Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 11

Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 11 Eins og Skessuhorn greindi frá 20. janúar síðastliðinn hefur verið lögð fram tillaga að breyttu deiliskipu- lagi við Borgarbraut 55-59 í Borg- arnesi. Gildandi deiliskipulag mætti á sínum tíma mikilli andstöðu íbúa í nágrenninu, meðal annars vegna skuggavarps og skerts útsýnis sem háreist hús og mikið bygginga- magn á lóðinni myndi hafa í för með sér. Einnig höfðu íbúar lýst áhyggjum af auknum vindstyrk. Á föstudag fékk sveitarstjórn afhent- an undirskriftalista 188 íbúa þar sem breytingartillögunni er harð- lega mótmælt. Í gögnum sem fylgja undirskriftalistanum kemur fram að íbúar telji byggingamagn á lóð- unum ekki minnka, eins og sagt er í breytingartillögunni. Samkvæmt tillögunni verður heildarfermetra- fjöldi sá sami og í gildandi deili- skipulagi en byggingamagn minnk- ar um 40 fermetra. Heimild til að byggja bílakjallara að Borgarbraut 57 og 59 myndi þó auka heildar- byggingamagnið. „Það er álit okkar, sem stóðum að þessari undirskriftasöfnum, að hér sé ekki um minnkað bygginga- magn að ræða. Þvert á móti virð- ist okkur byggingamagn aukast og við sjáum ekki hvernig sú niður- staða er fengin að byggingamagn- ið minnki,“ segir Anna Ólafsdótt- ir íbúi við Kjartansgötu í samtali við Skessuhorn. „Enn fremur vilj- um við vekja máls á því að nýtingar- hlutfall er líka aukið langt umfram það sem segir til um í aðalskipulagi, en þar er tilgreint að nýtingarhlut- fall miðsvæðis eigi að vera 1,0 að hámarki. Ef þessar hugmyndir eiga fram að ganga teljum við að fyrst þurfi að breyta aðalskipulaginu,“ bætir hún við. Anna segir engan mótfallinn því að byggt verði á lóðunum, en það verði að vera með þeim hætti að byggingar sem þar rísi í framtíð- inni samræmist byggingahefðinni í Borgarnesi. Byggingar á tveimur til þremur hæðum telur hún að gætu risið í sátt og samlyndi við íbúa í nágrenninu en háhýsi á fimm til sjö hæðum séu allt annar handleggur. „Það sem ég hef lagt áherslu á, fyr- ir mitt leyti, er að ég mótmæli fyrst og fremst gildandi deiliskipulagi, sem að mínu mati er gjörsamlega fráleitt,“ segir hún. „Við búum hér í fallegum, lágreistum bæ þar sem er ákveðin byggingarhefð. Við búum hér meðal annars af því við viljum ekki borgarumhverfi með stórhýs- um,“ bætir Anna við. Enn fremur telja íbúarnir að há- hýsin munu áfram auka hættu á vindhviðum þar sem svæðið sé vindasamt fyrir og þær aðferðir til að draga úr vindstyrk sem gert er ráð fyrir í breytingartillögu séu ekki sannfærandi. Einnig telja íbúarnir að umferðarþungi um Borgarbraut muni aukast til muna á þessu svæði, sem beri nú þegar illa þá umferð sem þar fer um. kgk Borgnesingar mótmæla tillögum að breyttu deiliskipulagi Hugmyndir að útliti Borgarbrautar 55-59 sem settar eru fram í breytingartillögu við gildandi deiliskipulag. Séð frá Hjálmakletti. Grafík: Sigursteinn Sigurðsson, arkitekt. Heilsárstörf: Rekstrarstjóri Afþreyingarmiðstöðvar Umsjón með sundlaug Starfsmenn í sölu- og markaðsstörf Gestamóttaka Þrif á herbergjum Starfsmaður í þvottahúsi Næturvörður Leiðsögumenn Sumarstörf Tjaldverðir Sundlaugarvarsla Leiðsögumenn Ræstitæknar Almenn þjónustustörf Um er að ræða fjölbreytt, krefjandi og skemmtileg heilsárs- og sumarstörf við ferðaþjónustu hjá fyrirtækinu. Á Húsafelli er hótel, veitingastaður, bistró, verslun, sundlaug, tjaldsvæði, golfvöllur, afþreyingar- og upplýsingamiðstöð og sumarhúsabyggð. Við leitum að öflugu fólki sem brosir, hefur ríka þjónustulund og er sveigjanlegt ásamt því að hafa haldbæra reynslu af þjónustustörfum og menntun sem nýtist í starfi. Húsafell Resort auglýsir eftir kraftmiklu fólki til starfa Óskum eftir fólki í eftirfarandi störf: Áhugasamir sendi fyrirspurnir og umsóknir ásamt ferilskrá með meðmælum og mynd á netfangið: starf@husafell.is Umsóknarfrestur er til og með 17. febrúar 2016 SK ES SU H O R N 2 01 6 HÚSAFELL RESORT

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.