Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Síða 26

Skessuhorn - 03.02.2016, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 201626 Meyjar skulu fræðslu fá - um fyrstu myndun barna Vísnahorn Halldóra Beinteinsdótt- ir Björnsson frá Graf- ardal vann í fjölmörg ár á Alþingi og varpaði þá oft fram stökum að gefnu tilefni. Á þinginu 1946-1947 kvað hún og var tilefnið 180. mál, þingskjal 445: Það má sjá af þingskjölum (en þau eru stundum margumdeild) að flutt hefur verið frumvarp um fávitahæli í efri deild. Líka er hægt að lesa þar löngu vituð sannindi að tillögunni tekið var með takmörkuðum skilningi. Nú mætti víst ekki nota svona orðalag leng- ur þar sem einstök orð gætu verið talin niðr- andi fyrir ákveðna þjóðfélagshópa. Reyndar er viðbúið að þau orð sem okkur finnast eðli- leg núna verði af einhverjum talin niðrandi eftir nokkur ár. Á mínum æskuárum lærðum við í landafræðinni um Lappana án þess að nokkuð væri niðrandi við það. Síðan nefndust þeir Kvenir og seinna Samar þó allt væri þetta sama fólkið. Einn ágætur maður setti þessa þróun saman í eina setningu ,,Það er sama hvenær lappar koma“. (Þetta er að vísu auka- atriði og kemur vísnaþætti ekkert við) en séra Tryggvi Kvaran á Mælifelli orti hins vegar um Ólaf eldri á Starrastöðum sem þótti nokkuð mismælagjarn: Ólafur hefur afbragðs haus, allir við það kannast, hann er ekkert óvitlaus, og ég held það sannast. Skömmu eftir aldamótin 1900 fór flokkur vegavinnumanna frá Reykjavík upp í Kolla- fjörð til starfa. Þeir fengu vistir með báti vikulega og sendu um leið nýja vistapönt- un. Einn úr hópnum sendi eitt sinn pöntun í bundnu máli og fylgir hún hér á eftir. Nú öld síðar er fróðlegt að sjá hvaða vörur og grip- ir voru mönnum í huga hér á landi á þeim tíma. Margt er þar enn í fullu gildi en annað horfið eða orðið að safngripum. Orðið drif- holt er t.d. heiti á járngirtum trébút, sem not- aður var til að slá niður gjarðir á tunnum og í fullu gildi hér á landi fram yfir miðja síð- ustu öld eða meðan síld var söltuð í trétunn- ur. Óskar Ágústsson orti um verkfæri á síldar- plani notuð til vísnagerðar eða annarra and- legra afreka: Andans drífholt upp þú tekur, ofan á tunguna díxil rekur, stuðlanna botngjörð að stöfunum hrekur, sterklega þangað til hvergi lekur. En svo aftur sé vikið að pöntuninni þá er ljóst að ýmsar tækninýjungar sem okkur þykja eðlilegar í dag eru þarna enn víðs fjarri: Ég panta sóda og sápu saltkjöt og rúgbrauð mörg, klofhá stígvél og kápu, kaffi og alls kyns björg, rauðmaga, reglustikur, rúsínur, margarín, kringlur, kex og sykur, kvenfólk og brennivín. Fá vil ég líka frakka, flibba, lykil og skrá, geltinn og röskan rakka, því reka þarf ég frá, skóflu, pál, skæri og brýni, skrúfhamar, töng og þjöl, tóbak í munn og trýni, tertur og haframjöl. Grjótklöppu, grútarlampa, griffil og reiknispjald, sódapúlver og svampa, sjálfskeiðing, húfu og tjald, sög, öxi, hamar, hefil, hárgreiðu, vagn og plóg stormjakka og stóran trefil, strákúst og leðurskó. Svo þarf ég salt og rengi, silung og prjónabol, hespu, lás, hurð og kengi, hálfbaunir, grjón og kol, fáeina harða fiska, fingravettlinga og nál, skeiðar og djúpa diska, drifholt og matarskál. Flesk þarft og flautaþyril, fýlunga, skyr og mjólk, hnappeldu, snæri, sneril, snældu, kopp, orf og hólk, kartöflur, krítarmola, kynbótahrút og á, hest, meri, belju, bola, brauðhníf og sláttuljá. Eins þarf ég pott og pönnu, prímus, skilvindu og strokk, ketil, skörung og könnu, klifbera og spólurokk. Torfljá og þverbakstösku, trog, ausu, kjöt og lax, fernisolíu í flösku, og fá vil ég dótið strax. Ekki er vitað um nafn höfundar en ýmis- legt bendir til að á þessum vinnustað hafi ver- ið hafðar í heiðri þær lífsskoðanir sem koma fram í vísu Stefáns Sveinssonar: