Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Side 19

Skessuhorn - 24.02.2016, Side 19
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2016 19 Akraneskirkja efnir til sérstakrar kirkjuviku um næstu mánaðamót. Tilgangur hennar er að vekja athygli á safnaðar starfinu og brydda upp á nýjungum. Akurnesingar og nær sveitungar eru hvattir til þess að kynna sér vel þá dagskrá sem er í boði. Sunnudagur 28. febrúar Kl. 11.00 Sunnudagaskóli. Kl. 14.00 Guðsþjónusta í Akranesvita. Mánudagur 29. febrúar Kl. 10.00 - 16.00 Sýning á kirkjugripum og skrúða í anddyri safnaðarheimilisins. Heitt á könnunni. Kl. 20.00 Mikill hlátur og smá grátur. Fyrirlestur í Vinaminni. Arndís Halla Jóhannesdóttir mark þjálfi og þroska þjálfi fjallar um lífið og tilveruna, vinnuna og einka lífið – og viðfangs efnin stór og smá. Sjálf hefur hún þurft að takast á við krabba- mein og mun hún m.a. segja frá þeirri reynslu sinni. Þriðjudagur 1. mars Kl. 10.00 - 16.00 Sýning á kirkjugripum og skrúða í anddyri safnaðarheimilisins. Kl. 16.00 - 17.00 Opið hús í safnaðarheimilinu. Fólki gefst kostur á að spjalla við starfsfólk og formann sóknarnefndar um störf þess. Frjálsleg stund. Gestir mega koma og fara að vild. Kaffi og kleinur. Kl. 18.00 Leiksýning í Akraneskirkju. Stoppleikhópurinn sýnir leikritið „Upp, upp“, eftir Valgeir Skagfjörð, sem fjallar um æsku séra Hallgríms Péturssonar. Stuðst er m.a. við skáldsögu Stein unnar Jóhannes dóttur: „Heimanfylgja“. Leik ritið er ætlað börnum og unglingum frá 12 - 16 ára og þá sérstaklega fermingarbörnum. Það var frumsýnt í fyrra í tilefni af 400 ára afmæli Hallgríms Péturssonar og hefur hlotið góðar undirtektir. Allir aldurshópar velkomnir! Enginn aðgangseyrir! Miðvikudagur 2. mars Kl. 10.00 - 16.00 Sýning á kirkjugripum og skrúða í anddyri safnaðarheimilisins. Kl. 12.00 Kyrrðarstund í Akraneskirkju. Beðið fyrir sjúkum og sorgmæddum. Ljúfir tónar frá orgeli. Léttar veitingar í Vinaminni eftir stundina. Fimmtudagur 3. mars Kl. 10.00 - 16.00 Sýning á kirkjugripum og skrúða í anddyri safnaðarheimilisins. Kl. 11.00 „Meðmælaganga með lífinu!“ Prestar Akraneskirkju, þeir Eðvarð og Þráinn, bjóða fólki á öllum aldri í létta morgun göngu (tekur hálftíma). Byrjað og endað í safnaðar- heimilinu. Heitt súkkulaði í lokin. Kl. 20.00 Píanótónleikar í Vinaminni á vegum Kalmans – listafélags. Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó leikari leikur efnisskrá sem er að mestu frá róman tíska tímabilinu og er stærsta verkið hin mikil- fenglega sónata Chopins númer 3 í h-moll. Þá verða einnig leikin verk eftir Gabriel Fauré og Franz Liszt, smástykki eftir Couperin og skemmtileg lítil sónatína eftir spænska tónskáldið Xavier Montsalvatge. Aðgangseyrir kr. 2.000 / Kalmansvinir kr. 1.500. Föstudagur 4. mars Kl. 10.00 - 16.00 Sýning á kirkjugripum og skrúða í anddyri safnaðarheimilisins. Sunnudagur 6. mars Kl. 11.00 Sunnudagaskóli. Kl. 14.00 Æskulýðsdagurinn. Fjölskyldu sam- koma í Vina minni. Ungmennakór Akranes- kirkju og Patrekur Orri Unnarsson flytja tónlist. Safnaðarheimilið Vinaminni er opið virka daga kl. 10.00 - 16.00 Kirkjuvika í Akraneskirkju 28. febrúar – 6. mars 2016 Dagskrá Kirkjuvikunnar er einnig birt á heimasíðu kirkjunnar www.akraneskirkja.is SK ES SU H O R N 2 01 6 Grundarfjarðarbær auglýsir laust til umsóknar starf deildarstjóra nýrrar deildar 5 ára barna Deildarstjóri óskast til starfa við nýja 5 ára deild í Grundarfirði. Deildin verður til húsa í Grunnskóla Grundarfjarðar. Um er að ræða nýtt, krefjandi og spennandi starf. Vakin er athygli á stefnu Grunnskóla Grundarfjarðar um jafnan hlut kynja í störfum. Frekari upplýsingar um starfið Um er að ræða 100 % starf. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands vegna Félags Leikskólakennara. Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri í síma 430-8550 eða með því að senda fyrirspurn í netfangið sigurdur@gfb.is Umsóknum skal skilað eigi síðar en 10. mars nk. á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is eða sigurdur@gfb.is Umsóknum fylgi starfsferilsskrá ásamt greinargerð þar sem fram kemur ástæða umsóknar og rökstuðningur viðkomandi fyrir hæfni í starfið. Skólastjóri Deildarstjóri leikskóladeildar Grunnskólans í Grundarfirði SK ES SU H O R N 2 01 6 Helstu verkefni og ábyrgð Þróun 5 ára deildar í samstarfi við aðra stjórnendur. Vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara. Taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfs. Mikið er lagt upp úr foreldrasamvinnu og góðum samskiptum. Hæfniskröfur Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi. Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg. Áhugi á að vinna með börnum. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Frumkvæði í starfi. Góð íslenskukunnátta. BORGARBRAUT 16, 350 GRUNDARFIRÐI SÍMI: 430 8500, FAX: 430 8501 Grundarfjarðarbær Akraneskirkja efnir nú í þriðja sinn til sérstakr- ar kirkjuviku. Tilgang- ur hennar er að vekja athygli á því fjölbreytta starfi sem fer fram í söfnuðinum. Hjá Akra- neskirkju eru sex manns í föstu starfi, að tveim- ur prestum meðtöldum. Auk þess eru nokkr- ir leiðtogar í barna- og unglingastarfi og margir sjálfboðaliðar sem koma að þjónustunni á einn eða annan hátt, svo sem kórfólk, sóknarnefndar- fólk og konur í Kirkju- nefndinni. Að sögn séra Eðv- ars Ingólfssonar sókn- arprests verður dagskrá kirkjuviku í ár, sem fyrr, fjölbreytt í tali og tón- um. Hér eru nokkur dæmi um það: „Guðsþjónusta verð- ur haldin í Akranesvita nk. sunnu- dag, kl. 14. Arndís Halla Jóhann- esdóttir, markþjálfi og þroskaþjálfi, mun halda fyrirlestur á mánudags- kvöld kl. 20 sem nefnist: Mikill hlát- ur og smá grátur. Þar mun hún tala um lífið og tilveruna, vinnuna og einkalífið. Sjálf hefur hún þurft að takast á við krabbamein og mun hún m.a. segja frá þeirri reynslu sinni. Sýning á kirkjugripum og skrúða verður í anddyri safnaðarheimilisins alla vikuna.“ Á þriðjudaginn kl. 18 sýnir Stopp- leikhópurinn leikritið „Upp, Upp“ eftir Valgeir Skagfjörð í Akranes- kirkju. Byggir það á æskuárum séra Hallgríms Péturssonar. Enginn að- gangseyrir. Allir velkomnir, sérstak- lega fermingarbörnin. Á fimmtu- daginn kl. 11 bjóða prestarnir, þeir Eðvarð og Þráinn, fólki á öll- um aldri í létta morgungöngu (tek- ur hálftíma). Heitt súkkulaði í Vina- minni í lokin. Á fimmtudagskvöldið kl. 20 verða píanótónleikar á vegum Kalmans-listafélags í safnaðarheim- ilinu. Helga Bryndís Magnúsdótt- ir leikur. Að síðustu má geta þess að haldin verður fjölskyldusamkoma á æskulýðsdaginn 6. mars nk. Ung- mennakór Akraneskirkju og Patrek- ur Orri Unnarsson flytja tónlist. Dagskrá kirkjuvikunnar er nánar kynnt á heimasíðu Akraneskirkju og í auglýsingu hér fyrir neðan. mm Kirkjuvika framundan á Akranesi

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.