Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 20158 Áskorun um nýjan vara- formann VG „Ung vinstri græn skora á Daníel Hauk Arnarsson að gefa kost á sér til embætt- is varaformanns Vinstri- hreyfingarinnar græns fram- boðs á landsfundi hreyfing- arinnar sem fram fer á Sel- fossi 23.-25. október,“ seg- ir í tilkynningu. Núverandi varaformaður VG er Björn Valur Gíslason. Í álykt- un ungra í VG segir jafn- framt: „Daníel Haukur hefur sýnt það í verki fyrir hreyf- inguna hversu metnaðarfull- ur, duglegur og góður leið- togi hann er. Rekstur hreyf- ingarinnar hefur umturnast síðan Daníel Haukur tók við embætti starfsmanns Vinstri grænna. Þá telja Ung vinstri græn að móðurflokkurinn þurfi á ungu fólki að halda í stjórn hreyfingarinnar. Ung vinstri græn telja að Daníel Haukur Arnarson sé hæfasti maðurinn til að leiða for- ystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs ásamt for- manni hreyfingarinnar Katr- ínu Jakobsdóttur.“ Ályktun- in var samþykkt samhljóða af landstjórn UVG. –mm Karlakóramót á Suðurnesjum LANDIÐ: Fimmtán kór- ar og sönghópar af Austur-, Suður- og Vesturlandi stefna nú á kóramót á Suðurnesj- um næstkomandi laugardag. Alls munu 600 manns koma saman á Kötlumóti. Katla er samband sunnlenskra karla- kóra og nær sambandið aust- an frá Höfn í Hornafirði, vestur um Suðurland og höf- uðborgarsvæðið, að Snæ- fellsnesi. Í sambandinu eru nú 18 karlakórar og munu 15 þeirra taka þátt í Kötl- umótinu sem haldið er á fimm ára fresti. Mótið fer þannig fram að kl. 13:00 til 15:00 verða tónleikar ein- stakra kóra í Stapa og Bergi í Hljómahöll, í Ytri-Njarðvík- urkirkju og að Nesvöllum. Fjórir kórar syngja á hverj- um stað í 20 mínútur hver. Tónleikagestir geta valið úr kórum til að hlusta á og gengið á milli staða á þá tón- leika sem þeir kjósa. Síðdeg- is hefjast svo stórtónleikar kl. 16:30 í Atlantic Studios á Ásbrú. Þá koma allir kórarn- ir saman í einum 600 manna risakór og syngja við undir- leik stórhljómsveitar Tón- listarskóla Reykjanesbæjar sem sett er saman úr Lúðra- sveit Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar og Léttsveit Tón- listarskóla Reykjanesbæjar undir stjórn Karenar Stur- laugssonar. Tónleikunum stjórnar Guðlaugur Vikt- orsson fráfarandi stjórnandi Karlakórs Keflavíkur. Dag- skráin er sett saman úr tón- list sem tengist Suðurnesj- um. Höfundar spanna allt frá Sigvalda Kaldalóns til Rún- ars Júlíussonar. Einsöngvarar verða Jóhann Smári Sævars- son og Eyþór Ingi. Allt þetta er í boði fyrir sama aðgöngu- miðann sem kostar 4.900 kr. –fréttatilk. Rafmagnslaust eitt kvöld DALIR: Vinnuflokkur Rarik fann bilun á háspennulínu á milli Dunkárbakka og Gunn- arsstaða í Dölum um kl. 23:15 að kvöldi síðastliðins fimmtu- dags og lauk bráðabirgðavið- gerð laust fyrir miðnætti. Var þá rafmagn komið á alla not- endur í Dalabyggð, en hluti svæðisins var án straums mestallt kvöldið, mislengi þó. Fyrst tókst að gera við raf- magnslínur áleiðis í Saurbæ og Búðardal þar sem straum- ur komst á að nýju klukkan 19:20. -mm Aflatölur fyrir Vesturland 3. - 9. október Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes 6 bátar. Heildarlöndun: 23.878 kg. Mestur afli: Ebbi AK: 7.220 kg í tveimur löndunum. Arnarstapi 1 bátur. Heildarlöndun: 3.160 kg. Mestur afli: Tryggvi Eð- varðs SH: 3.160 kg í einni löndun. Grundarfjörður 5 bátar. Heildarlöndun: 171.491 kg. Mestur afli: Hringur SH: 66.590 kg í einni löndun. Ólafsvík 6 bátar. Heildarlöndun: 83.747 kg. Mestur afli: Brynja SH: 23.915 kg í fimm löndunum. Rif 10 bátar. Heildarlöndun: 182,824 kg. Mestur afli: Örvar SH: 64.792 kg í einni löndun. Stykkishólmur 8 bátar. Heildarlöndun: 55.297 kg. Mestur afli: Hannes Andr- ésson SH: 31.867 kg í fimm löndunum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Hringur SH – GRU: 66.590 kg. 7. október 2. Örvar SH – RIF: 64.792 kg. 7. október 3. Berglín GK – GRU: 54.483 kg. 8. október 4. Saxhamar SH – RIF: 50.302 kg. 7. október 5. Helgi SH – GRU: 46.440 kg. 4. október mþh Skólanefnd Fjölbrautaskóla Akra- ness lýsir í áskorun til Illuga Gunn- arssonar menntamálaráðherra yfir þungum áhyggjum vegna þess ástands sem nefndin segir nú ríkja innan veggja Fjölbrautaskóla Vest- urlands. Nefndin krefst þess að menntamálaráðuneytið grípi þeg- ar inn í til lausna á þeirri ágrein- ingsstöðu sem komin er upp innan skólans. Síðastliðinn föstudag sendi skólanefndin eftirfarandi áskorun: „Fulltrúar í skólanefnd FVA hafa miklar áhyggjur af þeirri stöðu sem nú er komin upp í skólanum. Að- stoðarskólameistara hefur verið sagt upp störfum eftir aðeins tvo mán- uði í starfi og mikil ólga hefur verið í hluta kennarahópsins vegna sam- skipta við skólameistara frá því á sl. vorönn. Nefndin krefst þess að mennta- og menningarmálaráðu- neytið grípi nú þegar inn í og leiti leiða til að leysa úr þeim vanda sem verður ósennilega leystur án aðstoð- ar utanaðkomandi sérfræðinga.