Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 6

Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 6
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 20166 Óskað eftir verk- efnum frá varðlið- um umhverfisins LANDIÐ: Umhverfis- og auð- lindaráðuneytið, Landvernd og Náttúruskóli Reykjavíkur óska nú eftir verkefnum til þátttöku í hinni árlegu verkefnasamkeppni, Varð- liðum umhverfisins. Þetta er í tí- unda sinn sem samkeppnin er hald- in meðal grunnskólabarna í 5. til 10. bekk. Markmið keppninnar er að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismál og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðarinn- ar á því sviði. Verkefnin mega vera af fjölbreyttum toga, t.d. ritgerðir, ljósmyndir, ljóð, veggspjöld, bækl- ingar, myndbönd og hljóðverk. Í stuttu máli er frjálst að skila inn verkefnum í hvaða formi sem er svo lengi sem þau eru sannarlega unnin af nemendunum sjálfum og umfjöllunarefni þeirra eru um- hverfismál í víðum skilningi þess orðs. „Samkeppnin er kjörið tæki- færi fyrir nemendur og kennara að koma á framfæri verkefnum sem þeir fyrrnefndu hafa þegar unn- ið í skólanum því ekki er skilyrði að verkefnin séu sérstaklega unnin fyrir samkeppnina,“ segir í tilkynn- ingu. Skilafrestur verkefna er til 1. apríl 2016 og skal senda þau á net- fangið postur@uar.is eða í bréfpósti á umhverfis- og auðlindaráðuneyt- ið, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík, merkt ,,Varðliðar umhverfisins“. –mm Óþarfa offorsi BORGARFJ: Leikdeild Ung- mennafélags Reykdæla í Loga- landi hefur byrjað æfingar á leikrit- inu Óþarfa offarsa eftir Paul Slade Smith í þýðingu Harðar Sigurðs- sonar. Leikstjóri er Ármann Guð- mundsson. Stefnt er að frumsýn- ingu 4. mars næstkomandi. Í til- kynningu frá félaginu kemur fram að félagið vanti tvo eins snúrusíma að láni og sömuleiðis tvö eins rúm, 120 eða 140 cm á breidd. Einnig vantar rúmteppi á rúmin ef ein- hver vildi vera svo vinsamlegur að vilja lána ungmennafélaginu þessa hluti. –mm Vesturlands- deildin hefst á föstudaginn BORGARNES: Nú líður að því að Vesturlandsdeildin í hesta íþróttum hefji göngu sína í fyrsta sinn. Keppt verður í fimm grein- um hestaíþrótta á fjórum kvöld- um og er fyrsta kvöldið næst- komandi föstudag, 5. febrúar en þá verður keppt í fjórgangi og er fjórgangsmótið dyggilega styrkt af Límtré Vírnet ehf. „Skráð eru til leiks sex lið með fjórum liðs- mönnum hvert. Hvert lið send- ir síðan þrjá liðsmenn til keppni í hverja grein. Hér er því um að ræða stutt kvöldmót með 18 skráningum og einum úrslit- um. Svo sannarlega uppskrift af góðu föstudagskvöldi enda all- ir bestu reiðmenn Vesturlands skráðir til leiks,“ segir í tilkynn- ingu. Eins og fyrr segir fer mótið fram föstudagskvöldið 5. febrúar í Faxaborg í Borgarnesi og hefst klukkan 19.00. Aðgangseyrir er 1500 krónur en frítt fyrir 10 ára og yngri. Þá gildir aðgangsmið- inn sem happdrættismiði og í verðlaun er folatollur undir Auð frá Lundum II. Ráslisti verður gefinn út miðvikudagskvöldið 3. febrúar. „Við hvetjum alla til að taka kvöldið frá og fjölmenna í Faxaborg og minnum á að það er örstutt í Borgarnes úr öllum átt- um.“ –mm Viskukýrin í næstu viku HVANNEYRI: Viskukýr- in 2016, árleg spurningakeppni Nemendafélags LbhÍ, verður haldin fimmtudaginn 11. febrú- ar næstkomandi í matsal skól- ans. Þar munu nemendur, starfs- fólk og heimamenn etja kappi í stórskemmtilegri keppni. Spyr- ill kvöldsins verður að sjálfsögðu Logi Bergmann Eiðsson. Eftir að keppni er lokið verður slegið upp stórballi á barnum. –mm Spilarar í fantaformi BORGARFJ: Sveitakeppni Bridgefélags Borgarfjarðar hélt áfram á mánudagskvöldið síð- asta. Menn voru sumir hverj- ir komnir í fínt spilaform eft- ir fjögurra daga Briddshátíð í Reykjavík, þar sem gullkálf- ar félagsins, Sveinbjörn og Lár- us, stóðu sig með miklum sóma og urðu í öðru sæti í 145 para tímenningi. En í sveitakeppn- inni voru það ungstirnin Logi og Heiðar sem fóru hamförum og tryggðu sveit sinni 38,9 stig af 40 mögulegum. Sveit Önnu Heiðu skoraði 27,56 og Dóra og drengirnir 26,15. Staðan er þá þannig að sveit Önnu Heiðu leiðir mótið með 58,22 stig en með henni spila Einar Guð- mundsson, Guðmundur Steinar Jóhannsson