Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2016 9 Talsverðar framkvæmdir eru fram- undan á vegum Akraneskaupstað- ar á þessu ári. Um er að ræða ýmis verkefni, bæði lítil og stór. Má þar nefna aðgerðir við götur og gang- stéttir, sundlaugarsvæðið við Jað- arsbakka, Sementsreitinn og fleira. Nú þegar hefur verið byrjað á framkvæmdum við Vesturgötu þar sem bæði er búið að fræsa götuna og var neðsti hluti Vesturgötu mal- bikaður síðastliðinn föstudag. Að sögn Sigurðar Páls Harðarsonar sviðsstjóra skipulags- og umhverf- issviðs á Akranesi hafa malbiksyfir- lagnir yfir steyptar götur almennt gengið vel á Akranesi. Neðsti hluti Vesturgötu var fræstur árið 2015 en ekki reyndist unnt að yfirleggja hann vegna veðurs á því ári og var það því gert nú. Þá hefur Vestur- gata frá Merkigerði að Stillholti verið fræst. Fræsing á götunni var gerð með tilliti til þess að gatan gæti staðið ein og sér í einhvern tíma eftir fræsingu, á meðan ver- ið væri að finna ástæður þess hvers vegna yfirlögn á þessum kafla göt- unnar tókst ekki sem skyldi síðast þegar yfirlagt var. Frekari skoðun á götunni eftir „Önnur akreinin á Vesturgötu var orðin sigin og skemmd. Það hefði alls ekki verið skynsamlegt að fræsa og fara beint í malbik- un. Það þarf að komast að því með rannsóknum, sem nú eru í gangi, af hverju gatan er svona. Í fram- haldi af niðurstöðu verður gerð áætlun um endurbyggingu göt- unnar. Orkuveitan vill líka koma að verkefninu og skipta um lagn- ir og það er skynsamlegt að fara í þær framkvæmdir samtímis,“ seg- ir Sigurður Páll Harðarson. Rætt hefur verið um að þær aðgerðir verði á árinu 2017. Akraneskaup- staður hefur eyrnamerkt 18 millj- ónir króna til að eiga fyrir hugsan- legum aðgerðum verði mat manna að gatan geti ekki staðið óbreytt til ársins 2017. „Hverjar þær verða er erfitt að segja á þessum tímapunkti en frekari skoðun á götunni, bæði með tilliti til yfirborðs og und- irlags mun leiða það í ljós,“ seg- ir Sigurður Páll. Stefnt er að því á þessu ári að fimm ára áætlun liggi fyrir í ljósi heildar endurskoðun- ar um frekari viðhaldsaðgerðir á gatnakerfi Akraness. Horft verði þá til ástands gatnakerfis samhliða umferðaröryggi samkvæmt skýrslu þar að lútandi. Stígakerfi skipulagt Í sumar eru fleiri verkefni á dagskrá á Akranesi. Til stendur að unnin verði tvö útskot vegna strætisvagna við þjóðveg til móts við Bónus og lokið verði við bílaplan við Jörund- arholt á verktímanum júní til sept- ember. Á þeim tíma verður einn- ig lagfærð gangstétt við Vesturgötu á kafla milli Krókatúns og Grunda- túns. Jafnframt verður hugað að að- gengismálum fatlaðra í tengslum við niðurtektir á gangstéttum. Að sögn Sigurðar verður á árinu unnið heild- arskipulag yfir stígakerfi á Akra- nesi. „Horft verður til strandstígs, tenginga milli bæjarhluta og op- inna svæða. Horft verður til gang- andi og hjólandi umferðar og hugs- anlega samnýtingu með reiðvegum. Varðandi framkvæmdaþátt verður í byrjun horft til minni framkvæmda. Heildarskipulag mun síðan verða nýtt inn í fimm ára framkvæmda- áætlun,“ segir Sigurður. Hann segir verktímann við vinnu heildarskipu- lags og í minni framkvæmdir verða á tímabilinu júní fram í október á þessu ári. Pottasvæði endurnýjað Einnig eru nokkur stærri verkefni á dagskrá bæjarfélagsins. Má þar nefna framkvæmdir við sundlauga- svæði Jaðarsbakka og vinnu við Sementsreitinn. Verið er að vinna útboðsgögn vegna sundlaugasvæð- isins og vegna uppsetningu á Guð- laugu, heitri laug í grjótvörn við Langasand. Verkin