Skessuhorn - 15.10.2015, Síða 10
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 201510
Óli Jón Ólason ferðamálafröm-
uður er látinn, 82 ára að aldri. Óli
Jón fæddist í Reykjavík 17. októ-
ber 1933. Foreldrar hans voru Arn-
lín Petrea Árnadóttir (Adda), f. 1905
í Gerðakoti á Miðnesi, d. 1985 og
og Óli Jón Ólason, stórkaupmað-
urfrá Stakkhamri í Miklaholts-
hreppi, f. 1901, d. 1974. Systkini
Óla voru þrjú; Elínborg 1928-1996,
Elín f. 1932 og Gunnar Árni f.
1941. Óli Jón ólst upp í Laugarásn-
um í Reykjavík. Sem ungur drengur
var hann í sveit í Mávahlíð á sumr-
in hjá Ágústi föðurbróðir sínum.
Hann gekk í Gagnfræðaskóla Aust-
urbæjar en lauk verslunarskólaprófi
frá Verslunarskóla Íslands. Óli gift-
ist árið 1953 Steinunni Þorsteins-
dóttur og saman eignuðust þau sex
börn. Þau settust að í Skíðaskálan-
um í Hverdölum árið 1959 og ráku
þar gisti- og veitingaþjónustu í tíu
ár. Þaðan lá leiðin á Akranes og ráku
þau hjónin Hótel Akranes í fimm ár,
eða þar til leiðir þeirra skildu. Óli
vann framan af við sölumennsku og
verslunarstörf. Árið 1959 hóf hann
eins og fyrr segir hótel- og veitinga-
rekstur og þar með var brautin rudd.
Ferðamálin áttu eftir það hug hans
allan og hann vann við ferðaþjón-
ustu nær alla tíð síðan.
Þegar upplýsingamiðstöð ferða-
mála var stofnsett í Reykjavík var
Óli Jón einn af fyrstu starfsmönn-
um hennar. Hann gekkst fyrir stofn-
un Ferðamálasamtaka á Vesturlandi
og Suðurlandi og var fyrsti ferða-
málafulltrúi þessara landshluta og
starfaði við það um nokkurt skeið.
Á þeim tíma ritaði hann mjög fram-
sækna skýrslu um framtíðarupp-
byggingu ferðamála á Vesturlandi.
Þar komu fram hugmyndir sem
löngu síðar áttu eftir að verða að
veruleika, svo sem að stofna Snorra-
stofu í Reykholti og Stríðsminjasafn
í Hvalfirði auk þess sem hvalstöðin
þar yrði miðpunktur sýningar um
hvali og hvalveiðar Íslendinga. Óli
Jón var einn af stofnendum Sam-
bands veitinga- og gistihúseigenda
(SVG) sem er einn af forverum SAF
(Samtaka aðila í ferðaþjónustu) og
sat þar í stjórn um árabil.
Árið 1979 hóf Óli Jón aftur hót-
el- og veitingarekstur. Hann flutti
þá ásamt Huldu Jónsdóttur, þáver-
andi sambýliskonu sinni, að Laug-
um í Sælingsdal, og saman ráku þau
sumarhótel í nokkur ár. Jafnframt
sáu þau um mötuneyti skólans og
stunduðu kennslu á vetrum. Þeirra
leiðir skildu.
Árið 1990 kynnist Óli Jón eftir-
lifandi eiginkonu sinni, Steinunni
Hansdóttur. Tóku þau að sér rekstur
gistihúss að Miklubraut 1 í Reykja-
vík og síðan gistiskála í Ármúla í
Reykjavík. Síðar keyptu þau rekstur
héraðsfréttablaðsins Fjarðarpóstsins
í Hafnarfirði og bættu svo um betur
og stofnuðu Kópavogspóstinn. Árið
1997 tóku þau Óli Jón og Steinunn
við hluta mannvirkja gamla Héraðs-
skólans í Reykholti og byggðu þar
upp glæsilegt heilsárshótel í mötu-
neytis- og heimavistarálmum skól-
ans. Yfir þeirri uppbyggingu var
reisn og framsýni. Árið 2004 fluttu
þau hjón í Grundarfjörð og enn var
lagður grunnur að betri þjónustu
við ferðamenn. Þau stofnuðu ferða-
skrifstofuna Þemaferðir, ásamt dótt-
ur og tengdasyni, og ráku ferða-
mannaverslunina Tourist Market í
sex ár.
