Skessuhorn


Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 18.05.2016, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ 2016 23 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. NORÐURÁLSVÖLLUR Allir á völlinn ÍA-Fylkir Laugardaginn 21. maí kl 16:00 Mætum öll gul og glöð Aðalstyrktaraðili leiksins er: S K E S S U H O R N 2 01 6 PEPSIDEILD KARLA: NORÐURÁLSVÖLLUR Allir á völlinn ÍA-Selfoss Þriðjudaginn 24. maí kl. 19:15 Mætum öll gul og glöð Aðalstyrktaraðili leiksins er: S K E S S U H O R N 2 01 6 PEPSIDEILD KVENNA: Kylfingurinn Valdís Þóra Jónsdótt- ir úr Golfklúbbnum Leyni á Akra- nesi lék í síðustu viku á LET Access atvinnumótaröðinni á Spáni, sem er næststerkasta atvinnumótaröð kvenna í Evrópu. Var það fyrsta mót Valdísar á þessu tímabili í mótaröð- inni, en hún fór í aðgerð í febrúar vegna álagsmeiðsla í þumalfingri. Skemmst er frá því að segja að Val- dís náði sínum besta árangri á móta- röðinni frá upphafi. Hún hafnaði í þriðja sæti á þremur höggum und- ir pari, einu höggi frá efsta sætinu. Hún lék fyrsta hringinn á 66 högg- um, eða tveimur undir pari vallarins og annan hringinn á 67, einu und- ir pari og því samanlagt á þremur höggum undir pari. Á sömu mótaröð lék einnig Ólafía Þórunn Kristjánsdóttir úr Golf- klúbbi Reykjavíkur. Hún lék fyrsta hringinn á pari vallarins, 68 högg- um og annan hringinn á 70 högg- um, eða tveimur yfir pari. Ólafía lauk því keppni á tveimur höggum yfir pari og endaði í 23. sæti. kgk Valdís Þóra í þriðja sæti á Spáni Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbnum Leyni. Víkingur Ólafsvík og ÍA mættust í Vesturlandsslag í Pepsi deild karla í knattspyrnu á mánudagskvöldið. Aðstæður til knattspyrnuiðkunar í Ólafsvík voru prýðilegar. Völlur- inn góður en örlítil gola og fremur kalt. Heimamenn voru betri allan leikinn og sigruðu að lokum sann- færandi með þremur mörkum gegn engu. Víkingar komust yfir strax á 5. mínútu leiksins og þar var á ferð- inni William Dominguez. Alfreð Már Hjaltalín sendi boltann inn á völlinn á William sem lagði bolt- ann frá vítateigsboganum framhjá Árna Snæ Ólafssyni í marki Skaga- manna. ÍA fékk ágætt færi eftir lága aukaspyrnu frá hægri eftir korters leik en Einar Hjörleifsson varði vel frá Garðari Gunnlaugssyni. Heimamenn áttu svo góða tilraun þegar löng sending fann Pape Ma- madou Faye sem fór framhjá Þórði Þorsteini Þórðarsyni bakverði en skaut framhjá markinu. Víkingar voru heldur sterkari og bættu við öðru marki sínu á 38. mínútu. Pape sendi boltann fyrir markið, beint á kollinn á Hrvoje Tokic sem skor- aði sitt fjórða mark í aðeins þrem- ur leikjum. Áður en flautað var til hálfleiks fékk Garðar færi til að minnka metin fyrir ÍA. Hann fékk boltann hægra megin í teignum eftir góða sendingu en skaut yfir. Skagamenn fengu vítaspyrnu á 52. mínútu þegar brotið var á Jóni Vilhelm Ákasyni. Garðar steig á punktinn en Einar Hjörleifsson varði frá honum. Boltinn féll aftur fyrir fætur Garðars en Einar varði öðru sinni. Víkingar efldust við þetta og stjórnuðu gangi leiksins. Tokic var hársbreitt frá því að auka muninn í þrjú mörk eftir góða sókn en skot hans fór í þverslána og út. Skaga- menn fengu þó sín færi. Ber þar helst að nefna skalla frá Garðari sem Einar varði glæsilega í mark- inu. Á 