Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 4

Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 4
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 20164 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.700 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.340. Rafræn áskrift kostar 2.120 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.960 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Lísbet Sigurðardóttir lisbet@skessuhorn.is Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Þórarinn Ingi Tómasson toti@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Mikilvægasta stétt í heimi Stundum heyrir maður sagt að einhver tiltekin starfsstétt sé mikilvægari en önnur. Þær stéttir sem vinni erfiðisvinnu séu sérlega mikilvægar, sjómenn af því þeir færa björg í þjóðarbú, jafnvel bankamenn eru nefndir til sögunn- ar, stjórnendur og prestar. Ég tala nú ekki um læknana sem sagðir eru mik- ilvægasta stétt allra tíma. Allar þessar starfsstéttir eru jú mikilvægar, hver á sinn hátt, úr því vil ég síst gera lítið. Ein tiltekin stétt vinnandi fólks er hins vegar stórlega vanmetin að mínu mati og hefur verið lengi. Nægir að nefna laun hennar til að sjá hvernig samfélagið metur vinnu þessarar stéttar. Já, hér er ég að tala um starfsfólk leikskóla. Að mínu viti er aldrei á lífsleiðinni jafn mikilvægt að starfsmenn einhversstaðar vinni gott og faglegt starf og einmitt það fólk sem tekur að sér að kenna börnunum okkar á fyrstu mótunarárum þeirra. Fólkið sem tekur við börnunum snemma að morgni og skilar af sér síðdegis, kennir þeim góða siði, muninn á réttu og röngu í samskiptum við aðra, hvað sé hollt að borða og leggur almennt grunn að mótun þeirra sem nýtra einstaklinga þegar út í lífið kemur. Dagur leikskólanna er haldinn 6. febrúar ár hvert og hefur svo verið um níu ára skeið. Árið 1950 voru fyrstu samtök leikskólakennara hins vegar stofnuð sem sýnir hversu ung þessi starfsstétt er í raun og veru. Fyrir þann tíma var einfaldlega ekkert til sem hét leikskóli. Öll vitum við að kunnátta og hæfni okkar sem einstaklinga fer að koma í ljós löngu áður en við náum grunnskólaaldri. Í raun geta glöggir séð strax á fyrstu mánuðum í lífi sérhvers einstaklings hvernig einkenni hann mun hafa. Hvort hann verður skapríkur, hógvær, ákveðinn, umburðarlyndur, feiminn, eða hvað annað sem aðgrein- ir okkur sem einstaklinga. Framan af síðustu öld var því haldið fram að þessi mótun einstaklinga á uppeldisstofnun þyrfti að hefjast í grunnskóla og lítið gert úr árunum fram að því. Jafnvel var í fyrstu litið á leikskólana sem hálf- gerðan geymslustað fyrir börn þar til skólaganga þeirra hæfist fyrir alvöru og á leikskólum þyrfti ekki að gera miklar kröfur um faglegheit. Sem betur fer er það sjónarmið nú hverfandi og vonandi einfaldlega horfið. Mótunarskeið allra hefst nefnilega löngu fyrir grunnskólaaldur. Einmitt þegar náð er sex ára aldrinum hafa flestar hugmyndir einstaklingsins þegar skotið rótum, til dæmis hefur barnið myndað sér ákveðin kynjaviðhorf. Á hverju ári eru veitt hvatningarverðlaun á degi leikskólanna. Að þessu sinni verður sjónum beint að hlutverki karla á leikskólum og hvatningar- verðlaun veitt hverjum þeim sem þykir hafa skarað framúr í að fjölga körlum sem þar starfa. Þetta er afar jákvætt og fyrir löngu tímabært að gera meira í að fjölga körlum sem starfa á