Óli Jón hélt að eigin frumkvæði
leiðsögunámskeið fyrir heimafólk
og sá til þess að farþegar skemmti-
ferðarskipa fengju bestu mögulegu
upplýsingar um Snæfellsnesið sem
hann unni svo mjög. Og jafnframt
flutti hann þessa vinnu heim í hérað.
Hann átti mikið og farsælt samstarf
með Ferðaskrifstofunni Atlantik og
hópferðabílafyrirtækinu Sterna um
að útvega heimafólk til að leiðsegja
erlendum ferðamönnum um allt
Snæfellsnesið.
Óli var mikill athafnamaður og
frumkvöðull á ýmsum sviðum, hvort
sem það voru íþróttir, stjórnmál,
land eða þjóð. Hann var m.a. for-
maður Félags eldri borgara í Grund-
arfjarðarbæ og gaf út 20 ára afmæl-
isrit félagsins. Hann var Lionsfélagi,
bæði í Hveragerði og í Búðardal, og
hann skrifaði fjölmargar greinar um
ferðamál í fjölmiðla.
Óli Jón Ólason fékk ýmsar við-
urkenningar fyrir störf sín að ferða-
málum. Nefna má hér að hann var
fyrsti handhafi verðlauna Skessu-
horns, sem veitt hafa verið æ síð-
an, var kosinn Vestlendingur ársins
1998. Þá var Óli Jón, ásamt Krist-
leifi Þorsteinssyni á Húsafelli, sér-
staklega heiðraður á 20 ára afmæli
Ferðamálasamtaka Vesturlands fyr-
ir frumkvöðlastörf að ferðamálum.
Það átti vel við því Óli Jón hefur
á ýmsan hátt rutt brautina í ferða-
þjónustu á Vesturlandi og eins og sjá
má á æviágripi hans hér að ofan hef-
ur hann komið við í ferðaþjónustu á
öllum svæðum Vesturlands; á Akra-
nesi, í Dölum, Borgarfirði og nú
síðast á Snæfellsnesi þar sem rætur
hans lágu.
Börn Óla Jóns og Steinunnar eru
alls átta. Óli var alltaf mikill faðir, afi
og langafi allra í stórfjölskyldunni
sinni. Hann fylgdist grannt með því
sem var að gerast í lífi þeirra. Afa- og
langafabörnin eru orðin 37.
Eins og fram kemur í tilkynn-
ingu hér í blaðinu verður útför Óla
Jóns Ólasonar gerð frá Áskirkju í
Reykjavík miðvikudaginn 14. októ-
ber klukkan 13. Sérstök afmælis-
og kveðjustund verður síðan hald-
in í Grundarfirði á afmælisdegi
Óla Jóns, laugardaginn 17. október
klukkan 14.
Fyrir hönd Skessuhorns vil ég
þakka Óla Jóni Ólasyni fyrir sam-
fylgdina og mikla ræktarsemi í garð
okkar fjölmiðils. Óli Jón skildi af
eigin raun, meðal annars úr störfum
sínum, hversu mikilvægt það er fyr-
ir héruð þessa lands að þau eigi öfl-
uga fjölmiðla til að hægt sé að miðla
upplýsingum um hvaðeina sem fólk
er að fást við í leik og starfi. Mikill
höfðingi og frumkvöðull er fallinn
frá. Sendi ég Steinunni og stórfjöl-
skyldunni allri innilegar samúðar-
kveðjur. Vesturland allt hefur misst
góðan vin.
Magnús Magnússon.
Andlát – Óli Jón Ólason ferðamálafrömuður
Ríkisendurskoðun birti fyrr í vik-
unni skýrslu um uppsafnaðan
rekstrarhalla Landbúnaðarháskóla
Íslands. Sagt er að vandinn hafi
aukist um 37% milli áranna 2011
og 2014. „Ríkisendurskoðun hvetur
stjórnvöld til að tryggja að rekstur
skólans rúmist innan fjárheimilda.
Þá þarf að finna varanlega lausn á
skuld skólans við ríkissjóð en hún
nam 630 milljónum króna í árslok
2014,“ segir í skýrslunni. Árið 2012
birti Ríkisendurskoðun skýrslu um
rekstrarvanda og erfiða fjárhags-
stöðu Landbúnaðarháskóla Íslands.
