Skessuhorn - 20.01.2016, Side 26
MIÐVIKUDAGUR 20. JANÚAR 201626
Þá skáldin kváðu kjark í heila þjóð og kunnu’ að láta orð í skorður falla
Vísnahorn
Oft voru góðlátlegar
glettur með þeim íslensku
skáldvinunum í Vestur-
heimi, Káinn, Guttormi og Stephani G. og
áttu þeir til að ljóða hvor á annan. Um tíma
voru gefin út tvö íslensk blöð þar vestra Lög-
berg og Heimskringla sem voru svo samein-
uð síðar í Lögberg Heimskringla. Nú eru mér
ekki kunnug öll þau tilefni sem landar gátu
fundið sér þar vestra til að þrasa um en þau
voru mörg. Stephan G. birti eitthvað af sínum
ljóðum í Heimskringlu og einhvern tímann
barst honum þessi sending frá Káinn:
Alt er hirt og alt er birt,
aldrei hlé á leirburðe,
kveður myrkt og stundum stirt
Stephán G. i ,,Kringlunne“.
Stephan brást vel og djarfmannlega við og
svaraði:
Skilningsbirtan mín er myrkt
moldviðre hjá Stebba G.
Klám get virt, sé á mig yrt.
Indæle er Káins spé!
Ekki veit ég hvort þessar vísur birtust upp-
haflega í blöðum. Held frekar að þær hafi flog-
ið bréflega á milli þeirra en einhverja leið hefur
þessi líka fengið sér á flug. Finnst hún lík Ká-
inn en get ekki fullyrt það beinlínis:
Stephan G. hefur tungur tvær,
tyrfín sú vinstri og óframbær,
rassbögufrjó og grasbítsgjörn,
grenjar mannýg við leirutjörn.
Heimspekileg er hin og góð,
hún á skáldmjöð og andans glóð.
Ýmislegt deildu þeir landar vorir um og þar
á meðal um trúmál ekki síst. Maður að nafni
Tómas skrifaði langa grein svo á orði var haft
en óljóst hvort allir voru miklu nær eftir lestur-
inn. Að lestri loknum kvað Káinn gamli:
Tummi berst með Townley fremst,
taugakerfið hefur skemmzt.
Margur hefur skitið og minna rembzt,
eins og Meistari Jón að orði kemst.
Það þótti áður og þykir enn harla nauðsyn-
legt að sækja kirkjur reglulega þarna vestur í
henni Ameríku. Minna mál hvort menn muna
eitthvað af því sem þar er talað eða reyna að
breyta eftir kenningunni. Eitt sinn hafði Káinn
hugsað sér til kirkju á sunnudegi en veðurfar
hamlaði þannig að hann orti sér afsökun:
Engu kvíði ég „eymda kífi,“
illa þó að sæki messu,
því heiðarlegu hundalífi
hef ég lifað fram að þessu.
Káinn fór stundum í heimsókn til vinar síns
Guttorms J. Guttormssonar og gisti þá jafn-
an í sama herberginu sem þeir félagar kölluðu
,,freezerinn“ vegna lélegrar upphitunar. Ein-
hvern morguninn vakti Gutti gistivin sinn með
þessari stöku:
Svo ég geti hjalað hress
hvenær sem mig fýsir
gamla Káinn „good and fresh“
geymi ég inni í ,,freezer.“
Ýmsum þótti um tíma Winnipeg-íslenskan
vera orðin nokkuð enskuskotin og höfðu ýms-
ar skrítnar setningar eftir frændgarði vorum í
Vesturheimi. Þar á meðal eitthvað í þessa veru:
,,Vokaðu á sædvokinu annars dinglar þú á strít-
unni og þú verður að vera keraldsfullur þeg-
ar þú krossar.“ Eitthvað báru menn líka við að
yrkja á þessu tungumáli en árangurinn misjafn
enda óvíst hvað alvaran var mikil og reyndar
stundum óljóst með höfundana líka:
Það er mein að þegar trein arrævar,
undirstendur ekki ég
æslander frá Winnipeg.
Eða þá þessi ort í orðastað einnar dyggðum
prýddrar heimasætu:
Einn mig drævar ungur sveinn
aftur og fram um sveitina.
Kjassmálgur og kærleikshreinn
kyssir hann mig við geitina.
Eins og áður var áminnst voru ekki síst deil-
ur meðal landa vorra í Vesturheimi um trúmál-
in og allskonar mögulega og ómögulega útúr-
snúninga úr ritningunni. Aðalatriði og aukaat-
riði. Eitt sinn er nýr prestur kom í návígi við
Stephan G. vestan hafs varð honum að orði:
Síra Karl er kominn hér
að kristna þá undir veturinn.
til þess ekki, trúi ég, sér
treysti síra Pétur minn.
