Skessuhorn - 03.02.2016, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 201628
Vörur og þjónusta
Hönnun prentgripa
& alhliða prentþjónusta
Drei bréf - Boðsbréf
Ritgerðir - Skýrslur
Reikningar - Eyðublöð
Umslög - Bréfsefni
Fjölritunar- og
útgáfuþjónustan
Getum við
aðstoðað þig?
sími: 437 2360
olgeirhelgi@islandia.is
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
R E S T A U R A N T
Upplýsingar í síma: 430 6767
Sprautu- og bifreiðaverkstæði
Sólbakka 5, Borgarnesi • 437-1580 • sbb@simnet.is
Tjónaskoðun – Bílamálun – Réttingar – Bílrúðuskipti
Þjónustum öll tryggingafélög
Borgarness
Hilmir B ehf
Alhliða pípulagningaþjónusta
hilmirb@simnet.is
facebook.com/hilmirbehf
DAGLEGIR VÖRUFLUTNINGAR
Stykkishólmur – Reykjavík
B. Sturluson ehf.
Nesvegi 13, Stykkishólmi
438 1626 / 862 1189
Vélsmiðja BA
Nýsmíði • Vélaviðgerðir
Breytingar • Viðhald
Vélsmiðja BA • Sólbakka 25 • Borgarnesi • bhk@vortex.is
Björn Kristjánsson 894 – 3336
Arnar Björnsson 849 – 9341
SMÍÐAVINNA – MÚRVERK RG ehf
Bárugötu 19, Akranesi • Sími 821 2490 • ragnar4646@gmail.com
Nýlega kom út bókin Mainstream-
ing Landscape Through the Euro-
pean Landscape Convention. Hún
fjallar um forsögu og framfylgd
evrópska landslagssamningsins sem
hefur það að markmiði að stuðla að
verndun landslags, góðu skipulagi
m.t.t. þess og vandaðri landslags-
hönnun. Einnig að fylgst sé með
breytingum á landslagi svo bregðast
megi við ef ástæða þykir til. Mark-
mið samningsins eru jafnframt að
Evrópulönd byggi upp þekkingu
um greiningu, mat, skipulag og
stjórnun að því er snýr að landslagi
og deili reynslu af verkefnum sem
því tengjast.
Svæðisgarðurinn Snæfellsnes
er eitt af þeim dæmum sem sagt
er frá í bókinni og þar er að finna
kafla um hann, ritaðan af Matt-
hildi Kr. Elmarsdóttur, skipulags-
fræðingi hjá Alta. Kaflinn ber heit-
ið Snæfellsnes Regional Park in
the Light of the European Lands-
cape Convention. Kaflinn bygg-
ir á reynslu ráðgjafa Alta við gerð
svæðisskipulags fyrir Snæfellsnes
og undirbúning að stofnun Svæð-
isgarðsins Snæfellsness á árunum
2011-2015. Útgangspunktur þess
verkefnis var að landslag væri auð-
lind sem nýta mætti betur í ferða-
þjónustu og öðrum atvinnugrein-
um til að styrkja byggð og atvinnu-
líf. Í kaflanum er fjallað um svæðis-
garðinn og svæðisskipulagið út frá
6. grein Evrópska landslagssamn-
ingsins, sem kveður á um landslags-
greiningu, mat á landslagi, vitund-
arvakningu um landslag, stefnu-
mótun og eftirfylgni stefnu. Bókin
er gefin út af Routledge og er hægt
að panta hana þar, en einnig er hún
fáanleg hjá öðrum bóksölum, t.d. á
Amazon.
mm/alta.is
Fjallað um Svæðisgarðinn
Snæfellsnes í nýrri bók
Júlíana – hátíð sögu og bóka verð-
ur haldin í Stykkishólmi dagana 25.
– 28. febrúar næstkomandi. Í und-
irbúningsnefnd vegna hátíðarinn-
ar eru þær Gréta Sigurðardóttir,
Dagbjört Höskuldsdóttir, Sigríður
Erla Guðmundsdóttir og Þórunn
Sigþórsdóttir. Að þessu sinni verð-
ur viðfangsefni hátíðarinnar „En
hvað það er skrítið.“ Hópur fólks
les nú af kappi í tengslum við hátíð-
ina bók Einars Más Guðmundsson-
ar Hundadaga undir stjórn Ólafs K.