Uppsafnaður rekstrarhalli skólans
nam þá um 317 milljónum króna
og skuld hans við ríkissjóð um 694
milljónum króna. Í skýrslunni benti
Ríkisendurskoðun á að um væri að
ræða fjármuni sem Alþingi hefði
aldrei samþykkt að verja til skólans.
Stofnunin hvatti bæði mennta- og
menningarmálaráðuneytið og skól-
ann til að grípa til aðgerða til að
vinna bug á þessum vanda. Tryggja
yrði að rekstur skólans rúmaðist
innan fjárheimilda. Þá hvatti Ríkis-
endurskoðun ráðuneytið til að finna
varanlega lausn á skuld skólans við
ríkissjóð.
Í nýrri eftirfylgniskýrslu Ríkis-
endurskoðunar kemur fram að und-
anfarin ár hefur fjárhagsstaða skól-
ans enn versnað þrátt fyrir viðleitni
stjórnenda hans til að taka á vandan-
um. Þannig stóð uppsafnaður halli
í um 433 milljónum króna í árslok
2014. Aftur á móti hefur skuld skól-
ans við ríkissjóð minnkað lítillega
en stóð þó í 630 milljónum króna
í árslok 2014. Því ítrekar Ríkisend-
urskoðun framangreind hvatning-
arorð (ábendingar) til ráðuneytisins
og Landbúnaðarháskólans.
Framlög ekki fylgt
verðlagsþróun
Í kjölfar birtingu skýrslu Ríkis-
endurskoðunar hefur Björn Þor-
steinsson rektor LbhÍ bruðist við
og sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar
sem hann vill árétta nokkur atriði.
„Stjórnendur LbhÍ hafa gripið til
margháttaðra ráðstafana til þess
að koma rekstri skólans inn fyrir
ramma fjárheimilda. Telja verður
að náðst hafi góður árangur í þeim
efnum. Samkvæmt bókhaldi skólans
skila fyrstu átta mánuðir yfirstand-
andi árs afgangi miðað við sam-
þykkta fjárhagsáætlun sem gerir ráð
fyrir 20 m.kr. endurgreiðslu upp í
skuld skólans við ríkisjóð.“
Þá segir Björn að hluta undir-
liggjandi vanda skólans og þró-
un fjárveitinga til hans megi rekja
til þess að árið 2008, þegar skól-
inn var fluttur úr umsjá landbúnað-
arráðuneytis til menntamálaráðu-
neytis, var ríkisframlagi til rekstrar
hans deilt upp milli þessara tveggja
ráðuneyta þar sem hið síðarnefnda
þótti ekki hafa nægilega reynslu eða
þekkingu á málefnum landbúnað-
ar. „Sá alvarlegi hængur var hins
vegar á þessari ráðstöfun að fram-
lögin sem tengd voru landbúnað-
arráðuneytinu – síðar atvinnuvega-
og nýsköpunarráðuneyti breytt-
ust ekki í takti við verðlagsþróun
eins og framlag menntamálaráðu-
neytis, þótt að í báðum tilvikum séu
framlögin nýtt til að reka innviði
og greiða laun fastra starfsmanna.
Framlag menntamálaráðuneytis-
ins til skólans var árið 2008 um 724
m.kr. á núvirði en á fjárlögum 2015
er fastaframlagið um 649 m.kr. sem
er rúmlega 10% samdráttur. Fram-
lag Landbúnaðarráðuneytisins var
árið 2008 um 237 m.kr. á núvirði en
á fjárlögum 2015 er fastaframlag-
ið hins vegar í raun 151 m.kr. sem
jafngildir 36% samdrætti.“
Mótast af tilviljana-
kenndri rýrnun
krónunnar
Björn Þorsteinsson segir fagnaðar-
efni að sá árangur hafi náðst í nú-
verandi fjárlagafrumvarpi fyrir 2016
að nú fyrst síðan 2008 sé gert ráð
fyrir að framlag atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytis verði verðbætt.
„Það breytir þó ekki því að á þessum
árum, sem liðið hafa óverðbætt, hef-
ur framlagið 2015 rýrnað sem svar-
ar um 70 m.kr. á núvirði. Það er ekki
ásættanlegt að fjármögnun stofnun-
ar af hálfu Alþingis sé látin mótast af
tilviljanakenndri rýrnun krónunnar
og hækkandi kauplagi. Stjórnend-
ur LbhÍ hafa ekki verið upplýstir
um að þessi þróun sé hluti af yfir-
lýstri eða meðvitaðri stefnu Alþing-
is og að fjárveitingar til Landbúnað-
arháskóla Íslands eigi að skera nið-
ur umfram aðra háskóla í landinu.
