Skessuhorn


Skessuhorn - 02.09.2015, Qupperneq 19

Skessuhorn - 02.09.2015, Qupperneq 19
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 19 Í hlýlegri íbúð á Akranesi býr Pét- ur Gissurarson, fyrrum sjómaður og þýðandi. Hann hefur verið búsett- ur og starfað í landshlutanum stóran hluta ævi sinnar, lengst af á Akranesi. Pétur starfaði framan af sem stýri- maður og skipstjóri hjá ýmsum út- gerðum en sneri sér svo að þýðing- um bóka. Hann hefur þýtt margar bækur, meðal annars fjölda bóka eft- ir metsöluhöfundinn Mary Higgins Clark ásamt fleirum. Pétur er mikill áhugamaður um stjörnuvísindi og líf í alheiminum. Nú hefur hann sjálfur skrifað bók og hyggur á útgáfu henn- ar. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Pétri og fékk hann til að segja frá bókinni. Hinn lifandi alheimur Bók Péturs ber titilinn „Hinn lifandi alheimur - Dans sólkerfa og vetrar- brauta um himingeiminn. Lifandi vitund er undirstaða Alheimsins.“ Líkt og titillinn gefur til kynna kem- ur Pétur víða við í bók sinni. Hann fjallar í víðum skilningi um himin- geiminn, sólkerfið, vetrarbrautina og breytingar á henni. Pétur lagði mikla vinnu í skrif bókarinnar og segist hafa endurskrifað hana þrisv- ar sinnum. Honum hafði lengi vel langað að skrifa bók en aldrei komist neitt áfram í þeim málum. „Ég byrj- aði á henni fyrir fjórum árum, þeg- ar ég kom frá Danmörku. Ég kom þá til Seyðisfjarðar með Norrænu og leigði þar íbúð af dóttur minni. Ég hafði reyndar reynt að byrja á bók áður en gafst alltaf upp. Ég vissi eiginlega ekki hvar ég átti að byrja,“ segir Pétur. Hann segir svo frá því að hann hafi farið í einkatíma til Þór- halls Guðmundssonar miðils. „Hann segir þá við mig að ég eigi að skrifa bók. Að ég hafi kynnt mér ýmis mál sem fólk hafi áhuga á og vilji fá meiri vitneskju um. Ég sagði honum að ég hefði oft reynt en alltaf gefist upp. Þá sagði hann mér að lesa bók Jós- úa í Gamla testamentinu, þá viti ég hvernig ég eigi að byrja.“ Vetrarbrautin byggð plánetum með lífi Pétur segir frá því að í fyrrnefndri bók í Gamla testamentinu hafi ver- ið sagt frá flækingshnetti sem kem- ur nálægt jörðu löngu fyrir fæðingu Krists og veldur ýmsum náttúru- hamförum. „Ég fór að kynna mér þetta og kemst að því að það skrifuðu fimmtán mismunandi menningar- þjóðir um þennan atburð, þegar stór hnöttur kemur nálægt jörðu, kemur inn í okkar sólkerfi. Aðdráttarafl hans kippir jörðinni utar á braut umhverf- is sólu. Aðeins stór aðvífandi him- inhnöttur getur orsakað slíkt og af- leiðingarnar eru jarðskjálftar, eldgos og flóðbylgjur. Fyrir þennan atburð var jörðin nær sólu en hún er í dag og það þurfti því að búa til nýtt tímatal eftir þessa heimsókn,“ útskýrir Pét- ur. Þarna var hann kominn af stað og upphaf bókarinnar komið. Í fram- haldinu lýsir Pétur áhrifum hnattar- ins á aðrar plánetur sólkerfisins og lýsir tvíburastjörnu jarðarinnar, tví- burasólkerfum og útbrunnum sólum. Þá fræðir hann lesandann um sköp- unarsögu mannsins út frá kenning- um fræðimannsins Zekharia Sitchin, sem tengjast meðal annars utanjarð- arverum kölluðum Anunnaki. „Ég varpa fram þeirri spurningu hvort drottinn Biblíunnar gæti hafa ver- ið flokkur geimbúa, sem jarðarbúar kölluðu Guð og engla, vegna þess að þeir áttu ekkert betra orð yfir þessa gesti sem komu fljúgandi úr háloft- unum.