“ Reynir Eyvindarson formað- ur skólanefndar segir í samtali við Skessuhorn að nefndin hafi ekki fengið formleg svör við þessu frá ráðuneytinu. „Ég heyri það í fjöl- miðlum að Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra sé víst búinn að lofa því að fara í málið. Ég og skóla- meistari FVA áttum stuttan fund nú á mánudag en það kom frekar lítið fram á honum. Hún sagði mér þó að það yrði eitthvað að frétta af málinu í lok vikunnar.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þá náði Skessuhorn ekki tali af Illuga Gunnarssyni menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. Kennarar ævareiðir Kennarar við Fjölbrautaskóla Vesturlands sendu menntamála- ráðuneytinu kvörtun í vor vegna þeirra aðstæðna sem þá voru uppi hjá skólanum, en ráðuneytið ákvað að aðhafast ekki. Í ljósi atburða síðustu daga og uppsögn aðstoðar- skólameistara sendu kennarar aðra kvörtun til ráðuneytisins síðastlið- inn föstudag og óskuðu eftir fundi með ráðherra. Þá hafa þeir verið í sambandi við forráðamenn Félags framhaldsskólakennara. Óánægja þeirra nú snýr aðallega að upp- sögnum, kostnaðarsömum nið- urskurði sem ráðist hefur verið í við skólann og stjórnunarháttum skólameistara. Nokkrir starfsmenn skólans hafa í samtali við Skessu- horn lýst ástandinu innandyra sem algjörlega óþolandi, skólinn sé vart starfhæfur nú eftir að aðstoð- arskólameistara var sagt upp störf- um og hann látinn yfirgefa bygg- inguna. mþh Skólanefnd kallar eftir því að ráðherra grípi inn í Í frétt á síðu 14 í Skessuhorni 7. október sl. er sagt frá brott- rekstri Hafliða Páls Guðjónsson- ar úr stöðu aðstoðarskólameistara við Fjölbrautaskóla Vesturlands. Í fréttinni er það haft eftir Reyni Þór Eyvindssyni formanni skólanefndar að ráðning Hafliða nú í sumar hafi verið án samráðs við skólanefnd og ekki rengi ég það. En það er einnig haft eftir Reyni Þór að fyrrverandi skólameistarar hafi ekki borið ráðn- ingar í stöðu aðstoðarskólameistara undir nefndina. Sé þetta rétt eft- ir honum haft þá hefur hann trú- lega ekki kynnt sér málið, því ráðn- ing aðstoðarstjórnenda í minni tíð var í góðu samráði við skólanefnd- armenn. Ég var skólameistari frá 2011 til 2014 og í ágúst 2011 réð ég aðstoð- arskólameistara. Ég sendi öllum skólanefndarmönnum afrit af um- sóknum sem bárust um starfið þann 3. ágúst 2011. Ég kallaði nefndina á fund um ráðninguna daginn eft- ir, þann 4. ágúst. Einnig ráðfærði ég mig við nefndina þann 12. ágúst sama ár vegna ráðningar áfanga- stjóra. Eftir þetta réð ég einu sinni að- stoðarskólameistara tímabund- ið þegar sá sem ég réð 2011 fór í námsorlof á miðju ári 2014. Ég greindi skólanefnd frá fyrirhug- aðri ráðningu á fundi 4. mars 2014 og bar val mitt á umsækjanda und- ir þáverandi formann nefndarinnar, Dagbjörtu Guðmundsdóttur, áður en ég gekk frá ráðningu. Þar sem aðeins var um tímabundna afleys- ingu að ræða var ekki haldinn sér- stakur skólanefndarfundur um mál- ið. Kær kveðja, Atli Harðarson Athugasemd frá Reyni Eyvindarsyni Eftir að tilkynning Atla Harð- arsonar fv. skólameistara, hér að ofan, birtist á vef Skessuhorns, vildi Reynir Eyvindarson formað- ur skólanefndar FVA koma eftir- farandi að: „Það var haft eftir mér í grein í Skessuhorni 7. október sl. að fyrrverandi skólameistarar hafi ekki borið ráðningar í stöðu að- stoðarskólameistara undir nefnd- ina. Atli Harðarson leiðrétti mig hér í blaðinu í dag. Þetta er rétt eftir mér haft. Ég hafði mínar upp- lýsingar frá þeim nefndarmanni sem starfað hefur lengst í nefnd- inni. Þessar upplýsingar mínar virðast hafa verið rangar, og biðst ég velvirðingar á því. Hinsveg- ar hefði það ekki haft nein áhrif á framvindu þessa máls núna, hvort nefndin teldi sig eiga að vera með í ráðum eða ekki, því búið var að ákveða ráðninguna þegar ég fékk upplýsingar um hana. Reynir Ey- vindsson, formaður skóanefndar FVA.“ mm Fyrrum skólameistari bar ráðningar undir skólanefnd Reynir Þór Eyvindarson.Atli Harðarson var skólameistari FVA frá 2011 til 2014.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.