verða boðin út sameiginlega í byrjun júní. Um er að ræða endurnýjun á pottasvæði við sundlaugina, yfirborði og girðingu við Jaðarsbakkalaug og uppsetn- ingu á Guðlaugu. Samhliða á árinu verður óskað eftir hugmyndum um rennibrautir í stað þeirra sem fyrir eru. Verður verktími við sundlaug- arsvæðið frá ágúst fram í nóvember en við Guðlaugu frá júlí til október. Þá er nú unnið að skipulagi Sem- entsreitsins og stefnt að því að sú vinna klárist í lok þessa árs. „Í skipu- lagslýsingu sem nú er í kynningu liggja fyrir hugmyndir um niðurrif mannvirkja á reitnum. Í framhald- inu af viðbrögðum við henni verð- ur endanlega tekin ákvörðun um hvaða mannvirki verða rifin. Ljóst er að niðurrif mannvirkja á reitn- um, sem rifin verða til að byrja með, klárast ekki fyrr en á næsta ári,“ út- skýrir Sigurður. „Þá er eftir að segja upp leigusamningum við Sem- entsverksmiðjuna, þannig að verk- framkvæmd fer ekki af stað fyrr en í fyrsta lagi í desember á þessu ári,“ bætir hann við. Auk þeirra framkvæmda sem taldar hafa ver- ið upp hér að framan verður tveim- ur lausum kennslustofum bætt við Grundaskóla, ásamt tengigangi og aðstöðu fyrir kennara. Einnig verð- ur skipt út gervigrasi á völlum við Grundaskóla og Brekkubæjarskóla og er verið að vinna útboðsgögn og ákveða hvaða tegund af grasi verð- ur notuð. Þá verður húsið við Suð- urgötu 64 rifið á næstunni, ásamt bílskúr. „Gengið verður frá því svæði með þökulögn. Hugmynd- ir eru uppi um stærri tré á lóðinni sem bráðabirgðar lausn meðan ver- ið er að skoða hvernig best verð- ur að haga uppbyggingu á lóðinni í framtíðinni,“ segir Sigurður Páll. grþ Ýmsar framkvæmdir framundan á Akranesi Síðastliðinn föstudag var unnið við malbikun að nesta hlutanum á Vesturgötu á Akranesi, frá Bárugötu að Skólabraut. Myndin er tekin þegar framkvæmdir voru að hefjast neðst á Bárugötunni. Ljósm. Hilmar Sigvaldason. Tölvuteiknuð mynd af Jaðarsbakkalaug þar sem nýtt pottasvæði sést vel. Verið er að vinna útboðsgögn vegna sundlaugasvæðisins og vegna uppsetningar á Guðlaugu, heitri laug í grjótvörn við Langasand. Kristinn Jónasson bæjarstjóri í Snæfellsbæ tók sér frí frá skrifstofu- störfunum á dögunum. Skellti hann sér ásamt Ævari Sveinssyni bæjar- verkstjóra í að ganga frá gangstétt- inni sem nýbúið var að steypa við Íþróttahús Snæfellsbæjar. Fórst þeim félögum þetta verk vel úr hendi og ánægjulegt að sjá að bæj- arstjórinn lætur sig margt í bæjar- félaginu varða. þa Bæjarstjórinn í bæjarvinnu Í gær, þriðjudag, var athöfn þar sem Kvenfélagið 19. júní í Borg- arfirði færði Borgarbyggð stórgjöf. Íþróttamiðstöðin fékk afhenta lyftu til að auðvelda fólki að komast í og úr sundi eða heitum pottum. Lyft- an er færanleg og nýtist því á fleiri en einum stað í Íþróttamiðstöðinni. Lyftan er valin með því að leita ráð- gjafar hjá Reykjalundi og Heilsu- hælinu í Hveragerði um hvaða bún- aður hentaði best. Rósu Marinósdóttur, formanns Kvenfélagsins 19. júní, tók það kvenfélagskonur tvö ár að safna fyrir gjöfinni sem kostar alls um 2,7 milljónir króna. Hugmyndin á bakvið þetta verkefni fæddist þegar endurbætur stóðu yfir á innilaug- inni og taka þurfti niður eldri lyftu sem var við laugina. Viðstöddum var boðið upp á kaffi og meðlæti að afhendingunni lokinni. arg Kvenfélagskonur í 19. júní færðu íþróttamiðstöðinni stórgjöf Kvenfélagskonur og fulltrúar Borgarbyggðar sem tóku við gjöfinni. Rósa Marinós- dóttir situr í lyftustólnum. Ungur drengur prófar græjuna.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.