Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Page 16

Skessuhorn - 03.02.2016, Page 16
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 201616 Gerri Griswold er frá bænum Winchester í Connecticut fylki í Bandaríkjunum. Hún hefur starf- að sem kokkur, er listakona, söng- kona og síðustu 17 ár hefur hún lýst umferðinni í gegnum útvarpið. Gerri starfar einnig sem stjórnandi á menntasetrinu White Memori- al Conservation Center í Winc- hester. Hún er mikill dýravinur og hefur varið tveimur áratugum í að vinna með leðurblökum. Ný- verið beindist áhugi hennar einnig að broddgöltum. Að eigin sögn er hún forvitin manneskja að eðlisfari, sem elskar að ferðast, hlæja, borða nammi og hún segist vera með of- vaxna ástríðu fyrir Íslandi. Hún segir Ísland vera besta stað jarðar- innar og er mest heilluð af landinu yfir vetrartímann. Hún rekur litla ferðaskrifstofu í Winchester og fer í nokkrar Íslandsferðir á ári. Með í för eru áhugasamir og lífsglað- ir ferðamenn, sem vilja upplifa Ís- land með augum Gerri. Hún sneri nýverið heim til Bandaríkjanna úr einni slíkri ferð, þar sem hún heim- sótti Vesturland ásamt 14 manna hópi. Blaðamaður Skessuhorns tók leðurblöku- og Íslandsvininn Gerri tali og getur fullvissað lesendur um að leiðinlegri konur eru til. Þekkt sem leðurblökukonan Hefðbundinn dagur hjá Gerri Griswold hefst á því að hún vaknar klukkan 04:15 og fer í göngu með hundinn Bradley. Eftir það gefur hún gæludýrum sínum, þar á meðal afrískum grápáfa sem blótar eins og versti sjóari. Klukkan hálf sex byrjar hún að lýsa umferðinni í útvarpi. Það gerir hún að heiman, þar sem hún sest niður við tölvu á sveitabæ sín- um og skoðar aðstæður á vegunum í gegnum myndavélar sem staðsett- ar eru víðsvegar um bæinn. Klukk- an 9:30 mætir hún á skrifstofu sína á safninu, þar sem hún starfar sem stjórnandi og fræðir gesti um leð- urblökur. Í Bandaríkjunum er hún þekkt sem leðurblökukonan. Fyr- ir rúmum tveimur áratugum fundu Gerri og Eddie eiginmaður henn- ar lítinn leðurblökuunga liggjandi í grasinu. Hún tók hann inn, hjúkr- aði honum og gaf honum geita- mjólk. Unginn fékk nafnið Poppy og lifði hjá þeim hjónum næstu þrettán árin. Síðan þá hefur Gerri menntað sig og kynnt sér lifnaðar- hætti leðurblaka. Hún er talsmaður þeirra í Connecticut enda veit hún flest sem hægt er að vita um þessi fleygu spendýr og hefur frætt bæði börn og fullorðna um leðurblökur á hundruðum safna, skóla og jafnvel í sjónvarpi. „Leðurblökur eru mikil- vægar fyrir mannkynið. Það er ekk- ert annað dýr sem gerir jafn mik- ið fyrir manninn eins og leðurblak- an. Sumar tegundir éta allt að 5000 moskítóflugur á einni nóttu og sumar éta einnig mölflugur. Mað- ur getur rétt ímyndað sér til dæmis hversu mörg malaríutilfelli myndu greinast ef leðurblökur væru ekki til,“ segir leðurblökukonan. Byrjaði sem spaug Fyrir fjórtán árum vaknaði áhugi Gerri á Íslandi. Þá fundu hún og Eddie ódýrt flug frá Boston til Keflavíkur og skelltu sér í frí. „Þegar vélin flaug yfir landið sá ég hraunbreiðurnar og svartar strand- ir og heillaðist alveg. Eddie varði mestum tíma sínum á kaffihús- um í Reykjavík en ég fór og skoð- aði landið,“ útskýrir Gerri. Eft- ir þetta fór hún í tuttugu Íslands- ferðir til viðbótar. Með hverri ferð kynntist hún landinu betur og árið 2010 ákvað hún að stofna ferða- skrifstofuna Krummi Travel. „Það byrjaði í raun sem hálfgert djók. Ég hafði farið svo oft til Íslands og mig langaði að deila þeirri reynslu með fólki sem hugsar svipað og ég. Þá datt mér í hug að