Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 201614 Um helgina 7.-8. maí fóru nokkrir félagar í Stangveiðifélag- inu Græna bindið (bindid.123.is) í veiðiferð í Skorradal. Einn úr hópnum, Guðmundur Páll Jónsson, sem stundum er kallaður Brytinn, fékk þennan glæsilega urriða í vatninu. Fiskurinn vóg ná- kvæmlega 7,2 pund. Hann tók snemma á sunnudagsmorgninum í þvílíku blíðskaparveðri, eins og sést á myndunum. Fiskinn veiddi Guðmundur Páll á stöng frá landi, í landi Stóru-Drageyrar. Guð- mundur Páll veiddi reyndar annan sex punda urriða kvöldið áður á svipuðum stað í vatninu. mm/ Ljósm. Jóhannes Viggósson. Rígvænir urriðar veiðast í Skorradalsvatni Ég heiti Lily og er 16 ár gömul og er frá Berlín í Þýskalandi. Síðustu mánuði hef ég verið skiptinemi á Íslandi, í Auðarskóla í Búðardal. Áður en ég kom til Íslands gat ég bara kynnt mig á íslensku og sagt hvaðan ég er. En dvölin á Íslandi hefur verið mest spennandi ár lífs míns og ég hef lært mikið í íslensk- unni, á gott með að tala hana og skilja. Þangað til 21. ágúst á síðasta ári hafði allt líf mitt verið þýskt og í Þýskalandi. Ég tala þýsku, ég á þýska fjölskyldu, vini og skóla. Vegabréfið mitt segir að ég er þýsk. Ég bý í höfuðborg sem heitir Berl- ín. Þegar ég horfi út um gluggann minn í Þýskalandi sé ég tré á sumr- in og hús á veturna. Ég heyri í um- ferðinni og í fólkinu sem er niðri á götunni. Þar er alltaf eitthvað í gangi. Ég elska þetta stórborgar- líf. En mig langaði til að sjá eitt- hvað nýtt. Að sjá heiminn og kynnast honum og sjálfri mér bet- ur. Og svo kom ég hingað til Ís- lands, langt frá öllu sem ég þekki. Í land sem ég eitt sinn eyddi sum- arfríinu mínu í. Núna sé ég fjörð- inn og fjöllin þegar ég horfi út um gluggann. Ég heyri í vindinum eða stundum bara ekki neinu. Ég er nú með íslenska fjölskyldu, vini, skóla og samfélag. Og ég er kominn með íslenska kennitölu. Að flytja frá Berlín til Búðardals voru mikil viðbrigði, allir þekkja alla og allir þekkja mig. Ég vissi ekki mikið um Dalina áður en ég kom. Það er erfitt að finna eitthvað um Vesturland á net- inu. Þar af leiðandi var margt sem kom mér á óvart. Landslagið til dæmis. Það sem ég elska mest við íslenskt landslag er hversu langt er hægt að sjá. Ég sé allan sjóndeildar- hringinn en ekki bara næstu hús. Líka á nóttunni, já þú getur líka séð stjörnurnar í Berlín en aldrei svona mikið. Og þú getur ekki séð norðurljósin. Íslensk fegurð er eins og leiktjöld fyrir hversdagsleikann minn. Síðustu mánuði hef ég upplifað margt sem ég hefði aldrei getað í Þýskalandi. Í haust hjálpaði ég til í réttum, lýjandi, já, en rosalega gam- an. Núna er sauðburður að byrja sem er mjög spennandi. Eitthvað sem ég hefði kannski ekki upplifað annars staðar á landinu. Ég fékk tækifæri til að upplifa ís- lenska sveitamenningu á Vestur- landi. Ég bjó til slátur og borða íslensk- an mat. Þorramat og skötu, kjöt- súpu og kleinur. Ég lærði að það er til verri matur en hákarl. Til dæm- is bjúgu. Ég hef lært svo mikið, um Ísland og Þýskaland, um mig sjálfa og um fólk yfir höfuð. Áður en ég kom hingað hélt ég að íslenskt fólk væri kalt, með þykkan skráp. En það tók mér með opnum örmum, þótt ég væri ekki héðan. Eins ólíkt líf mitt í Þýsalandi er lífi mínu á Íslandi þá er ísland, og sérstaklega Dalirnir, núna mitt ann- að heimili. Lily Dahl Frá Berlín til Búðardals Frásögn þýsks skiptinema af að fara úr þýskri stórborg í íslenskan fjörð Í réttunum í haust. „Þegar ég horfi út um gluggann minn í Þýskalandi sé ég tré á sumrin og hús á veturna.“ „Þar af leiðandi var margt sem kom mér á óvart. Landslagið til dæmis.“ Við Sælingsdalslaug. Í sláturgerð. „Ég lærði að það er til verri matur en hákarl. Til dæmis bjúgu!“„Það sem ég elska mest við íslenskt landslag er hversu langt er hægt að sjá.“

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.