“ Pétur segir margt benda til þess að Anunnaki hafi haft afskipti af jörðu og jarðarbúum. „Það eru til mjög gamlar frásagnir af Anunnaki í rúnaletri Súmera og fleiri fræðimenn hafa velt þessari spurningu fyrir sér. Það hlýtur að vera alveg ljóst að vetr- arbrautin er öll byggð plánetum þar sem finna má líf. Vísindamaðurinn Steven Hawking er sammála því,“ segir Pétur. Ætlaði alltaf að verða sjómaður Pétur fæddist í Vestmannaeyjum 1935, er sonur Gissurar Ólafs Erl- ingssonar og Mjallhvítar Linnet. Sex ára gamall var hann sendur í sveit í Hítarnesi í Kolbeinsstaðarhreppi, þegar foreldrar hans skildu. Þar bjó hann næstu tólf árin og var orðinn átján ára þegar hann fór frá Hítar- nesi. Pétur fór þá beint til föður síns sem bjó að Eiðum fyrir austan. „Ég tek landsprófið þar en vildi ekki fara í menntaskóla. Ég ætlaði mér allt- af að verða sjómaður.“ Pétur ræður sig á togara og fer svo í Stýrimanna- skólann sex árum síðar. Eftir það var hann á sjó í Norðfirði og það- an fór hann til Patreksfjarðar. „Þar kynntist ég konu. Hún varð seinna eiginkona mín og við eigum þrjú börn saman.“ Eftir dvölina á Pat- reksfirði fluttist Pétur út í Flatey. Þar var hann ráðinn á bátinn Kon- ráð sem rannsakaði lífið í Breiða- firði áður en Þörungaverksmiðjan á Reykhólum var reist. „Ég var ráðinn á þennan bát í Breiðafirðinum við að krafsa upp þang og þara. Þarna voru kafarar með í för, það var mjög gaman að þessu. Sigurður Hallsson var fyrir þessu og hann var viss um að það væri hörpudiskur í Breiða- firði. Þarna fiskuðum við hörpu- disk sem var landað í Stykkishólmi og seldur til HB&Co. Við vorum alltaf með bestu skelina, hún veidd- ist þarna við Flatey,“ segir Pétur og brosir. Nokkrum árum síðar flutti fjölskyldan á Akranes þar sem Pét- ur starfaði sem stýrimaður á ýmsum skipum. Missti togarann vegna þorskastríðs „Það endar með því að ég fæ skip- stjórastöðu á Ver, pólskum togara af stærri gerðinni. En þá voru ban- sett þorskastríðin. Ég lendi þarna í því að gæslan vill fá pólska tog- ara til leigu. Það voru tveir togar- ar sem komu til greina, Engeyin úr Reykjavík og Ver á Akranesi.“ Land- helgisgæslan leigði Ver og til stóð að áhöfnin myndi fylgja með. „En þeir vildu það ekkert. Ég var foxill- ur yfir þessu, nýorðinn skipstjóri á glæsilegu skipi og allt gekk vel, það var gott fiskirí á þessum tíma. En ég samþykkti að fara með þeim í fyrstu ferðina. Í þessum túr gerðist það að það er keyrt á Tý þannig að honum var nánast sökkt en við forðuðumst allar hremmingar í túrnum,“ út- skýrir Pétur. Hann segir að siglt hafi verið á skipið í næsta túr og sem bet- ur fer hafi ekki verið bræla, því þá hefði skipið sokkið. Eftir þetta hélt Pétur áfram að starfa hjá ýmsum útgerðum, með- al annars hjá Guðmundi Runólfs- syni í Grundarfirði. „Ég var í tvö ár á Runólfi, þá hætti ég og réði mig til Þorlákshafnar. Það voru mestu mis- tök í atvinnu sem ég hef gert í líf- inu að hætta á Runólfi. Það er það eina sem ég hef virkilega séð eft- ir,“ segir Pétur svekktur. Haustið 1980 réði Pétur sig til Kanada þar sem hann starfaði hjá stórri útgerð næstu fimm árin. „Þeir voru með 54 skuttogara og tólf þúsund manns á launum. En fimm árum síðar fór ég heim vegna barnanna.