Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 24

Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 24
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 201624 Dagur leikskólans er 6. febrúar ár hvert. Á þeim degi árið 1950 voru stofnuð fyrstu samtök leikskóla- kennara á Íslandi. Í ár ber Dag leik- skólans upp á laugardag og verð- ur því haldið upp á hann í leikskól- um landsins daginn áður, föstudag- inn 5. febrúar. „Tilgangurinn með Degi leikskólans er að kynna starf- semi leikskóla út á við og beina sjón- um að því kraftmikla starfi sem fer fram í leikskólum landsins. Undan- farin ár höfum við sett upp mynd- listarsýningu í Hyrnutorgi og kynn- um þannig verkefni sem hér er unn- ið að, leiðtogaverkefninu (The Lea- der in me) og leikskólalæsi, svo dæmi séu tekin. Við höfum einnig verið með opið hús hér í leikskól- anum,“ segir Steinunn Baldursdótt- ir, skólastjóri Klettaborgar í Borgar- nesi, í samtali við Skessuhorn. Í Klettaborg eru 65 börn á þrem- ur deildum og mun leikskólinn í ár einnig halda upp á dag leikskól- ans með þátttöku í myndbandasam- keppni sem Félag leikskólakennara og Félag stjórnenda leikskóla stend- ur fyrir. Keppt er um besta tónlist- armyndbandið. „Við sendum lag til- einkað leiðtogaverkefninu, börn- in syngja leiðtogalagið og fara með leiðtogaþuluna, en bæði atriðin voru búin til hér,“ segir Steinunn. Aðspurð telur hún að Dagur leik- skólans skili tilætluðum árangri, hann eigi sinn þátt í að vekja at- hygli á starfsemi leikskóla almennt. „Undanfarin ár finnst mér leikskól- arnir hafa orðið sýnilegri í sam- félaginu. Við erum að færast í þá átt að vera betur metin sem fyrsta skólastigið,“ segir Steinunn og seg- ir að í þeim efnum hafi mikið breyst á undanförnum 10 til 15 árum. Áður hafi verið meira litið á leikskólana sem nokkurs konar róluvelli þar sem hægt var að hafa börnin á vinnutíma foreldranna. Þessa framþróun þakkar hún fram- förum í fræðunum, miklum metn- aði og fleiri menntuðum leikskóla- kennurum. „Þegar ég kem hingað 1995 var Klettaborg eini leikskólinn í Borgarnesi og hér störfuðu þá tveir leikskólakennarar. Í dag eru leik- skólarnir orðnir tveir og bara hér í Klettaborg eru tólf faglærðir kenn- arar. Það segir sitt um þróunina og metnaðinn sem hefur verið ráðandi í þessari stétt á undanförnum árum,“ segir Steinunn og bætir því við að starf leikskólanna sé alltaf að verða markvissara. „Börn í dag eru miklu betur undirbúin fyrir næsta skólastig en var, leikskólinn undirbýr börnin fyrir lífið,“ segir hún. „Samstarf á milli skólastiganna hefur aukist og er í stöðugri þróun.“ Steinunn vill þó alls ekki gera lítið úr ófaglærðu starfsfólki í Klettaborg og metur reynslu þeirra og hæfileika mikils. „Leikskólinn getur státað af mjög flottum hópi bæði faglærðra og ófaglærðra starfsmanna. Starfs- aldur hér er mjög hár, rúm 14 ár og við vinnum vel saman. Nýlega bætt- ust við tveir ungir karlmenn sem er alveg frábært og gefur starfsmanna- hópnum aukna breidd,“ segir hún. „Karlarnir vita ekki hvað þetta er skemmtilegt“ Í tengslum við Dag leikskólans eru á hverju ári veitt hvatningarverðlaun- in Orðsporið. Í ár munu þau koma í hendur þess sem þykir hafa skar- að fram úr við að fjölga karlmönn- um sem starfa innan veggja leikskól- anna. „Karlarnir vita ekki hvað þetta er skemmtilegt,“ segir Steinunn létt í bragði þegar blaðamaður spyr hverjar hún telji skýringar þess að karlmenn hafi alltaf verið aðeins fá- mennur hópur leikskólakennara og leiðbeinenda. Hún telur þó að öllu gríni slepptu að hefðin eigi þar stór- an hlut að máli. „Þetta hefur verið hefðbundið kvennastarf í gegnum tíðina, en það hefur verið að breyt- ast á undanförnum árum og ég vona að sú þróun haldi áfram. Það er mik- ilvægt að fá karla til starfa inni í leik- skólunum, ekki síst barnanna vegna. Kynin eru að sumu leyti ólík og mik- ilvægt að börnin hafi bæði karla