Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Page 25

Skessuhorn - 24.02.2016, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 2016 25 Krossgáta Skessuhorns Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á Kirkjubraut 56, 300 Akra- nesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessu- horni. 54 lausnir bárust við krossgátu í blaðinu í síðustu viku. Lausnin var: „Sígandi lukka er best.“ Vinnings- hafi er: Svandís Bára Steingrímsdóttir, Þórólfsgötu 4, 310 Borgarnesi. mm Spjátr- ungur Meið- irnir Kerald Nes Vissa Ánægð Ber Stefnu- merki Muldur Sendill Rómur Maður Orðlaus Farva Rendur Naut Orðtak Ról 1 Ríki Fas Lúi Erfiði Gutl 8 Ullin Tölur Hljóta 5 Næla Röð Örlæti Áfall Æstum Líka Kliður Athygli Hætta Sk.st. Upphr. Fugl Fregn Rölt Dreitill Býsn Brestir 7 Þegar Röð Rasar Tuldur Torfan Titill Leyfist Þvaga Vigt Fjöldi Gróði Uppnám 3 Sýl Kjáni Grípa Angan Rifa Rimla- kassi Sérhlj. Form Vopn Hóta Reifi Spil Gjöfull Féll Uggar Mæt Strit Á fæti Svell Tekt Voði Kjagar Slóðar Grugg Rödd Tæpar Törn Stillti Tóku 8 Flínkur Skán 1000 Mýri Múl- asni Laust Tví- hljóði Flana Myrkvi Spjall Æsa Í æsku Málæði Æll Hvíldir Dropi Rugl 2 6 1 2 3 4 5 6 7 8 Eyrarrósin var afhent við hátíðlega athöfn í Frystiklefanum í Rifi síð- astliðinn fimmtudag. Viðurkenn- ing sú er veitt árlega framúrskar- andi menningarverkefni á lands- byggðinni og er Frystiklefinn ein- mitt fráfarandi handhafi verð- launanna. Verksmiðjan á Hjalt- eyri er listamiðstöð með sýning- arsali og gestavinnustofur í gam- alli síldarverksmiðju Kveldúlfs á Hjalteyri við Eyjafjörð. Frá því að nokkrir frumkvöðlar og listamenn tóku sig saman og stofnuðu Verk- smiðjuna árið 2008 hefur þar verið haldið úti framsæknu myndlistar- og menningarstarfi. Aðstandendur Verksmiðjunnar þykja vel að verð- laununum komnir, ekki síst fyrir þrautseigju, hugmyndaauðgi og út- sjónarsemi við flókin rekstrarskil- yrði, en starf Verksmiðjunnar hef- ur eflst mjög frá stofnun og tekið á sig óvæntar myndir. Í Verksmiðj- unni þykir hafa tekist vel til með þá grundvallarhugmynd að listin sé ekki einungis til sýnis í Verksmiðj- unni, heldur verði hún þar til og sé því mótuð af aðstæðum. Verðlaunin sem Verksmiðjan hlýtur er fjárstyrkur að upphæð 1.650.000 auk flugmiða frá Flug- félagi Íslands. Forsvarsmenn al- þjóðlegu listahátíðarinnar Ferskra vinda í Garði og Eldheima í Vest- mannaeyjum, sem einnig voru til- nefnd, tóku hvort um sig við 300 þúsund króna fjárstyrk, auk flug- miða. Til stóð að Dorrit Moussaieff forsetafrú afhenti verðlaunin, en hún hefur verið verndari Eyrar- rósarinnar frá upphafi, eða í tólf ár. Hún forfallaðist vegna veikinda og því afhenti Þórunn Sigurðardótt- ir, stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík, verðlaunin fyrir hönd forsetafrúarinnar. Kristinn Jónas- son bæjarstjóri í Snæfellsbæ ávarp- aði samkomuna og það gerði einn- ig Hanna Styrmisdóttir, listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykja- vík. Einnig voru viðstaddir fulltrú- ar Byggðastofnunar, Flugfélags Ís- lands og Listahátíðar í Reykjavík, sem standa sameiginlega að viður- kenningunni, auk annarra góðra gesta. mm Verksmiðjan á Hjalteyri hlaut Eyrarrósina Á myndinni eru f.v. Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands, Aðal- steinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar, Hanna Styrmisdóttir listrænn stjórnandi Listahátíðar í Reykjavík, Herdís Sæmundardóttir stjórnarformaður Byggðastofnunar, Kristín Jóhannsdóttir forstöðukona Eldheima, Mireya Samper stjórnandi Ferskra vinda, Gústav Geir Bollason einn af stofnendum Verksmiðj- unnar, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings og Þórunn Sigurðardóttir stjórnarformaður Listahátíðar í Reykjavík. Ljósm. af. Verksmiðjan á Hjalteyri. Ljósm. Guðbjörg Ólafsdóttir. Rótarýdagurinn verður haldinn í annað sinn um land allt laugardag- inn 27. febrúar næstkomandi. Þema dagsins að þessu sinni er „fjöl- menning“ í víðu samhengi. Mark- mið Rótarýdagsins eru að vekja at- hygli á starfi Rótarý og að styrkja ímynd klúbbsins. Þá er einnig vak- in athygli á þeirri fjölmenningu sem til staðar er í nærumhverfinu, á alþjóðaverkefnum Rótarý og þeirri fjölmenningu sem innan Rótarý- hreyfingarinnar er. Í tilefni dagsins ætlar Rótarýklúbbur Akraness að halda opinn fund sem nefnist Út- lendir Skagamenn. „Við ætlum að efna til málþings til að vekja athygli á því hvern- ig erlendir einstaklingar finna sér starf og heimili á Akranesi. Það munu því fimm einstaklingar víðs- vegar að úr heiminum koma fram og segja frá bakgrunni sínum og ástæðunni fyrir því að þeir settust að á Akranesi,“ segja Lárus Ársæls- son og Guðmundur Páll Jónsson félagar úr Rótarýklúbb Akraness. Þar sem rótarýhreyfingin er starfs- greinaklúbbur munu einstakling- arnir meðal annars segja frá starfi sínu, kynna landið sem þeir koma frá og sinn uppeldisbæ. „Fyrirles- ararnir eru Jóhannes Símonsen frá Færeyjum, Ruth Jörgensdótt- ir Rauderberg frá Þýskalandi, Uc- hechukwu Michael Eze frá Niger- íu, Shyamali Ghosh frá Indlandi og Tuyet Anhthi Nguyen frá Víetnam sem ætla að segja frá bakgrunni sín- um og sjálfum sér. Við vildum nálg- ast fjölmenninguna með þessum hætti því að á Akranesi býr margt fólk sem er af erlendu bergi brot- ið,“ útskýrir Guðmundur. Erindin verða öll haldin á íslensku og eft- ir þau verða umræður í salnum og spurningum svarað. Rótarý er fjölmenn- ingarsamfélag Rótarýklúbbur Akraness er einn af þrjátíu Rótarýklúbbum á Ís- landi. Allir hafa þeir það að mark- miði að vinna að ýmsum samfélags- verkefnum, sem mismunandi eru eftir klúbbum. Hreyfingin stendur fyrir sameiginlegum styrktarsjóð á heimsvísu sem meðal annars hef- ur verið nýttur til þess að útrýma mænuveiki á heimsvísu í sameigin- legu átaki við Alþjóðaheilbrigðis- málastofnun, Unicef og sjóð Bill og Melindu Gates. Rótarý er atvinnu- greinahreyfing í grunninn, þar sem fólk úr ýmsum áttum kynnist og miðlar þekkingu sinni. Megin- markmið hreyfingarinnar eru þó ýmis viðfangsefni á sviði mann- úðar- og menningarmála um all- an heim. „Rótarýhreyfingin starfar í flest öllum löndum heims og tel- ur yfir 1,3 milljónir félagsmanna í tæplega 3.500 klúbbum. Það má því segja að Rótarý sé fjölmenningar- samfélag sem slíkt,“ segja Lárus og Guðmundur. Fundurinn „Útlendir Skaga- menn“ verður haldinn í Garðakaffi á Akranesi næstkomandi laugardag, 27. febrúar frá klukkan 11 til 13. Fundurinn er öllum opinn og boð- ið verður upp á kaffi og léttar veit- ingar. grþ Rótarýklúbbur Akraness kynnir „Útlenda Skagamenn“ Lárus Ársælsson, Guðmundur Páll Jónsson og Jóhannes Símonsen. Zsuzsanna Budai fékk rós vikunnar í Vetrar-Kærleik Blómasetursins – Kaffi kyrrðar. Rósina fékk hún fyr- ir hvað hún er, eins og segir í til- nefningunni: „Yndisleg kona, ljúf, skemmtileg, góður vinur, flottur tónlistarmaður og góður kórstjórn- andi. Hún spilar stórt hlutverk í lífi fólks í Borgarbyggð. Við erum heppin að hafa hana hér. Í alla staði frábær kona.“ mm Zsuzsanne er rósahafi vikunnar

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.