Skessuhorn - 15.10.2015, Qupperneq 27
MIÐVIKUDAGUR 14. OKTÓBER 2015 27
Vinir Elísu Margrétar, tveggja ára
stúlku sem ættuð er af Snæfellsnesi,
söfnuðu töluverðum upphæðum á
styrktartónleikum sem fram fóru
í Austurbæ í Reykjavík í síðustu
viku. Elísa Margrét fæddist með al-
varlegan og sjaldgæfan heilasjúk-
dóm sem kallast Lissencephaly og
þarf stöðuga umönnun allan sólar-
hringinn. Innan við þúsund börn
í heiminum eru með sjúkdóminn.
Markmið styrktartónleikanna var
að safna fyrir sérútbúnum bíl fyr-
ir foreldra Elísu Margrétar, þau
Gyðu Kristinsdóttur og Hafstein
Vilhelmsson. Elísu Margréti fylgja
margvísleg tæki vegna sjúkdómsins
og var núverandi bíll fjölskyldunn-
ar orðinn of lítill.
Eru í skýjunum
Það voru bræðurnir Nökkvi Fjal-
ar og Jóhann Fjalar Orrasynir sem
stóðu fyrir tónleikunum. Að sögn
Nökkva fór söfnunin fram úr björt-
ustu vonum og eru vinir Elísu Mar-
grétar í skýjunum. „Þetta byrjaði
með því að bróðir minn segir mér
að hann vilji halda styrktartónleika
til að safna fyrir bíl handa þeim.
Svo vatt þetta upp á sig og það
voru margir sem tóku þátt í því að
gera þetta að veruleika. Það er svo
dásamlegt þegar boltinn fer að rúlla
svona. Þannig að það sem byrjaði
sem eitt símtal varð mun stærra og
við erum bara í skýjunum,“ segir
Nökkvi í samtali við Skessuhorn.
Fjölmargir listamenn komu fram
á tónleikunum, ásamt bræðrunum
sjálfum. „Það var fullt af fólki sem
lagði sitt af mörkum og allir voru
tilbúnir til að taka þátt í þessu, það
var mikil fjölbreytni. Þarna voru
Friðrik Dór, MC Gauti, Hafdís
Huld og fleiri. Við tókum svo lag-
ið sjálfir í lokin og fundum stemn-
inguna sem var í salnum. Þetta var
eftir þriggja tíma dagskrá en það var
ennþá orka í salnum og allir glaðir,“
útskýrir hann.
Fengu afhenta bíllykla á
tónleikunum
Húsfyllir var á tónleikunum og
í tvígang þurfti að prenta fleiri
miða í happadrætti sem haldið var
samhliða. Ekki hefur verið tek-
ið saman hversu mikið safnaðist
en Nökkvi telur það vera á fjórðu
milljón króna. „Ég myndi halda að
á þessu kvöldi hafi safnast í kring-
um þrjár milljónir og svo komu um
700 þúsund inn á styrktarreikn-
inginn. Þetta kom úr mörgum átt-
um. Nemendur Verzló og MR fóru
til dæmis í keppni um hvor myndi
safna meiri peningum og það komu
570 þúsund þaðan.“ Á tónleikun-
um afhentu svo bræðurnir foreldr-
um Elísu Margrétar lykla að nýjum
Toyota Avensis hlaðbak. „Við sett-
um okkur markmið og þeir hjá To-
yota voru tilbúnir að brúa bilið ef
þyrfti. Markmiðið náðist og þar af
leiðandi var tilbúinn bíll fyrir þau
fyrir utan Austurbæ. En bílakaupin
eru auðvitað eitthvað sem þau velja
sér sjálf en þessi bíll er tilbúinn fyrir
þau ef þau vilja,“ segir Nökkvi. Að
endingu vill hann nota tækifærið
og færa öllum þeim sem komu að
tónleikunum þakkir. „Við bræður
stóðum ekki einir í þessu, það voru
fjölmargir aðrir sem gerðu þetta að
veruleika og við viljum þakka þeim
fyrir allt og fyrir að gera draum
okkar og þeirra foreldranna að
veruleika.“
Styrktarreikningur Elísu Mar-
grétar er alltaf opinn fyrir frjáls
framlög til styrktar fjölskyldunni:
0326-22-953 og kt: 510714-0670.
grþ
Söfnun vina Elísu Margrétar fór
fram úr björtustu vonum
Elísa Margrét með foreldrunum Gyðu Kristjánsdóttur og Hafsteini Vilhelmssyni. Ljósm. mbl/Golli.
Eins og Skessuhorn hefur greint frá
áður stendur yfir ritun á sögu Borg-
arness. Hófst vinnan í ársbyrjun 2014
og var áætlað að gefa hana út í mars
2017 þegar 150 ár verða liðin frá því
að Borgarnes varð löggiltur verslun-
arstaður. Egill Ólafsson, sagnfræð-
ingur og blaðamaður, vann að ritun-
inni en eftir skyndilegt fráfall hans í
janúar síðastliðnum var Heiðar Lind
Hansson, einnig sagnfræðingur og
blaðamaður, ráðinn til verksins.
