Fréttablaðið - 07.11.2019, Page 46
ALLT FRÁ FYRSTA
SLAGI ERUM VIÐ
STÖDD Í MIÐPUNKTI FRÁ-
SAGNAR, ÞETTA ER EINS OG AÐ
VERA KOMINN INN Í MIÐJA
BYLTINGU EÐA MITT ELDGOS,
MAÐUR KEMUR INN Í EITTHVAÐ
KRAUMANDI.Sinfóníuhljómsveit Íslands er á leið í tónleikaferð til Þýskalands og Austurrík-is með hljómsveitarstjóra sínum, Daníel Bjarnasyni, og Víkingi Heiðari Ólafs-
syni píanóleikara. Á tónleikum
hljómsveitarinnar í Hörpu í kvöld,
fimmtudagskvöld, og föstudags-
kvöld verða leikin verk sem verða
á efnisskránni erlendis, eftir Grieg,
Mozart, Sibelius og Daníel Bjarna-
son.
Sterk viðbrögð
Verk Daníels er píanókonsertinn
Processions sem hann samdi fyrir
tíu árum fyrir Víking Heiðar sem
flutti hann fyrst á Myrkum músík-
dögum. Spurður af hverju hann hafi
valið að skrifa konsert fyrir Víking
Heiðar segir hann: „Það eru ekki
margir aðrir sem hefðu komið til
greina. Ég lærði á píanó hjá mömmu
hans og þannig kynntist ég Víkingi
fyrst. Eftir að hafa lært tónsmíðar
hér heima lærði ég hljómsveitar-
stjórnun í Þýskalandi og var með
annan fótinn í New York. Um það
leyti varð efnahagshrun hér á landi
og þá var þessi konsert skrifaður, í
búsáhaldabyltingu sem ég fylgdist
með að hluta til frá New York en
síðan nánast úr stofuglugganum
hér á Íslandi. Konsertinn var frum-
f luttur á Myrkum músíkdögum í
miðri búsáhaldabyltingu í febrúar
2009 og viðbrögðin voru mjög sterk.
Ég fann að þessi konsert talaði til
Íslendinga.
Það var svo mikil þörf fyrir betri
fréttir,“ segir Víkingur. „Á þessum
tíma voru Myrkir músíkdagar ekki
sú hátíð sem hún er í dag hvað vin-
sældir varðar. Hún var mikil jaðar-
hátíð en á þessum tónleikum var
nær fullur salur og viðtökurnar
voru stórkostlegar. Síðan hefur
verið mikil eftirspurn eftir þessu
verki úti um allan heim. Slíkt gerist
ekki alltaf þegar ný tónlist á í hlut,
jafnvel þótt hún sé frábær.“
Ríkulegur heimur
Víkingur Heiðar hefur leikið verkið
nokkuð oft, víða um heim. „Við
Daníel flytjum þetta verk oft saman
sem tvíeyki, ég við píanóið og hann
sem hljómsveitarstjóri. En svo hafa
aðrir frábærir hljómsveitarstjórar
líka sóst eftir að flytja verkið og það
er líka spennandi. Mér er sérstak-
lega minnisstæður f lutningur sem
Daníel stjórnaði fyrir einu og hálfu
ári í Toronto með þeirri frábæru
hljómsveit Toronto Symphony
og svo f lutningur með Gustavo
Gimeno fyrir tæpu ári í Stokkhólmi
með Sænsku útvarpshljómsveitinni
sem er ein skemmtilegasta hljóm-
sveit sem hægt er að spila með. Þetta
er verk sem maður finnur að virkar
á tónleikum.“
Spurður hvað það sé við verkið
sem gerir að verkum að fólk tengir
svo vel við það segir Víkingur Heið-
ar: „Það er svo mikil frásögn í því.
Allt frá fyrsta slagi erum við stödd
í miðpunkti frásagnar, þetta er
eins og að vera kominn inn í miðja
byltingu eða mitt eldgos, maður
kemur inn í eitthvað kraumandi.
Píanistinn er mjög mikill sögu-
maður í verkinu og hljómsveitin
skapar ríkulegan heim. Píanóið
leiðir frásögnina áfram en á sama
tíma er hljómsveitin mjög virk.
Hljóðfæraleikurum í hljómsveitum
hefur þótt virkilega skemmtilegt að
spila verkið. Þetta er ekki eins og
stundum er með einleikskonserta
að hljóðfæraleikararnir hlakki
minna til þeirra en sinfóníanna
vegna þess að þar eru þeir í undir-
leikshlutverki. Það á ekki við hér,
þetta er píanó sinfónía.“
Nú mun konsertinn hljóma í
Þýskalandi og Austurríki og annað
íslenskt verk eftir Önnu Þorvalds-
dóttur verður einnig á efnisskrá
Sinfóníuhljómsveitarinnar. „Ég hef
einu sinni áður spilað píanókonsert
Daníels í Þýskalandi með útvarps-
hljómsveitinni í Leipzig árið 2017,“
segir Víkingur Heiðar. „Núna verða
tónleikar í Berlín og München,
tveimur leiðandi tónlistarborgum.“
Hluti af Íslandshátíð
Í Berlín eru tónleikarnir hluti af
mikilli Íslandshátíð þar sem fram
koma fjölmargir íslenskir f lytj-
endur og tónskáld. Hátíðin er
hugarfóstur Víkings Heiðars sem
er staðarlistamaður Konzerthaus í
Berlín. „Í Þýskalandi er mikill áhugi
á íslenskri menningu og öllu því
sem íslenskt er. Það er alltaf gaman
að koma fram þar og það verður ein-
stakt að vera með hljómsveitinni í
Þýskalandi.“
„Þetta er í fyrsta sinn sem hljóm-
sveitin fer í ferðalag með íslenskan
hljómsveitarstjóra og heims-
frægan íslenskan einleikara og
hefur íslenska tónlist á efnisskrá.
