Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 201616 Margt hefur breyst í þjóðfélaginu á 37 árum og er starf lögreglunnar ekki þar undanskilið. Kristvin Ómar Jóns- son hefur starfað við löggæslu síðustu 37 ár eða allt þar til hann lét af störf- um í lok síðasta mánaðar, 65 ára að aldri. „Það sem hefur helst breyst hjá okkur í löggunni á þessum árum er tæknin og tækjabúnaður,“ segir Ómar þegar blaðamaður Skessuhorns hitti hann að máli og átti við hann spjall um löggæslustörfin og hvað tæki nú við hjá honum. Dalamaður að uppruna Ómar sleit barnsskónum í Dölum, nánar tiltekið á Setbergi á Skógar- strönd. „Ég er Dalamaður og hef alltaf verið frekar stoltur af því,“ segir Ómar og brosir. Hann segir það ekki hafa verið stefnuna hjá sér að verða lögreglumaður. „Ég vann heima í sveitinni fyrstu árin en fór svo á sjó í þrjú ár með hléum. Ég var aðallega á vetrarvertíðum til að byrja með en var svo á línubáti eitt sumar. Við vor- um þá að veiða úti fyrir ströndum Grænlands innan um alla stóru skut- togarana frá Rússlandi. Okkur þótti þessir rússnesku togarar alveg gríð- arlega stórir, enda ekki svona stórir skuttogarar hér á Íslandi á þeim tíma. Þarna vorum við að veiða grálúðu á línu sem við beittum um borð. Þarna var mestmegnis þoka og suddi alltaf og svo kom það fyrir að við heyrðum í þokulúðri hjá Rússunum rétt áður en þeir sigldu framhjá okkur og tóku alla línuna sem við vorum að draga í trollið. Þetta gerðist þó ekki oft,“ seg- ir hann og hlær. „Ég fór svo að vinna á þungavinnuvélum og við akstur vörubifreiða víða um land, vann m.a. við virkjunarframkvæmdir í Sigöldu. Ég hóf svo störf hjá Loftorku þegar við fluttum í Borgarnes árið 1975.“ Ætlaði bara að prófa en endaði í Lögregluskólanum Þegar Ómar byrjaði 1979 að starfa hjá lögreglunni var hann fyrst hér- aðslögreglumaður og í afleysing- um „Ég ákvað að prufa þetta og það fór svo að ég fór í Lögregluskólann um haustið 1980 og lauk námi þar um vorið 1982,“ segir Ómar. Eft- ir 16 ár í Borgarnesi ákvað hann að prufa að fara á nýjar slóðir og flutti með fjölskylduna á Vopnafjörð árið 1995. „Þar var ég eini lögregluþjónn- inn en hafði menn tiltæka á bakvökt- um ef nauðsynlega þurfti á að halda. Þetta var mjög ólíkt því að vera hér í Borgarnesi en ég kunni vel við mig á Vopnafirði. Fjölskyldan var þó ekki alveg nógu ánægð, saknaði fólksins okkar sem er flest hér á þessum lands- hluta. Við fluttum því aftur í Borgar- nes 1998 og hér hef ég verið síðan.“ Úr ritvél í tölvu Aðspurður hvort starfið hafi breyst mikið á þessum 37 árum seg- ir hann svo ekki vera í grunninn, en auðvitað hafa ýmsar áherslur breyst. Fólkið hefur ekki breyst og hlutverk lögreglunnar ekki heldur. Það er m.a. okkar starf að þjónusta borgarana, aðstoða þá sem þurfa og fylgjast með því að farið sé eftir lögum og rann- saka og upplýsa ef lögbrot eru fram- in. Tæknin hefur að sjálfsögðu breyst og auðveldað margt í okkar starfi. Til dæmis voru ekki tölvur þegar ég byrj- aði hjá lögreglunni. Þá notuðum við ritvélar og ef við gerðum villu í því sem við vorum að skrifa þurftum við bara að henda því sem komið var og byrja upp á nýtt. Það gat tekið tvær til þrjár tilraunir að ná þessu rétt, svona ef ritsnilldin var ekki í lagi þann dag- inn,“ segir Ómar og hlær. Einnig segir hann svokallaðan Eye Witness búnað hafa breytt ýmsu í sambandi við t.d. umferðareftirlit. „Þessi bún- aður tekur upp bæði í mynd og hljóð allt sem við erum að gera, hraðann á bílunum sem við mælum og sam- skipti okkar við þá bílstjóra sem við stoppum. Núna getur maður því ver- ið einn í bíl að mæla, áður þurftu allt- af að vera tveir saman,“ bætir hann við. Einnig hefur fjarskiptabúnaður stórbatnað með tilkomu farsímakerf- is og síðar Tetratalstöðva. Áður fyrr vorum við með svokallaðar Gufu- nestalstöðvar á lögreglustöðinni og í bílunum. Þessar Gufunestalstöðv- ar voru stórar og fastar í bílunum og ekki um neinar handstöðvar að ræða þannig að við vorum t.d. alveg sam- bandslausir þegar við þurftum að fara úr bílunum. Og nú eru að koma tölv- ur í bílana sem munu enn auðvelda og flýta fyrir vinnu á vetvangi. Hann hélt nú að það væri ekki í lagi Aðspurður segir Ómar að á 37 árum hafi margt eftirminnilegt gerst í