Skessuhorn


Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 31

Skessuhorn - 03.02.2016, Qupperneq 31
MIÐVIKUDAGUR 3. FEBRÚAR 2016 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Skallagrímur tók á móti Þór Akur- eyri í 1. deild karla í körfuknattleik að kvöldi síðasta föstudags. Norð- anmenn byrjuðu betur en leikmenn Skallagríms voru lengur í gang. Þeir tóku góðan sprett undir lok fyrsta fjórðungsins en gestirnir svöruðu og leikurinn var í járnum þegar flautað var til hálfleiks. Þá hafði Skallagrímur eins stigs forystu, 46-45. Liðin héldu áfram þaðan sem frá var horfið í upphafi síðari hálfleiks. Leikurinn var hnífjafn en Skallagrím- ur komst þremur stigum yfir skömmu fyrir lokafjórðunginn. Áfram eltu gestirnir en heimamenn héldu náðu að halda þeim í skefjum. Þegar flaut- að var til leiksloka nutu Skallagríms- menn ávaxta erfiðis síns og fögnuðu sex stiga sigri á heimavelli, 95-89. J.R. Cadot lauk leik með tröllat- vennu, 26 stig og 19 fráköst. Hann gaf auk þess sex stoðsendingar. Hon- um næstur kom Sigtryggur Arnar Björnsson með 22 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar. Hamid Dicko skoraði 17 stig og Davíð Guðmunds- son skoraði 14 stig og gaf fimm stoð- sendingar. Skallagrímur situr í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig eftir tólf leiki. Næsti leikur liðsins fer fram föstudaginn 5. febrúar þegar liðið heimsækir Reyni í Sandgerði. kgk Cadot með tröllatvennu í góðum sigri Skallagríms J.R. Cadot í mikilli baráttu undir körfunni gegn Þórsurum. Hann lauk leik með risatvennu, 26 stig og 19 fráköst. Ljósm. Skallagrímur. Skallagrímur lék tvo leiki í 1. deild kvenna í körfu- knattleik um liðna helgi. Á föstudag tók Borgarnes- liðið á móti Þór frá Akur- eyri og vann góðan fjög- urra stiga sigur, 53-49, í leik sem var í járnum all- an síðari hálfleikinn. Er- ikka Banks átti stórleik, skoraði 28 stig og tók tólf fráköst í þessum þrettánda sigri Skallagríms í röð. En allt tekur enda að lokum. Tveimur dögum síðar, sunnudaginn 31. janúar, fór liðið suður með sjó og heimsótti Njarð- víkinga. Skallagrímur fór betur af stað en leikmenn Njarðvíkur tóku fljótlega við sér. Jafnt var á með liðum í öðrum leikhluta en Skallagrímur leiddi með tveimur stigum í hálfleik, 34-36. Njarðvíkingar voru hins vegar sterkari í síðari hálfleik og náðu yf- irhöndinni snemma í þriðja fjórð- ungi. Skallagrímskonur minnkuðu muninn í eitt stig skömmu síðar en nær komust þær ekki. Njarð- víkingar juku forskot sitt á nýjan leik og sigldu sigrin- um heim. Lokatölur urðu 79-65, Njarðvíkingum í vil og þrettán leikja sam- felld sigurganga Skalla- gríms þar með á enda. Erikka Banks var at- kvæðamest Skallagríms í leiknum með 23 stig og sex fráköst. Næst henni kom Kristrún Sigurjóns- dóttir með 17 stig og níu fráköst. Skallagrímskonur tróna eftir sem áður langefstar á toppi deildarinnar með 26 stig eftir 14 og tólf stiga forskot á KR sem er í öðru sæti. Næst tekur Skalla- grímur á móti Fjölni sunnu- daginn 7. febrúar. kgk Ótrúleg sigurganga Skallagríms á enda Erikka Banks átti tvo góða leiki fyrir Skallagrím um helgina. Ljósm. Skallagrímur. Fimmtudaginn 28. janúar tók Snæ- fell á móti Grindavík í Domino‘s deild karla í körfuknattleik. Liðin voru fyrir leikinn jöfn að stigum í neðri hluta deildarinnar og bjuggust körfuknattleiksunnendur við spenn- andi leik. Leikurinn fór heldur hægt af stað og báðum liðum gekk fremur illa að hitta úr skotum sínum í fyrsta leikhluta. Við upphaf annars fjórð- ungs tóku leikmenn Snæfells við sér, skoruðu 17 stig á fjórum mínút- um og leiddu í hálfleik, 50-38 og út- lit fyrir að þeir myndu sigla sigrinum nokkuð þægilega til heimahafnar. Grindvíkingar komu hins veg- ar til baka eftir leikhlé. Þeir mættu ákveðnir til leiks og engan veginn búnir að gefast upp. Þeir minnkuðu forskot Snæfells jafnt og þétt og náðu að jafna í snemma í fjórða leikhluta. Upphófust þá