Þegar Stephan G kom hingað til lands 1917
fór hann að sjálfsögðu á sínar æskustöðvar
norður á Skagafirði og var þar að vonum tek-
ið eins og týndum syni. Meðal annars var hon-
um haldin veisla og við það tækifæri voru hon-
um flutt kvæði að minnsta kosti tvö. Jónas frá
Hofdölum var þar staddur og hvíslaði að sessu-
naut sínum:
Alltaf sé ég meir og meir
myrkri slá á veginn.
Skáldið mæta skírðu úr leir
Skagfirðingagreyin.
Margt og merkilegt hefur verið rætt á und-
anförnum árum um reikningsuppgjör einstak-
linga og félaga og nákvæmni þeirra eða óná-
kvæmni. Guðmundur heitinn Jónsson skóla-
stjóri á Hvanneyri var mikill nákvæmnismaður
og talnaglöggur með afbrigðum. Reyndar svo
að hann átti í verulegum erfiðleikum með að
skilja að til væru menn sem ekki hefðu gam-
an af tölum. Eftir að hann hafði talað á Bún-
aðarþingi um nauðsyn búreikningahalds stakk
Bjarni Ásgeirsson að honum eftirfarandi vísu
sem er víst í fullu gildi enn og mættu ýmsir í
minni hafa:
Nákvæmt allt þitt uppgjör sé
eignin mæld og vegin
en mundu að illa fengið fé
færist tekjumegin.
Menntaskólinn á Akureyri hefur lengi ver-
ið gróðrarstía fyrir hagyrðinga sem þar hafa
ungast út og fjölgað sér ósparlega með einum
eða öðrum hætti. Eitt sinn hittust þar nokkr-
ir galvaskir piltar á öldurhúsi og hófu yrking-
ar. Eftir að menn höfðu starfað að þeim málum
um hríð tók þeim að þrjóta andríki og kvað þá
Ragnar Ingi Aðalsteinsson:
Er nú þrotið efnið þurrt,
andargiftin flúin.
Rekkar allir rjúka á burt,
rjómatertan búin.
Og Hjálmar Freysteinsson bætti við:
Karlarómi kváðumst á,
kváðum frómar stökur.
Létum óma óðarstrá,
átum rjómakökur.
Ég hygg að það hafi Friðrik Guðni Þórleif-
son sem átti þessa:
Gífurlega ég gleðjast færi
og glotti smitandi,
ef að rjóminn einnig væri
andlega fitandi.
Ekki þori ég að fullyrða hver það var í þeim
flokki sem fékk í draumi vitrun þar sem tröll-
kona las honum ,,Atómaldarósóma“ sem mun
eiga skylt við ,,heimsósóma“ þann sem forð-
um var kveðinn. Er þó ekki grunlaust um að
sá gegni líku starfi og ég við ,,blað allra lands-
manna“. Hvað um það að loknum flutningi
skessu þessarar á drápunni kváðu landvættir í
draumnum þar í móti, henni til háðungar:
Þá skáldin kváðu kjark í heila þjóð
og kunnu’ að láta orð í skorður falla,
en tímar eru breyttir, börnin góð,
og bragi þá við teljum ekki snjalla.
— Nú yrkjum við hin einu’ og sönnu ljóð:
atóm — laust við stuðlað rím og galla.
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
Símon Sigurmonsson í Görðum á
Snæfellsnesi sendi fyrir jólin frá sér
ljóðabókina Hafið, tíminn og veg-
urinn. Inniheldur bókin safn ljóða
sem að hluta til komu út í bókinni
Myndum, sem hann sendi frá sér í
byrjun síðasta árs, auk fjölda við-
bóta. Símon kveðst vera tiltölulega
nýbyrjaður að yrkja. Blaðamanni
verður á orði að hann sé þá í raun
ungskáld, þrátt fyrir að vera kom-
inn yfir áttrætt. Símon brosir og
segir að vel megi svo að orði kom-
ast en leggur áherslu á að nokkr-
um þáttum verði menn að búa að
til að geta sett saman frambærileg-
an texta.
