Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 24.02.2016, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2016 13 Bambo Nature bleiurnar eru einstaklega mjúkar og þægilegar. Þær eru afar rakadrægar og ofnæmisprófaðar auk þess sem gott snið og teygjur í hliðum gera það að verkum að þær passa barninu fullkomlega. Bambo Nature PI PA R\ TB W A • SÍ A Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 1. mars 2016 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Landnámabók sem (landa)kort Nokkrar hugleiðingar Dr. Emily Lethbridge flytur (á íslensku) Dr. Emily fjallar um þá hug- mynda fræði að hlut verki landa korta og bókmennta svipi saman við að koma skipulagi á og halda utan um þekkingu á landi og lífi. Emily tekur við Hagnýtingarverðlaunum Háskóla Íslands 2015 fyrir verkefnið Icelandic Saga MapUmræður og kaffiveitingar Aðgangur kr. 500 Ákveðið hefur verið að stofnuð verði sérstök fimm ára deild í Grunnskóla Grundarfjarðar. Að sögn Sigurðar Gísla Guðjónssonar skólastjóra er ástæðan meðal annars sú að þann- ig má nýta betur húsnæði skólanna. „Eins og staðan er núna eru tæp- lega 70 nemendur í 440 fermetra húsnæði leikskólans en 92 nemend- ur í rúmlega 3000 fermetrum skóla. Það var því stofnaður stýrihópur í febrúar til að skoða möguleikana á betri nýtingu húsnæðis. Það var svo ákveðið að fara þá leið sem stýri- hópurinn lagði til, þ.e að leikskóla- deildin komi inn í grunnskólahús- ið undir handleiðslu leikskólakenn- ara,“ segir Sigurður í samtali við Skessuhorn. Leikskóladeildin mun starfa eftir lögum um leikskóla og eftir aðalnámskrá leikskóla. Skóla- stjóri grunnskólans mun hafa um- sjón með deildinni. Sigurður seg- ir muninn því ekki vera mikinn á fimm ára deild og hefðbundinni deild á leikskóla. „Leikskólagjöld- in verða áfram þau sömu og vistun- artími sá sami. Systkinaafsláttur og allt slíkt mun standa óbreytt. Þessi hugmynd hefur verið í samfélaginu lengi og þetta hefur mikið verið rætt á undanförnum árum. Þetta var kosningaloforð beggja flokka í síðustu kosningum og með þessu næst að taka tólf mánaða börn inn á leikskólann.“ Enn óbreyttur leikskóli Sigurður segir stofnun deildar- innar bjóða upp á ýmsa spennandi möguleika. Húsnæðið sé stórt og að mögulega verði hægt að nýta íþróttahúsið og heimilisfræðistofu í meira mæli en nú er gert. „Svo kemur í ljós hvernig við þróum þetta áfram. Auglýst hefur verið eftir leikskólakennara sem kemur til með að móta þetta starf í sam- starfi við aðra stjórnendur. Við höfum verið með verkefnið „Brú- um bilið“ og gerum má ráð fyrir að samstarfið á milli leik- og grunn- skóla eflist enn frekar þegar deild- in er tilbúin. Þess ber að geta að þarna er ekki um fimm ára bekk að ræða, heldur er þetta áfram leik- skóladeild,“ segir hann. „Í aðal- námskrá leikskóla er gerð krafa um að börnin læri í gegnum leik. Það verður því til dæmis meiri útivera en hjá nemendum í 1. bekk,“ held- ur hann áfram. Áætlað er að um- rædd deild verði færð yfir í grunn- skólann með vorinu. „Það þarf fyrst að ganga frá ráðningu leik- skólakennara og fara í innanhúss breytingar. Þau fara í núverandi myndmenntastofu og það þarf því að gera einhverjar breytingar á húsnæðinu. Svo þarf bara að vinna hratt og gera þetta vel,“ segir Sig- urður Gísli skólastjóri í Grundar- firði. grþ Fimm ára deild stofnuð í Grunnskóla Grundarfjarðar Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar. Tvær umferðir fóru fram í Spurningakeppni Snæfellsbæjar síð- astliðið föstudagskvöld. Að þessu sinni kepptu GSNB strákar í Ólafs- vík á móti Valafelli í fyrri umferðinni. Þar var um hörkukeppni að ræða sem endaði með sigri Valafells. Í seinni umferðinni kepptu Iðnaðarmenn á móti saumaklúbbnum Preggí. Í báð- um umferðum réði gleðin og glens ferðinni þó keppnisskapið væri ekki langt undan. Stelpurnar í Preggí voru í dúndurstuði og sigruðu Iðn- aðarmennina. Var þetta hin besta skemmtun fyrir þá sem mættir voru. Það hefði þó verið enn skemmti- legra að sjá fleiri áhorfendur en eins og allir vita rennur ágóðinn af þess- um keppnum til Smiðjunnar í Ólafs- vík. Þetta framtak er í boði Lions- klúbbsins Þernunnar á Hellissandi og er hugsað sem tilbreyting í skemmt- analíf íbúa Snæfellsbæjar. þa Valafell og Preggí báru sigur úr býtum Ung Skagastúlka hefur verið feng- in til að vera á sýningarleik dip- lómahóps á Íslandsmeistaramótinu í hnefaleikum sem fram fer um næstu helgi. Tinna Gísladóttir Waage mun þar taka þátt í sýningarleik ásamt þremur öðrum krökkum úr hnefaleikastarfinu. Tinna þykir góð- ur efnisviður í íþróttamann en hún keppir í diplómahópi Hnefaleika- félags Akraness. Eingöngu verður um sýningarleik að ræða þar sem Tinna sjálf er ekki komin með aldur til keppni. mm Sýnir hnefaleika á Íslandsmeistaramóti

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.