Skessuhorn - 02.09.2015, Síða 23
MIÐVIKUDAGUR 2. SEPTEMBER 2015 23
Síðastliðinn föstudag hófst söfnun
á vefnum Karolinafund, þar sem
safnað er fyrir stofnun kennsluvefs-
ins reidmenn.com. Um er að ræða
kennsluvef fyrir hestamenn, byggð-
ur á hugmyndafræði Reynis Aðal-
steinssonar, sem lést 2012. Reynir
var lengst af búsettur í Borgarfirði
og var vel þekktur í heimi íslenskr-
ar hestamennsku. Er efni kennslu-
vefsins byggt á efni, hugmyndum
og hugmyndafræði hans. Kennslu-
efnið er unnið af Reyni sjálfum og
fjölskyldu hans. „Við vorum byrj-
uð að vinna efnið með pabba, við
vorum í raun búin að vinna við það
í áraraðir að búa til kennsluefni.
Sumarið 2011 vorum við kom-
in með hugmynd að því að gera
kennsluvef og því er töluvert til af
efni sem tekið er upp það sumar,“
segir Soffía Reynisdóttir í samtali
við Skessuhorn.
Stigskipt námsefni
Að sögn Soffíu mun vefurinn inni-
halda stigskipt námsefni, upplýs-
ingar um reiðkennara og fleira.
„Í rauninni skiptist þetta svolítið í
áfanga. Fyrstu áfangarnir eru fyr-
ir byrjendur og svo er efni fyrir þá
sem eru lengra komnir. Þetta er
hugsað þannig að allir geti fund-
ið eitthvað við sitt hæfi,“ útskýrir
Soffía. Tilgangur kennsluvefsins er
að auka og bæta aðgengi notenda
að fróðleik og námsefni um ís-
lenska hestinn, eðli hesta og reið-
mennsku. „Þarna eru ýmsar að-
ferðir og fróðleikur, til dæmis æf-
ingar sem reiðkennarar geta not-
að í sinni reiðkennslu og verkefni.“
Á vefnum ættu notendur einnig að
geta fundið upplýsingar um reið-
kennara og lesið sér til um hug-
myndafræði þeirra og kennsluað-
ferðir. „Hægt er að nálgast náms-
efni, lesa um kennara og finna upp-
lýsingar um námskeið á þeirra veg-
um, skipuleggjendur og staðsetn-
ingu námskeiða. Við viljum nota
þennan vef til að styðja við okkar
íslensku reiðkennara. Hluti af vefn-
um er því helgaður þeim, þannig að
þeir geti komið sér á framfæri.“
Nýta það besta
af gömlu og nýju
Soffía segir að hugmyndafræðin bak
við efnið á vefnum sé að nota hest-
vænar aðferðir við tamningar og
þjálfun, nákvæmni í vinnubrögð-
um og samskiptum við hrossin.
„Og að hafa alltaf eðli og skynjun
hestsins í huga. Við nýtum gaml-
ar hefðir í bland við nútíma þekk-
ingu um eðli og skynjum hesta.
Viljum nýta það besta af gömlu
og nýju.“ Efnið á vefnum skipt-
ist í fjögur stig og byggist á náms-
efni sem hefur verið kennt í Land-
búnaðarháskóla Íslands í mörg ár.
„Þetta efni hefur aldrei verið gefið
út á íslensku. Þetta er bæði mynd-
efni, tugir stuttra myndbanda og
hellingur af texta. Efnið hefur ver-
ið notað við kennslu til margra
ára, bæði á námskeiðum erlendis
og hefur verið uppistaðan í Reið-
manninum í LbhÍ frá því að pabbi
stofnaði þá deild 2005. Við getum
því byrjað svolítið sterk en svo vilj-
um við gera meira af efni og láta
vefinn stækka. Það er draumur-
inn,“ segir Soffía.
