Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 19 BORGARBRAUT 16, 350 GRUNDARFIRÐI SÍMI: 430 8500, FAX: 430 8501 Grundarfjarðarbær Rekstur kaffihúss í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði Grundarfjarðarbær auglýsir eftir áhugasömum og metnaðarfullum aðila til að sjá um rekstur kaffihúss að Grundargötu 35 í Grundarfirði, Sögumiðstöðinni, í samstarfi við þann rekstur sem fyrir er í húsinu s.s. bókasafn, upplýsingamiðstöð og sögusöfn. Um er að ræða rekstur kaffihúss með einfaldar og léttar veitingar. Samningstími er umsemjanlegur, þó eigi styttri en til eins árs í senn. Megináhersla er lögð á rúman opnunartíma kaffihússins frá 15. maí til 1. október ár hvert en meiri sveigjanleiki er á opnun yfir vetrartímann. Umsókn ásamt ferilskrá og kynningarbréfi berist á netfangið sigridurh@grundarfjordur.is Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hjálmarsdóttir, menningar- og markaðsfulltrúi, í síma 430-8500/430-8503. Umsóknarfrestur er til og með 22. febrúar 2016 Grundarfjarðarbær SK ES SU H O R N 2 01 6 Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is SK ES SU H O R N 2 01 6 1227. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 9. febrúar kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, laugardaginn • 6. febrúar kl. 10.30. Frjálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, • gengið inn frá palli, mánudaginn 8. febrúar kl. 20.00. Björt framtíð í Vitakaffi, Stillholti 16-18, mánudagin• n 8. febrúar kl. 20.00. Bæjarmálafundur Samfylkingarinnar fellur niður af • óviðráðanlegum orsökum laugardaginn 8. febrúar. Bæjarstjórnarfundur Undankeppni söngkeppni Samfés á Vesturlandi var haldin 28. janú- ar síðastliðinn á Hótel Stykkishólmi að viðstöddu fjölmenni. Keppnin þótti hin glæsilegasta og stigu marg- ir frambærilegir flytjendur á stokk. Alls voru flutt fjórtán atriði og ung- mennin úr landshlutanum sáu einn- ig um skemmtiatriði kvöldsins. Í dómnefnd sat Kári Viðarsson leik- ari og umsjónarmaður Frystiklef- ans auk tveggja Ítala sem eru að setja upp verk með honum í Frystiklef- anum. Tvö atriði fóru með sigur af hólmi. Annað þeirra var flutningur Báru Sögu Guðfinnsdóttur fulltrúa félagsmiðstöðvarinnar Óðals í Borg- arnesi en hún flutti lagið Someone like you við píanóundirleik Örnu Hrannar Ámundadóttur. Einnig komust áfram Rakel Rún Eyjólfs- dóttir og María Dís Einarsdóttir fyr- ir hönd félagsmiðstöðvarinnar Arn- ardals á Akranesi en þær fluttu lagið Your side of town. Hljómsveitina sem lék undir skip- uðu Ari Jónsson á rafmagnsgítar, Oli- ver Hilmarsson á trommur, Björg- vin Óskar Ásgeirsson á bassa og Ólöf Gunnarsdóttir á fiðlu. Atriðin tvö verða fulltrúar landshlutans í Sam- festingnum, söngvakeppni Samfés sem haldin verður í Laugardalshöll laugardaginn 5. mars næstkomandi. grþ Stúlkur frá Borgarnesi og Akranesi sigruðu Samfés Vesturland Bára Saga Guðfinnsdóttir og Arna Hrönn Ámundadóttir frá félagsmiðstöðinni Óðali fluttu lagið Someone like you og komust áfram. María Dís Einarsdóttir og Rakel Rún Eyjólfsdóttir komu fram fyrir hönd Arnardals, ásamt fullskipaðri hljómsveit. Skipulags- og umhverfisráð Akra- neskaupstaðar samþykkti á síðasta ári áætlun um uppbyggingu hverfisgarða á Akranesi. Hverfisgarðar eru tiltölu- lega nýtt hugtak en hugmyndin snýst um að breyta hefðbundnum leikvöll- um yfir í að verða hverfisgarðar, sem allir geti haft aðgang að og nýtt sér til útivistar. Ákveðið var að fyrsti hverf- isgarðurinn sem yrði hannaður yrði í Skógarhverfi enda brýn þörf á að búa til grænt svæði fyrir íbúa hverf- isins. Garðurinn og hönnun hans var unnin í samráði við íbúa en Hrann- ar Hauksson var helsti tengiliður við skipulags- og umhverfissvið. Nú er fyrsta áfanga lokið sem fól í sér að setja leiktæki á svæðið. Að sögn Ír- isar Reynisdóttur garðyrkjustjóra hjá Akraneskaupstað er markmiðið með görðunum að ýta undir útivist og gera hana aðgengilegri í dagsins önn. „Það er mikilvægt að hverfin séu lif- andi og að fólk geti nýtt sitt græna svæði, sem er í næsta nágrenni. Nú eru komin leiktæki fyrir börnin í garðinum í Skógarhverfi en það var vilji íbúanna að fyrst yrði klár- aður leikhlutinn í garðinum. Næst á dagskrá verður að girða svæðið af og planta gróðri. Svo á eftir að gera dvalarsvæði, eða grillsvæði þar. Þetta þróast aðeins með tímanum og fer líka eftir vilja íbúanna,“ segir Íris. Endurbætur á Merkurtúni Skógarhverfið verður ekki eina hverfið á Akranesi sem unnið verð- ur með hvað þetta varðar á árinu. Að sögn Írisar verður einnig lögð áhersla á endurbætur á Neðri Skaga og verður Merkurtún næst í röðinni. „Við ætlum að byrja á því að boða til íbúafundar til að ræða Merkurtúnið og vonandi fá hugmyndir frá íbúum um hvað þeir sjá fyrir sér þar, hvernig verður staðið að samvinnu, hönnun og framkvæmdum,“ segir Íris. Hún segir mikilvægan þátt í uppbyggingu svæðanna að hafa samráð við íbúana. „Þá sér maður hvað fólk vill raun- verulega nýta svæðin í og það verður meiri sátt um það sem kemur.“ Íris segir svæðin sem til stendur að breyta í hverfisgarða séu þónokkur. Svæðin verða öllum opin, þó þetta séu hverf- isgarðar. „Garðarnir munu eflaust verða jafn ólíkir og þeir eru margir. Þeir verða mótaðir eftir þörfum íbúa í hverju hverfi fyrir sig. Það má nefna sem dæmi leiksvæði, samkomu- og grillsvæði, matjurtagarða og fleira sem íbúar setja í forgang. Forsenda þess að vel takist er gott samstarf við íbúa alveg frá upphafi og er það einn af útgangspunktum hverfisgarðanna, að þeir séu mótaðir og hannaðir í samráði við þá.“ grþ Nýr hverfisgarður í Skógarhverfi á Akranesi Hér má sjá hvernig garðurinn lítur út í dag. Næst á dagskrá er að girða hann af og gróðursetja plöntur. Ljósm. Akraneskaupstaður. Börn að leik í nýja hverfisgarðinum í Skógarhverfi. Ljósm. Hrannar Hauksson. Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Nýjar vörur í hverri viku

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.