Skessuhorn


Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 20.01.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 201616 Á Oddsstöðum í Lundarreykjadal í Borgarfirði er rekið glæsilegt bú. Þar er stunduð hrossarækt, tamn- ingar og ferðaþjónusta á íslenska hestinum og einnig verður boð- ið upp á reiðkennslu í vetur. Einn- ig er stunduð sauðfjárrækt og skóg- rækt á Oddsstöðum. Það eru hjón- in Sigurður Oddur Ragnarsson og Guðbjörg Ólafsdóttir sem hafa rek- ið búið síðan þau tóku við af for- eldrum hans árið 1984. „Ég er þriðji ættliður hér á Oddsstöðum af minni fjölskyldu. Reyndar hef ég ekki búið hér alla tíð. Ég fór nú í skóla, var í Menntaskólanum á Laugavatni og fór svo í Bændaskólann á Hvann- eyri í búfræði og svo í búvísinda- deild. Síðan hélt ég til Svíþjóðar og lærði líffæra- og lífeðlisfræði í tvö ár við Dýralæknaháskólann þar í landi. Þá var ég að skoða hreyfingarfræði íslenska hestsins, gangtegundirn- ar. Þau fræði byggjast á líffæra- og lífeðlisfræðinni. Svo kom ég heim og fór að kenna við grunnskólann í Borgarnesi og var tvö ár kennari við Bændaskólann á Hvanneyri,“ segir Sigurður. Reyndar er hann oftast kallaður Oddur og við höldum því hér í þessu spjalli. Skemmtilegt starf að stunda búskap Guðbjörg Ólafsdóttir er líka borinn og barnfæddur Borgfirðingur eins og maður hennar. Hún er frá Hvann- eyri. „Ólafur Guðmundsson faðir minn starfaði þar og var yfirmaður við Bútæknideildina. Mamma, Sig- urborg Ágústa Jónsdóttir eða Bogga á Báreksstöðum, hefur svo alla tíð verið mikið í hestum og hrossarækt. Ég er þannig alin upp við hesta og var svo líka alltaf að snudda í fjár- húsum og fjósi á Hvanneyri. Dýr og búskapur voru mitt áhugamál þó ég færi aldrei í Bændaskólann. Kannski var hann of nærri mér. Ekki vildi ég fara í Húsmæðraskólann því ég ætl- aði ekki að fara að elda mat að neinu gagni,“ segir hún og hlær við. „Í staðinn lærði ég til sjúkraliða en hef ekki unnið mikið við það. Ég sett- ist að hér á Oddsstöðum þegar við tókum við búrekstri 1984. Þetta eru orðin rúm 30 ár en búin að vera fljót að líða,“ segir hún. „Það er búið að vera mikið að gera og oftast gaman,“ skýtur mað- ur hennar íhugull inn og eng- inn sem fer um Oddsstaði þarf að efast um það. „Það er bara þann- ig hjá bændum sem hafa gaman af búskap að þeir njóta þess. Hér eru alltaf eftirvæntingar. Menn eru ein- att svo bjartsýnir og svo er alltaf að kvikna nýtt líf og nýjar vonir. Í fyrra- sumar héldum við hryssum undir nokkra af betri stóðhestum lands- ins. Núna erum við að bíða eftir því hvað kemur undan þeim næsta vor. Svo eru það eftirvæntingar með að sjá hvernig hrossin koma út sem við erum að byrja að temja núna. Í sauðfénu er það þannig að við bíð- um eftir að sjá í vor hvað kemur út úr sæðingunum. Haustið þar á eft- ir þá kemur féð af fjalli og þá verður spennandi að sjá lömbin og hver út- koman verður.“ Guðbjörg bætir hér við að það sé nú kannski ekki mik- ið upp úr sauðfénu að hafa, það sé meira svona hugsjón að halda því.