Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 21 fá mat frá taugasérfræðingi.“ Hjördís Heiða beið í sjö mánuði eftir tíman- um hjá taugasérfræðingnum. Á með- an á því stóð var hún ekki með um- sókn í kerfinu eftir hjólastól og því ekkert að gerast í þeim málum. Hún segir heimsóknina til taugasérfræð- ingsins vera með verstu læknisheim- sóknum sem hún hafi upplifað. „Hún var ekki með neinar upplýsingar um mig, hafði ekki kynnt sér nein gögn eða neitt. Þarna átti ég að romsa út úr mér tíu ára sjúkrasögu á tíu mín- útum og fara svo í skoðun. Ég stress- aðist öll upp og átti eitthvað erfitt með að koma þessu frá mér.“ Nið- urstaðan varð sú að taugalæknirinn sagði veikindin vel geta verið af and- legum toga. „Ég sagði henni að það gæti vel verið að ég væri orðin eitt- hvað andlega veik eftir að hafa barist í kerfinu og verið með verki daglega í tíu ár.“ Hjördís Heiða hélt áfram að berjast fyrir hjólastólnum eftir læknisheimsóknina. Hún þurfti aft- ur að skila vottorðum frá sjúkraþjálf- ara, heimilislækni og svo framveg- is. „Sama sagan endurtekur sig svo hjá Tryggingastofnun - sem er und- ir sama hatti og Hjálpartækjamið- stöð Íslands, og heyra báðar undir velferðarráðuneytið.“ Átti rétt á bílastyrk - en fékk ekki Á meðan Hjördís Heiða notaðist enn við hækjurnar fékk hún bíla- styrk upp á 300 þúsund krónur. Hún keypti sér lítinn bíl og segir það hafa breytt miklu. En eftir að hún endaði í hjólastólnum hentaði bíllinn ekki lengur. „Ég var í stökustu vandræð- um með að koma stólnum í skott- ið og þurfti svo að skríða í götunni í öllum veðrum til að komast inn í bílinn,“ útskýrir hún. Hjördís Heiða segist hafa fengið þær upplýsingar hjá Tryggingastofnun að hún ætti rétt á bílastyrk upp á 1,2 milljón- ir, þar sem hún væri í hjólastól. „Ég talaði við þrjá mismunandi einstak- linga þarna sem allir sögðu að ég ætti 100 prósent rétt á 900 þúsund krónum, þar sem ég væri búin að fá 300 þúsund. Ég fann mér frábær- an bíl á 500 þúsund og keypti hann. Ég skilaði svo inn umsókninni, eins og mér hafði verið sagt að gera.“ En Hjördís fékk bréf frá Trygginga- stofnun þar sem greint var frá því að umsókninni hefði verið hafn- að. Stofnunin vildi fá nýtt læknis- vottorð. „Læknirinn minn endaði á því að hringja sjálfur niður í TR og talaði þar við Harald trygginga- lækni sem synjaði beiðninni, þrátt fyrir ítrekuð vottorð. Hann bend- ir á Sjúkratryggingar Íslands. Síð- ustu rök höfnunar hjá TR eru þau að fyrst að ég eigi ekki rétt á hjálp- artækjum hjá Sjúkratryggingum eigi ég ekki heldur rétt á bílastyrk, þrátt fyrir að vera bundin hjólastól.“ Hótaði öllu illu Svona hefur mál Hjördísar Heiðu velkst um í kerfinu. Á meðan er hún með ónýtan hjólastól og skuldug upp fyrir haus eftir bílakaupin. „Heilsu- gæslulæknirinn hérna í Borgarnesi er stórkostlegur læknir. Hann er bú- inn að senda þrjú vottorð á sitthvorn staðinn og er allur af góðum vilja gerður. En Sjúkratryggingar Íslands neita mér um hjálpartæki, sem eru hjólastóllinn, sturtustóll, skrifborðs- stóll og akstursbúnaður í bílinn. Tryggingastofnun neitar mér svo um bílastyrkinn.“ Hún segist þó vonast til þess að einhver skriður hafi komist á málið núna í lok janúar, þegar hún átti síðast samtal við Sjúkratrygg- ingar Íslands. „Ég sagði þeim að ég myndi bíða í símanum þar til einhver gerði eitthvað í mínum málum. Ef það yrði ekki gert myndi ég kæra alla sem hlut eiga að þessu máli. Ég sagði þeim að ég væri komin með nóg af því að mín mannréttindi og annarra væru brotin dag hvern og að ég væri orðin reið. Það virðist hafa virkað,“ segir hún og brosir. Hún segist loks hafa fengið samband við aðila sem vinnur að málinu og hann hafi