skipuleggja fuglaferð í Mývatnssveitina og mér tókst að smala saman sextán ham- ingjusömum ferðamönnum. Mað- urinn minn hélt að ég væri orð- in rugluð. Ég bjó til gervimiða til að merkja töskur og græddi akk- úrat ekkert á þessu,“ segir hún. En ferðin heppnaðist ótrúlega vel og Gerri var fljótlega spurð að því hvað væri næst á dagskrá. „Þá blaðraði ég því út úr mér að næsta ferð yrði klikkuð sundlaugarferð á Vestfirðina. Það seldist upp í þá ferð líka og það var þá sem ég átt- aði mig á því að ég ætti kannski að hitta lögmann og stofna fyrirtækið formlega.“ Vill breyta lífi fólks Aðspurð um nafnið á fyrirtæk- inu segir hún hrafninn vera sinn uppáhalds fugl. „Reyndar þýðir „crumby“ allt annað á ensku. Það þýðir sjúskað eða ömurlegt, sem er auðvitað frábært sem nafn á fyrir- tæki. Þegar orðið Krummi er borið fram á ensku, þá hljómar þetta eins og ég sé að bjóða upp á algerlega ömurlega ferðir. Þetta nafn passaði því fullkomlega,“ segir hún í dálít- illi kaldhæðni og hlær. Hún seg- ir markmiðið með ferðunum vera að ná saman hópi af fullorðnu fólki og láta því líða eins og börn á ný. „Við skreytum bílinn með fárán- legu heimatilbúnu skrauti og borð- um nammi. Mig langar svo að leyfa þeim að upplifa eitthvað sem breyt- ir lífi þeirra. Ég veit að það hljóm- ar kannski eins og ég sé egóisti en þetta gerist, ferðirnar hafa breytt lífi fólks,“ segir Gerri. Hún seg- ir landið hafa þessi áhrif en þá sér- staklega þjóðina. „Ég hef komið til Íslands fjörutíu sinnum og hef hitt svo mikið af yndislegu fólki hérna. Það má líkja ferðunum mínum við auðan striga og Íslendingarnir eru litirnir sem gera myndina. Fólkið sem ferðast með mér á raunveru- lega vini þegar það kemur heim eftir að hafa kynnst Íslendingum,“ útskýrir Gerri. Hún er ekki hrifin af massaferðamennsku og segir alla geta farið í rútu og séð stórkostlega náttúruna sem landið hefur upp á að bjóða. „Með því að kynnast fólk- inu felst sanna reynslan og gleðin í að ferðast. Ferðirnar eiga að vera litlar, nánar og fullar af skemmt- un. Ferðamenn eiga ekki að vera bara partur af stórum hópi, ein- hver almúgi. Ég vil að fólki líði eins og það sé eins sérstakt og eyþjóðin sem það er að heimsækja.“ „Þú ert of sérstakur fyrir gullna hringinn“ Gerri leggur mikla áherslu á að ferðirnar séu persónulegar og neit- ar því að taka fleiri en fjórtán manns með. „Ég vil hafa fáa með í för, hver vill ferðast með heilli hjörð hvort sem er?“ Hún hefur boðið upp á fjölbreyttar ferðir um landið, svo sem jarðfræðiferðir um hringveg- inn, sundlaugarferðir á Vestfirði, norðurljósaferðir og síðast en ekki síst ferðir sem hún kallar „Þú ert of sérstakur fyrir Gullna hringinn“. Í þeim ferðum er Vesturland heim- sótt, enda er Gerri sérlega hrifin af landshlutanum. „Þessar ferðir snú- ast um að forðast troðninginn og skoða hið fallega Vesturland, sem hefur upp á allt að bjóða - allt nema endalausar rútur, fullar af túristum. Í vetur verð ég líka með spa-ferð og vonast svo til að koma með lítinn hóp í september í réttir.“ Gerri seg- ir Krummaferðirnar vera fyrir alla, en samt sem áður ekki hvern sem er. Það er ákveðin tegund fólks sem hún vill ekki fá með í för. „Ég krefst þess að væluskjóður og aumingjar skrái sig ekki. Annars eru allir vel- komnir, óháð aldri og kyni,“ seg- ir Gerri og rifjar það upp að í eitt skipti hafi 85 ára gömul kona verið með í för. „Hún hoppaði upp á snjó- sleða í fyrsta sinn og þaut á honum yfir frosið vatn! Þetta er nefnilega spurning um andann, en ekki ald- urinn.