Skessuhorn


Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 26

Skessuhorn - 15.10.2015, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 201526 Síðasta vika var svokölluð Gleði- vika á Heilbrigðisstofnun Vestur- lands (HVE) á Akranesi. Tilefnið var árshátíð starfsmanna, sem hald- in var á laugardaginn á Grand Hot- el í Reykjavík. Gleðivikan hófst á mánudegi og voru deildir sjúkra- hússins skreyttar með Hollywood þema og dregið var í happadrætti í hádeginu alla daga vikunnar. Starfsmenn deildanna fengu frjáls- ar hendur með skreytingar og var mikill metnaður lagður í verkin. Á föstudaginn klæddu starfsmenn sig upp í samræmi við skreyting- ar deildanna og dómnefnd, skip- uð þeim Ólafi og Steinari Adolfs- sonum, gekk um stofnunina, skoð- aði skreytingar, punktaði hjá sér og þáði mútur! Deildir sjúkrahússins voru all- ar skemmtilega skreyttar. Þar mátti meðal annars finna villta vestrið, saumastofu fræga fólksins, Eve- rest fjallið og kvennadeildin var skreytt með stjörnum, því þar fæð- ast jú stjörnurnar. Í hádeginu var svo opinberað hverjir báru sigur úr býtum. Röntgendeildin fékk verð- laun fyrir frumlegheit en þar var árið 1942 skreytt í svarthvítu þema enda vinnur starfsfólkið með svart- hvítar myndir alla daga. Sigurveg- arar Gleðivikunnar voru starfs- fólk heilsugæslunnar sem voru með „The walk of fame“ þema. Gólf heilsugæslunnar var alsett stjörn- um líkt í Hollywood og veggirn- ir skemmtilega skreyttir með vegg- spjöldum tengdum kvikmyndum, þar sem aðalleikararnir voru starfs- fólk heilsugæslunnar. Innst á gang- inum var rauður dregill, þar sem stjörnurnar létu mynda sig. Vinn- ingshafarnir fengu óskarsverð- launastyttu, gjafabréf í bakaríinu og ostakörfu að launum. grþ Hollywood þema í Gleðiviku HVE á Akranesi Fyrsta Stóra morgunstund skóla- ársins í Brekkubæjarskóla var hald- in síðastliðinn fimmtudagsmorgun. Að venju var mikið sungið og spil- að og fjölmenntu foreldrar og aðr- ir aðstandendur á pallana í íþrótta- húsinu við Vesturgötu. Nemendur 2. bekkjar sungu um hana, krumma og fleiri dýr, tekið var undir í sam- söng, 9. bekkur steig á stokk með skemmtilegt og litríkt atriði og nemendur 5. bekkjar buðu upp á dans. Veittar voru viðurkenningar til nemenda á yngsta- og miðstigi og svo var sungið meira. Að end- ingu var stiginn fjöldadans á gólfi íþróttahússins. grþ /Ljósm. Kristinn Pétursson. Sigurvegarar í skreytingakeppni Gleðivikunnar voru starfsmenn heilsugæslunnar. Þeir stilltu sér upp fyrir myndatöku á rauða dreglinum. Léttklæddur vert bauð dómnefndinni upp á mútur á öldurhúsi Villta vestursins hjá A-deildinni. Starfsfólk skrifstofunnar var með búninga- og förðunaraðstöðu. Sjálfur Baltasar Kormákur leikstjóri tók á móti dómnefndinni í grunn- búðum Everest. Uppi á Everest fjallinu mátti finna ýmsan búnað svo sem súrefniskúta og kappklætt starfsfólk, enda kalt á toppnum. Læknaritarar settu upp saumastofu Hollywood, undir merkinu „Björnsson design“. Hér má sjá hönnuðinn sjálfan, Gísla Björnsson, ásamt Ólafi Adolfssyni úr dómnefndinni. Dómnefndin ásamt skemmtinefndinni „The ladies“, sem skipuð var þeim Ásthildi Gestsdóttur, Birnu Katrínu Hallsdóttur, Brynju Jóhannsdóttur og Ólínu Ingibjörgu Gunnarsdóttur. Þessi dama sér um að strauja fötin fyrir fræga fólkið og hikar ekki við að fá sér vínglas og vindling í vinnunni. Mikið sungið á fyrstu Stóru morgunstund vetrarins Nemendur í 2. bekk stigu fyrstir á svið. Nemendur í 9. bekk Brekkubæjarskóla fluttu skemmtilegt atriði. Mikið var sungið á Stóru morgunstundinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.