Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Qupperneq 10

Skessuhorn - 24.02.2016, Qupperneq 10
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 201610 Á fundi sveitarstjórnar Borgar- byggðar síðastliðinn föstudag tók nýr meirihluti formlega við völdum í sveitarfélaginu. Á dagskrá fundar- ins voru sex atriði sem tók sveitar- stjórnarfulltrúa 11 mínútur að af- greiða. Kosið var í allar helstu nefndir og ráð og málefnasamning- ur Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lagður fram. Þá var samþykkt með sex atkvæðum að segja upp ráðning- arsamningi við Kolfinnu Jóhann- esdóttur fráfarandi sveitarstjóra og samþykkt að auglýsa starf sveitar- stjóra laust til umsóknar. Guðveig Eyglóardóttir oddviti Framsókn- arflokks þakkaði í ávarpi sínu Kol- finnu Jóhannesdóttur góð störf og sagði m.a.: „Hún hefur á þeim tíma sem hún hefur starfað sem sveitar- stjóri áorkað af miklum krafti og dugnaði að framfylgja þeim fjöl- mörgu, og mörgum mjög krefjandi, verkefnum sem sveitarstjórn hef- ur falið henni á þessum tíma. Þegar hefur náðst mikil hagræðing í rekstri og sjóðsstaða sveitarfélagsins hefur stórlagast á þeim tíma sem liðinn er af þessu kjörtímabili.“ Björn Bjarki Þorsteinsson (D) verður áfram forseti sveitarstjórnar en því embætti gegndi hann einn- ig í meirihlutasamstarfi með Fram- sóknarflokknum. Geirlaug Jóhanns- dóttir (S) verður formaður byggðar- ráðs. Magnús Smári Snorrason (S) formaður fræðslunefndar, Hulda Hrönn Sigurðardóttir (D) formað- ur velferðarnefndar og Jónína Erna Arnardóttir (D) formaður umhverf- is,- skipulags- og landbúnaðar- nefndar. Samvinna og traust að leiðarljósi Í sáttmála meirihlutaflokkanna seg- ir að Borgarbyggð framtíðar verði leiðarstefið í samstarfi flokkanna og verði kappkostað að innleiða í ríkara mæli langtímahugsun með skýrum markmiðum og framtíðarsýn. „Til þess að slík vinna öðlist gildi þarf að leita eftir frumkvæði og þátttöku íbúa í stefnumótun sveitarfélagsins. Því verða gildi á borð við samvinnu, auðmýkt og traust höfð að leiðar- ljósi,“ segir í sáttmálanum. Með- al þess sem fram kemur er að unn- in verði upplýsinga- og lýðræðis- stefna fyrir samfélagið, ný gagnvirk heimasíða verði opnuð á vormánuð- um, fundargerðir verði ýtarlegri og mannauðsmál og mannauðsstjórn- un eiga að fá aukið vægi í stjórn- sýslu sveitarfélagsins. Þá segir að mikilvægt sé að aðhalds verði gætt í rekstri og hagræðingaraðgerðum verði framhaldið. Áfram verði unn- ið markvisst samkvæmt þeim „vörð- um“ sem settar voru inn í aðgerð- aráætlunina „Brúin til framtíðar“. Unnin verði greining á arðsemi og markmiði með eignarhaldi á hlut Borgarbyggðar í Orkuveitu Reykja- víkur með hugsanlega innlausn eigna í huga. Skal þeirri greiningu verða lokið í september á þessu ári. Lokið við gerð skólastefnu Þá segir í meirihlutasamningn- um að ný skólastefna verði klár- uð fyrir Borgarbyggð. Áfram verð- ur unnið að endurskipulagningu á Grunnskóla Borgarfjarðar með það að leiðarljósi að nýta fjármuni sem best, gæði kennslu og þjónusta við nemendur verði sem best og í sátt við íbúa. Unnið verði áfram að því að bæta aðstöðu starfsfólks og leik- skólabarna á Hnoðrabóli og horft til þess að leikskólinn færist að Klepp- járnsreykjum sem fyrst, undirbún- ingur verði unninn í samstarfi við starfsfólk og foreldra. Á Hvanneyri verði áfram unnið að hagræðingu í rekstri skóla, í samstarfi við