Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2016 11 Sveitarstjórn Borgarbyggðar hefur samþykkt að auglýsa eftirfarandi skipulög: SK ES SU H O R N 2 01 6 Húsafell, Stuttárbotnar – nýtt deiliskipulag Sveitarstjórn samþykkti 14. apríl 2016 að auglýsa nýtt deiliskipulags fyrir Stuttárbotna í Húsafelli. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 30. október 2015 og felur meðal annars í sér skipulag fyrir 162 frístundalóðir og útivistarsvæði. Deiliskipulagið verður auglýst frá 19. maí til og með 30. júní 2016, skv. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Athugasemdum eða ábendingum skal skila fyrir 1. júlí 2016. Fögrubrekku 1-3 í landi Dalsmynnis – nýtt deiliskipulag Sveitarstjórn samþykkti 14. apríl 2016 að auglýsa nýtt deiliskipulag fyrir Fögru- brekku 1-3 í landi Dalsmynnis. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 1. desember 2010 og felur meðal annars í sér nýtt skipulag fyrir þrjár frístundahúsalóðir. Deiliskipulagið verður auglýst frá 19. maí til og með 30. júní 2016, skv. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Athugasemdum eða ábendingum skal skila fyrir 1. júlí 2016. Deildartungu 1, Tunguskjól og Utandeild – nýtt deiliskipulag Sveitarstjórn samþykkti 14. apríl 2016 að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Deildartungu 1, Tunguskjól og Utandeild. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinagerð dags. 5. febrúar 2016 og felur í sér skipulag fyrir tvær íbúðar- húsalóðir. Deiliskipulagið verður auglýst frá 19. maí til og með 30. júní 2016, skv. 41. gr. skipulagslaga 123/2010. Athugasemdum eða ábendingum skal skila fyrir 1. júlí 2016 Hraunsnef – Aðalskipulagsbreyting, lýsing Sveitarstjórn samþykkti 12. maí 2016 að auglýsa lýsingu vegna breytingu á Aðal- skipulagi Borgarbyggðar 2010-2022, sveitarfélagsuppdráttur, fyrir Hraunsnef vegna frístunda- og íbúðarsvæði dagsett 10. maí 2016. Lýsingin verður auglýst frá 19. maí til og með 31. maí 2016 samkvæmt 30. gr. skipulagslög 123/2010. Athugasemdum eða ábendingum skal skila fyrir 1. júní 2016. Skipulagsauglýsingar Nálgast má gögnin á heimasíðu Borgarbyggðar www.borgarbyggd.is og í Ráðhúsi Borgarbyggðar, Borgarbraut 14, Borgarnesi frá og með 19. maí 2016. Athugasemdum eða ábendingum skal skila annað hvort í Ráðhúsi Borgarbyggðar eða á netfangið lulu@borgarbyggd.is og skulu þær vera skriflega. Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 26. maí 2016 í Ráðhúsi Borgarbyggðar kl. 19.00 – 20.00. SK ES SU H O R N 2 01 6 1235. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 24. maí kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Fr• jálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, gengið inn frá palli, mánudaginn 23. maí kl. 20.00 Björt framtíð í Vitaka• ffi, Stillholti 16-18, mánudaginn 23. maí kl. 20.00 Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, • Stillholti 16-18,laugardaginn 21. maí kl. 11.00 Bæjarstjórnarfundur Jákvæðni, metnaður og víðsýniwww.akranes.is Garðaþjónustan Sigur-Garðar Tökum að okkur alla almenna skrúðgarðavinnu Sindri Arnfjörð garðyrkjumaður - Laufskálum 311 Borgarbyggð Netfang: sindri@vesturland.is - Vinnusími: 892-7663 Hellulagnir - Hleðsla - Þökulagnir - Jarðvegsskipti Trjáklippingar - Gróðursetningar - Garðsláttur - Plöntusala Þjónusta í yfir 25 ár SK ES SU H O R N 2 01 5 Gunnhildur Gunnarsdóttir hefur endurnýjað samning sinn við Snæ- fell og mun því leika með liðinu í Domino‘s deild kvenna næsta vet- ur. Gunnhildur var fyrirliði Snæ- fells á nýliðnu keppnistímabili og lyfti með því bæði Íslands- og bik- armeistaratitlinum. Hún var að tímabilinu loknu valin í úrvalslið Domino‘s deildarinnar auk þess sem hún var útnefnd besti varn- armaður deildarinnar. Í viðtali við Skessuhorn sem birt var miðviku- daginn 2. maí sagðist Gunnhildur ætla að vera áfram í Stykkishólmi. Þarf því ekki að koma á óvart að hún hafi endurnýjað samning sinn við liðið. „Það er ótrúlega ljúft að spila fyrir Snæfell. Við erum með flottan hóp, þjálfara, stjórn og geggjaða stuðningsmenn,“ sagði Gunnhildur í viðtalinu. Þá hefur Sara Diljá Sigurðar- dóttir einnig framlengt samning sinn við liðið og mun leika með því á næsta tímabili. Sara Diljá er 21 árs gamall framherji og lék fasta rullu með liði Snæfells í vet- ur. Þá var hún einn af lykilmönn- um unglingaliðs félagsins á nýliðn- um vetri. Að lokum hefur parið af suður- nesjunum, þau Erna Hákonardótt- ir og Óli Ragnar Alexandersson, samið að nýju við félagið út næsta keppnis tímabili. Erna fæddi þeim stúlkubarn í vetur og mun nýta sumarið til að undirbúa átök næstu leiktíðar. Óli Ragnar mun sömu- leiðis nýta sumarið til að koma sér í gang að nýju, en hann meiddist í byrjun desembermánaðar og hef- ur ekki geta leikið með Snæfells- liðinu síðan. kgk/ Ljósm. snaefell.is. Fjórir leikmenn skrifuðu undir hjá Snæfelli Gunnhildur Gunnarsdóttir, fyrirliði Ís- lands- og bikarmeistara Snæfells, með nýja samninginn. Sara Diljá Sigurðardóttir. Óli Ragnar Alexandersson og Erna Hákonardóttir framlengdu bæði samning sinn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.