Það segir nokkuð mikið um stöðu
íslenskrar samtímatónlistar, sem
hefur fengið mikla athygli undan-
farið,“ segir Daníel. „Það verður
gaman að fara í þessa ferð með
Sinfóníuhljómsveit Íslands, f lagga
okkar bestu listamönnum og hafa
íslenska tónlist með í för.“
Píanistinn sem
sögumaður
Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Ís
lands leikur Víkingur Heiðar píanó
konsert eftir Daníel Bjarnason. Báðir
eru á leið til Þýskalands og Austurríkis.
Víkingur Heiðar og Daníel eru æskuvinir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
BÆKUR
Korngult hár grá augu
Sjón
Útgefandi: JPV
Blaðsíður: 117
Hvað mótar mann og gerir hann að
sjálfum sér og hvernig hættulegar
hugmyndir finna fólkið sitt er við-
fangsefni Sjóns í þessari bók.
Hún spannar stutt og snarpt lífs-
hlaup hins norsk- íslenska Gunn-
ars Pálssonar Kampen sem nær 24
ára aldri áður en hann finnst látinn
um borð í lest í Bretlandi árið 1962.
Bókin byrjar á þessu en svo er líf
hans rakið í þremur bókarhlutum,
sá fyrsti er samsettur úr æskuminn-
ingum Gunnars og leiddar að því
líkur að það séu þær minningar og
upplifanir sem helst móta hann og
þá stefnu sem hann tekur í lífinu,
miðhlutinn er bréf frá Gunnari til
nokkurra lykilpersóna í lífi hans
og lokin segja frá síðustu ævidögum
hans og aðdraganda þess að hann
finnst í lestinni. Titill bókarinnar,
Korngult hár grá augu, er svo lýsing
lögreglumannanna á líki hans.
Við kynnumst Gunnari þannig
á þrennan hátt, í minningum hans
sem við sjáum líkt og kvikmynd,
bréfum þar sem við kynnumst því
sem hann hugsar og hvernig hann
vill að aðrir sjái hann og svo sjáum
við hann eins fullnustaðan og hann
verður síðustu ævidagana.
Hinn rauði þráður er ástríða
Gunnars fyrir nasisma, ástríða sem
verður honum allt. Í henni finnur
hann tilgang og sama-
stað, hann finnur fyrir-
myndir í norskum ætt-
mennum sem voru
ha ndgeng in Þjóð -
verjum á hernáms-
á r u nu m og ha nn
leggur síðustu andar-
tökin í sölurnar fyrir
málstaðinn.
Sjón hefur marg-
sýnt sína fínpúss-
uðu st í lg á f u og
hennar gætir einnig
hér. Bókin er stutt
í orðum talið en
hvert orð er valið
a f n á k v æ m n i ,
setningar meitl-
aðar gaumgæfilega
og málsgreinum raðað
saman þannig
að söguheim-
urinn er dýpri
en sést, það eru
v ísbend i ng a r
út um allt og
ek kert af til-
viljun. Áherslan
er þó mest á frá-
sögnina, kannski
á kostnað sög-
unnar, ekki eru
fel ld i r dóm a r
sem veldur því að
Gunnar sem per-
sóna er í forgrunni
en síður það sem
hann stendur fyrir.
Gunnar Kamp-
en er byggður á
manni sem var til
og ýmsar persónur sem voru til í
raunveruleikanum koma við sögu
hans, sögu sem virkar svo ótrúleg
í ljósi þess hve stutt er frá lokum
síðari heimsstyrjaldar þegar sagan
gerist og sem kallast á við þann
óhugnanlega raunveruleika að nas-
ismi er í dag á uppleið í heiminum.
Þær aðferðir sem Gunnar nýtir til að
afla hugmyndum sínum fylgis eru
við lýði enn í dag og Sjón bendir á
að ærin ástæða er til að vera á varð-
bergi og gefa þessum samtökum
gaum. Þannig má segja að í bókinni
sé aðvörunarbjalla en sem slík
kannski ekki nógu hvell.
Brynhildur Björnsdóttir
NIÐURSTAÐA: Eftirminnileg bók um
það sem mótar einstakling og hvernig
hugmyndir finna fólkið sitt.
Hvernig hugmyndir finna fólkið sitt
7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
0
7
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
2
B
-E
F
2
0
2
4
2
B
-E
D
E
4
2
4
2
B
-E
C
A
8
2
4
2
B
-E
B
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
6
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K