og Magnús Heiðarr Björgvinsson. Dóra og dreng- irnir; Rúnar Ragnarsson, Stef- án Kalmansson og Sigurður Már Einarsson, eru í öðru sæti með 57,57 stig og Pörupiltarnir; Logi Sigurðsson, Heiðar Baldursson, Jón H Einarsson og Ingimund- ur Jónsson eru þriðju með 56,67 svo spennan er svo sannarlega til staðar. Helgina 12. og 13. febrú- ar verður Vesturlandsmótið í sveitakeppni haldið á Akranesi. Skráning er hjá Ingimundi í síma 861-5171 eða zetorinn@visir.is. –ij Legið hefur fyrir að húsnæði leik- skólans Hnoðrabóls í Reykholts- dal er of lítið og óhentugt fyrir þann fjölda barna sem er á svæð- inu á leikskólaaldri. Sveitarstjórn Borgarbyggðar ákvað á liðnu ári að stefna að færslu skólans að Klepp- járnsreykjum. Í framhaldi af því var leitað til Ómars Péturssonar bygg- ingafræðings hjá Nýhönnun um að leggja fram lauslegt mat á tveim- ur leiðum til að leysa húsnæðismál skólans. Annars vegar var kann- að hversu vænlegt það gæti reynst að breyta tveimur parhússíbúðum á Kleppjárnsreykjum, sem eru í eigu sveitarfélagsins, í leikskóla. Sú leið er ein af þeim tillögum sem til skoðunar voru hjá vinnuhópi um húsnæðismál Hnoðrabóls í upp- hafi kjörtímabilsins. Hins veg- ar var skoðað að gera breytingar á og hugsanlega einnig að stækka húsnæði grunnskólans á staðnum þannig að það gæti bæði rúmað starfsemi leikskóla og grunnskóla. Með því væri hægt að ná fram hag- ræði svo sem með samnýtingu eld- húss og mötuneytis. Að sögn Kol- finnu Jóhannesdóttur sveitarstjóra býður sú leið einnig upp á sveigj- anleika í nýtingu húsnæðis, auð- veldar að mæta sveiflum á nem- endafjölda milli skólastiga og skap- ar tækifæri til að byggja upp núver- andi skólahúsnæði á Kleppjárns- reykjum og þá aðstöðu sem þar er. Tillögur Ómars eru nú til skoðun- ar hjá fræðslunefnd sem fjallað hef- ur um málið. Engin ákvörðun verið tekin Að sögn Kolfinnu hefur ekki verið tekin ákvörðun í sveitarstjórn um hvort önnur hvor fyrrgreindra leiða verður farin. Nú liggi hins vegar fyrir að báðar leiðir eru færar. Hún segir að fulltrúar sveitarfélagsins muni mæta á íbúafund sem boðað hefur verið til í Logalandi í kvöld, miðvikudaginn 3. febrúar klukkan 20, þar sem íbúar vilja ræða fram- tíðarsýn leikskólans Hnoðrabóls og fleiri málefni tengd búsetu. „Við munum á fundinum útskýra stöðu þessa máls fyrir íbúum og þá val- möguleika sem við höfum ver- ið að skoða til að leysa megi á far- sælan hátt húsnæðismál leikskólans Hnoðrabóls. Engin ákvörðun hef- ur verið tekin um málið og það er gott að íbúar vilji eiga þetta samtal við okkur um næstu skref og allir eiga á þessum fundi að getað komið skoðunum sínum á framfæri,“ seg- ir Kolfinna. Hún segir að ekki hafi verið í umræðunni í hugmynda- vinnu sveitarfélagsins að sameina rekstur Hnoðrabóls og Kleppjárns- reykjadeildar Grunnskóla Borgar- fjarðar, jafnvel þótt rekstur beggja skólanna verði færður undir eitt þak. „Við munum hins vegar leita allra leiða til að finna hentuga lausn sem bæði sveitarstjórn og íbúar geti sætt sig við,“ segir Kolfinna. Fræðslunefnd ályktaði Á fundi fræðslunefndar Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag var lögð fram ályktun þar sem seg- ir um úttekt Nýhönnunar á tveim- ur fyrrgreindum leiðum: „Sá sam- anburður á hönnunarvinnu sem hér hefur verið lagður fram hef- ur leitt að því að báðar leiðir eru færar. Það er ljóst að eftir á að fara fram nánari greiningarvinna með hliðsjón af áætluðum barnafjölda næstu ára og framkvæmdaráætlun fjárhagsáætlunar 2016. Fræðslu- nefnd leggur til að fram fari vinna með stjórnendum og starfsfólki sem miði að því að horfa heildstætt á húsnæðismál leik- og grunn- skólans í grunnskólahúsnæð- inu á Kleppjárnsreykjum og mætt verði þörfum leik- og grunnskóla- barna á næstu árum. Áhersla verði lögð á að framkvæmdin verði að- löguð að núverandi fjárhagsáætl- un þannig að hægt verði að fara í framkvæmdir vorið 2016. Mikil- vægt er að leikskólinn Hnoðra- ból haldi sjálfstæði sínu og gott samstarf verði við stjórnendur og starfsmenn um hönnun og skipu- lag leikskólans.“ mm Skoða hugmyndir sem leyst gætu húsnæðisvanda Hnoðrabóls Horft yfir Kleppjárnsreyki. Ljósm. úr safni Mats Wibe Lund.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.