Skessuhorn


Skessuhorn - 24.02.2016, Qupperneq 30

Skessuhorn - 24.02.2016, Qupperneq 30
MIÐVIKUDAGUR 24. FEBRÚAR 201630 Hvað ætlar þú að gera um páskana? Spurning vikunnar (spurt í Snæfellsbæ) Jón Þór Magnússon Ætli ég verði ekki að vinna eitt- hvað og svo tek ég því rólega. Unnur Emanúelsdóttir Ég verð erlendis. Sigurmar Gíslason Leika mér uppi á fjalli á snjó- sleða ef veður leyfir. Michelle Viera Dos Santos Ég er ekkert búin að ákveða það ennþá. Þórarinn Steingrímsson Ég geri eitthvað skemmtilegt ef það verður gott veður. Í tilefni af 30 ára afmæli Knatt- spyrnufélags ÍA var boðað til sér- staks afmælis-aðalfundar í hátíðarsal ÍA á Jaðarsbökkum á Akranesi síð- astliðið fimmtudagskvöld. Magnús Guðmundsson formaður setti fund- inn og hélt stutta tölu. Í máli hans kom fram að rekstur félagsins gengi vel og iðkendum færi fjölgandi milli ára í yngstu aldursflokkunum. Því næst kynnti Haraldur Ingólfsson framkvæmdastjóri ársskýrslu félags- ins. Kom þar fram að fjármál félags- ins væru í góðu jafnvægi. Á síðasta ári varð tap af rekstrinum sem nam rétt rúmum 400 þúsund krónum. Eigið fé KFÍA í árslok 2015 nam 4,4 milljónum króna samkvæmt efna- hagsreikningi. Að loknum hefðbundnum aðal- fundarstörfum, þar sem formað- ur var meðal annars endurkjörinn, tók við sérstök dagskrá. Fundurinn var sveipaður hátíðaryfirbragði í til- efni þess að Íþróttabandalag Akra- ness stendur á sjötugu um þessar mundir og 30 ár eru liðin frá stofn- un Knattspyrnufélag ÍA innan vé- banda bandalagsins. Fyrrum leikmenn sæmdir heiðurs- merkjum KSÍ Geir Þorsteinsson formaður KSÍ flutti stutt ávarp á fundinum. Hann lýsti ánægju sinni með að ÍA ætti lið í úrvalsdeildum karla og kvenna á komandi keppnistímabili og að bjartir tímar væru framundan í knattspyrnunni á Akranesi. Raun- ar taldi hann bjarta tíma framund- an á landinu öllu. Þátttaka íslenska karlalandsliðsins á Evrópumeistara- mótinu í sumar myndi færa knatt- spyrnuhreyfingunni miklar tekjur sem myndu koma aðildarfélögum KSÍ verulega til góða á komandi árum. Að loknu ávarpi, í tilefni afmælis- ins, sæmdi Geir fyrrum leikmenn ÍA gull- og silfurmerkjum knattspyrnu- sambandsins. Þær sem sæmdar voru silfurmerki voru: Laufey Sig- urðardóttir, Halldóra Gylfadótt- ir, Magnea Guðlaugsdóttir, Jónína Víglundsdóttir, Steindóra Steins- dóttir, Margrét Ákadóttir, Ragn- heiður Jónasdóttir og Kristín Að- alsteinsdóttir fyrsta landsliðskona ÍA. Einnig voru Pálmi Haraldsson, Kári Steinn Reynisson, Gunnlaugur Jónsson, Sturlaugur Haraldsson og Guðbjörn Tryggvason sæmdir silf- urmerkinu. Sigmundur Ámunda- son og Karl Þórðarson voru sæmdir gullmerki KSÍ. Gullmerki og heiðurs- viðurkenningar KFÍA Ennfremur voru félagsmönnum og velunnurum KFÍA veitt gullmerki félagsins og heiðursviðurkenningar fyrir störf sín í þágu félagsins, hvort heldur innan eða utan vallar. Þeir sem sæmdir voru gullmerki að þessu sinni eru: Ólafur Þórðarson, margfaldur Íslands- og bikarmeist- ari í knattspyrnu með ÍA, bæði sem leikmaður og þjálfari. Sigmundur Árnason, fyrrverandi stjórnarmað- ur KFÍA. Halldóra Sigríður Gylfa- dóttir, fyrrverandi leikmaður og margfaldur Íslands- og bikarmeist- ari. Hún hefur um margra ára skeið sinnt þjálfun yngri flokka félagsins. Guðjón Guðmundsson læknir, sem var um áratugaskeið læknir knatt- spyrnufélagsins. Heiðursviðurkenningar fyrir störf í þágu félagsins fengu: Pétur Ottesen, vallarþulur á Akra- nesvelli til margra ára, fyrrver- andi knattspyrnudómari hjá KFÍA og fyrrum bæjarfulltrúi á Akranesi. Sigríður Þorsteinsdóttir, sem hef- ur unnið ýmis störf fyrir félagið í gegnum tíðina. Hún vann lengi að foreldrastarfi innan félagsins og sat meðal annars í uppeldissviði. Brandur Sigurjónsson, fyrrverandi leikmaður og einn af forvígismönn- um Norðurálsmótsins sem haldið er ár hvert fyrir 7. flokk drengja. Þórð- ur Þórðarson, ötull stuðningsmað- ur sem líkt og faðir sinn og afi hef- ur alla tíð stutt knattspyrnustarf á Akranesi með ráðum og dáð gegn- um Bifreiðastöð ÞÞÞ. Sæmundur Víglundsson, fyrrum knattspyrnu- dómari hjá KFÍA. Hann var meðal fremstu dómara landsins, dæmdi í úrvalsdeild og í verkefnum erlend- is. Þá sat hann í framkvæmdastjórn KFÍA um skeið. kgk Leikmenn og velunnarar KFÍA heiðraðir á aðalfundi félagsins Fjölmennt var á fundinum. Magnús Guðmundsson var endur- kjörinn formaður KFÍA. Sigmundur Ámundason var sæmdur gullmerki KSÍ. Karl Þórðarson var sæmdur gullmerki KSÍ. Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hélt stutta tölu áður en hann sæmdi fyrr- verandi leikmenn ÍA heiðursmerkjum knattspyrnusambandsins. Þeir voru sæmdir silfurmerki KSÍ. F.v. Kári Steinn Reynisson, Gunnlaugur Jónsson, Guðbjörn Tryggvason og Haraldur Sturlaugsson sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd föður síns Sturlaugs Haraldssonar og Pálma Haraldssonar föðurbróður síns. Þær voru sæmdar silfurmerki KSÍ. F.v. Laufey Sigurðardóttir, Kristín Aðalsteins- dóttir, Ragnheiður Jónasdóttir, Magnea Guðlaugsdóttir, Halldóra Gylfadóttir, Steindóra Steinsdóttir, Jónína Víglundsdóttir og Margrét Ákadóttir. Pétur Ottesen, Brandur Sigurjónsson, Sigríður Þorsteinsdóttir, Þórður Þórðarson og Sæmundur Víglundsson voru sæmd sérstakri heiðursviðurkenningu KFÍA. Ólafur Þórðarson, Sigmundur Ámundason, Halldóra Sigríður Gylfadóttir og Guð- jón Guðmundsson læknir voru sæmd gullmerki fyrir störf sín í þágu félagsins.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.