Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Qupperneq 11

Skessuhorn - 24.02.2016, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2016 11 VERKEFNASTJÓRI Ungmennafélag Íslands auglýsir eftir verkefnastjóra vegna Unglingalandsmóts UMFÍ sem haldið verður í Borgarnesi um verslunarmannahelgina 2016 Um er að ræða starf í ca. tvo mánuði, júní og júlí og þarf viðkomandi að vera staðsettur í Borgarnesi eða nágrenni. Starfið er skemmtilegt og gefandi en verkefnastjóri vinnur við hlið framkvæmdastjóra og hóps fólks sem heldur utan um verkefnið. Þekking á Ungmennafélagshreyfingunni er kostur. Frekari upplýsingar veitir Ómar Bragi Stefánsson, sími: 898-1095. Umsóknarfrestur er til 15. mars 2016 og skal skila umsóknum á netfangið omar@umfi.is. Ungmennafélag Íslands S K ES SU H O R N 2 01 6 Körfuknattleiksfélag Akraness Íþróttahúsið við Vesturgötu 1. deild Fimmtudaginn 25. febrúar kl. 19.15 ÍA - Fjölnir Fjölmennum og hvetjum ÍA til sigurs! Deildarfundur Hvalfjarðardeildar Kaupfélags Borgfirðinga Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15 Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð Mjólka kynnir vörur sínar Kynning á hrei siefnum frá Kemi Kynning og tilboð á Kerckhaert járningavörum, umboðsmaður á staðnum, býður upp á ís * Vetrarskeifurnar með breiða teininum komnar * Tískusýning á vetrarfatnaði, tilboð á fatnaði frá 66°N 10 - 50 % afsláttur af völdum vörum í versluninni Royal Canin, glaðningur fylgir öllum pokum af hunda-og kattamat. Umboðsmaður á staðnum Kaffi og rjómaterta SK ES SU H O R N 2 01 6 Íbúar í Hvalfjarðarsveit – Akranesi. Deildarfundur Hvalfjarðardeildar Kaupfélags Borgfirðinga verður haldinn að Laxárbakka miðvikudaginn 2. mars 2016 kl. 20:30. Dagskrá: 1. Rekstur KB 2 15 og horfur á rinu 2016. 2. Margrét K. Guðnadóttir dýralæknir og verslunarstjóri kynnir nýjasta nýtt í verslun KB. 3. Kosning deildarstjóra og fulltrúa á aðalf nd KB 2016. Félagið býður fundarmönnum uppá kaffi og meðþví! Íbúar á svæðinu geta gengið í félagið á staðnum. Inntökugjald er kr. 1.000. Ekkert árgjald er í félaginu. Kaupfélag Borgfirðinga. Starfsfólk og íbúar á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Höfða á Akra- nesi fengu að prófa og skoða glæsi- leg reiðhjól þegar verkefnið „Hjól- að óháð aldri“ var kynnt síðastlið- inn miðvikudag. Reiðhjólin koma upprunalega frá Danmörku, þar sem verkefnið hefur notið mikilla vinsælda á hjúkrunar- og dvalar- heimilum. Fremst á hjólinu er sæti með svuntu og skyggni þar sem einn eða tveir einstaklingar geta setið og notið þess að komast í hjó- latúr á nýjan leik. Sesselja Trausta- dóttir hjá Hjólafærni er verkefnis- stjóri Hjólað óháð aldri. Á kynn- ingu sinni á Höfða sagði hún slík hjól vera komin á hjúkrunarheim- ili um allan heim á örfáum árum, þar með talið á 400 heimili í Dan- mörku. Hjólafærni á Íslandi hef- ur leitt innleiðingu og utanum- hald Hjólað án aldurs á Íslandi frá því að verkefnið hófst fyrir nokkr- um mánuðum. Nú þegar eru komin þrjú hjól á hjúkrunarheimili á höf- uðborgarsvæðinu og fleiri á leið- inni á landsbyggðina. Samtal án orða Hjólað óháð aldri byggir á því að rjúfa einangrun og efla lífsgleði íbúa á hjúkrunarheimilum með því að gefa þeim kost á að fara út að hjóla. Sjálfboðaliðar sjá um að hjóla hjólinu sem er með litlum rafmót- or sem auðveldar aksturinn. Sjálf- boðaliðarnir eru kallaðir hjólarar og geta verið úr röðum nágranna, ættingja eða jafnvel starfsmanna hjúkrunarheimilanna. Þá eru skip- aðir hjólastjórar en þeir halda utan um verkefnið. Að sögn Sesselju eru haldin hjólaranámskeið fyrir alla þá sem hafa áhuga á að gerast hjólarar. „Eldra fólk hefur verið ánægt með þetta. Það fær þarna tækifæri til að finna vindinn í vangann á nýjan leik, að upplifa fuglasöng, gróðurinn og ferðast um göngustíga sem það hef- ur ekki séð lengi,“ sagði Sesselja í erindi sínu. Reynslan hefur sýnt að hjólaferðirnar hafa aukið vel- líðan þeirra sem þær stunda og að þarna skapist einstök leið fyrir að- standendur til að njóta tilverunnar með þeim sem ef til vill er ekki auð- velt að eiga samtal við. „Með þessu er hægt að njóta þess að vera sam- an, að vera úti og að upplifa. Ekki að vera alltaf bara að tala saman. Í hjólatúr er nefnilega hægt að eiga samtal án orða.“ Sesselja benti jafn- framt á að hjólin væri hægt að nota árið um kring og aðstæður á Akra- nesi væru einstaklega góðar til hjól- reiða. Leitað að áhugasömum aðilum Íbúum á Höfða leist vel á reiðhjól- in og biðu spenntir eftir því að fá að prófa þau. Í samtali við Skessu- horn sagði Helga Atladóttir hjúkr- unarforstjóri á Höfða að næstu skref væru að safna fyrir slíku hjóli, sem kostar um 800 þúsund krónur. „Við vitum að það yrði frábært fyr- ir fólkið okkar að hafa aðgang að svona hjóli. Nú er verið að leita eft- ir áhugasömum aðilum til að halda utan um verkefnið á Höfða og einnig eftir einhverjum sem geta haldið utan um slíka söfnun,“ seg- ir Helga. Kristján Ásgeirsson íbúi á Höfða var einn þeirra sem prófaði hjólið í síðustu viku og í kjölfarið setti hann fyrstu 1000 krónurnar í söfnunina. „Líknarfélög gætu til dæmis styrkt þetta málefni, sem og fyrirtæki eða einstaklingar sem hafa áhuga. Við höfum einnig haft samráð við ÍA um verkefnið. Þetta er hópur sem á tilkall til þjónustu frá ÍA eins og aðrir bæjarbúar, þó þeir nýti þá þjónustu sjaldan,“ segir Helga. Þeir sem hafa áhuga á að leggja verk- efninu lið á einhvern hátt geta haft samband við Maríu Ásmundsdótt- ur iðjuþjálfa eða Elísabetu Ragn- arsdóttur sjúkraþjálfara á Höfða. grþ Hjóla óháð aldri á glæsilegum reiðhjólum Hjólið góða prufukeyrt á Höfða. Íbúar á Höfða fylgdust áhugasamir með þegar verkefnið Hjólað án aldurs var kynnt síðastliðinn miðvikudag.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.