Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Qupperneq 20

Skessuhorn - 24.02.2016, Qupperneq 20
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 201620 Svokallað skólaþing var haldið í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akra- nesi í annað sinn í síðustu viku. Er markmiðið með því að nemend- ur hafi áhrif á skólann á lýðræðis- legan hátt og þær ákvarðanir sem eru teknar. Á þinginu var nemend- um skólans skipt í ellefu hópa sem funduðu tvisvar yfir daginn. Þing- ið lagði alls til 39 tillögur og hver hópur valdi svo þær fimm tillögur sem þeim þóttu bestar. Í ljós kom að einfalt væri að framkvæma sum- ar tillögurnar án mikils kostnað- ar en aðrar þyrftu skoðunar við, hvort þær væru framkvæmanlegar eða hvort þær brytu í bága við regl- ur skólans. Nemendur voru sam- mála um að þingið hafi verið gagn- legt og skemmtilegt. Rætt hafi ver- ið um málefni skólans sem þeir geri ekki oft. Þátttaka nemenda var góð og hélt Garðar G. Norðdahl stærð- fræðikennari utan um skólaþingið. Tillögur nemenda á skóla- þinginu voru af ýmsum toga. Sem dæmi um verkefni sem nemendur vildu að yrðu framkvæmd má með- al annars nefna að þeim væri gert kleift að geta skráð veikindi í ein- staka tímum innan hvers dags; að hægt væri að sleppa við lokapróf ef meðaleinkunn er 8 eða hærri í ein- stökum áföngum og að gerður yrði samningur við íþróttamiðstöðina um frítt í ræktina fyrir nemendur. Sumum tillögum má koma í fram- kvæmd með litlum fyrirvara, svo sem að setja upp myndavélar á bíla- stæði skólans, sótthreinsispritt á salerni, bjalla í sal sem hringir inn í tíma og að sjúkrakössum verði fjölgað í skólanum. Þá er einnig í skoðun að boðið verði upp á hafra- graut fyrir alla í fyrstu frímínútum. grþ Nemendur komu með tillögur til úrbóta á skólaþingi FVA Farið yfir tillögurnar í hópavinnu. 39 tillögur komust á blað og svo voru þeim gefin atkvæði. Beðið eftir því að kjósa bestu tillögurnar. Málin rædd áður en gengið er til kosninga. Margvísleg ágreinings- og deilu- mál koma reglulega upp bæði í persónulegum samskiptum fólks en einnig innan atvinnulífsins, svo sem í fyrirtækjum og stofnunum. Lilja Bjarnadóttir er lögfræðingur sem á rætur sínar að rekja í Grundar- fjörð og Borgarfjörð. Hún sérhæf- ir sig í því að leysa slík mál með að- ferð sem kallast sáttamiðlun. Í fyrra stofnaði hún fyrirtækið Sáttaleiðin, þar sem hún býður þjónustu sem miðar að því að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að leysa ágreinings- og deilumál ásamt því að veita ráð- gjöf um bætt samskipti á vinnustað, sem skilar sér í bættum afköstum og framleiðni. Lilja segir að hægt sé að nýta sáttamiðlun í fjölmörg- um tilvikum og að málin geti verið mjög ólík en hún hefur sérhæft sig í sáttamiðlun fyrir viðskiptalífið, svo sem deilum á vinnustað, viðskipta- deilum og deilum á vinnumarkaði. Deiluaðilar sér- fræðingar í sinni deilu „Sáttamiðlari aðstoðar við að leysa málin á einfaldan hátt og skemmri tíma. Kosturinn er að ferlið er sveigjanlegt og sérstaðan er sú að það er fenginn hlutlaus aðili til að hjálpa til að finna lausn. Hug- myndafræðin byggist á því að deilu- aðilar séu sérfræðingar í sinni deilu og því eru þeir best til fallnir til að leysa vandann, með hjálp sátta- miðlarans sem er hlutlaus,“ útskýr- ir Lilja. Hún segir sáttamiðlunina vera fljótvirkt ferli sem geti spar- að umtalsverðan tíma og peninga í samanburði við þau mál sem þurfa að bíða úrlausnar dómstóla. „Ferl- ið er þó allt undir aðilunum sjálfum komið. Það þurfa báðir deiluaðilar að vilja fara þessa leið og þetta er valfrjálst ferli,“ segir hún. Þegar um er að ræða deilumál geta aðstæður verið mjög misjafnar. Ferlið er því sveigjanlegt og hægt að haga því eftir þörfum hverju sinni. Einnig er hægt að semja um niðurstöðu