Skessuhorn - 15.10.2015, Qupperneq 22
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 201522
Landssamtök skógareigenda hélt
sinn átjánda aðalfund í Stykkis-
hólmi dagana 2. og 3. október í
samstarfi við Félag skógarbænda á
Vesturlandi. Um 90 skógarbændur
og gestir mættu til fundar. Dagskrá-
in hófst kl 14 á föstudag með venju-
legum aðalfundarstörfum, skýrslum
formanns Lse, Jóhanns Gísla Jó-
hannssonar og framkvæmdastjóra
Lse, Hrannar Guðmundsdóttur.
Gestir sem ávörpuðu fundinn voru
Sigrún Magnúsdóttir umhverfis- og
auðlindaráðherra, Sigurgeir Sindri
Sigurgeirsson formaður Bænda-
samta Íslands og Þröstur Eysteins-
son fagmálastjóri Skógræktar ríkis-
ins.
Málþing var haldið í teng-
slum við aðalfundinn. Í fyrri hluta
málþingsins var rætt um fjölbreyttar
nytjar úr skógi. Hulda Guðmunds-
dóttir flutti erindi um asparnytjar
á Fitjum og Hraundís Guðmunds-
dóttir erindi um vinnslu á ilmkjar-
naolíu úr skógarnytjum á Rauðsgi-
li. Í seinni hluta málþingsins flut-
ti Valgerður Jónsdóttir framkvæm-
dastjóri Norðurlandsskóga erindi
um árangursmat í skógrækt. Ges-
tum málþingsins var skipt í fimm
hópa þar sem farið var yfir nokkrar
spurningar um skógræktarfram-
kvæmdir og leiðir til úrbóta.
Aðalfundi var framhaldið á lau-
gardeginum með afgreiðslu mála og
kosningu. Af málum sem voru til
umfjöllunar má nefna fyrirhuguða
sameiningu landshlutaverkefnan-
na og Skógræktar ríkisins, fjárveit-
ingar til skógræktarmála og greiðs-
lu vegna kolefnisbindingar til skó-
garbænda.
Að loknum aðalfundi tók Félag
skógarbænda á Vesturlandi við og
bauð til skógargöngu og þar á eftir
til árshátíðar skógarbænda.
Áður en haldið var út í skóg fengu
skógarbændur kynningu hjá Sigur-
birni Einarssyni á sprotafyrirtækinu
Rootopia og nýja tækni við vé-
lvæðingu á framleiðslu lífefldra
hnausaplantna. Síðan var gengið út
í skóg þar sem Trausti Tryggvason
formaður Skógræktarfélag Styk-
kishólms leiddi hópinn í gegnum
skóginn í Grensási og sagði frá star-
fi skógræktarfélagsins. Jötunnvélar
ehf. var með kynningu m.a. á skó-
garverkfærum, eldstæðum og tor-
færubíl meðan á fundi stóð og út í
skógi. Þar var einnig til sýnis kep-
pavél frá fyrirtækinu Rootopia sem
Haraldur Magnússon í Belgsholti
hefur hannað og smíðað að hluta
og kurlara frá Daníel Þórarinnssyni
Stapaseli. Vesturlandsskógar og Jö-
tunn vélar ehf. buðu upp á veitingar
í skjólgóðum lundi í skóginum.
Að lokinni skógargöngu var ár-
shátíð skógarbænda haldin undir
öruggari stjórn Sigurgeirs Sindra
sem var veislustjóri. Lárus Ástmar
Hannesson söng, Ingi Hans Jóns-
son sagði skemmtisögur og Sig-
urkarl Stefánsson sá um undirleik
fyrir fjöldasöng.
Stykkishólmsbær, Vesturland-
sskógar, Jötunnvélar ehf, Barri ehf,
Eðalfiskur og Steðji Brugghús voru
styrktaraðilar aðalfundarins og þak-
kar Félag skógarbænda á Vestur-
landi þessum aðilum fyrir góðan
stuðning.
Fh. Félags skógarbænda
á Vesturlandi
Guðmundur Sigurðsson
Þessi fimm orða setning er tiltölu-
lega ný í orðanotkun okkar Íslend-
inga, reyndar alls ekkert gömul
ef spáð er í það. Nú gengur tölu-
verður hluti af besserwisserum
með höfuðið hátt inn í kaffistofuna
vopnaðir 4G tengingu og
baða sig upp úr því að geta
loks rekið ofan í fólk hrein-
an og ófilteraðan sannleik-
ann beint af beljunni. Ég
hef orðið vitni að svona
umræðu, hún var stórbrot-
in ef eitthvað er. En hún
er að vissu leyti ósann-
gjörn því hún byggist fyrst
og fremst á hæfni einstak-
lingsins til að finna upplýs-
ingarnar á netinu sem og
snjallputtafimi.
