir mér fylgja því fleiri kostir,“ segir Ingibjörg og bætir því við að í Reykhólahreppi búi duglegt og eljusamt fólki. „Við erum tæplega 300 manna samfé- lag með allan þennan landbúnað og í raun frekar mikinn rekstur mið- að við það. Í skólanum eru nær ein- göngu menntaðir kennarar, á hjúkr- unarheimilinu vinna menntaðir sjúkraliðar og forstöðumaður sem er menntaður hjúkrunarfræðingur, þá erum við með þroskaþjálfa og iðju- þjálfa í báðum stofnunum. Starfs- menn Þörungaverksmiðjunnar eru sérfræðingar á sínu sviði og ég gæti haldið áfram. Fólk er að mennta sig, bæta við sig þekkingu og gerir allt af miklum metnaði og áhuga. Þetta leiðir til þess að við stöndum uppi með rosalega góðar stofnanir.“ Viðhald fasteigna og framkvæmdir á döfinni Aðspurð hvað sé á döfinni hjá Reykhólahreppi segir Ingibjörg að sveitarstjórn horfi meðal ann- ars til frekara samstarfs við ná- grannasveitarfélögin. Sameingin sé þó ekki á dagskránni. „Það hef- ur komið upp umræða um það, við bæði Strandabyggð og Dalabyggð, hvort fólk vildi horfa til samein- ingar. En niðurstaðan er sú að það verður ekki sameinað á næstunni,“ segir hún. Hins vegar ætla sveitar- félögin áfram að vinna að sameigin- legum verkefnum í þágu svæðisins. „Við deilum til dæmis bygginga- fulltrúa með Dalabyggð og félags- málastjóra með Strandabyggð. Við horfum til þess að öll sveitarfélögin geti í framtíðinni notið góðs af því að standa saman að fleiri verkefn- um. Þá ætti ekki aðeins við um stjórnsýsluna heldur gæti það líka átt við um ýmsa stoðþjónustu, til dæmis sálfræðiþjónustu og þess háttar,“ bætir Ingibjörg við. Stendur vel fjárhagslega Sveitarfélagið stendur mjög vel, skilaði 36 milljóna afgangi af rekstri síðasta árs og segir Ingibjörg það helst skýrast af auknum tekjum til sveitarfélagsins, bæði í formi skatt- tekna og fasteignaskatts og eins út- hlutana úr Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga. „Skuldahlutfall sveitarfélags- ins er mjög lágt þannig að skulda- staðan er góð og hefur verið það í langan tíma, þannig séð.“ Á næstu árum stendur til að sinna viðhaldi á fasteignum sveitarfélags- ins. „Við þurfum að fara að huga að fasteignunum okkar, ganga frá göt- um hér á Reykhólum og fleira slíkt. Þetta er sá málaflokkur sem fyrst er skorið niður í þegar harðnar í ári. Nú fer einfaldlega að koma tími á að við sinnum honum,“ segir Ingi- björg. „Við létum byggja leikvöll bakvið skólann í sumar og það á að- eins eftir að ganga frá honum, auk þess sem við ætlum að láta gróður- setja plöntur þar næsta sumar,“ seg- ir Ingibjörg. „Við þurfum líka að fara að huga að vatnsveitumálun- um í nánustu framtíð. Ef það kem- ur til fjölgunar hér á Reykhólum þá munum við þurfa meira vatn. Þetta er svona heimaverkefnið okkar en vonandi getum við á næstu árum farið að huga að fasteignunum okk- ar, úr því sveitarfélagið stendur jafn vel að vígi,“ bætir hún við en tekur fram að þó verði alltaf að hafa var- ann á í rekstri lítilla sveitarfélaga. „Þetta eru auðvitað ekkert miklir peningar, þannig séð. Framkvæmd- ir kosta sitt en ég vona að við get- um gert eitthvað á næstu árum. Við þurfum samt alltaf að passa okkur og reyna að eiga einhvern sjóð ef við skyldum verða fyrir áfalli, það finnst mér mikilvægt.“ Einnig nefnir hún að skipulag á innviðum sveitarfélagsins verði á næstu árum að taka mið af vaxandi fjölda ferðamanna. „Við verðum að undirbúa svæðið og höfum unn- ið deiliskipulag með það í huga að geta tekið á móti fleira fólki í fram- tíðinni. Við búum svo vel að Fram- farafélag Flateyjar hefur tekið að miklu leyti að sér skipulag vegna sí- Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps „Þetta er dásamlegasti staður á jörðinni“ Ingibjörg Birna Erlingsdóttir. Leikvöllurinn sem byggður var bakvið skólann í sumar. Aðeins á eftir að ganga betur frá honum og að sögn Ingibjargar stendur til að gróðursetja þar plöntur næsta sumar. Tvær umsóknir hafa borist um starf umsjónarmanns íþróttamannvirkja og Grettislaug á Reykhólum verður því opin í vetur líkt og verið hefur.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.