starfs- fólk, foreldrasamfélagið og aðra hagsmunaaðila. Skoðað verði með mögulega samþættingu stjórnunar og húsakosts. Áfram verði unnið að undirbúningi á endurbótum og við- byggingu við Grunnskólann í Borg- arnesi, sumarlokun leikskóla verði stytt í tvær vikur, unnið verði að útfærslu í samstarfi fræðslunefnd- ar og forstöðumanna leikskólanna. Unnið verður að útgáfu Frístunda- korts til barna og unglinga í Borgar- byggð og stutt verði við framkvæmd á Unglingalandsmóti UMFÍ sem halda á í Borgarbyggð 2016. Geng- ið verður frá skipan í ungmennar- áð og hlutverk þess eflt. Menning- arstefnu Borgarbyggðar verði fylgt við mögulegt endurmat á safnastarf- semi sveitarfélagsins og unnið að því að auka nýtingu á menningarhúsinu Hjálmakletti. Vegamál og ljósleiðari sett í samstarfssamning Varðandi umhverfi, skipulag og samgöngur segir að sveitarfélagið stefni í fremstu röð í umhverfis- og sorpmálum og mikilvægt sé að vinna að því með íbúum og auka þar með virkni hvað varðar umhverfisvitund alla. Unnið verði að uppbyggingu ferðamannastaða í samvinnu við landeigendur og aðra hagsmunaaðila sem og ríkisvaldið. Rammaskipu- lag varðandi nýtingu á Kárastaða- landi og Hamarslandi verði unnið á næstu tveimur árum, hugað verði að fjölgun lóða í sveitarfélaginu þar sem íbúaþróun hefur verið jákvæð undanfarið ár og þarf lóðaframboð að vera í takt við þá þróun. Heildar- skipulag fyrir miðsvæði Borgarness verði unnið og hugað verði að um- ferðaröryggi samhliða þeirri vinnu. Þrýst verði enn og aftur á Vegagerð- ina um að undirgöng verði gerð á móts við leikskólann Klettaborg og samhliða því verði horft til um- ferðaröryggis við þjóðveg 1 í gegn- um Borgarnes. Þrýst verði á Vega- gerðina um endurbætur í vegamál- um, vegalengdir séu miklar í Borg- arbyggð og víða er óviðunandi staða í vegamálum. Borgarbyggð verði virkur þátttakandi í ljósleiðaramál- um og ljósleiðaravæðingu landsins alls, líkt og í vegamálum er óviðun- andi staða hvað varðar nettengingar víða í sveitarfélaginu. mm Nýr meirihluti tekinn við í Borgarbyggð Fulltrúar meirihlutaflokka Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem mættir voru á fundinn á föstudaginn, en vegna forfalla voru kallaðir inn tveir varafulltrúar. F.v. Jónína Erna, Björn Bjarki, Magnús Smári og varafulltrúarnir Lilja Björg og Björk. Niðurstöður liggja nú fyrir í út- tekt vinnusálfræðinga og skýrsla stjórnunarráðgjafa sem fengnir voru um miðjan október síðastlið- inn til að gera úttekt á ágreinings- málum og samskiptavanda sem kominn var upp í röðum starfs- fólks í Fjölbrautaskóla Vestur- lands. Sneru umkvartanir einkum að samskiptaháttum skólameistara. Í skýrslu ráðuneytisins kemur fram að efla beri mannauðsþátt stjórn- unar og er skólameistara gert að leggja fram umbótaáætlun innan tveggja vikna. Það var að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem sérfræðiteymið var fengið að skól- anum síðastliðið haust. Ráðuneyt- ið fékk Martein Steinar Jónsson, fyrirtækja- og vinnusálfræðing, til að gera úttekt og benda á lausnir í ágreiningsmálum innan skólans. Framkvæma skyldi úttekt á að- stæðum, starfsanda og samskiptum með það að markmiði að leita leiða til úrbóta og sátta meðal starfs- manna og stjórnenda. Auk Mar- teins kom stjórnunarráðgjafinn Hildur Jakobína Gísladóttir að út- tektinni sem samstarfsaðili. Í krafti upplýsingalaga hefur ráðuneytið svarað fyrirspurn Skessuhorns um