Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 20166 Skoruðu hátt í hópi stofnana AKRANES: Þrír vinnustað- ir á Vesturlandi tóku þátt í könnun um Stofnun ársins - Borg og bær 2016. Niðurstöð- ur úr könnuninni voru kynnt- ar í Hörpu 12. maí síðasliðinn. Það var í höndum félagsmanna Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar að sjá um valið á Stofn- un ársins. Þær stofnanir sem taka þátt í könnuninni er skipti í tvo flokka, stofnanir með 50 starfsmenn eða fleiri og stofn- anir með 5-49 starfsmenn. Að þessu sinni voru 42 stofnanir sem uppfylltu skilyrði til þátt- töku. Leikskólinn Vallarsel er í öðru sæti meðal vinnustaða með 5-49 starfsmenn, skrifstofa Akraneskaupstaðar var í tíunda sæti á sama lista og Heilbrigðis- stofnun Vesturlands er í þrett- ánda sæti meðal stofnana sem hafa 50 starfsmenn eða fleiri. Því má við þetta bæta að í út- tekt á meðal ríkisstofnana urðu Landmælingar Íslands í þriðja sæti sem fyrirmyndarstofnun ársins 2016. -arg Sumaropnun Pakkhússins ÓLAFSVÍK: Sumaropnun Pakkhússins í Snæfellsbæ hófst síðastliðinn laugardag. Verð- ur hún með sama sniði og und- anfarin ár. Byggðasafn er á efri hæðunum og á jarðhæðinni mun svo verða til sölu hand- verk og heitt kaffi á könnunni. Handverkið sem er til sölu er allt handunnið í bæjarfélag- inu og er úrvalið fjölbreytt og áhugavert. Í tilefni opnunar- innar voru flutt tónlistaratriði en það voru fullorðnir nem- endur Tónlistarskólans í Snæ- fellsbæ sem stóðu fyrir því. Það voru þær Steinunn Stefáns- dóttir og Sóley Jónsdóttir sem fluttu nokkur lög við undirleik og dygga aðstoð Valentinu Kay. -þa Samfélagsbanki í undirbúningi LANDIÐ: Í undirbúning er íslenskur samfélagsbanki, Heimilisbankinn. Kynning- arfundur hefur verið boðað- ur þriðjudaginn 24. maí næst- komandi en honum hefur enn ekki verið fundinn staður. Þetta kemur fram í frétt á vef RÚV. Þar er haft eftir Hólm- steini Brekkan, framkvæmda- stjóra Samtaka leigjenda á Ís- landi, sem á sæti í undirbún- ingshópi verkefnisins, að hug- myndin um samfélagsbanka hafi legið í dvala síðan hún var fyrst rædd á stjórnarfundi Hagsmunasamtaka heimil- anna árið 2009. Hann seg- ir fólk kalla eftir nýjum val- kosti við íslenskt fjármálakerfi. „Samfélagsbankar eru nátt- úrulega aldrei fjárfestinga- bankar,“ segir Hólmsteinn. „Þar er einungis um viðskipta- þjónustu að ræða, inn- og út- lán, og sá starfsgrundvöllur sem samfélagsbankar byggja á er sá að aðaláherslan er lögð á að þjóna félögunum og þá með hóflegum þjónustugjöld- um og hóflegum vöxtum. Svo rennur arðurinn, sem myndast af bankanum eða starfseminni, aðallega í að byggja upp nær- samfélagið.