Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 201620 Vörur og þjónusta Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hilmir B ehf Alhliða pípulagningaþjónusta hilmirb@simnet.is facebook.com/hilmirbehf Bifreiðaþjónusta Harðar ehf. Smur og dekkjaþjónusta Sala á dekkjum og olíuvörum Borgarbraut 55 - 310 Borgarnesi 437 1192 / 847 8698 - midgardur@vesturland.is Daglegar ferðir milli Reykjavíkur og Borgarness Tvær ferðir í viku í sveitir Borgarfjarðar Skrifstofan er opin mánudaga – föstudaga kl. 9.00 – 12.00 og 13.00 – 15.30 Sími 437-2030 - v.v@simnet.is DAGLEGAR FERÐIR BORGARNES - REYKJAVÍK LAUSNIN HÖFÐASELI Opnunartími er frá kl. 8:00-16:00 alla virka daga Vélabær ehf. Bæ í Bæjarsveit Alhliða viðgerðarþjónusta á bílum, dráttarvélum og vélum tengdum landbúnaði Smur og hjólbarðaþjónusta velabaer@vesturland.is S K E S S U H O R N 2 01 3 www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 SK ES SU H O R N 2 01 6 ÖLL ALMENN GARÐVINNA • Fjarlægjum tré og kurlum • Útvegum sand, mold og möl • Sláum garða Uppbygging á 2300 leiguíbúðum er rétt handan við hornið en önnur umræða um frumvarp um almennar félagsíbúðir fór fram á Alþingi í vik- unni. Þessi mikilvæga uppbygging er því rétt handan við hornið. Þetta er ein sú mesta uppbygging sem verið hefur á leigumarkaði frá árinu 1965 eða þegar Breiðholtið var byggt. Nú er tekið stórt skref til framtíðar með gríðarlegri uppbyggingu og stöðug- leika á leigumarkaði. Hér er um að ræða uppbyggingu á kerfi þar sem stuðlað er að félagslegri blöndun íbú- anna. Uppbygging og stöðugleiki Þessar íbúðir eru ætlaðar einstakling- um og fjölskyldum í tveimur lægstu tekjufimmtungunum og þurfa því að uppfylla þau skilyrði þegar flutt er inn í kerfið. Markmið aðgerðanna er að leiguverð fari ekki yfir 20 – 25% af ráðstöfunartekjum. Hins vegar er það svo að ef að tekjur hækka þá er borg- að hóflegt álag á leiguna. Það er gert svo hægt sé að búa áfram í húsnæð- inu og búa áfram við stöðugleika þrátt fyrir ögn hærri tekjur. En það er afar mikilvægt fyrir alla að hafa öruggt þak yfir höfuðið. Markmiðið að lækka leiguverð Uppbygging þessa leigukerfis er að stofnuð verða leigufélög sem rekin eru án hagnaðarsjónarmiða. Þar veit- ir ríkið 18% stofnframlag, sveitarfé- lögin 12% og 70% eru fjármögnuð í gegnum lánakerfið með lánum til allt að 50 ára. Þessu fyrirkomulagi er ætl- að að lækka leigu- greiðslur frá núver- andi kerfi sem byggist upp á 90% lán- um og vaxtaniðurgreiðslu. Ríkið hef- ur þó heimild til að veita 4% viðbót- arstofnframlag til leiguíbúða á vegum sveitarfélaga eða til íbúðarhúsnæðis sem er ætlað námsmönnum eða ör- yrkjum. Þessi heimild er sett inn til að ná markmiði laganna um að leiguverð fari ekki yfir 20 – 25% af ráðstöfun- artekjum. Litið til byggðasjónarmiða Heimilt er að líta til byggðasjónar- miða við mat á umsóknum um stofn- framlög. Það gæti t.d. átt við ef skort- ur á leiguhúsnæði stæði atvinnuupp- byggingu í byggðarlagi fyrir þrif- um. Einnig er heimild til viðbótar- stofnframlags, 6% frá ríki og 4% frá sveitarfélögum vegna íbúða á svæðum þar sem skortur er á leiguhúsnæði og bygging íbúða hefur verið í lágmarki eða sérstök vandkvæði á því að fá fjár- mögnun á almennum markaði. Auk þessa er heimilt fyrir sveitarfélög til að byggja upp leigufélög í samstarfi við