leikskólum. Í dag eru þeir um 1% á móti 99% konur. Mér er í fersku minni pistill sem Flosi heitinn Ólafsson ritaði hér í blaðið á upphafsárum þess. Þar fjallaði hann um börn þess tíma sem ólust upp hjá einstæðum mæðrum sínum. Þá voru allar dagmömmur konur, nær allir starfsmenn á leikskóla voru konur og þegar í grunnskóla kom var meiri- hluti kennara kvenkyns. Þessi börn komust sum hver sjaldan í kynni við karl- menn og brá jafnvel illa þegar þau sáu slíkar furðuskepnur. Flosi vildi meina að þetta gæti leitt til ákveðinnar brenglunar á kynvitund barnanna, hvort sem þau voru drengir eða stúlkur. Jafnvel þótt Flosi hafi þarna verið að skrifa grínpistil, sem hann var þekktur fyrir, þá bjó alvaran undir. Mikilvægt er að við Íslendingar séum meðvitaðir um að hafa skynsamlega uppeldisstefnu þar sem kynja- og jafnréttissjónarmið eru höfð í hávegum. Öðruvísi munum við aldrei ná þeim stalli að geta talist jafnréttissinnuð þjóð. Við þurfum að leggja áherslu á jafnrétti strax í leikskólum og á öllum skóla- stigum eftir það. Síðast en ekki síst ættum við að taka undir það sjónarmið að starfsfólk leikskóla sé ein mikilvægasta starfsstétt þessa lands og ætti því að hafa laun sem því nemur. Sú viðurkenning er engan veginn til staðar. Magnús Magnússon. Síðastliðinn þriðjudag var aðalfund- ur Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum haldinn á Hvann- eyri. Ný stjórn var kjörin á fundin- um, en hana skipa Heimir Klemenz- son gjaldkeri, Helgi Már Ólafsson formaður, Ólöf Ósk Guðmunds- dóttir ritari, Jóhannes Kristjánsson og Magnús Ingimarsson meðstjór- nendur. Varamaður er Hafþór Finn- bogason. FUBVV er ásamt fleiri sambæri- legum landshlutafélögum deild inn- an Samtaka ungra bænda. Fyrir aðal- fundi SUB funda félagsmenn lands- hlutadeildanna og álykta um þau mál sem þar á að taka fyrir. Að sögn Heimis Klemenzsonar gjaldkera er FUBVV félagsskapur ungra bænda og áhugafólks um bú- skap sem lætur sig varða öll þau mál- efni er snerta landbúnað. „Ekki síst er nýliðun í íslenskum landbún- aði okkur félagsmönnum hugleik- in, því félagið skipa jú ungir bænd- ur og bændur framtíðarinnar,“ seg- ir Heimir. Félagið sendur fyrir margs kon- ar fræðslu- og málfundum þar sem félagsmenn þess fræðast um allt sem tengist landbúnaði og búrekstri. Fyrir ekki löngu síðan fengu félags- menn til dæmis Bernhard Þór Bern- hardsson, svæðisstjóra Arion banka, til að ræða við sig um fjármál. Sam- hliða aðalfundinum í síðustu viku fengu fundargestir heimsókn frá Bjarna Guðmundssyni á Hvanneyri sem fræddi félagsmenn um landbún- að í sögulegu samhengi. Einnig stendur félagið fyr- ir skemmti- og fræðsluferðum þar sem bændur eru sóttir heim. „Við reynum alltaf að hittast reglulega og gera eitthvað skemmtilegt saman því þá fer fólk að ræða hlutina,“ seg- ir Heimir. kgk Ný stjórn FUBVV kjörin í síðustu viku Ný stjórn Félags ungra bænda á Vesturlandi og Vestfjörðum. F.v. Jóhannes Krist- jánsson, Magnús Ingimarsson meðstjórnendur, Ólöf Ósk Guðmundsdóttir ritari, Helgi Már Ólafsson formaður og Heimir Klemenzson gjaldkeri. Með á myndinni er Höskuldur Kolbeinsson, fráfarandi stjórnarmaður. Ljósm. FUBVV. Kvæðamannafélagið Árgali á Sel- fossi heldur Þorrafund sinn í Reykholtskirkju 6. febrúar klukk- an 16:00 til 18:00. Dagskráin verð- ur hefðbundin, en kenndar verða þrjár stemmur og kveðið sitt hvað fleira, sem gestirnir taka heim