Því er eðlilegt að því sé beint til Al-
þingis að framlag atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytis verði upp-
fært miðað við verðmæti framlags-
ins árið 2008.“
Björn vísar einnig í skýrslu Rík-
isendurskoðunar frá 2012 en þar
sagði orðrétt að: “Ef framlög til
LbhÍ hefðu fylgt meðaltalshækk-
un íslenskra háskóla þá væri enginn
rekstrarhalli á skólanum til staðar”.
Niðurskurður er faglega
dýru verði keyptur
„Viðleitni stjórnenda LbhÍ til að ná
tökum á rekstri stofnunarinnar við
síminnkandi rekstrarframlög hef-
ur verið faglega dýru verði keypt.
Haustið 2008 voru starfsmenn 134
en eru nú 81 og hefur þeim því
fækkað um 40%. Þetta þýðir að
margar lykilstöður í fagdeildum og
á stoðsviði eru nú ómannaðar. Þessi
staða hefur hvergi verið sett fram
sem hluti af markmiðum stjórn-
valda í þróun þekkingarsköpunar og
kennslu á verndun og nýtingu auð-
linda á landi hérlendis,“ segir Björn
Þorsteinsson rektor LbhÍ.
mm
Gamall skuldabaggi LbhÍ við
ríkissjóð er enn ógreiddur
Svipmynd frá háskólakynningu þar sem starfsmenn Landbúnaðarháskólans ræddu
við væntanlega umsækjendur um skólavist.
Hagstofa Íslands hefur að venju gef-
ið út Hagtíðindi þar sem fjallað er
um mannfjöldaþróun liðins árs. Þar
kemur m.a. fram að hinn 1. janú-
ar síðastliðinn var íbúafjöldi á Ís-
landi 329.100 sem er um 1% fjölg-
un frá sama tíma árið áður, eða ná-
kvæmlega 3.429 einstaklingar. Árið
2014 fæddust 4.375 börn en 2.049
manns létust. Fæddir umfram dána
voru því 2.271. Þá fluttust 5.875
utan en 6.988 til landsins. Aðfluttir
umfram brottflutta voru því 1.113
árið 2014.
Í upphafi árs 2015 voru 60 þétt-
býlisstaðir á landinu með 200
íbúa eða fleiri. Auk þeirra voru 37
smærri byggðakjarnar með 50–199
íbúa. Alls bjuggu 308.515 í þéttbýli
1. janúar síðastliðinn og hafði þá
fjölgað um 2.873 frá sama tíma ári
fyrr. Í dreifbýli og smærri byggða-
kjörnum bjuggu alls 20.585. Fjöl-
mennasta sveitarfélagið var Reykja-
vík með 121.822 íbúa. Það fámenn-
asta var hins vegar Helgafellssveit á
Snæfellsnesi þar sem 53 bjuggu. Í
sex öðrum sveitarfélögum eru íbú-
ar innan við 100 talsins. Árið 2014
fækkaði fólki í 28 sveitarfélögum
og á þremur landssvæðum af átta. Á
Vesturlandi fjölgaði íbúum milli ára
um 125. Það jafngildir 0,8% fjölg-
un, sem er lítið eitt undir lands-
meðaltali, en vel yfir þróun lands-
byggðar á árinu.
Erlendir ríkisborgarar voru
24.294 hinn 1. janúar 2015 og af
þeim voru Pólverjar langfjölmenn-
astir. Alls voru 39.223 landsmanna
fæddir erlendis (16.828 karlar og
17.544 konur), eða 12% mann-
fjöldans, fleiri en nokkru sinni.
Ýmislegt fleira áhugavert má lesa
í Hagtíðindum. Árið 2014 gátu ný-
fæddir drengir vænst þess að verða
80,6 ára en stúlkur 83,6 ára. Lífs-
líkur hafa því batnað því árin
2005–2014 gátu drengir búist við
að verða 79,1 ára en stúlkur 82,7
árs. mm
Helgafellssveit er fámennasta
sveitarfélag landsins
Drápuhlíðarfjall.