“ Hún segir það síðasta sem hún vilji gera sé að koma með ein- hvern vandræðalegan ferðamann að hitta vini sína á Íslandi og að þetta viðskiptamódel hafi virkað mjög vel fram til þessa. „Það hafa auðvit- að komið nokkur skemmd epli en ekkert sem hefur náð að eyðileggja ferð fyrir neinum hópnum,“ bætir hún við. Fullt af óvæntu Hver ferð hjá Krumma Travel hef- ur ákveðið þema en Gerri segir þó allar ferðirnar vera fjölbreyttar og menningarlegar. „Þó að ferðin heiti jarðfræðiferð um hringveginn, þá þarftu ekkert að hafa áhuga á jarð- fræði. Það er alltaf slatti af tónlist, nestisferðum, gönguferðum og heimsóknum á sveitabæi. Ég reyni alltaf að færa fólk aðeins frá þess- um vinsælustu ferðamannastöð- um landsins og sýni því eitthvað óvænt.“ Gerri segist vera nemandi Íslands, að hún lifi og andi land- inu að sér og því sé engin ferð eins. „Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt. Ferðirnar eru fullar af einhverju óvæntu og það er það sem læt- ur fólki líða eins og börnum á ný, allt er fullt af undrum. Maður veit nefnilega aldrei hvað býr á bakvið næsta stein í Krummaferð, enda er ég svolítið skrítin og mjög skap- andi í hugsun,“ útskýrir hún. Gerri býður upp um það bil þrjár ferðir á hverju ári. Hún vildi þó óska að þær væru mun fleiri. „Ég varð fyrir al- veg gífurlegum vonbrigðum þegar mínar tölur komu ekki upp í lott- óinu nýlega, þegar milljarður doll- ara var í vinning. Þá hefðu bæði líf- ið mitt og Krummaferðirnar aldeil- is breyst,“ segir hún og hlær. „En við reynum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt, svo sem að ríða yfir frosið vatn á íslenskum hestum, skella okkur í sund í miðjum snjó- byl og vera dregin af sleðahundum yfir svartar hraunstrendur, svo eitt- hvað sé nefnt.“ Elskar Vesturland Gerri hefur ferðast um allt land- ið, nema hálendi Íslands. Hún seg- ir flestar ferðirnar eiga sér stað á þannig tíma að ekki hafi hentað að fara þangað. „Það er eiginlega eina afsökunin fyrir því að hafa ekki farið á hálendið. Ég vil reynd- ar ekki fara með fólk á staði sem ég hef ekki heimsótt sjálf þannig að ég þarf greinilega að taka mig á.“ Hún segir Reykjanestánna vera í miklu uppáhaldi hjá sér. Þar líkar henni svo vel að hún talar um að hún vilji láta dreifa öskunni sinni þar eftir andlát sitt. „En annars er ég líka hamingjusöm þegar ég er stödd á toppi Hverfjalls í Mývatns- sveit. En allra bestu staðirnir, sem eru í mestu uppáhaldi hjá mér eru Ensku húsin á Mýrum og Skálanes fyrir austan. Ég myndi verða ótrú- lega hamingjusöm ef ég gæti dval- ið á þessum stöðum þar til ég verð gömul og grá, ef ég væri ekki orðin það nú þegar,“ segir hún og hlær. Hún segist elska Vesturland af öllu hjarta. „Vesturland hefur allt. Ég myndi aldrei fara þangað án þess að heimsækja Hilmar í Akranes- vita, Önnu og Hjörleif í Ensku húsunum og hina yndislegu Jó- hönnu á Háafelli. Mig dreymir um að flytja til Íslands og þegar af því verður, þá held ég að ég yrði ham- ingjusömust að búa á Vesturlandi,“ segir Gerri dreymin. Hún segir landshlutann einnig hitta í mark Leðurblökukonan sem elskar Ísland af öllu hjarta Rætt við Gerri Griswold sem kveðst hafa ofvaxna ástríðu fyrir landi okkar Gerri að spjalla við eina af geitum Jóhönnu á Háafelli. Gerri Griswold er sérfræðingur í leðurblökum en starfar sem stjórnandi á safni og menningarsetri í Winchester. Hún rekur einnig ferðaskrifstofuna Krummi Travel sem sérhæfir sig í ferðum til Íslands. Hópur sem kom til Íslands á vegum Krummi Travel á Snæfellsnesinu.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.