82. mínútu gerðu Víkingar síð- an endanlega út um leikinn. Pon- tus Nordenberg átti góða fyrir- gjöf á nærstöngina sem Aleix Egea Acame skallaði í netið. Staðan orð- in þrjú mörk gegn engu og Víking- ar með pálmann í höndunum. Enn áttu þó eftir að koma færi. Víkingar hefðu getað bætt fjórða markinu við á lokamínútu venju- legs leiktíma þegar Tokic komst einn í gegn. Hann sendi boltann út í teiginn en Ármann Smári Björns- son komst inn í sendinguna og Skagamenn geystust í sókn. Fyrir- gjöf frá vinstri fann Ólaf Val Valdi- marsson í teignum en hann þrum- aði boltanum beint í Pontus sem stóð á marklínunni. Lokatölur í Ólafsvík því sem fyrr segir 3-0, Víkingi í vil. Úrslit leiksins þýða að Víking- ar tylla sér á topp Pepsi deildar- innar, að minnsta kosti þangað til þriðjudagskvöld, þegar Skessuhorn var prentað. Þeir hafa tíu stig eftir fyrstu fjóra leikina. ÍA er hins vegar í 9. sæti sem stendur með þrjú stig eftir jafn marga leiki. Skagamenn leika næst laugar- daginn 21. maí gegn Fylki á Akra- nesvelli. Daginn eftir, sunnudaginn 22. maí, leika Víkingar gegn Fjölni í Grafarvoginum. kgk/ Ljósm. af. Víkingur sigraði í Vesturlandsslagnum Einar Hjörleifsson varði vítaspyrnu Garðars Gunnlaugsonar snemma síðari hálf- leiks. Einar var valinn maður leiksins af stuðningsmönnum Víkings. Hér tekur hann við gjafabréfi úr hendi Inga Kristmanns. ÍA lék sinn fyrsta leik í Pepsi deild kvenna í knattspyrnu á Akranesvelli á laugardag þegar FH-ingar komu í heimsókn. Um nýliðaslag var að ræða, en bæði lið tryggðu sér sæti í deild þeirra bestu fyrir þetta keppn- istímabil. Skagakonur fengu ekki sína óskabyrjun í Íslandsmótinu þetta árið, því FH-ingar sigruðu með einu marki gegn engu. Leikurinn fór fremur rólega af stað og hvorugt lið skapaði sér af- gerandi marktækifæri. Skagakonur voru þó heldur sterkari og stjórn- uðu gangi mála inni á vellinum. Þegar um hálftími var komst Meg- an Dunnigan upp að endamörkum vinstra megin eftir góðan sprett. Hún lagði boltann út í teiginn á Bergdísi Fanneyju Einarsdóttur sem skaut yfir markið úr sannköll- uðu dauðafæri. Botninn datt heldur úr leiknum eftir það og staðan var markalaus í hálfleik. Gestirnir úr Hafnarfirði gerðu tvær breytingar á liði sínu í leik- hléinu og byrjuðu síðari hálfleik af krafti. Þær skoruðu eina mark leiks- ins á 54. mínútu eftir mistök í vörn ÍA. Sending milli varnarmanna rat- aði þá fyrir fætur Karólínu Leu Vil- hjálmsdóttur sem komst ein inn fyr- ir vörn ÍA og skoraði fram hjá Ástu Vigdísi Guðlaugsdóttur í markinu. FH var áfram betra lið vallar- ins fyrst eftir markið, létu boltann ganga sín á milli og stjórnuðu leikn- um. Fátt markvert gerðist og leikur- inn var fremur tíðindalítill til loka. Skagakonur fengu þó færi til að jafna á lokamínútum leiksins þeg- ar Jaclyn Pourcel átti góðan skalla að marki eftir aukaspyrnu en mark- vörður FH varði glæsilega alveg úti við stöngina. Fleiri mörk voru ekki skoruð og lokatölur á Akranesvelli því 0-1, FH í vil. Næsti leikur ÍA fer fram í kvöld, miðvikudaginn 18. maí þegar liðið mætir Þór/KA norður á Akureyri. kgk Tap í fyrsta leik Skagakvenna Skagakonur þurftu að sætta sig við tap í nýliðaslagnum gegn FH í dag. Ljósm. Guðmundur Bjarki. .

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.