með sér. Minnst verður tveggja hagyrðinga og kvæðamanna úr Borgarfirði, sem voru félagar okk- ar syðra, Jakobs á Varmalæk og Sveinbjarnar allsherjargoða. Vísur verða kveðnar eftir þá. Sagt verð- ur frá gamla Þorra, sagt frá staðn- um og Snorra í Reykholti og sagt frá kirkjunni. Ungur Borgfirðing- ur kveður stemmu að eigin vali og ungur Sunnlendingur kveður stemmu langa-lang ömmu sinnar. Að fundi Árgala loknum verð- ur í boði og samvinnu við Snorra- stofu farið í bókhlöðuna og lögð drög að stofnun kvæðamanna- félags fyrir Borgarfjörð, Mýrar, Snæfellsnes og Dali. Félagið mun eiga framtíðarskjól og aðsetur hjá Snorrastofu. „Velkomin skul- ið þið öll vera til að fræðast um hina fornu íþrótt rímnakveðskap- inn og gerast stofnfélagar,“ segir í tilkynningu sem Sigurður Sigurð- arson dýralæknir og formaður Ár- gala á Selfossi sendi til birtingar í Skessuhorni. mm Kvæðamannafélag Vesturlands stofnað næsta laugardag Búið er að stofna fyrirtækið Eng- lendingavík ehf. og byrjar það rekstur ferðaþjónustu í samnefndri vík í Borgarnesi í apríl næstkom- andi. Að fyrirtækinu standa Ein- ar S. Valdimarsson, Guðbrandur Gunnar Garðarsson og Margrét Rósa Einarsdóttir. Hún er jafn- framt eigandi húsanna í Englend- ingavík eftir að hafa keypt þau af Byggðastofnun á síðasta ári. Fram á síðasta ár var veitingastaðurinn Edduveröld starfræktur í húsunum og þar áður Brúðuheimar. Að sögn Einars er undirbúning- ur nú hafinn að opnun nýs veit- ingastaðar í víkinni í apríl. Veit- ingastaðurinn mun fá heitið Eng- lendingavík. „Við erum með ýms- ar áætlanir uppi um hvernig stað við viljum opna og hvernig þjón- usta verður í boði. Á veitingastaðn- um verður lögð áhersla á gæði og hráefni úr héraði og þá munum við leggja áherslu á menningu og sögu héraðsins og ekki síst sögu gömlu kaupfélagshúsanna. Sagan drýpur jú af hverju strái í víkinni og þarna er mjög fallegt umhverfi frá nátt- úrunnar hendi við Brákarsundið og með útsýni út í Litlu Brákarey. Við munum einnig leggja áherslu á uppákomur og menningartengda viðburði og mun Margrét Rósa sjá um það með okkur Gunnari. Nú í augnablikinu er til dæmis ver- ið að skoða möguleikana á að setja upp lítið svið í veitingastaðnum. Þá erum við að skoða möguleika á að bjóða upp á gistingu í lokrekkjum í efra pakkhúsinu í framtíðinni og heimagisting verður í boði á efri hæð Sjávarborgar, sem er íbúðar- húsið við hliðina á veitingastaðn- um. Síðan verður sótt um leyfi til að breyta efri hæð efsta hússins í fjór- ar íbúðir til útleigu,“ segir Einar. Hann segir að hugmyndin sé sú að opna huggulegan veitingastað með góðan mat á sanngjörnu verði. Margrét Rósa rekur í Iðnó, menn- ingar- og veisluþjónustu í Reykja- vík, en þeir félagar Einar og Gunn- ar hafa komið að rekstri veitinga- staða á Snæfellsnesi undanfarin ár. Þeir byggðu nýjan glæsilegan veit- ingastað í Grundarfirði síðasta sum- ar sem ber nafnið Bjargarsteinn og hafa Plássið í Stykkishólmi á leigu. Sjálfur hefur Einar verið viðloðandi Borgarfjörð í aldarfjórðung. Konan hans, Áshildur Sveinsdóttir, er frá Eskiholti og með hléum hefur Ein- ar kennt við Háskólann á Bifröst og nú einnig við Landbúnaðarháskól- ann á Hvanneyri. Einar er að flytja í Borgarnes og segist ætla að ein- beita sér að rekstri í Englendinga- vík í framtíðinni. mm Líf færist í Englendingavík að nýju

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.