“ Oddur bóndi samsinnir því að af- koman í sauðfjárræktinni sé kannski ekki upp á marga fiska í dag en hún sé nú samt mikilvægur hluti af bú- skapnum. Loðdýraræktin var mikill skóli Oddur segir að það hafi alltaf verið draumurinn að verða bóndi. „Þetta var upp úr 1980. Þá þótti nú ekki vænlegt að ætla að slá sér upp í bú- skapnum á hrossarækt þannig að við hugsuðum okkur fyrst í sauðfjár- rækina. Þar fengum við lítinn fram- leiðslukvóta svo við fórum einnig út í loðdýrarækt. Á þeim tíma var hægt að fá fyrirgreiðslu í það. Við byggðum langan skála þar sem ann- ar helmingurinn var fyrir refi og hinn fyrir minka. Hugsunin með því var að dreifa áhættunni. Þetta hófst 1985 og við vorum í því fram yfir 1990. Þá vorum við búin að safna mjög miklum skuldum þó við hefð- um byrjað með mjög litlar skuld- ir, áttum t.d. skuldlaus bæði dýr og búr í upphafi. Þegar þarna var kom- ið, kom eitt gott ár. Við gátum greitt niður lausaskuldirnar og ákváðum þar með að hætta þessu. Ég var svo viðriðinn Fóðurstöð Vestur- lands sem stóð líka höllum fæti eins og reyndar allt í kringum loðdýra- ræktina. Þar var ég í forsvari í ein- hver tvö ár í lokin, þar til hægt var að gera hana upp skuldlausa. Þann- ig tókst okkur að losa okkur út úr loðdýrunum. Árin í loðdýrarækt- inni voru mjög erfið en mikil lexía sem kenndi manni að fara varlega og treysta á sjálfan sig,“ segir Sig- urður þegar hann rifjar þetta upp í dag. „Við höfðum alltaf verið með sauðfjárrækt hér á Oddsstöðum. En þarna þegar loðdýrarækinni var hætt endanlega upp úr 1990 þá fórum við að líta í kringum okkur með annað. Valið var að fara út í ferðaþjónustu. Það voru hestaferðirnar, að bjóða ferðafólki upp á lengri ferðir á hest- baki um náttúru Íslands um sumar- tímann. Við byrjuðum í því 1991. Árið eftir fórum við að vinna mikið með Eldhestum og urðum hluthaf- ar þar. Leiðir skildu svo 2006 og við höfum verið sjálfstæð síðan, reyndar með samstarfsaðila á ýmsum stöð- um og gott fólk í kring um okkur, bæði heima og heiman.“ Hestaferðirnar skila mestu Hestarnir eru þannig búnir að vera megin stoðin í búrekstri þeirra á Oddsstöðum síðan í upphafi tí- unda áratugarins. Nú eru þar einn- ig um 250 fjár á vetrarfóðrun. „Það má alveg segja að hestaútgerðin hafi gengið betur og betur með árunum og þannig mikilvægari hluti af okkar framfærslu og afkomu. Nú eru horf- ur á að næsta sumar verði það um- fangsmesta frá upphafi,“ segja þau hjón. Á heimasíðunni oddsstadir.is má einmitt skoða hvaða hestaleiðangr- ar eru í boði hjá þeim næsta sumar. Þar er svo til uppselt nú þegar, í all- ar ferðirnar. Mest eru það erlendir ferðamenn og Íslendingar sem búa erlendis sem fara í hestaferðirnar. Sumir hafa komið oft og koma jafn- vel árlega. „Hestaferðirnar eru það sem við lifum af, þó kaupið sé sjálf- sagt ekki hátt ef það yrði reiknað- ur hver tími sem er á bak við þessa vinnu. Það er mikil útgerð í kring- um þetta og stöðug vinna allt árið. Sjálft ferðatímabilið er svona frá miðjum júní fram í miðjan septem- ber. Svo erum við með réttarferð á haustin og bjóðum einnig upp á stutta reiðtúra allt árið,“ segir Odd- ur. Í sumar ætla þau að einskorða sig við sjálft Vesturland en áður hafa þau á Oddsstöðum skipulagt leið- angra víðar um