Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 25

Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 25
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 25 Snæfellsbær Hlutverk og ábyrgðarsvið: U• msjónarmaður fasteigna er starfsmaður tæknideildar Snæfellsbæjar og er tæknifræðingur hans næsti yfirmaður. U• msjónarmaður fasteigna hefur umsjón með fasteignum Snæfellsbæjar. Hann te• kur út ástand þeirra og gerir viðhalds- og viðgerðaráætlun í samvinnu við tæknifræðing. Ums• jónarmaður sinnir sjálfur viðhaldi og lagfæringum en kallar til iðnaðarmenn í samráði við tæknifræðing þegar tilefni er til þess. Menntunar- og hæfniskröfur: Æ• skilegt er að umsjónarmaður fasteigna hafi einhverja iðnmennt, en það er þó ekki skilyrði. Reynsl• a af sambærilegum verkefnum og reynsla af mati á ástandi og viðhaldsþörf fasteigna er kostur. Umsjón• armaður fasteigna skal búa yfir framúrskarandi þjónustu- lund og samskiptahæfileika og færni til að eiga samskipti við þá starfsmenn, iðnaðarmenn og íbúa Snæfellsbæjar sem hann þarf að hafa samskipti við dagsdaglega. Frumkv• æði og metnaður er kostur. Um er að ræða fullt starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og SAMFLOTs bæjarstarfsmannafélaga. Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf eigi síðar en 22. febrúar. Umsóknarfrestur er til og með 15. febrúar nk. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsókn til Davíðs Viðarssonar, tæknifræðings, á netfangið david@snb.is, eða til Kristins Jónassonar, bæjarstjóra, á netfangið kristinn@snb.is. Umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem um- sækjandi gerir sérstaklega grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni til starfsins út frá ofangreindum hæfnikröfum. Umsækjendur eru beðnir um að tilgreina a.m.k. 2 umsagnaraðila í umsókn sinni. Öllum umsóknum verður svarað. Starf umsjónarmanns fasteigna hjá Snæfellsbæ er laust til umsóknar SK ES SU H O R N 2 01 6 Sveitarstjórn Borgarbyggðar ákvað síðastliðið vor að ráða ekki í stöðu leikskólastjóra Andabæjar þeg- ar staðan losnaði að liðnu síðasta skólaári. Staðan var þó endurvak- in og tók Sigurður Sigurjónsson við sem leikskólastjóri Andabæjar í nóvembermánuði. Í skólanum eru 40 börn á þremur deildum. „Ég vissi auðvitað af ýmsu sem á undan var gengið en þessa vinnu þurfti að vinna. Ég vissi, búinn að vera skólastjóri á Vesturlandi þetta lengi, að hér væri gott starfsfólk og ég tæki við góðu búi,“ segir Sig- urður í samtali við Skessuhorn. Áður hafði Sigurður bæði starfað sem aðstoðarskólastjóri leikskól- ans Akrasels á Akranesi og skóla- stjóri Skýjaborgar í Hvalfjarðar- sveit. Hann lætur vel af þeim stutta tíma sem hann hefur verið á Anda- bæ. „Hér er mjög gott að vinna. Ég er enn dálítið að setja mig inn í ýmsa hluti og mörg verkefni eru framundan, skólanámskrá og að svara ýmsum erindum,“ segir hann. Eitt stærsta verkefnið segir hann þó vera að undirbúa móttöku fyrstu þriggja bekkja grunnskólans næst- komandi haust. Sigurður er bjart- sýnn á að það gangi vel. „Ef vilji er fyrir hendi þá verður okkur það lít- ið mál. Bæði hér og í Hvanneyrar- deild grunnskólans starfar gott fólk og við ættum að geta látið þetta ganga vel upp,“ segir hann og bætir við að húsnæði verði allavega ekki vandamál. „Hér er gott pláss og nægt rými fyrir þessi börn. Hvern- ig við getum nýtt rýmið sem best verður að fá að þróast með tíð og tíma,“ bætir hann við. Notaleg morgunstund á Degi leikskólans Framundan er Dagur leikskólanna, en hann er 6. febrúar ár hvert. Þar sem hann ber í ár upp á laugardag verður haldið upp á hann í leikskól- um landsins daginn áður, föstudag- inn 5. febrúar. „Þetta verður einfalt hjá okkur. Við ætlum að bjóða for- eldrum í morgunkaffi milli klukk- an 8:30 og 9:30 að morgni föstu- dagsins. Sýna þeim skólann og eiga saman notalega stund í þægilegri og afslappaðri stemningu,“ segir Sigurður. Einnig standa Félag leikskóla- kennara og Félag stjórnenda leik- skóla á hverju ári fyrir mörgum viðburðum tengdum Degi leik- skólans. Oft er efnt til einhvers konar samkeppni sem ætlað er að vekja athygli á því starfi sem unn- ið er innan veggja leikskólanna í landinu, sem er einmitt markmið- ið með Degi leikskólans. Sigurð- ur telur að hverjir þeir viðburð- ir sem staðið er fyrir í tilefni dags- ins, stórir sem smáir, skili tilætluð- um árangri. „Með þessu koma leik- skólarnir sér á framfæri og vekja at- hygli á sínu starfi. Viðburðir