Byrjað var hægt á að ræða um
innihaldslýsingar á kexpökkum því
tveir af pallborðsmeðlimum voru í
aðhaldi og niðurstaðan hjá tveim-
ur var að þetta kex var gríðarlega
óhollt og beinlínis stórhættulegt til
manneldis. Það ætti að banna þetta
kex og ég veit ekki hvað.
En þá stökk upp sannindariddar-
inn sem hafði setið í einu horninu,
vopnaður einu nothæfu netteng-
ingunni og sagði að frumflytjend-
ur umræðunnar hefðu rangt fyrir
sér. Orkuinnihald kexins væri ekki
mælt í kalóríum heldur kílójúlum
og það væri ekki eins óhollt og þau
vildu meina.
Veifandi björtum snjallsímaskjá
framan í andlitið á andmælendum
sínum þá sá ég beinlínis vellíðunar-
straumana streyma um andlit bes-
serwissersins því hann hafði rétt
fyrir sér. Upphófst mikil og hat-
römm umræða, því önnur hliðin
hafði ekki tryggt sér nýjustu upp-
færslu hugbúnaðarrisans og var því
að vinna einungis á vinstri heila-
stöðinni. Upphafsmaður umræðu-
nar hélt því fram að það væri alger
fásinna að mæla orku kexpakkans
í kílójúlum, hvað væru kílójúl eig-
inlega og efaðist um tilvist þeirra.
Kalóríur væru það sem verið væri
að skoða og eins og við vitum þá
eru kalóríur helsti óvinur miðaldra
manna og fólks í yfirvigt. Mér stóð
hreinlega ekki á sama um stund því
jú vissulega er orka matvæla mæld
með kílójúlum, sérstakur brennslu-
ofn er notaður til að fá nákvæma
tölu en þetta eiga nerðir bara að
vita. Ég blandaði mér ekk-
ert í umræðuna því mér var
annt um heilsu mína, var
líka að borða ávöxt frá fjar-
lægu landi sem ég veit ekk-
ert um hvort hafi verið úð-
aður formalíni því hann leit
út eins hann væri nýtínd-
ur. Svo var líka um að ræða
tvo besserwissera, annar
með nettengingu en hinn
ekki svo að umræðan var í
baklás. Með sveitta putta á
báðum símum gaf hvorugur sig og
málið var látið niður falla, eða hjá
öðrum þeirra. Þá segir hinn að lok-
um; ,,við skulum vera sammála um
að vera ósammála,” en það er óljós
viðurkenning þverhaussins á því að
hafa rangt fyrir sér. Ég sakna gamla
tímans, tímans þar sem fólk eyddi
tíma í að undirbúa sig undir kapp-
ræður kaffistofunar. Ef engin nið-
urstaða fékkst í málið urðu báðir
aðilar að sætta sig við að hafa hvor-
ugt rétt fyrir sér, niðurstaðan kom
síðar.
Axel Freyr Eiríksson, Borgarfirði
Í tilfefni af Rökkurdögum sem nú
standa yfir í Grundarfirði var sleg-
ið upp markaði í Samkomuhúsi
bæjarins laugardaginn 10. október.
Þar kenndi ýmissa grasa og hægt að
gera góð kaup. Kvenfélagið var svo
með kaffisölu á markaðnum. Auk
þessa hafa verið tónleikar, sýningar,
skrafl og skemmtilegheit í Grund-
arfirði, svo fátt eitt sé nefnt. Rökk-
urdagar ná hámarki sínu og enda
með fiskiveislunni miklu næstkom-
andi laugardag og kvikmyndahátíð-
inni Northern Wave. tfk
Pennagrein
Ég sá það á gúgle
Aðalfundur Landssambands
skógareigenda
Hluti fundarmanna á aðalfundi Lse.
Slegið var upp harmonikkuballi á Dvalarheimilinu Fellaskjóli. Þar lék Tryggvi
Gunnarsson vel valin lög fyrir gesti og vistmenn og féllu ljúfir tónarnir vel að
eyrum. Svo voru einhverjir sem stóðust ekki mátið og stigu léttan dans.
Rökkurdagar standa
yfir í Grundarfirði
Frá markaðnum í Samkomuhúsinu.
Á fimmtudaginn var sýningin „Konurnar okkar“ haldin í Sögumiðstöðinni. Vegleg
myndasýning var í Bæringsstofu og hinir ýmsu munir til sýnis. Meðal efnis á
sýningunni voru afrit af upprunalegum undirskriftarlistum Snæfellskra kvenna
frá því um aldamótin 1900 þar sem þær hvöttu Alþingi til að setja lög um frjálsan
kosningarétt kvenna. Það voru þær Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Sunna Njáls-
dóttir og Þórunn Kristinsdóttur sem stóðu fyrir þessari áhugaverðu sýningu.
Hljómsveitin Ylja spilaði á Rúben sl. miðvikudag. Þetta var fyrsti dagskrárliður
Rökkurdaga. Vel var mætt og voru gestir staðarins himinlifandi með flutning
hljómsveitarinnar.