Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 201610
Á þriðjudagskvöld í síðustu viku var
tekið fyrir á fundi bæjarstjórnar á
Akranesi eitt umdeildasta mál síðari
tíma í bæjarfélaginu. Ákveða skyldi
hvort auglýsa ætti breytingu á deili-
skipulagi sem HB Grandi hefur ósk-
að eftir og er liður í framtíðaráform-
um fyrirtækisins um uppbyggingu
á Akranesi. Breytingin felur í sér að
núverandi þurrkvinnsla félagsins sem
staðsett er að Breiðargötu og Vestur-
götu, verður sameinuð á einum stað
að Breiðargötu, byggt verður nýtt
hús undir eftirþurrkun og færibanda-
þurrkun og verulegar umbætur gerð-
ar á mengunarbúnaði. Getur fullbú-
in verksmiðja afkastað um 600 tonn-
um á viku en starfsleyfi núverandi
verksmiðju heimilar um 170 tonna
vinnslu á viku.
Umrædd stækkun er umdeild
meðal íbúa á Akranesi og hafa íbú-
ar í nágrenni núverandi verksmiðju
kvartað undan óþef sem komið hefur
frá starfseminni undanfarin ár.
Með nýrri byggingu og bættum
mengunarbúnaði vonast HB Grandi
hins vegar til þess að mun minni
óþægindi verði af þurrkuninni og að
lyktarmengun valdi ekki ónæði í ná-
lægri íbúabyggð. Samþykkt var með
fimm atkvæðum gegn fjórum að
deiliskipulagsbreytingin færi í aug-
lýsingu. Meirihlutinn í bæjarstjórn
klofnaði í afstöðu sinni til málsins.
Þeir sem voru fylgjandi voru Ólaf-
ur Adolfsson, Einar Brandsson, Sig-
ríður Indriðadóttir og Rakel Óskars-
dóttir frá Sjálfstæðisflokki auk Ingi-
bjargar Valdimarsdóttur frá Samfylk-
ingu. Andvígir tillögunni voru Valdís
Eyjólfsdóttir Sjálfstæðisflokki, Val-
garður Lyngdal Jónsson Samfylk-
ingu, Vilborg Þórunn Guðbjarts-
dóttir Bjartri framtíð og Ingibjörg
Pálmadóttir Frjálsum með Fram-
sókn. Því voru einungis fjórir af sex
bæjarfulltrúum meirihlutans fylgj-
andi tillögunni en með atkvæði ann-
ars fulltrúa Samfylkingarinnar var
tillagan samþykkt í bæjarstjórn.
Ekki til lykta leitt
Málið er þó ekki til lykta leitt. Nú
verður deiluskipulagsbreyting-
in kynnt Akurnesingum í lögboðnu
ferli og þeim þannig gert kleift að
kynna sér málið og koma athuga-
semdum á framfæri í samræmi við
ákvæði skipulagslaga. Eftir að aug-
lýsing um deiliskipulagsbreytinguna
verður birt hafa íbúar sex vikur til að
skila inn athugasemdum. Þá stend-
ur til að bæjaryfirvöld haldi opinn
íbúafund til frekari kynningar á þeim
gögnum sem nú liggja fyrir varðandi
skipulagsbreytinguna. Að kynningu
lokinni fer málið aftur til bæjaryfir-
valda þar sem lokaákvörðun um mál-
ið verður tekin.
Hafa ekki áhrif
hver á annan
Að sögn Ólafs Adolfssonar, oddvita
Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn
og formanns bæjarráðs, hafa ver-
ið skiptar skoðanir um málið með-
al bæjarfulltrúa. „Það var samið um
það í upphafi að bæjarfulltrúar taka
ákvörðun í þessu máli á eigin for-
sendum og reyna ekki að hafa áhrif
hver á annan. Hver og einn greið-
ir atkvæði eftir sinni samvisku þar til
endanleg ákvörðun í málinu liggur
fyrir. Bæjarfulltrúar hafa lagt mik-
ið á sig til að komast á þann stað
að treysta sér til að taka ákvörðun í
þessu máli. Niðurstaða þriðjudags-
ins er að meirihluti bæjarfulltrúa
vill að deiliskipulagsbreytingin fari í
auglýsingu og eftir það lögformlega
ferli verður tekin afstaða til málsins
að nýju. En ég geri ráð fyrir að mál-
ið verði umdeilt alveg þar til end-
anleg ákvörðun liggur fyrir,“ segir
Ólafur í samtali við Skessuhorn.