tengd- ir deginum fá umfjöllun og athygli í fjölmiðlum, sérstaklega frá héraðs- fréttablöðum,“ segir hann. Ánægjulegt að sjá nemendum fara fram Hvatningarverðlaunin Orðsporið verða veitt fjórða sinni í tengslum við Dag leikskólans. Að þessu sinni verða þau veitt þeim sem þykja hafa skarað fram úr við að fjölga karl- mönnum sem hafa leyfisbréf til kennslu í leikskóla. „Það eru ekki margir karlar sem starfa á leikskól- um landsins. Karlar eru aðeins eitt prósent af leikskólakennurum. Það gefur auga leið að það er ekki nóg,“ segir Sigurður. „Nú eru þrír karlar leikskólastjórar á öllu landinu. Þeg- ar ég var á Skýjaborg var ég sá eini og raunar eini karlinn þar,“ bætir hann við. En hvað varð til þess að hann ákvað á sínum tíma að læra til leik- skólakennara? „Ég er búinn að velta því mikið fyrir mér undanfarið,“ segir hann og brosir. „Ég er í hópi sem hefur unnið að ráðstefnu um karla í kennslu yngri barna og þurfti því að líta í eigin barm og reyna að svara þessari spurningu hjá sjálfum mér.“ Hann kveðst geta rekið upp- hafið til tækifæris sem hann fékk við kennslu í Auðarskóla í Búðar- dal. „Þar áttaði ég mig á að kennsla og að vinna með börnum væri eitt- hvað fyrir mig. Ég veit í raun ekki hvað það er nákvæmlega en það er einstök upplifun að kenna og góð tilfinning að fylgjast með nemend- um sínum taka framförum og ná ár- angri,“ segir Sigurður. Réttindi barna að umgangast bæði kyn Aðspurður kveðst Sigurður ekki vita hvað valdi því að svo fáir karl- ar vinni á leikskólum en telur lík- legt að hefðir ráði þar mestu. Hann telur þó að smám saman sé þetta að breytast. „Eftir að ég kom á Akra- sel voru alltaf aðrir karlar að vinna þar, en það var oftast bara einn og alltaf voru konur í miklum meiri- hluta,“ segir hann og bætir því við að breytingin sé til batnaðar. Fleiri karla þurfi til starfa á leikskólum landsins. „Það eru einfaldlega rétt- indi barnanna að fá að umgangast bæði kynin, hafa bæði kynin sem kennara og eiga fyrirmyndir af báð- um kynjum.“ Sigurður segist ekki finna fyr- ir neinum mun á starfsfólkinu eft- ir því hvort hópur leikskólakennara og leiðbeinanda er blandaður eður ei. „Mestu máli skiptir að vera með hæft fólk á leikskólanum, hvers kyns sem það er. Ef kynjahlutföllin eru jöfn er það bara bónus.“ Hins vegar kveðst hann sjá mun á börn- unum en segist eiga erfitt með að setja fingurinn á hvar hann ligg- ur. „Hvers vegna þau tala, haga sér eða líta aðeins öðruvísi á karlkyns kennara en aðra veit ég ekki. Það gæti einfaldlega verið vegna þess að við erum svo fáir. Ég er sá eini hérna sem er með skegg,“ segir hann. „Það er erfitt að gera grein fyrir þessu. Einmitt þess vegna verður haldin áðurnefnd ráðstefna um karla í kennslu yngri barna 12. febrúar næstkomandi,“ bæt- ir hann við. „Undirtitill ráðstefn- unnar er „Hvað ætlar þú að gera?“ og ég vonast til að fá mörg svör við þeirri spurningu,“ segir Sigurður að lokum. kgk Sigurður Sigurjónsson er leikskólastjóri Andabæjar „Mestu máli skiptir að vera með hæft fólk á leikskólanum“ Sigurður Sigurjónsson, leikskólastjóri Andabæjar á Hvanneyri. Börnin á Andabæ létu kuldann í síðustu viku ekki trufla sig og brugðu sér út í snjóinn. Lagning ljósleiðara í Dalabyggð BEIÐNI UM UPPLÝSINGAR Fyrirhuguð er lagning ljósleiðara í Dalabyggð. Gert er ráð fyrir að öllum lögbýlum, frístundahúsum, fyrirtækjum og stofnunum í dreifbýli Dalabyggðar standi til boða að fá ljósleiðaratengingu. Auglýst er eftir: A. Aðila eða aðilum sem sannanlega ætla að koma á ljós- leiðaraneti í Dalabyggð á næstu þremur árum, eða B. Hæfum aðila eða aðilum til að taka að sér að byggja og e.t.v. reka til framtíðar ljósleiðaranet með stuðningi frá sveitarfélaginu komi til þess að enginn aðili svari lið A hér að ofan. Aðilar sem óska eftir stuðningi munu þurfa að uppfylla tilteknar kröfur um fjarskiptaleyfi og fjárhagslegan styrk, hafa reynslu af uppbyggingu og rekstri sambærilegra kerfa, sýna fram á raunhæfa verk- og rekstraráætlun o.þ.h. Áhugasamir aðilar skulu senda tilkynningu um fyrirætlanir sínar til Dalabyggðar á netfangið sveitarstjori@dalir.is fyrir kl. 12:00 þann 15. febrúar 2016. Í tilkynningunni skal koma fram nafn og kennitala aðila auk upplýsinga um ofangreint eftir því sem við á. Hægt er að óska eftir nánari upplýsingum og skýringum og skulu slíkar fyrirspurnir sendar á netfangið sveitarstjori@dalir.is SK ES SU H O R N 2 01 6

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.