“ Þeim sem kunna að hafa áhuga á að kynna sér málið frekar er bent á heima- síðu Heimilisbankans, heimil- isbankinn.is. Þar verður sent út boð um kynningarfundinn þegar nær dregur. -kgk Ólöf ráðin upplýsinga- fulltrúi Veitna SV-LAND: Orkuveita Reykjavíkur hefur ráðið Ólöfu Snæhólm Baldursdóttur í starf upplýsingafulltrúa. Ólöf var ein 125 umsækjenda um starf- ið og mun hún einkum starfa fyrir Veitur, dótturfyrirtæki OR. Rekstur Veitna er um- fangsmikill. Hitaveitur Veitna þjóna um þremur af hverjum fjórum landsmönnum og Veit- ur reka einnig rafveitur, vatns- veitur og fráveitur víða á sunn- an- og vestanverðu landinu. Ólöf hefur starfað hjá Slysv- arnarfélaginu Landsbjörg í rétt tæpan áratug sem upplýsinga- og kynningarfulltrúi. Hún lauk prófi í fjölmiðlafræði við Ohio University í Bandaríkj- unum 1993 og las til meistara- prófs í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Ólöf hef- ur störf í byrjun júní og verð- ur jafnframt staðgengill Eiríks Hjálmarssonar, upplýsinga- fulltrúa OR. -mm Nýir eigendur gistiheimilisins Álftalands á Reykhólum opnuðu formlega á hvítasunnudag, 15. maí síðastliðinn. Enginn rekst- ur hafði þá verið í húsinu síðan á haustmánuðum 2014. „Við tók- um reyndar á móti fyrsta hópnum okkar fyrir rúmri viku. En á hvíta- sunnudag vorum við með opið hús þar sem fólki var boðið að koma að skoða og nú er bara formlega búið að opna,“ segir Guðbjörg Tóm- asdóttir í samtali við Skessuhorn. Formlegur eigandi Álftalands er félagið Flautá ehf., en að því standa Guðbjörg og eiginmaður hennar, Sveinn Borgar Jóhannesson. Gistiheimilið keyptu þau í janú- arlok og hafa síðan þá unnið að gagngerum endurbótum á hús- inu. Skipt hefur verið um gólfefni, hurðir, eldhúsið hefur verið tekið í gegn, rúm endurnýjuð sem og öll önnur húsgögn. „Við erum búin að taka allt í gegn,“ segir Guð- björg. „Nú á aðeins eftir að ganga frá utanhúss og laga lóðina til,“ bætir hún við. Rekstur gistiheimilisins Álfta- lands er frumraun hjónanna í ferðaþjónustu. „Okkur langaði að breyta til og fara að gera eitthvað annað en við höfum fengist við áður,“ segir Guðbjörg. „Það vant- aði gistingu á Reykhóla og það er frábært að vera komin af stað með þetta. Fólk í sveitinni er mjög já- kvætt fyrir þessu.“ Gistiheimilið Álftaland mun á alþjóðlegum bókunarvefjum heita Reykholar hostel. Þar er gistirými fyrir 32 gesti í senn og opið allan ársins hring. Að sögn Guðbjargar hefur enn ekki fengist tenging við bókunarvélarnar en miðað við það líta bókanir ágætlega út. „Húsið er til dæmis fullbókað fyrstu helgina í júlí, þrátt fyrir að við höfum séum ekki komin inn á bókunarvélarn- ar,“ segir hún. „Þetta er bara að skríða af stað,“ bætir Guðbjörg við. kgk Gistiheimilið Álftaland hefur verið opnað Gistiheimilið Álftaland á Reykhólum. Ljósm. jeeptravelh266.blogspot.is. Eigendaskipti hafa orðið á Hótel Framnesi í Grund- arfirði. Gísli Ólafsson hef- ur selt hótelið sem hann hefur rekið undanfarin ár. Hann mun þó áfram reka kaffihúsið Láka Kaffi ásamt hvalaskoðunar- bátunum Láka I og Láka II sem hann gerir út frá Grundarfirði og Ólafsvík. Rætt verður við Sigurkarl Bjart Rúnarsson eiganda fyrirtækisins sem tekur við rekstrinum í Skessuhorni innan tíðar, en hann baðst undan viðtali meðan hann er að koma sér betur inn í rekstur hótelsins. mm Nýr eigandi tekinn við Hótel Framnesi

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.