Lögðu fram nýja tillögu
Bæjarfulltrúarnir fjórir sem voru
andvígir tillögunni lögðu fram
nýja tillögu þess efnis að bæjar-
stjórn myndi hafna þeirri tillögu
sem fyrir lá um deiliskipulags-
breytingu á Breiðinni. Þess í stað
yrði leitað að öðrum framtíðarstað
fyrir fiskþurrkunarverksmiðjuna,
þar sem ekki yrði hætta á lyktar-
mengun frá framleiðslunni sem
skert gæti lífsgæði íbúa eða rýrt
verðmæti eigna. Með tillögunni
var lögð fram greinargerð þar sem
færð voru rök fyrir því hvers vegna
fiskþurrkunin ætti ekki heima ná-
lægt íbúðabyggð. „Fiskþurrkun-
arverksmiðjur verða aldrei lykt-
arlausar, samanber allar skýrslur
sem gefnar hafa verið út þar að
lútandi. Stærri bæjarfélög hafa al-
mennt ekki treyst sér til að hafa
slíka starfsemi í íbúabyggð. Nokk-
ur bæjarfélög sem eru með slíka
starfsemi innanborðs bíða eftir því
að starfsleyfin renni út og stefna að
því að starfsemin verði byggð upp
utan íbúabyggðar. Það er kvíðvæn-
legt fyrir framtíð Akraness ef víð-
sýnin er ekki höfð að leiðarljósi í
þessu máli,“ segir meðal annars í
umræddri greinargerð. Var breyt-
ingartillaga hópsins felld. Þá lagði
Ingibjörg Valdimarsdóttir einnig
fram eftirfarandi bókun með sínu
atkvæði: „Undirrituð samþykk-
ir hér með að senda fyrirliggjandi
deiliskipulagstillögu nr. 1509146
vegna breiðarsvæðis - Breiðargötu
8, 8A og 8B í auglýsingu en er þó
ekki með því að taka endanlega af-
stöðu til deiliskipulagstillögunn-
ar sjálfrar. Þá afstöðu mun ég taka
þegar allar umsagnir liggja fyrir
eftir lýðræðislegt auglýsingarferli
og tillagan kemur til endanlegrar
afgreiðslu í bæjarstjórn.“
Telja að draga
muni úr ólykt
Í október síðastliðnum óskaði bæj-
arstjórn Akraneskaupstaðar eft-
ir frekari gögnum frá HB Granda
um það hvernig fyrirtækið hygð-
ist lágmarka umhverfisáhrif við
stækkun verksmiðjunnar áður en
gengið yrði til atkvæðagreiðslu um
deiliskipulagsbreytingarnar. HB
Grandi vann í framhaldinu um-
hverfisskýrslu þar sem gerð er ít-
arlega grein fyrir áformum fyrir-
tækisins og aðgerðum til að lág-
marka lyktarmengun. Einnig er
gert ráð fyrir að mæla árangur að-
gerða félagsins samkvæmt ákveðn-
um viðmiðunum í lyktarskynmati.
Meginniðurstaða skýrslunnar er
sú að með fyrirhuguðum fram-
kvæmdum mun draga verulega úr
lyktaráhrifum í nærumhverfi starf-
seminnar þrátt fyrir aukna afkasta-
getu. „Aldrei verður komist hjá
allri lyktarmengun en lykt sem
metin er með stöðluðu lyktarskyn-
mati í 250 m fjarlægð frá þurrk-
uninni ætti ekki að vera meiri en
dauf, nema í undantekningartil-
fellum, og því gætir lítilla áhrifa
í íbúðabyggð,“ segir í samantekt
skýrslu HB Granda.