landið. „Svo er líka heyjað hér á jörðinni og víðar, um þúsund rúllur, en sonur okkar Sig- urður Hannes, ásamt öðrum, hefur farið fyrir heyskapnum undanfarin ár, því við erum svo mikið í burtu. Þó er það þannig að ef við erum í hestaferðum hér heima í Borgarfirði eða á Vesturlandi þá keyrum við oft heim á kvöldin. Auk íbúðarhússins okkar hér á Oddsstöðum eigum við 60 fermetra sumarhús inn við Jöt- nabrúarfoss í Grímsá sem við nýt- um mikið yfir sumartímann, þegar mest er að gera. Reyndar er ætlun- in að auka gistiaðstöðuna fyrir kom- andi sumar.“ Nota mest eigin hross Þegar Oddur er spurður að því hvort svona ferðir séu ekki erfiðar þá jánk- ar hann því. „Þessar löngu ferð- ir reyna vissulega á, bæði líkamlega en ekki síður andlega. Maður er ekki bara með manneskjur heldur líka dýr og þarf að geta borið skynbragð á og kunna að umgangast hvoru tveggja. Það geta auðveldlega orð- ið slys. Þarna kemur inn mikilvægi þess að vera með eigin hesta í þess- um ferðum eða lánshesta sem mað- ur hefur reynslu af. Þar af leiðandi þekkir maður hrossin vel, hvernig skapgerð þau hafa og þar fram eftir götunum. Það skiptir miklu máli að vera vakandi og finna út hvaða hest- ar henta hverjum ferðamanni. Þetta er sérlega mikilvægt í upphafi ferð- anna.“ Hestaferðirnar og ferðaþjónust- an tengd þeim eru í dag lang mik- ilvægasti þáttur Oddsstaðabús- ins. Þau halda stórt stóð og stunda hrossarækt. Árið 2015 áttu þau t.d. hæst dæmda fimm vetra stóðhestinn á Vesturlandi, Loga frá Oddsstöðum „Við seljum mjög lítið af hestum en reynum samt að vanda okkur í rækt- uninni til að ná fram góðum hest- um til að nota í okkar rekstri. Vand- inn við það að selja hross úr svona hestaferðum er að fólk vill alltaf kaupa bestu töltarana. Ef þeir eru seldir þá erum við að láta frá okkur bestu hestana fyrir þessa starfsemi. Við erum fyrst og fremst að rækta til eigin nota, ná fram auðsveipum og geðgóðum gæðingum. Eðlisgæð- ingum, góðum ferðahestum. Töltið þarf að vera eðlislægt í þeim en ekki að þeir sæki í brokk eða skeið. Hest- ar sem eru ekki takthreinir á tölti eru erfiðir fyrir ferðamenn, sem vilja bara setjast á bak og njóta þess sem hesturinn býður þeim,“ útskýr- ir Oddur. Fólk kynnist Íslandi með einstökum hætti Hestaferðirnar um Ísland eru marg- vísleg upplifun fyrir viðskiptavinina. Fólkið sem margt er með íslenska hesta erlendis, kynnist þeim við ís- lenskar aðstæður, það upplifir nátt- úru Íslands með einstökum hætti en Sigurður Oddur og Guðbjörg á Oddsstöðum í Lundarreykjadal: „Hestaferðirnar veita okkur mikla ánægju“ Hjónin Sigurður Oddur Ragnarsson og Guðbjörg Ólafsdóttir hafa setið Oddsstaði í rúm 30 ár, eða síðan þau tóku við búi þar 1984. Oddur er auk þess alinn þar upp. Riðið með hóp ferðamanna um Löngufjörur á Snæfellsnesi. Ferðlangar og hross í hestaferð um Vesturland taka sér hádegishvíld. Íslenski maturinn slær í gegn og er hluti af ferðaupplifuninni. Hér er það hákarl og brennvín. Mestu karlmennskuna þykir ferðamönnunum þeir sýna ef þeir geta borðað augað úr sviðakjammanum. Augun þykja minnst árennileg.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.