“ Snýst ekki bara um nöfn á stjörnum En nú hefur Pétur vent kvæði sínu í kross og einbeitir sér að stjörnunum í stað hafsins. „Þessi áhugi á stjörn- unum og alheiminum hefur reyndar blundað í mér alla tíð. Ég fór ein- hvern tímann í svona fyrrilífslest- ur og þar kom fram að stjörnufræ- ðiáhuginn hefði fylgt mér í gegn- um margar aldir, ef eitthvað er að marka svoleiðis,“ segir Pétur léttur í bragði. Hann segir að oft hafi ver- ið stjörnubjart fyrir vestan. „Þá lá ég oft á bakinu í snjónum og velti þessu öllu mikið fyrir mér, fjarlægð stjarn- anna og hvað skyldi vera fyrir ofan þær og svo framvegis. Á sjónum var ég oft fyrsti stýrimaður og mikið einn í brúnni. Þá mátti ég passa mig á að gleyma mér ekki við þetta. En mín stjörnufræði snýst ekki bara um nöfn á stjörnum, heldur alheimsvís- indi. Þetta er allt lifandi,“ segir hann með blik í augum. „Ég er búinn að lesa um þetta frá því ég man eftir mér. Ég lærði fljótt að lesa á ensku og las ýmsar bækur og nú les ég líka um þetta á netinu.“ Nú vinnur Pétur að útgáfu bók- arinnar Hinn lifandi alheimur. „Ég er búin að láta prenta hana og binda inn og nú er bara verið að undirbúa útgáfu hennar.“ Hann bendir á að þeir sem hafi áhuga á að nálgast ein- tak eftir að bókin kemur út geti afl- að sér upplýsinga á vefsíðunni til- vist.com. grþ Auglýst er laust til umsóknar starf markaðsstjóra Faxaflóahafna sf. Í starfinu felst meðal annars � umsjón með markaðsmálum Faxaflóahafna sf. � umsjón viðburða, svo sem Hátíðar hafsins og fleira. � stjórn og eftirlit með gæðamálum. � ritstjórn heimasíðu Faxaflóahafna sf., samfélagsmiðla og útgáfa kynningarefnis. Leitað er eftir starfsmanni sem hefur eftirfarandi til að bera: � Að minnsta kosti þriggja til fimm ára reynslu af markaðsmálum og/eða gæðamálum. � Háskólamenntun sem nýtist í starfi. � Færni í samskiptum við fólk og fyrirtæki. � Góð kunnátta og færni í ensku. � Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum. Umsókn, ásamt ferilskrá með nöfnum umsagnaraðila, sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið sara@faxi.is eigi síðar en föstudaginn 18. september 2015. Nánari upplýsingar veitir hafnarstjóri í síma 525 8900. Markaðs- og gæðastjóri Faxaflóahafna sf. Skrifaði bók um stjörnuvísindi og alheiminn Ljósmynd tekin um borð í Krossvík AK 1975. Þetta er 35 tonna hal, veitt í flottroll í kantinum austan við Halann. Hluti áhafnarinnar sést á myndinni en Pétur sjálfur var skipstjóri í þessari ferð og var í brúnni þegar myndin var tekin. Pétur Gissurarson á Akranesi skrifaði bók um stjörnuvísindi og hinn lifandi alheim.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.