Óháðir meta lyktina
Til stendur að stækkunin verði í
tveimur áföngum, ef af henni verð-
ur. Í skipulagstillögunni sem sam-
þykkt var til kynningar er gert ráð
fyrir að sameina for- og eftirþurrk-
un HB Granda undir einu þaki. Í dag
er þurrkvinnslan staðsett á tveim-
ur stöðum á Neðri Skaga. Í fyrsta
áfanga framkvæmdanna er stefnt að
því að bæta við eftirþurrkunarhúsi
við núverandi forþurrkunarhús. Þá
kemur fram í skipulagstillögunni að
óheimilt er að veita byggingarleyfi
fyrir öðrum áfanga, nema tekist hafi
að tryggja viðunandi grenndaráhrif
í fyrri áfanga framkvæmdanna sam-
kvæmt viðmiðum á lyktarskynsmati
sem fyrirtækið hefur sett sér. Bæjar-
yfirvöld á Akranesi gera því ráð fyr-
ir að setja á laggirnar óháðan lykt-
armatshóp sem kemur til með að
meta lyktarmengun fyrir og eft-
ir framkvæmdirnar, á völdum stöð-
um í bænum. Í umhverfisskýrslu HB
Granda segir að valdir verði þrír til
fimm einstaklingar sem framkvæma
muni lyktarmatið einu sinni til tvisv-
ar í viku. „Þetta verður að vera hóp-
ur sem er óháður fyrirtækinu. Enn á
eftir að útfæra hvernig staðið verð-
ur að vali í hópinn og framkvæmd
lyktarmatsins. Niðurstöður hóps-
ins verða svo nýttar til að meta hvort
fyrirtækið nái þeim markmiðum sem
sett eru fram. Náist þau markmið
ekki og mengunarvarnir skili ekki
tilætluðum árangri eru skýr ákvæði
í deildiskipulagstillögunni að ekki
verður heimilt að hefja framkvæmd-
ir við seinni áfanga uppbygging-
ar þurrkvinnslunnar,“ segir Ólafur.
Í umhverfisskýrslu HB Granda má
einnig finna töflu sem sýnir saman-
burð núverandi ástands og framtíð-
arástands með framkvæmdum og ít-
arlegar töflur sem sýna alla áhættu-
þætti vegna lyktarmengunar, ástæð-
ur ólyktar og hvernig má koma í veg
fyrir lyktarmengun.
Skýr skilyrði
Ólafur segir bæjarfulltrúa standa
frammi fyrir einni grundvallar-
spurningu. Hvort menn treysti HB
Granda, einu öflugasta sjávarútvegs-
fyrirtæki landsins, til þess að leysa það
verkefni að draga svo úr lyktarmeng-
un frá þurrkuninni á Akranesi að hún
muni ekki valda íbúum ónæði. „Til
að svara þeirri spurningu hafa bæjar-
fulltrúar viðað að sér gögnum, farið í
skoðunarferðir og sett ákveðna var-
nagla eins og að heimila ekki áfanga
tvö ef áform um lyktarmengun í
áfanga eitt nást ekki. Við höfum kall-
að til sérfræðinga frá VSÓ til að leið-
beina okkur í þessu máli, hvort það
sé mögulegt að draga úr lyktarmeng-
un af þurrkuninni þannig að hún
valdi íbúum í næsta nágrenni verk-
smiðjunnar ekki óþægindum. Skýrsl-
an liggur fyrir.“
Aðspurður um hvenær búast megi
við að endanleg ákvörðun verði tekin
í máli Laugafisks segist Ólafur ekki
treysta sér til að koma með neinar
tímasetningar. „Nú fer þetta í lög-
bundið auglýsingaferli, þar sem hægt
verður að skila inn ábendingum. Að
loknu því ferli eiga að liggja fyrir
frekari upplýsingar sem bæjarfulltrú-
ar geta þá metið,“ segir Ólafur. Hann
segir að á þessum tíma muni bæjaryf-
irvöld halda íbúafund til upplýsinga
fyrir íbúa Akraness. „Það skiptir máli
að íbúar hafi aðgang að þeim gögn-
um sem liggja fyrir bæjarfulltrúum
og þar á ekkert að draga undan. Til-
lagan fer svo aftur fyrir skipulags-
og umhverfisráð þar sem innsend-
ar athugasemdir eru metnar og þeim
svarað. Tillagan kemur síðan vænt-
anlega að endingu til bæjarstjórnar
til endanlegrar afgreiðslu.“
grþ
Samþykkt að auglýsa skipulag vegna stækkunar Laugafisks
HB Grandi hyggst stækka fiskþurrkun sína á Neðri Skaga með þeim hætti að lykt af starfseminni muni hafa lítil áhrif á
íbúðabyggð.
Munur á áhrifasvæði þurrkverksmiðju í dag (efri mynd) og eftir fyrirhugaðar
framkvæmdir (neðri mynd).
Áfangaskipting framkvæmdanna. Ráðist verður í áfanga 1 eins fljótt og auðið er en þar verður ný eftirþurrkun, rými fyrir
þurrkjöfnun og pökkun. Fáist byggingarleyfi fyrir seinni áfanganum munu framkvæmdir við hann hefjast þegar aðgengi fæst
að heitu vatni og landfylling verður til staðar.