ætl- að að koma því áfram. „En það eru fjölmargir í sömu stöðu og ég, það er sorglegast. Yfir tuttugu einstakling- ar hafa haft samband við mig, sem eru í sömu stöðu eða svipaðri og ég. Að bráðvanta hjálpartæki en fá ekki. Ekki veit ég um neinn öryrkja sem Restaurant - Bistro Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið við Vesturgötu 1. deild Fimmtudaginn 4. febrúar kl. 19.15 ÍA - Breiðablik Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Borgarbyggð farið yfir tilkynningu fram- kvæmdaraðila Arctic protein ehf. Niðurstaða Borgarbyggðar er að framkvæmdin: Framleiðsla á próteindufti sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfis- áhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Ákvörðunin liggur frammi hjá Borgarbyggð, á vefsíðu Borgarbyggðar: www.borgarbyggd.is og á vefsíðu Skipulagsstofnunar www.skipulagsstofnun.is. Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 2. mars 2016. Tilkynning SK ES SU H O R N 2 01 6 hefur efni á að leigja sér hjólastól frá Hjálpartækjamiðstöðinni á yfir þús- und krónur á dag, því sama kerfi hafnar þér um úthlutun á stól. Þetta er engan veginn í lagi.“ Fleiri í sömu stöðu Hjördís Heiða segir það ekki hafa komið til greina að kæra málið. Hún hafi hugsað um það en ekki þorað því þegar upp var staðið. „Ég sá ekki eft- ir því. Ég hitti einu sinni konu sem hafði lent í því sama og kært. Hún ráðlagði mér eindregið frá því að kæra enda höfðu landlæknir og lög- fræðingar embættisins dregið hennar mál lengi. Hún sat uppi með mikinn kostnað og tapaði að lokum málinu. Þessi kona er gjaldþrota í dag,“ segir Hjördís Heiða alvarleg í bragði. „En ástæðan fyrir því að ég ákvað að opna munninn og segja frá þessu er að ég veit að það eru fleiri í sömu stöðu. Eitt skipti sem ég hringdi í Trygg- ingastofnun var mér sagt að ég þyrfti bara að bíða - eins og allir hinir. Þá fyrst fannst mér ég þurfa að segja frá þessu,“ bætir hún við. Hjördís Heiða er vongóð um að hennar mál leys- ist á endanum en finnur til með öðr- um sem eru í sömu stöðu. „Guði sé lof fyrir þennan fallega engil, hún er ljósgeislinn minn,“ segir hún og horf- ir blíðlega á dóttur sína. „Ég get ekki hugsað mér lífið hjá því fólki sem er í sömu sporum og á ekki barn. Hún er ljósið í lífinu mínu.“ Íslandsmeistari í ökuleikni Hjördís Heiða reynir að hafa gam- an af lífinu þrátt fyrir veikindin. Mæðgurnar eru ánægðar í Borgar- nesi og segir Hjördís Heiða það hafa komið á óvart hvað það væri frábært að búa þar. „Mig hefur alltaf lang- að til að búa úti á landi. Svo sáum við þessa íbúð auglýsta til leigu og hún hentaði mjög vel. Á jarðhæð og án þröskulda, svo er leiguverð helm- ingi lægra hér en í Reykjavík,“ segir hún sátt. Hún segir læknisþjónustu í Borgarnesi mun betri en á höfuð- borgarsvæðinu og að auðvelt sé að kynnast fólkinu í bænum. „Ég var til dæmis mun einangraðri í Reykja- vík en hérna, þó maður hefði getað ímyndað sér að það væri akkúrat öf- ugt.“ Hjördís Heiða er þó dugleg að keyra og hefur náð góðri færni með því að nota einungis vinstri fótinn þegar hún keyrir. Svo góðri að hún hefur í raun fengið verðlaun fyrir. „Ég tók þátt í Íslandsmeistarakeppni í ökuleikni á síðasta ári, ásamt bróð- ur mínum og systur. Þar þarf maður að gera ýmsar þrautir á bíl, að bakka inn í stæði og svo framvegis. Ég náði einhvern veginn fyrsta sæti, þó að ég noti bara vinstri fótinn,“ segir Hjör- dís Heiða brosandi að endingu. grþ Mæðgurnar í desember 2012. Hjördís Heiða eftir í Íslandsmeistara- keppni í Ökuleikni 2015, þar sem hún stóð uppi sem sigurvegari þrátt fyrir að geta aðeins notað vinstri fótinn við akstur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.