„Gott vald á íslensku máli og rétt-
ritun, hana verða menn að kunna,“
segir hann. Mestu máli skipti þó
að búa að lífsreynslu. „Það verð-
ur enginn almennilegt skáld nema
hafa verið á sjó,“ segir Símon og
bætir því við að einnig þurfi skáld
að hafa kynnst mannlegum breysk-
leika. Þeir sem hafi alltaf átt góða
granna og aðeins kynnst góðu fólki
hafi ekki kynnst neinu. Að lokum
þurfi skáld gott innræti. „Gildir
það bæði um skáldin og í lífinu al-
mennt,“ segir hann.
Sköpunarferlið sjálft segir Símon
fyrst og fremst krefjast góðs næðis.
„Ég þarf að hafa það rólegt í þrjár
til fjórar vikur, helst einsamall og
fá að vera í friði svo ég nái að tæma
hugann,“ segir hann. Þá má hefj-
ast handa við kveðskapinn. „Það er
alveg merkilegt að þegar ég bý til
ljóð þá koma þau beint úr penn-
anum. Ég breyti þeim mjög sjald-
an, helst að ég lagi eitt og eitt orð,“
segir Símon en kveðst ekki geta
sest niður og barið eitthvað saman.
„Ég get þetta bara og ljóðin koma
af sjálfu sér. Það eina sem þarf er
ró og næði.“
Formið getur þrengt að
Ljóð Símonar eru bæði frjáls í
forminu og ort með hefðbundn-
um hætti. Hann segir formið (eða
formleysið) að nokkru leyti ráðast
af efnistökum hverju sinni. „Ef ort
er með hefðbundnum hætti, með
stuðlum og höfuðstöfum, þá get-
ur það þrengt að manni. Sér í lagi
ef læðist inn heimspeki eða þvíum-
líkt,“ segir hann. „Áhrif frá taóisma
hafa aðeins læðst inn, þess konar
hugsunarháttur, en þau finnast ekki
í formbundnu ljóðunum,“ bætir
hann við. Formbundinn kveðskap-
ur henti betur hefðbundnari við-
fangsefnum íslensks kveðskapar, ef
svo má að orði komast. „En eng-
inn finnur að formfrelsinu lengur,
meira að segja Dagbjartur er hætt-
ur að finna að því,“ segir Símon og
hlær við.
En fljótandi form í bland við
formbundin ljóð er ekki það eina
sem lesendur kunna að hnjóta um
þegar bókinni er flett. Tvö ljóðanna
eru á ensku, sem verður að telj-
ast nokkuð óvenjulegt. „Ég lærði
snemma svolítið þýsku en lagði
ekki í að yrkja á því máli. Ensku
ljóðin hafði ég með eingöngu til að
sýnast menntaðri en ég er,“ segir
Símon, léttur í bragði.
Góður texti brýst
sjálfur upp á yfirborðið
Aðspurður segir Símon að ljóð-
in gefi sér mikla ánægju, sérstak-
lega þegar vel takist til. Einnig
þyki honum vænt um þegar aðrir
séu ánægðir. „Ég hef ekki fengið
neinar skammir ennþá,“ segir hann
og brosir. „En fólk hefur komið
að máli við mig og sagt að því hafi
bara þótt þó nokkuð gaman að lesa
bókina,“ bætir hann við.
Símon lét prenta bókina fyr-
ir sig og sér sjálfum um dreifingu
hennar. Áhugasamir er því bent á
að þeir geta nálgast eintak hjá höf-
undi. „Það er nú þannig að all-
ir geta búið til bók, misgóðar auð-
vitað, en dreifingin er annar hand-
leggur. Það er lokaður heimur fyr-
ir óþekkta höfunda,“ segir hann.
Því ákvað hann að fara þessa leið,
að gefa bókina út sjálfur. Hann fer
sér að engu óðslega og hefur litl-
ar áhyggjur af takmarkaðri dreif-
ingu. „Ég er ekkert að flýta mér.
Ég er þess sannfærður að góð-
ur texti brjóti sér sjálfur leið upp á
yfirborðið en að lélegur texti gufi
upp.“
Aðspurður hvort hann hyggi á
frekari útgáfu útilokar hann ekkert í
þeim efnum. Hann ætlar að minnsta
kosti að halda áfram að yrkja. „Mér
liggur ekkert á, en það gæti orð-
ið draumur að gefa út þriðju bók-
ina. Það er ómögulegt að vita hvað
skeður,“ segir Símon Sigurmonsson
að lokum. kgk
Símon Sigurmonsson gaf út aðra ljóðabók sína:
„Það verður enginn almennilegt skáld nema hafa verið á sjó“
Hjónin Símon Sigurmonsson og Svava Svandís Guðmundsdóttir á ferðalagi í
Tyrklandi.