hverjar væru helstu niðurstöður úttektarinnar. Starfsmönnum FVA var kynnt niðurstaða úttektarinnar á fundi sem fram fór í ráðuneytinu fyrir miðjan þennan mánuð. Síðastliðið haust var Þor- steinn Þorsteinsson fyrrverandi skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ ráðinn sem sérstakur stjórnunarráðgjafi við skólann og skyldi hann vera skólameistara til ráðgjafar við úrlausn á þeim sam- skiptavanda sem kominn var upp innan skólans. Ásamt því að funda reglulega með stjórn og starfsfólki skólans, vera tiltækur til viðræðna og leggja á ráðin um úrlausn vand- ans, var honum ætlað að upplýsa menntamálaráðuneytið um gang mála og skila niðurstöðum og til- lögum um úrbætur. „Tilefni þess- arar tvíþættu aðgerðar ráðuneyt- isins var formlegt erindi starfs- manna skólans í október um að- komu ráðuneytis vegna samskipta- vanda sem þeir töldu að hefði slæm áhrif á skólastarfið,“ segir í skýrslu ráðuneytisins. Gagnrýni á stjórnunarhætti Niðurstöður liggja nú fyrir og kom fram í viðtölum vinnusálfræðinga sem fóru fram í byrjun nóvember og könnunum í kjölfarið að starfs- andinn væri neikvæður og starfs- fólk upplifði óöryggi, kvíða og vantraust. Þá kom fram gagnrýni á stjórnun skólans þess efnis að sam- ráð og upplýsingastreymi væri ekki nægilegt og opin samskipti skorti. Í skýrslunni segir að úttektaraðilar telja að gögn málsins gefi til kynna að meginorsök vandans mætti rekja til stjórnunarhátta og vantraust hafi skapast vegna skorts á sam- ráði. Þess var þó getið að tiltekn- ir einstaklingar hafi verið skóla- meistara afar mótdrægir. „Tillög- ur úttektaraðila um úrbætur felast að mestu í að efla þurfi mannauðs- þátt stjórnunar og að leggja beri áherslu á innleiðingu viðurkenndra vinnuverndarsjónarmiða og sam- skiptahefða sem stuðla að góðum starfsanda, heilbrigði og öryggi á vinnustaðnum,“ segir í niðurstöð- um skýrslunnar. Lögð verði fram umbótaáætlun Í niðurstöðum Þorsteins Þorsteins- sonar kemur fram að hans aðkoma að skólanum snerist fyrst og fremst um að veita leiðsögn sem byggði á jákvæðum og uppbyggilegum stjórnunarstíl með skýrum skila- boðum, góðum starfslýsingum og einföldu en virku upplýsingaflæði. „Stjórnandi veiti svigrúm til sköp- unar, beiti virkri hlustun og sýni samstarfsvilja. Með þeim aðferðum sé stuðlað að starfsanda sem bygg- ir á virðingu, opnum samskiptum og trausti. Ýmsar breytingar hafa verið innleiddar með aðkomu ráð- gjafans m.a. valddreifing í formi stjórnunarteymis,“ segir í skýrslu ráðuneytisins um málið. Tillögur Þorsteins um úrbæt- ur byggja á því að bæta starfs- anda með ofangreind viðmið um jákvæða stjórnunarhætti í huga. „Hann telur að skólameistari hafi tekið ábendingum, tillögum og hvatningum hans með jákvæðu viðhorfi og hafi burði til að vera og verða farsæll stjórnandi FVA. Hún þekki skólaumhverfið vel og hafi áhuga á starfinu og metnað fyr- ir hönd skólans. Að þessum niður- stöðum fengnum hefur ráðuneyt- ið nú mælst til þess að skólameist- ari leggi fram umbótaáætlun inn- an tveggja vikna. Áætlunin miðist við þá þætti sem bæta þarf úr sam- kvæmt niðurstöðum úttektar og mats frá ráðgjafa og skal hún unnin í samstarfi og samráði við starfsfólk og ráðgjafa eftir nánari ákvörð- un.“ Loks segir að úttekt á starfs- anda í skólanum fari fram í byrjun nóvember 2016. mm Niðurstaða úttektar um samskiptavanda innan FVA

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.