og konur sem fyrirmyndir,“ segir hún. Aðspurð telur hún að börn ein- stæðra mæðra hafi gott af fjölgun karlmanna innan leikskólakennara- stéttarinnar. „Börn einstæðra for- eldra eiga kannski í minni samskipt- um við annað kynið og það er mik- ilvægt að geta haft fyrirmyndir af báðum kynjum í leikskólanum. En það á auðvitað við um öll börnin,“ segir hún. Ólíkt fólk kemur með ólík sjónarmið Steinunn lætur vel af karlmönnun- um tveimur á Klettaborg og segir þá alls enga eftirbáta annars starfs- fólks innan veggja leikskólans. „Ég er mjög ánægð að hafa fengið strákana til starfa. Það er gott fyr- ir börnin, þau eru vön því að um- gangast fyrst og fremst kvenmenn í leikskólanum svo þetta er kær- komin viðbót við starfsmannahóp- inn. Börnin leita til þeirra til jafns við okkur hinar,“ segir Steinunn. „Eins þykir mér þeir sérlega flott- ir að láta vaða og koma inn í gró- inn starfshóp sem er búinn að vinna lengi saman,“ segir hún og segir að þeim hafi verið vel tekið. „Allir hér eru mjög jákvæðir og þetta er að- eins til góðs,“ segir hún en bætir því við að það eigi ekki aðeins við um störf innan veggja leikskóla það megi heimfæra á öll störf. „Það sama á við í grunnskólun- um og í raun hvar sem er. Ég tel mikið til bóta að karlar taki í aukn- um mæli að sér störf sem hafa í gegnum tíðina talist hefðbundin kvennastörf og öfugt. Þetta á við á öllum sviðum, karlar og konur koma með ólík sjónarmið sem gott er að tvinna saman. „Saman getum við meira,“ eins og segir í leiðtoga- verkefninu sem við vinnum mik- ið eftir,“ bætir hún við og brosir. „Með ólíku fólki koma ólík sjónar- horn, það eykur fjölbreytni og gerir þetta starf, sem fyrir mér er mikil- vægasta og skemmtilegasta starfið, enn betra,“ segir Steinunn Baldurs- dóttir og lýkur viðtalinu á einkunn- arorðum Klettaborgar: „Sjálfstæði - virðing - gleði.“ kgk Leikskólarnir verða stöðugt sýnilegri í samfélaginu Steinunn Baldursdóttir ásamt nokkrum börnum í Klettaborg. Hvatningarverðlaunin Orðspor- ið eru veitt er ár hvert í tengslum við Dag leikskólans. Að þessu sinni verða verðlaunin veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr við að fjölga karlmönnum í starfsliði leik- skólanna. Í leikskólanum Klettaborg í Borgarnesi starfa tveir ungir karl- menn, Nökkvi G Gylfason og Hall- dór Óli Gunnarsson. „Ég vil meina að ég hafi brotið ísinn þegar ég kom hingað í afleysingar um jólin 2012,“ segir Halldór og brosir til Nökkva sem hóf störf í ágústmánuði síðast- liðnum. Báðir hafa þeir áður starfað með börnum og unglingum og láta vel af því hlutskipti. „Ég hef áður unnið í grunnskólanum hér í Borg- arnesi og á frístundaheimili í Reykja- vík. Mér þykir gaman að vinna með börnum, sérstaklega á leikskólanum og það er mjög gefandi og gaman að hugsa til þess að maður fái að taka þátt í því að móta framtíð einhvers,“ segir Halldór. Hann veltir þó upp annarri mögulegri ástæðu þess að honum líki vel í Klettaborg: „Börnin eru bara svipað þroskuð og ég,“ segir hann léttur í bragði og hlær við. Nökkvi tekur undir með félaga sínu, hann hafi einnig ánægju af því að vinna með börnum. „Áður en ég flutti heim í Borgarnes vann ég á leik- skóla í Kópavogi og hef líka unnið í félagsmiðstöðinni Óðali hér í Borg- arnesi,“ segir Nökkvi og bætir því við að starfið samræmist vel framtíð- aráformum sínum. „Mig langar að verða kennari einn daginn. Þangað til er líklega ágætt að halda sig innan menntakerfisins,“ segir Nökkvi. „Magnaðar konur sem vinna með okkur“ Eins og kemur fram í viðtali við Steinunni Baldursdóttur, leikskóla- stjóra í Klettaborg, lætur hún vel af þeim Halldóri og Nökkva og segir starfsfólkið allt hafa tekið þeim vel. Þeir taka undir það, segja sér hafa verið vel tekið og bera samstarfsfólki sínu vel söguna. „Þetta eru alveg magnaðar konur sem vinna hérna með okkur,“ segir Nökkvi. „Þær vita nákvæmlega hvað þær eru að gera, enda sumar