aðra, t.d. fyrirtæki. Viltu vera með? Það er Íbúðarlánasjóður sem mun halda utan um stofnframlög ríkisins og meta umsóknir. Ég hvet sveitarfé- lög um land allt að kynna sér málið, fá upplýsingar og meta hvort þörf er á og eða áhugi á að taka þátt. Elsa Lára Arnardóttir Höf. er þingmaður Framsóknar- flokksins og framsögumaður málsins. Pennagrein Stórt skref til framtíðar Pennagrein Það var sólríkur og fallegur dagur þegar við heimsóttum syðsta hluta Vesturlands. Fjallahringurinn í kringum Akranes skartaði sínu feg- ursta og það var augljóst að útsýn- ið jók enn frekar á lífsgæði heim- ilisfólksins á Höfða sem við heim- sóttum í morgunsárið. Sigurlín, húsmóðir og Kjartan framkvæmda- stjóri tóku hlýlega á móti okkur. Við fengum að kynnast starfsem- inni sem hefur verið í mikilli upp- byggingu og áttum líflegar umræð- ur við heimilisfólk í lok leikfimi- tímans. Þar hitti ég Marías Hjálmar Björnsson, sveitunga móður minn- ar og frænda frá Djúpuvík. Heim- ilisfólkið var áhugasamt um kosn- ingarnar og gaman að heyra að mörgum þykir kominn tími á konu í forsetaembættið. Við áttum stutt stopp á Olísstöðinni við Suður- götu og hittum þar fyrir nokkra herramenn sem sögðust reglulega koma þar saman. Á meðan við sát- um þarna að spjalli bárust þau tíð- indi að Ólafur Ragnar hefði dreg- ið framboð sitt til baka sem gerði stundina eftirminnilegri og herra- mennirnir urðu hálfu áhugasamari en áður. Fjölbrautaskóli Vesturlands og Grunnskólinn í Borgarnesi voru heimsóttir og þar ræddum við meðal annars mikilvægi fjölbreyttr- ar menntunar og hversu mikilvægt væri að styrkja iðnmenntun. Sem dóttir pípara tel ég mig hafa góð- an skilning á þeim verðmætum sem felast í verknámi og hversu mikil- vægt það er fyrir uppbyggingu sam- félags og atvinnulífs. Við fundum sterklega fyrir því hvernig framsýni og dugnaður ein- kenna mannlífið á Akranesi og í Borgarnesi. Trésmiðjan Akur á Akranesi og Límtré-Vírnet í Borg- arnesi eru góð dæmi um það og hvarvetna mátti sjá ummerki fram- fara og uppbyggingar. Við áttum fjörugar samræður við starfsfólk Bæjarskrifstofunnar og Landmæl- inga. Ég var m.a. spurð hvers vegna ég væri kölluð fjárfestir. Það má segja að réttara væri að kalla mig fyrrverandi fjárfesti því vissulega unnum við að því hjá Auði Capital að ráðstafa sparnaði einstaklinga og fyrirtæki, en ég hef þó miklu lengur starfað sem kennari og sem starfs- mannastjóri. Það er ánægjulegt að segja frá því að í heimsókninni náðum við að ljúka undirskriftasöfnun úr Vest- firðingafjórðungi sem markaði lok undirskriftasöfnunar fyrir fram- boðið. Ég kann þeim sem lögðu okkur lið hinar bestu þakkir. Það hafa verið algjör forréttindi að fá að ferðast um landið, hitta fólk og heimsækja vinnustaði síð- ustu daga og vikur, því um allt land er gott fólk að gera samfélagi sínu gagn og eftir samtölin sem ég hef átt get ég ekki annað en horft bjart- sýn fram veginn. Ég hef á þess- um ferðum skynjað að fólki finnst skipta máli að forseti hafi til að bera dugnað, kjark og heilindi. Ég býð mig fram til embættis forseta Ís- lands til að gera gagn og láta gott af mér leiða og vil vera duglegur fyr- irliði heiðarleika, réttlætis, virðing- ar og jafnréttis. Halla Tómasdóttir, forsetafram- bjóðandi. Forsetaframbjóðandi á fer um Vesturland

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.