lög- reglustarfinu, en þar sem hann sé bundinn þagnarskyldu geti hann ekki greint frá miklu í því sambandi. „Ég get þó sagt þér eina grínsögu af sjálfum mér og kannski aðra til. Ég var, eins og svo oft, í umferðareftir- liti að nóttu til. Við vorum að fylgjast með ástandi ökutækja og ökumanna. Við vorum búnir að stoppa nokkra bíla og ég fer að einum þeirra til at- hugunar. Ég labba vinstra megin að bílnum eins og venja er og banka á rúðuna hjá þeim sem ég hélt vera ökumann bílsins. Maðurinn rennd niður rúðunni og ég sé strax að hann er undir töluverðum áhrifum áfeng- is. Ég spurði hvort hann hefði verið að neyta áfengis. Hann hélt það nú og spyr hvort það væri ekki í lagi og brosti breitt. Ég spyr hann þá hvort honum þyki það í lagi að aka und- ir áhrifum áfegnis. Hann svarar því að það þyki honum vissulega ekki í lagi, enda sitji hann ekki undir stýri og hlær við. Þá spurði ég hvað hann væri eiginlega að meina. Hann bend- ir þá á mann sér við lið og segir að þessi sjái um að keyra. Þá leit ég bet- ur inn í bílinn hjá manninum sem ég var að ræða við og sá að það var ekk- ert mælaborð eða stýri fyrir framan hann. Þarna höfðum við þá stoppað bíl með hægri handar stýri, sem ekki er mikið til af á Íslandi og ég hrein- lega ekki tekið eftir því,“ segir Ómar og hlær. „Svona getur maður verið rosalega vanafastur. Það þarf auðvi- tað ekki að taka það fram að sá sem sá um aksturinn var í góðu lagi, svo og ástand bílsins,“ bætir hann við. Truflaði hann við meintan akstur „Það var líka í eitt skipti sem ég kom að bíl sem sat fastur í snjóskafli í Norðurárdalnum. Bílstjórinn var á fullu að keyra bílinn, þó að bíll- inn sæti alveg fastur og spólaði bara. Ég fer upp að bílnum og bankaði á rúðuna hjá bílstjóranum. Sá var ekki kátur og spurði hvað í andskotanum ég væri að gera að banka svona, hann væri nefnilega að keyra á 80 kíló- metra hraða. Ég leit á mælirinn sem jú sýndi 80 km/klst. Bíllinn haggað- ist þó ekki, enda pikkfastur í skafl- inum“ segir Ómar. „Þessi ökumaður reyndist bæði ölvaður og dópaður. Svona getur nú því miður ástandið á ökumönnum stundum verið í um- ferðinni.“ Hyggst ekki setja tærnar upp í loft Aðspurður hvað Ómar hafi í huga að gera næst, að starfi loknu, segist hann ætla að byrja á því að dunda smá heimavið og dytta að bílun- um sínum og hjólhýsi fyrir sumar- ið. „Svo stefni ég á að leita að ann- arri vinnu, ef einhver vill ráða gaml- an mann,“ segir hann og glottir. „Ég er ekki tilbúinn að setjast niður með tærnar upp í loft, ekki þegar haus og heilsa er í lagi. Það er ekki minn stíll.“ arg Tækniframfarir hafa breytt miklu hjá lögreglunni Rætt við Kristvin Ómar Jónsson sem hætti nýverið í lögreglunni Kristvin Ómar Jónsson starfaði hjá lögreglunni í 37 ár. Allt þar til hann lét af störfum í lok apríl, 65 ára að aldri. Ljósm. Theodór Kr. Þórðarson. Ómar að bíða eftir því að hefja fyrsta vinnudaginn hjá lögreglunni. Ljósm. úr einkasafni. Samstarfsfélagar til áratuga, Ómar Jónsson og Theódór Þórðarson kveðjast á kaffistofu lögreglustöðvarinnar í Borgarnesi á síðasta vinnudegi Ómars. Ljósm. tkþ. Nóni heitinn, Jón Kristleifsson, þurfti einu sinni að lenda flugvél sinni TF-SEX á þjóð- veginum nærri Grundartanga vegna þoku. Lögreglan kíkti á aðstæður þegar hún átti leið um. Á myndinni eru þeir Ingvar Berg Steinarsson afleysingamaður í lögreglunni og Ómar. Ljósm. tkþ. Ómar var leystur út með gjöfum og góðum óskum við starfslok á síðasta vinnudegi. Á myndinni afhendir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri Ómari blómvönd og þakkar honum fyrir vel unnin störf. Ljósm. tkþ. Helstu stjórnendur Lögreglunnar í Borgarfirði og Dölum í hátíðarbúningi fyrir utan lögreglustöðina í Borgarnesi árið 2012. F.v. Theodór Þórðarson yfir- lögregluþjónn, Stefán Skarphéðinsson þáverandi sýslumaður og lögreglustjóri ásamt Ómari Jónssyni. Ljósm. tkþ. Þarna lendir þyrla TF-SIF á Kárastaðaflugvelli við Borgarnes vegna sjúkra- flutnings. Ómar var einn af virkustu meðlimum Flugklúbbsins Kára sem stóð á sínum tíma fyrir gerð flugvallarins á Kárastöðum. Einnig byggði flugklúbburinn flugskýli við völlinn og þar kom Ómar einnig að málum. Ljósm. tkþ.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.