Hægt að styrkja
verkefnið
Það er stórt og kostnaðarsamt
verkefni að koma slíkum vef í loft-
ið. Aðstandendur Reiðmanna og
fjölskylda Reynis hafa því sett af
stað söfnun á vefnum Karolina-
fund, til að standa straum af þeim
kostnaði sem fylgir. „Til að verk-
efnið verði öflugt og skili þeim ár-
angri sem stefnt er að þurfum við
aðstoð. Þetta gengur þannig fyrir
sig að fólk getur styrkt verkefnið
og ákveðið fyrir hve háa upphæð.
Kennsluvefurinn verður áskriftar-
vefur og því fær fólk eitthvað fyr-
ir styrkinn. Við gerum ráð fyr-
ir að söfnunin sjálf taki enda eft-
ir rúman mánuð. Ef ekki næst að
safna þeirri upphæð sem stefnt er
að, þá fellur söfnunin um sjálfa sig
og við verðum að reyna að fjár-
magna þetta á annan hátt.“ Soffía
segir vefinn langt kominn en enn
sé eftir að ljúka við að útbúa efni
hans til útgáfu. „Það sem okkur
vantar núna er að setja myndbönd-
in inn, það er smá eftirvinnsla að
gera þau. Það má því segja að vef-
urinn sé sjálfur tilbúinn en innvið-
irnir ekki alveg.“
Mikilvægt að miðla
þekkingunni
Aðstandendur vefsins vilja byrja á
því að ná til íslenskra reiðmanna en
sjá þó fyrir sér að hann verði þýdd-
ur á fleiri tungumál þegar fram í
sækir. „Þannig að Íslendingar geti
miðlað sinni þekkingu til annarra
landa. Sumt af þessu efni hefur nú
þegar verið gefið út á þýsku og það
yrði því fyrsta tungumálið sem við
færum í. Þar er stærsti markhóp-
urinn og mest af íslenska hestin-
um. Svo væru norðurlandamál og
enska næstu skref,“ segir Soffía.
Hún segir marga íslenska reið-
kennara fara erlendis til að kenna
og þá væri gott fyrir nemend-
ur þar að geta undirbúið sig fyr-
ir þau námskeið. „Þá yrðu nám-
skeiðin markvissari og tíminn nýt-
ist betur. Við getum selt hross en
við þurfum að fylgja því betur eftir
með fróðleik og kennslu. Þá geta
þeir sem kaupa hrossin lært að fara
með þau og fengið það besta út úr
þeim.“ Hún segir íslenska reið-
menn sækja töluvert af þekkingu
til annarra landa en það vanti upp
á að íslenskri þekkingu sé miðlað
út. „Og því skyldu þeir ekki geta
sótt efni til okkar? Það eru margir
þættir sem gætu átt erindi við aðra
en þá sem eiga íslenska hestinn.
Við höfum mikla þekkingu hérna
á Íslandi og eigum að miðla henni,
ekki bara að sækja hana annars
staðar frá.“
Hægt er að styrkja verkefnið
með því að fara inn á Karol-
inafund eða með því að slá inn
slóðina https://www.karolina-
fund.com/project/view/909.
grþ
Stofna kennsluvef fyrir hestamenn
CLARVISTA
STURTUGLER
FYRIR
VANDLÁTA
Allt í gleri
ÚTI OG INNI
M
ynd: Josefine Unterhauser
Soffía Reynisdóttir hannaði og heldur utan um kennsluvefinn, en efnið er unnið af
henni og systkinum hennar.
Reynir Aðalsteinsson var frumkvöðull í íslenskri hestamennsku.
Fjórar sýningar að eigin vali
á besta verðinu.
Áskriftarkort
Borgarleikhússins
Vertu með
í vetur!
Miðasala
568 8000 | borgarleikhus.is
FRUMHERJI HF. – ÞEGAR VEL ER SKOÐAÐ
www.frumherji. is
Búðardalur 2015
Bifreiðaskoðun verður hjá K.M. þjónustunni ehf.
Vesturbraut 20
Miðvikudaginn 9. september
Fimmtudaginn 10. september
Föstudaginn 11. september
Lokað í hádeginu kl. 12.00 – 13.00
Tímapantanir í síma 570 – 9090
Allar stærðir ökutækja skoðaðar
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
5