Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2016 19 Krossgáta Skessuhorns Dögun Tala Ham- hleypa Hólmi Ólag Farði Þar til Beljaki Eldstó Bendir Tengill Vært Hlass Borð- hald Satt Kögur Reipi Bara Ágæti Ítreka 4 1 Aldr- aða Net ÁTT Sérstök Fylling Baun Stallur Rusl Auðið Lokað 17 Nærast Nærri Fag 12 Skort- ur Sigla Dýpi Marr 8 Hljóta Röst Menn Ónæði Planta Tuldraði Ókunn Öskur Vagga Á flík Viðbót Skel 6 Opin- bera 10 Af- gangar Synir 13 Ratsjá Dyggur Gnýr Stafur Þola Snagi Hás 18 Liður Af- kimar Hryðja 19 Háhýsi Andar 7 Kona Hiti Grá Spil Hönd Syllur 3 Auga Lítil Alda Suddi Skjól Röð 150 Einatt Droll Blundur Fjöldi Sló Reitur- inn 15 Gæði Faðmur 5 Kassi Tónn Stafur Bein Bjálki 9 Korn Hlóðir Fljót Áflog 11 Vafstur Stafur Mönd- ull Blakta Duftið Dropi 2 Sk.st. 14 Hár Breið Áhald Eignir 16 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 Hér er ný krossgáta fyrir lesendur að leysa. Þeir sem vilja geta sent Skessuhorni lausnarorð/in á netfang- ið: krossgata@skessuhorn.is fyrir klukkan 15 á mánu- dögum. Athugið að fullt nafn og heimilisfang þarf að fylgja með lausninni. Þeir sem ekki hafa aðgang að tölvupósti sendi lausnir á: „Skessuhorn - krossgáta, Kirkjubraut 56, 300 Akranesi (athugið að póstleggja þarf lausnir í síðasta lagi á föstudegi). Dregið verður úr réttum innsendum lausnum og fær vinningshafinn bókargjöf frá Skessuhorni. Alls bárust 57 lausnir við krossgátunni í blaðinu í síðustu viku. Lausnarorðið var: „Nenna er hálfur gerningur.“ Vinningshafi er: Benóný K Halldórsson, Vallarbraut 7, 300 Akranesi. PISTILL Ég er einfaldur maður, það eina sem ég þarf eru föt til að klæðast, skór til að labba í og matur til að nær- ast endrum og sinnum. Svo horfi ég stundum á sjónvarp en auðvitað þarf ég að hvílast og geri ég það í tilætl- uðu svefnstæði á heimili mínu. Mig langar stundum að sofa út, ekki of lengi þó, því maður verður að geta nýtt dagana í eitthvað gagnlegt og svo hefur skilningur minn á því að sofa út breyst töluvert eftir að ég eignaðist drengina mína. Núna kalla ég það að sofa út að vakna kl. 09:00, þá rís ég eins og nýsleginn túskilding- ur úr rekkju og helli mér upp á kaffi. (Innskot frá pistlahöfundi): Kannski ættum við að breyta um gjaldmið- il í þessari samlíkingu, túskildingur þykir ekki merkilegur í dag og ekki nota millarnir hann heldur einhverja meira spennandi og framandi gjald- miðla á borð við dollara, evru og slíkt. Ríka konan úr Garðabænum sem á Sinnun ehf. segir örugglega við ferðamanninn; ég meina sjúk- linginn; ,,Engar áhyggjur vinur, þú verður eins og nýsleginn túskilding- ur, ég meina dollari eftir aðgerðina. Við erum líka búin að leigja út her- bergið þitt svo að þú verður bara að jafna þig heima hjá þér”. Þetta var útúrdúr frá því sem ég ætlaði að tala um. Ég ætlaði að tala um hið einfalda líf. Sjáðu til, í dag höfum við fyrirbæri sem kallast ólínuleg dagskrá. Með henni getum við stjórnað algerlega hvað við horf- um á. Ólíkt því að vera háð duttl- ungum pirraða dagskrárstjórans á sjónvarpsstöðinni sem ákveður til dæmis á sinn sadíska hátt að sýna t.d. sömu Nicolas Cage myndina þrjátíu sinnum yfir tveggja mánaða tímabil á Bíórásinni. Allt í góðu með það, kannski vill hann vera viss um að allir sem vilja sjái þessa tilteknu mynd og vil ég enn og aftur taka það fram að ég er mikill aðdáandi Nico- las Cage; ,,put the bunny