búnar að vera hérna í bráðum 30 ár,“ bætir Halldór við og rifjar upp að hann hafi sjálfur ver- ið hér á leikskóla fyrir 25 árum síð- an. „Mér finnst töff að vinna hérna. Þetta er að mörgu leyti sögufræg- ur leikskóli. Lengi vel var þetta eini leikskólinn í Borgarnesi og ótrúlega margir búnir að vera hér í gegnum tíðina, þar á meðal ég,“ segir hann og spyr Nökkva hvort hann muni eftir því þegar Vigdís Finnbogadótt- ir kom í Klettaborg meðan hún var forseti og gróðursetti trén í Vigdísar- lundi. Nökkvi játar því. „Ég var ein- mitt á staðnum þann dag sem barn. Þess vegna upplifði ég mjög súrreal- ískt augnablik fyrir nokkrum dögum þegar við vorum að leika þar með krökkunum. Mér leið eins og ég væri kominn þangað aftur. Þetta var mjög undarleg en skemmtileg upplifun,“ segir Halldór. Bjartsýnir á að körlum fjölgi Í dag eru karlar aðeins um eitt pró- sent leikskólakennara á landinu. Þrátt fyrir að Halldór og Nökkvi hafi tekið eftir og fagni því að hlutfallið sé að hækka eru þeir hóflega bjartsýnir á að hlutfall kynjanna verði jafnt inn- an greinarinnar. „Ég held við sjáum það ekkert gerast á næstunni. En það er aldrei að vita nema við verð- um orðnir 50% af starfsfólkinu eftir nokkra áratugi. En við verðum bara að vona það besta,“ segja þeir. „Eins og ég sagði áðan þá er þetta að breyt- ast. Þessi staðlaða ímynd kynjanna er hverfandi, sem er vel,“ bætir Hall- dór við. Ef til vill má í smækkaðri mynd sjá merki þess á starfshópi Kletta- borgar. Ef farið er innan við ár aft- ur í tímann starfaði þar enginn karl, þar til Nökkvi hóf störf í ágúst eins og áður sagði. „Ég var mjög ánægð- ur að fá annan karl í hópinn þegar Halldór byrjaði að vinna hérna. Ekki endilega mín vegna heldur vegna þess að ég held að það sé gott fyr- ir börnin. Ég held að sé hollt fyr- ir krakkana að geta umgengist bæði konur og karla á leikskólanum og að eiga fyrirmyndir af báðum kynjum,“ segir Nökkvi og Halldór tekur und- ir það og telur að það megi heimfæra yfir á allar greinar atvinnulífsins. „Ég held að það hafi ekkert nema jákvæð- ar afleiðingar að karlar fari í auknum mæli að taka að sér störf sem geta tal- ist hefðbundin kvennastörf og öfugt. Þetta er smám saman að færast í þá átt,“ segir hann og Nökkvi samsinn- ir því. „Þegar ég vann á leikskólan- um í Kópavogi vorum við þrír strák- ar þar,“ segir hann. Hvetja alla til að vinna á leikskóla Þeir segja börnin á Klettaborg hafa tekið þeim afar vel, séu ófeimin að leita til þeirra og leggi þá að jöfnu við aðra leiðbeinendur og kenn- ara. Þeir finni ekki fyrir því að vera einu karlarnir á vinnustaðnum. „Ég lenti reyndar í einu um daginn sem mér fannst óvenjulegt, en aðallega fyndið,“ segir Halldór. Þá kom eitt barnanna til mín og sagði: „Halli, það er alveg eins lykt af þér og Nökkva. Ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að taka þessari athugasemd, ég hef aldrei tekið eftir þessu en kannski er einhver svona karlalykt af okkur,“ segir Halldór í léttum dúr. „Ætli það sé ekki bara táfýlan af okkur sem er eins,“ bætir Nökkvi við. Af máli þeirra félaga að dæma er greinilegt að þeir una hag sínum vel og njóta þess að vinna með börn- unum. Aðspurðir segjast þeir hvetja alla til að sækja um starf á leikskóla. „Þetta er mjög gefandi. Að geta kom- ið heim úr vinnunni og hugsað til þess að maður hafi gert eitthvað sem þjónar tilgangi er hollt fyrir sálina og það er frábært að vinna við eitthvað sem maður hefur ánægju af,“ segir Nökkvi. Hann hikar stutta stund en tekur svo aftur til máls. „Þetta er svo ótrúlega krúttlegt stundum. Sumir krakkarnir kalla mig afa,“ segir hann og þeir skella báðir upp úr. „Ég er yngsti maðurinn hérna!“ kgk Segja bæði gaman og gefandi að vinna með börnum Halldór Óli Gunnarsson leiðbeinir börnunum. Nokkrir af nemendum Klettaborgar í vinnustund hjá Nökkva G Gylfasyni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.