spennandi lokamínút- ur þar sem Snæfellingar voru skref- inu á undan. Grindvíkingar jöfnuðu hins vegar aftur þegar rétt tæpar tvær sekúndur lifðu leiks. Snæfellingar tóku leikhlé, stilltu upp í kerfi fyrir Sherrod Wright en skot hans geigaði úr erfiðri stöðu. Liðin höfðu 87 stig hvort eftir lok venjulegs leiktíma og því ekkert annað að gera en að fram- lengja leikinn. Liðin tóku upp þráðinn þaðan sem frá var horfið. Leikurinn var í járn- um, liðin skiptust á að leiða með einu stigi þar til gestirnir jöfnuðu af víta- línunni. Snæfellingar fengu síðustu sóknina. Þorbergur Helgi braut sér leið að körfu gestanna á lokasekúnd- unum. Skot hans geigaði. Snæfell- ingar voru æfir, vildu meina að brotið hefði verið á Þorbergi en dómararnir gáfu lítið fyrir það. Staðan 97-97 og því varð að framlengja öðru sinni. Snæfellingar voru sterkari í upp- hafi annarrar framlengingar og skor- uðu sex stig gegn tveimur. Bæði lið gerðust mistæk á loka mínútunum. Þreytan var farin að segja til sín, gest- irnir þurftu að taka erfið skot til að freista þess að jafna leika en það gekk ekki og Snæfell vann gríðarlega mik- ilvægan sigur, 110-105. Sherrod Wright átti sannkallaðan stórleik fyrir Snæfell. Hann skoraði 49 stig, tók 16 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Næstir honum komu Austin Bracey og Sigurður Þorvalds- son með 15 stig hvor. Stefán Karel Torfason skoraði tólf stig og tók 13 fráköst og Þorbergur Helgi Sæþórs- son skoraði jafn mörg og tók sex frá- köst. Sigurinn styrkti stöðu Snæfells í deildinni til muna. Liðið situr í sjö- unda sæti deildarinnar með 14 stig eftir 15 leiki og er nú átta stigum fyr- ir ofan fallsæti. Næst leikur Snæfell gegn Keflavík á útivelli fimmtudag- inn 4. febrúar. kgk/ Ljósm. sá. Snæfell vann mikilvægan sigur í tvíframlengdum leik Austin Bracey klárar með sniðskoti í sigurleiknum gegn Grindavík. Stefán Karel Torfason gerir atlögu að körfu gestanna. Topplið Skallagríms í 1. deild kvenna í körfuknattleik bætti á dög- unum við hóp sinn þegar banda- ríski leikstjórnandinn Ka-Deidre Didi Simmonssamdi við liðið. Lék hún sinn fyrsta leik fyrir Skallagrím þegar liðið sigraði Þór frá Akur- eyrir síðastliðinn föstudag og skor- aði átta stig. Tveimur dögum síð- ar gerði hún níu stig þegar Njarð- vík batt enda á þrettán leikja sigur- göngu Skallagríms. kgk Skallagrímur fær liðsstyrk Ka-Deidre Didi Simmons lék sinn fyrsta leik sinn fyrir Skallagrím þegar liðið sigraði Þór Akureyri síðastliðinn föstudag. Ljósm. Skallagrímur.Lið ÍA heldur áfram að styrkja sig fyrir átökin í Pepsi deild kvenna á komandi sumri. Eins og Skessu- horn hefur áður greint frá samdi liðið í desember við markvörð- inn Ástu Vigdísi Guðlaugsdóttur, sem kemur á láni frá Breiðabliki. Nú hefur bandaríski miðjumaður- inn Rachel Owens samið við ÍA og mun leika með liðinu á komandi keppnistímabili. Hún hefur und- anfarin fjögur ár verið fastamað- ur í lið SFA Ladyjacks, liði Steph- en F Austin háskólans sem leikur í bandaríska háskólaboltanum og var á síðasta keppnistímabili fyr- irliði liðsins. Enn fremur hefur varnarmaðurinn Megan Dunnig- an, sem einnig lék með SFA Lady- jacks á námsárum sínum, sam- ið við ÍA á nýjan leik og mun því snúa aftur á Akranes og leika með liðinu á komandi keppnistímabili. Megan lék afar vel á liðnu sumri og var fastamaður í vörninni þeg- ar ÍA sem tryggði sér sæti í úrvals- deildinni. Á vefsíðu SFA Jacks er farið fögrum orðum um bæði Rachel og Megan. Fullyrt er að þar fari tveir af bestu leikmönnum í sögu skól- ans. Þær léku saman með SFA á ár- unum 2012-14 og verða því liðs- félagar á nýjan leik á sumri kom- anda. Þær eru væntanlegar til landsins í mars. kgk ÍA semur við tvo bandaríska leikmenn Megan Dunnigan snýr aftur til ÍA og mun leika með liðinu á komandi keppnistímabili. Rachel Owens í leik með liði SFA há- skólans í vetur.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.