down”. En með þessari auknu sjálfsstjórn hefur byggst upp í mér áður óþekkt spenna, mér líð- ur alltaf eins og ég sé á vídjóleig- unni. Þeir les- endur sem eru á þrítugsaldrinum ættu að kannast við þetta, skreppur á vídjóleiguna gat umbreyst í langtímadvöl í leit að réttu myndinni. Ein ný og ein gömul var óborganlega góð samsetning, en skreppurinn til Magga í Ás gat und- ið upp á sig allverulega. Þessi upp- safnaða spenna hefur valdið trufl- unum í mínu daglega lífi, hvað á ég að horfa á í kvöld er áleitin spurn- ing í huga mínum um kaffileytið og verður ágengari eftir því sem kvöld- ið nálgast. Þess vegna hef ég ákveð- ið að taka í taumana, slá í borðið o.s.fv. Hef ég síðustu daga stundað það sem ég kalla dagskrártantra, ég neita mér um allt sem heitir „leiga“ og „tímaflakk“ á afruglaranum mín- um. Ég bíð frekar eftir uppáhalds- þættinum mínum, ég sit fastur fyr- ir með hendurnar reyrðar fastar með fjarstýringuna falda inn í skáp og horfi. Ég horfi ótrauður í gegn- um raunveruleikaþáttaniðurgang- inn, ég fylgist með sakamálaþætt- inum sem lætur Matlock líta út eins og óskarsverðlaunaþátt í hvert skipti og kreisti bros yfir dósahlátursgam- anþáttinn sem nálgast 13 þáttaröð- ir. Svo kemur að því að ég finn sæl- una, alsæluna magnast þegar þátt- urinn sem ég hef beðið eftir nálgast óðfluga og þegar hann loksins byrjar upplifi ég það sem gæti kallast dag- skrártantra, svona eins og tantrað sem fólk notar fyrir erótíkina. Þegar þetta er skrifað seint í gær- kvöldi er nýr Game of Thrones þátt- ur á leiðinni, reyndar ekki nýr því hann var sýndur aðfararnótt mánu- dags en ég lét tímaflakkið eiga sig og uppskar eftir því. Góðar stundir, Axel Freyr Eiríksson Dagskrártantra Fjörlegir tónleikar voru haldnir í Ólafsvíkurkirkju miðvikudaginn 11. maí. Þar voru á ferðinni Kirkjukór Ólafsvíkur, Kirkjukór Ingjaldshóls- kirkju ásamt hljómsveit frá Tón- listarskóla Snæfellsbæjar. Yfirskrift tónleikanna var „Söngskemmt- un með léttri sveiflu“ og stóðu þeir undir nafni. Höfðu kórarnir æft sameiginlegt prógram undir stjórn kórstjóranna þeirra Veronicu Os- terhammer og Elenu Makeev sem einnig lék undir á píanó í nokkrum lögum. Blönduðust kórarnir sam- an á skemmtilegan hátt enda hafa þeir áður unnið svona saman. Ekki skemmdi frábært undirspil hljóm- sveitar tónlistarskólans, en hljóm- sveitin samanstóð af kennurum og fullorðnum nemendum, þeim Val- entinu Kay skólastjóra, Evgeny Ma- keev, kennara, Ástu Dóru Valgeirs- dóttur á trommur og Davíð Viðars- syni á gítar. Sönghópurinn frábæri Hinir síungu kom einnig fram ásamt Steinunni Stefánsdóttur sem söng og Guðbjörgu Helgu Halldórsdótt- ur sem spilaði á píanó. Tónleikarn- ir voru vel sóttir og tónleikargest- ir mjög ánægðir með þá. Að þeim loknum buðu kórarnir upp á kaffi og konfekt í safnaðarheimili Ólafs- víkurkirkju. þa Fjörlegir tónleikar í Snæfellsbæ Undanfarna viku hafa nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar lagt stund á dansnám hjá Erlu Sif dans- kennara. Eftir vikuna héldu nem- endur svo veglega danssýningu í hádeginu föstudaginn 13. maí. Þá stigu þau sporin sem þau höfðu lært og sýndu afrakstur erfiðisins. Nokkuð ljóst er að vel hafði til tek- ist og urðu foreldrar og velunnarar skólans vitni að glæsilegum tilþrif- um hjá krökkunum. tfk Dönsuðu í lok námskeiðs

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.