Ólafssonar.
Stefnt er að fjölbreyttri dagskrá
sem hefst formlega í Vatnasafn-
inu 25. febrúar og rekur hver við-
burðurinn annan næstu þrjá daga.
Á föstudeginum verður dagskrá
á nokkrum stöðum. Nemendur i
grunnskólanum vinna sýningu sem
byggir á bókinni Mamma klikk eftir
Gunnar Helgason, en höfundurinn
verður einn af gestum hátíðarinn-
ar og mun hitta nemendur í gömlu
kirkjunni. Upplestur verður í Bóka-
verzlun Breiðafjarðar og boðið upp
á sögustund í tveimur heimahús-
um um kvöldið, en dagskránni lýk-
ur með sögugerð á Hótel Egilsen.
Á laugardeginum munu rithöf-
undarnir Sigmundur Ernir Rún-
arsson og Einar Már Guðmunds-
son fjalla um verk sín í gömlu kirkj-
unni. Hrafnhildur Schram fjallar
um bók sína um Nínu Sæmundsson
í Vatnasafninu en verk þeirra allra
byggja á frásögnum um fólk sem
farið hefur ótroðnar slóðir. Dag-
skrána í heild má innan tíðar finna
á Facebook síðu hátíðarinnar: Júlí-
ana hátíð sögu og bóka.
mm
Undirbúa bókahátíðina Júlíönu í Stykkishólmi
Leshringur að störfum á Hótel Egilsen undir styrkri stjórn sýslumanns.
Ljósm. Facebook/Júlíana - hátíð bóka.
Snorrastofa í Reykholti býður til
fyrirlestrar næstkomandi þriðju-
dag 9. febrúar kl. 20:30 í bókhlöðu
stofnunarinnar. Þar fjallar Kristín
Á. Ólafsdóttir kennari við Mennta-
vísindasvið Háskóla Íslands um
list- og verkgreinar í grunnskólum
og nefnir fyrirlestur sinn: „List og
verkgreinar í grunnskóla: Nauð-
syn eða afgangsstærð?“ Hún bygg-
ir þar á rannsókninni Starfshætt-
ir í grunnskólum við upphaf 21.
aldar sem gerð var í 20 íslenskum
grunnskólum í fjórum sveitarfé-
lögum. Rannsóknin kom út í árs-
lok 2014 og að henni unnu á þriðja
tug fræðimanna við Háskóla Ís-
lands og Háskólann á Akureyri.
Fyrirlesarinn skoðaði sérstaklega,
ásamt fleirum í rannsóknarhópn-
um, list- og verkgreinar í skólun-
um og í þeirri athugun voru við-
horf nemenda, starfsmanna og for-
eldra til námsgreinanna könnuð. Í
fyrirlestrinum verður einnig sagt
frá öðrum nýlegum rannsóknum
á list- og verkgreinum í íslenskum
grunnskólum. Gildi og markmið
greinanna verða rædd og einnig
litið aftur um rúma öld til að rifja
upp það sem forkólfar í skólamál-
um sögðu þá um menntun hug-
ar og handa. Þeir sem gengu í
barnaskóla upp úr miðri síðustu
öld kannast kannski við að þessar
greinar hafi verið kallaðar „auka-
greinar“. Getur verið að þess gæti
enn í viðhorfum foreldra grunn-
skólabarna og jafnvel innan skól-
anna?
Kristín Á. Ólafsdóttir er búsett
í Véum í Reykholti og er kennari
við Menntavísindasvið Háskóla Ís-
lands. Þar kennir hún meðal ann-
ars verðandi kennurum leiklist í
skólastarfi og tjáningu í töluðu
máli. Kristín er menntaður leik-
ari frá Leiklistarskóla Leikfélags
Reykjavíkur og hefur bæði leik-
ið og leikstýrt auk þess að vinna
við dagskrárgerð í sjónvarpi og
útvarpi. Hún lauk meistaranámi í
uppeldis- og menntunarfræði frá
Háskóla Íslands 2007. Aðgang-
ur að fyrirlestrinum er 500 krónur
og boðið verður til kaffiveitinga og
umræðna að honum loknum.
-fréttatilkynning
Fyrirlestur um hvort list- og verk-
greinar eigi undir högg að sækja