Verum kátir, eyðum enn öllum grát og trega. Við erum kátir vegamenn og vinnum mátulega. Það er nú þetta að vinna mátulega. Hvorki of né van og flýta sér en fara þó rólega. Hætt er við að Árna G. Eylands hafi þótt einhver flýta sér um of þegar hann kvað: Hart og mikinn flestir fara, fárra kröfur eru vægar, yrði margt hér auðveldara ef menn lærðu að fara hægar. Á Alþingi 1938 er rætt var frumvarp um húsmæðraskóla sagði Bjarni Bjarnason síð- ar skólastjóri á Laugarvatni að kenna þyrfti stúlkunum meðferð ungbarna og það ekki einungis fæddra, heldur líka ófæddra. Um þetta var kveðið: Kvennaskólum öllum á eftir kröfu Bjarna. Meyjar skulu fræðslu fá um fyrstu myndun barna. Skilyrði þó er hér eitt um þá menntun kvenna. Ef að fræðslan verður veitt vill hann sjálfur kenna. Tískan er og hefur verið síbreytileg svo lengi sem sögur fara af. Einhverjir muna ef til vill ennþá eftir kuldasamfestingunum sem urðu í tísku meðal unglinganna fyrir nokkr- um árum öllum mæðrum til mikillar gleði. Á mínum unglingsárum voru gæruúlpurnar tískuflík í nokkur ár. Sigurbjörn K. Stefáns- son sá eitt sinn tvo karla ræðast við og auð- vitað báða íklædda gæruúlpum enda veður hryssingslegt: Blés um kempur kaldur blær, kolla blöktu hærur. Höfðu í notkun tungur tvær og tvennar sauðagærur. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S 435 1189 og 849 2715 dd@simnet.is Hið árlega þorrablót í Ólafsvík var haldið á Klifi síðastliðinn laugardag. Að sögn Þóreyjar Úlfarsdóttur, sem var ein þeirra sem komu að þorra- blótinu, var það mjög vel sótt eða 310 seldir miðar. Það eru félagasam- tök í Ólafsvík sem sjá um framkvæmd þorrablótsins en það eru Lionsklúbb- ur Ólafsvíkur, kvenfélagið, leikfélag- ið, Lionsklúbburinn Rán og Fróð- hreppingafélagið svo það eru margir sem leggja hönd á plóg. Skemmtiat- riðin voru öll heimatilbúin og þar var gert grín að því helsta sem drifið hef- ur á daga bæjarbúa á liðnu ári. Þór- ey segir að góð stemning hafi verið á blótinu. Veitingastaðurinn Galito á Akranesi sá um matinn og Jóhann- es Kristjánsson skemmtikraftur sá um veislustjórn. Hljómsveitin Band- menn sá um að leika á dansleiknum. af Fín stemning á þorrablóti í Ólafsvík Gert grín að slökkvilið Snæfellsbæjar. Vagn Ingólfsson útskurðarmeistari og „byggingatæknifræðingur“ fékk Gísla Einarsson í heimsókn. Hestamannafélagið Snæfellingur hélt þrígangsmót í Söðulsholti á laugardaginn. Rúmlega 30 skrán- ingar voru og sýndu keppendur fegurðartölt, brokk og fet. Stefnt er svo að því að hafa töltmót seinni- partinn í febrúar og verður það auglýst betur þegar nær dregur. Helstu úrslit urðu þessi: Pollaflokkur Sól Jónsdóttir og Dúskur frá Bergi Krístin Eir Holaker Hauksdóttir og Keila frá Skáney 17 ára og yngri Fanney Gunnarsdóttir / Skuggi frá Brimilsvöllum - 6,00 Inga Dís Víkingsdóttir / Ábóti frá Söðulsholti – 5,83 Fjóla Rún Sölvadóttir / Dagur Frá Ólafsvík – 5,33 4-5. Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir / Hylling frá Minni-Borg – 5,17 4-5. Guðlaug Sara Gunnarsdóttir / Hugleikur frá Nýjabæ – 5,17 Minna vanir Nadine / Stæll frá Bergi – 6,33 Veronika Osterhammer / Kári frá Brimilsvöllum – 5,83 Margrét Þóra Sigurðardóttir / Þór frá Saurbæ – 5,67 Aðalsteinn Maron Árnason / Fannar frá Hallkelsstaðarhlíð – 5,67 Johanna / Sóley frá Skáney – 5,50 Meira vanir Gunnar Tryggvason / Fífa Brimilsvöllum – 6,83 2-3. Guðný Margrét Sigurodds- dóttir / Reykur frá Brennistöðum - 6,50 2-3. Jón Bjarni Þorvarðarson / Hvöss frá Bergi – 6,50 Skúli L. Skúlason / Glundroði frá Hallkelsstaðarhlíð – 6,33 Sigrún Ólafsdóttir / Sparisjóður frá Hallkelsstaðarhlíð – 5,67 iss Héldu þrígangsmót í Söðulsholti Sól og Krístin fá viðurkenning i pollaflokki. Fimm efstu í flokknum Meira vanir.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.