sem ólíklega hefði komið fyrir dómstól- um. „Allt sem fer fram í sáttamiðl- un er trúnaðarmál, sem getur skipt miklu máli fyrir fyrirtæki þegar um er að ræða viðkvæm málefni. En það sem heillar mig mest við sátta- miðlun er ekki bara að hjálpa aðil- um að komast að lausn í ákveðnu máli, heldur möguleikinn á að koma í veg fyrir framtíðardeilur með því að vinna í því með aðilum að leysa úr undirliggjandi ástæðum ágreiningsins,“ segir Lilja. „Því oft þegar deilur koma upp, þá er það á yfirborðinu um eitthvað eitt atriði en undirliggjandi ástæðan er önn- ur,“ bætir hún við. Sáttamiðlun er draumastarfið Lilja útskrifaðist sem lögfræð- ingur frá Háskólanum í Reykja- vík 2011 og starfaði í framhaldinu sem lögmaður í tvö ár og í eitt ár sem gæðastjóri hjá verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar. „Í störfum mínum sem lögfræðingur tók ég eftir því hversu mörg mál hefði ver- ið hægt að leysa ef þau hefðu komið fyrr á borð til sérfræðinga svo sem sáttamiðlara. Oft er það þannig að það er lokaúrræði að senda mál til lögfræðings og þá er oftar en ekki búið að brenna allar brýr til kaldra kola og sambandið milli aðila orðið mjög stirt eða jafnvel ekkert.“ Lilja ákvað því að fara í fram- haldsnám í lausn deilumála við há- skólann í Missouri í Bandaríkjun- um. „Þar kynntist ég sáttamiðlun, sem er ein aðferðafræðin við lausn deilumála, og heillaðist alveg af þessari hugmyndafræði. En eftir að ég lauk náminu sá ég fram á að ég yrði að skapa mér sjálf umhverfi á Íslandi ef ég ætti að geta unnið við draumastarfið mitt sem sáttamiðl- ari. Hér er sáttamiðlun ekki enn orðin jafn útbreidd eins og í ná- grannalöndum okkar og í Banda- ríkjunum,“ segir Lilja. Tekur skamman tíma Úr varð að Lilja stofnaði Sáttaleið- ina ehf. og hefur fengið góðar und- irtektir og jákvæða umfjöllun. Hlaut Lilja til að mynda viðurkenninguna „Outstanding Women in Law 2015,“ frá Acquisition International í lok árs 2015 ekki síst fyrir að hafa stofnað fyrirtækið. Hún segir fagið vera ungt en aðferðafræðin hefur þó náð nokkurri fótfestu á Íslandi þó ekki séu margir starfandi sáttamiðl- arar á landinu. Sýslumannsembætt- in séu til að mynda farin að nota sáttamiðlun í umgengnismálum með góðum árangri. „Mér fannst vanta eitthvað svona í viðskiptalíf- inu á Íslandi. Ég vildi bjóða upp á þjónustu sem hægt er að nýta sér á fyrri stigum, enda er auðveldara að leysa ágreining fyrr en síðar þar sem hann á það til að stigmagnast með tímanum. Ég vil geta hjálpað aðilum áður en í óefni fer og reyna að koma í veg fyrir að fólk fari í gegnum allan tilfinningaskalann, fyrir utan að það sparar bæði tíma og kostnað að leysa ágreining sem fyrst.“ Hún segir að yfirleitt taki skamman tíma að leysa ágreininginn þegar leitað hefur ver- ið til sáttamiðlara. „Yfirleitt er reynt að hittast og oftast dugar að hittast í eitt skipti. Ef vilji er fyrir hendi, þá er oftast hægt að leysa málin á ein- um degi.“ Einnig með námskeið Sáttaleiðin býður einnig upp á fræðslu og námskeið fyrir fyrirtæki sem vilja bæta samstarfsandann og stuðla að betri samskiptum. Þar heldur Lilja fyrirlestur um hvern- ig má koma í veg fyrir ágreining. „Það þarf ekki alltaf að vera komið upp eitthvað ágreiningsmál, heldur má benda fyrirfram á úrlausnir og hvernig má grípa inn í sem fyrst. Ég vil endilega hvetja fólk til að hugsa um þetta, það er hægt að nýta sátta- miðlun á svo víðtækan hátt. Deilu- mál eru oft erfið og fólk lætur þau sitja á hakanum vegna þess, þegar það er í raun best ef gripið er inn í sem fyrst.“ grþ Sérhæfir sig í að leysa deilumál í atvinnulífinu Rætt við Lilju Bjarnadóttur sáttamiðlara Lilja Bjarnadóttir starfar sem sáttamiðlari og sérhæfir sig í deilumálum í atvinnulífinu.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.