Að sögn Heiðars var í upphafi gert
ráð fyrir því að sagnaritari skilaði af
sér handriti í lok þessa árs og eins og
staðan er í dag bendi ekkert til annars
en að þær áætlanir standist. Frá byrj-
un hafi legið fyrir að á næsta ári verði
unnið að frágangi og öðrum undir-
búningi fyrir prentun. Allt útlit sé því
fyrir að saga Borgarness komi út á
150 ára afmæli bæjarins í mars 2017,
eins og áætlað var í upphafi.
kgk
Ritun á sögu Borgarness er vel á áætlun
Heiðar Lind Hansson vinnur að ritun sögu Borgarness. Hann segir ekkert benda til annars en að áætlaður útgáfutími standist.
Sjéntilmannaklúbburinn á Bifröst
lét gott af sér leiða á dögunum með
því að gefa börnum á leikskólan-
um Hraunborg smá glaðning líkt
og klúbburinn hefur gert undanfar-
in fimm ár. „Þetta árið var börnun-
um gefin buff, mappa og sundpoki
sem allt eru mikilvægir hlutir hjá
börnum á þessum aldri. Sundpok-
inn nýtist vel í sundferðir fjölskyld-
unnar í pottasvæðið á Bifröst eða
sundlaugina í Borgarnesi og buffið
getur kemur sér vel utan um blautt
hárið. Mappan hentar svo mjög vel
fyrir öll listaverkin sem börnin gera
á Hraunborg og því gott að nýta
hana þegar kemur að því að ferja
listaverkin heim úr leikskólanum,“
segir í tilkynningu frá klúbbnum.
Sjéntilmannaklúbburinn Bifröst
leitaði stuðnings Arion banka og
Vífilfells líkt og undanfarin ár og
voru þessi fyrirtæki tilbúin í verk-
efnið. „Fyrir það erum við þakklát-
ir og það er okkar von að gjafirnar
hafi komið að góðum notum og að
börnin séu ánægð með þær,“ sagði
Hallur Jónasson formaður Sjen-
tilmannaklúbbsins á Bifröst. Árin
áður hafa Sjéntilmenn meðal ann-
ars gefið leikskólabörnum vatns-
brúsa, derhúfur, buff, sundpoka,
handklæði, endurskinsmerki og
fleira. mm
Séntilmenn gáfu
leikskólabörnum gjafir
Nýverið var haldin nokkurs kon-
ar listahelgi í Borgarnesi. Um var
að ræða svokallaða pop-up listahá-
tíð og voru viðburðir á nokkrum
stöðum í bænum, svo sem leirlista-
smiðja, gjörningar og fleira. Þá var
opin vinnustofa í húsnæði Hug-
heima þar sem Michelle Bird, Kúba
Urbaniak og Marcin Stachewicz
stóðu fyrir verkefninu „Búa marg-
ir í snjóhúsi á Íslandi?“. Reisti lista-
fólkið „snjóhús“ úr hvítum plast-
fötum sem búið var að skreyta.
„Einn af þeim sem var með þet-
ta verkefni vinnur á veitingahúsi í
Reykjavík og hann hafði tekið eft-
ir því að eftir hverja vakt er plast-
fötum hent í ruslið. Hver fata ko-
star á bilinu þrjú til fjögurhundruð
krónur og honum fannst það mikil
sóun. Hann fékk því að eiga fötur-
nar sem átti að henda og nýtti þær í
að búa til þetta snjóhús,“ segir Sig-
ursteinn Sigurðsson formaður Vit-
brigða Vesturlands. Það fengu svo
allir sína fötu til að skreyta og að
endingu var fötunum raðað saman
í eitt snjóhús. Tilgangurinn með
verkinu var að nýta sköpunarhæ-
fileikana til að finna gömlum hlu-
tum nýjan tilgang og endurvinna.
Að sögn Sigursteins mun verkef-
nið halda áfram en hugmyndir eru
uppi um að halda aðra sambærile-
ga hátíð og þá verði verkið klárað.
„Snjóhúsið mun standa í miðrými
hússins við Bjarnarbraut 8 í Borgar-
nesi í nokkrar vikur. Það er hægt að
skoða það og svo geta gestir og gan-
gandi líka komið og skreytt lokin, “
segir Sigursteinn að endingu.
grþ / Ljósm. Rosso & Urbaniak.
Snjóhús úr fötum reist í Borgarnesi
Snjóhúsið stendur í miðrými Stjórnsýsluhússins í Borgarnesi. Hægt er að taka þátt
í að skreyta lokin sem enn eru óskreytt.
Sumar föturnar eru skreyttar að innan með ýmsum hlutum sem annars hefðu
endað í ruslinu.